Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 13
^áusunu^j MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 13 Þessi bíll lenti ásamt mörgum öðrum í ógöngum þriðjudaginn S. apríl. Hér hálfur útafvið Skorholt. björgun barst.Við létum okkur ekki detta í hug að fara út úr bílnum, ekki einu sinni til að hrista klaka af rúðu- þurrkunum sem myndaðist stöðugt, þrátt fyrir að framrúðan væri himð einsog hægt var. Það væsti svo sem ekki um okkur, maður hafði mestar áhyggjur af því hvað skyggnið var lítið, það var soddan moldbylur að ómögulegt var að átta sig á því hvað var að gerast í kringum okkur. Ef ég hefði óvart álpast út á miðjan veg eða einhver komið of hratt inn í sortann hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Eg áttaði mig á því þama hversu mikilvæg þokuljósin eru og hversu miklu það skiptir að farsímasamband sé gott þegar svona gerist. Maður getur þá látið vita af sér og fylgst með gangi mála. Eg hef farið æði margar ferðir tmdir Hafh- arfjallið, en aldrei lent í svona glóru- lausum byl. Eftir á að hyggja hefð- um við auðvitað átt að snúa við í Mosfellsbænum en ædi ég láti mér þetta ekki að kenningu verða og taki ffamvegis meira mark á vegskiltum.“ Eftir um þrjá tíma komst þessi veg- farandi á áfangastað en margir urðu að dúsa í bílum lengur en það. Hann segir björgunarmenn hafa staðið mjög fagmannlega að verki og eftár að þeir komu á staðinn gekk greið- lega að komast heim. Vill þessi við- mælandi Skessuhoms koma til skila sérstöku þakklæti til björgunarsveit- anna fyrir ósérhhfhina og það góða starf sem félagar þeirra sinna í sjalfboðavinnu. „Maður sér það best á svona stundum hversu vel það skil- ar sér að styðja björgunarsveitimar, til dæmis með flugeldakaupum tun áramótin.“ Þjálfun í björgunarsveit - nauðsyn eða leikara- skapur Ásgeir Öm Kristinsson er með- limur í Björgunafélagi Akraness og útskýrir í stuttu spjalli við Skessu- horn hvemig best er að bera sig að í óveðri einsog þessu. Mestu sldptir að vita hvaða möguleikar era fyrir hendi og hvaða aðstoð stendur til boða. „Það gemr alltaf eitthvað komið upp á og því er nauðsynlegt að vera við öllu búinn, án þess að reikna sífellt með því að lenda í vandræðum. Ætli það skipti ekki mesm að sýna stillingu og hafa til að bera þolinmæði til þess að koma sér út úr aðstæðunum á þeim tíma og með þeim ráðum og aðstoð sem duga í hverju tilvild fyrir sig. Lykilat- riði er að fólk haldi sig í bílunum og bíði efítir aðstoð en ráfi ekki af stað út í óveðrið." Við þessar aðstæður segir Ásgeir hættulegast að gera ekki neitt, best er að reyna að koma bílnum út af veginum til að koma í veg fyrir að T^enninn^. Sameining.is - kjósum á laugardaginn Laugardaginn 23. apríl n.k. munu íbúar í fimm sveitarfélögum, Borg- arbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítár- síðuhreppi, Kolbeinsstaðahreppi og Skorradalshreppi greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Und- anfama mánuði hafa sveitarstjómar- menn þessara fimm sveitarfélaga átt í viðræðum og tmdirbúið samein- inguna eins vel og kostur er. Við í- búar í Borgarbyggð þekkjum orðið ágætlega til hvemig sameiningar- ferh gengur fyrir sig og hvaða áhrif sameining hefur á okkar nánasta umhverfi. Eins og gengur og gerist í öllum málum em menn á misjafhri skoðtm um kosti þess og galla að sameina sveitarfélög en heilt yfir má segja að almenn sátt nki um þær sameiningar sem áttu sér stað 1994 og 1998 hér í Borgarfirði og á Mýr- um. Menn hafa lært af reynslunni og ef einhverjir hnökrar hafa komið upp vita menn nú hvað má betur fara og hvemig við getum bætt okk- ur. Tækifærin eru framundan lega okkar helstu vaxtarsprotar í dag en öflugur landbúnaður, ferðaþjón- usta, iðnaður og versltm era einnig aðalsmerki svæðisins. Samkeppnishæftii Með breyttum atvinnuháttum og bættum samgöngum gerist það æ al- gengara að fólk stundi sína vinnu fjarri heimili og telji ekld eftir sér að aka til vinnu langar leiðir. Þetta er sá nýi veruleiki sem blasir við okkur ís- lendingum. Og þetta er sá veruleiki sem við blasir í nýju sveitarfélagi. Það em engar girðingar þegar kem- ur að atvinnusókn á svæðinu. Það era helst við sveitarstjórnarmenn sem verðum þess varir í umsóknum íbúa um þjónustu. Við höfum vel þekkt dæmi þess að fyrirtæki kjósa ffekar að setja niður starfsemi sína í sveitarfélagi sem býr yfir traustri og faglegri stjómsýslu og háu þjónustu- stigi. Við munum hafa getu til að taka við nýjum verkefnum og aukinn slagkraftur verður í atvinnu- og byggðamálum og betri nýting tekju- stofna. Valdið heim í hérað Með því að fá verkefhi í auknum mæh heim í hérað fæmm við valdið og áhrifin í hverjum málaflokki nær íbúunum og getum rekið heildstæð- an málaflokk í velferðarmálum og málefnum fjölskyldunnar. En til að hafa gem til að taka við nýjum verk- efnum þarf að vera fyrir hendi sterkt stjórnsýslustig. Að öðmm kosti heldur rekstur byggðasamlaga á- fram. Það er slæmur kostur að mínu mati, kostar tíma og peninga og þeim peningum er betur varið í ann- að. Sveitarfélög í dag era í samkeppni um fólk og fyrirtæki. Akveðin stærð sveitarfélaga skapar möguleika á að veita flesta þá þjónustu sem íbúar sækjast eftir. Þessi fimm sveitarfélög sameinuð í eitt mtmu hafa einstaka möguleika umffam aðra. Félagslega og menningarlega era ekld landa- merki á milh þessara sveitarfélaga en mikil hefð er fyrir samstarfi og í fjór- um þessara fimm sveitarfélaga er sameiginleg félagsþjónusta. Þá má það teljast einstakt að í 3.500 manna samfélagi blómstri tveir háskólar í sambýli við hefðbundnar atvinnu- greinar á ekki stærra atvinnusvæði. Háskólamir á Bifföst og Hvanneyri og starfsemi Snorrastofu era vissu- Fjárhaguritm Sveitarfélögin fimm koma sem jafningar að þessu sameiningar- borði. ÖU era þau ágædega sett fjár- hagslega á landsvísu og ekld um það að ræða að fjárhagsvandræði setji svip sinn á sameiningarumræðuna. Allar upplýsingar um fjámiál sveit- arfélaganna má finna á heimasíð- unni sameining.is. En hvað gerist ef íbúar hafiia sameiningu? Óbreytt landslag þessara fimm sveitarfélaga myndi draga kraft úr stjómsýslunni og áfram myndi hver bauka í sínu horni, vinna að sömu málunum fyr- ir sama svæðið, í fimm sveitarstjóm- um. Nýtum atkvæðið okkar Sameiningarnefhd hefur sent ffá sér málefiiaskrá þar sem farið er yfir helstu málaflokka. Málefiiaskráin er viljayfirlýsing okkar sveitarstjómar- manna sem komið hafa að þessari vinnu um það hvemig við sjáum fyr- ir okkur að nýtt sveitarfélag verði. Það er spennandi tækifæri í höndum okkar til að efla okkar heimabyggð og leggja drög að sterku og kraff- miklu samfélagi. Eg hvet alla þá sem atkvæðisrétt hafa til að mæta á kjör- stað og leggja atkvæði sitt á vogar- skálina. Eg mtm segja já við þessari sameiningu. Helga Halldórsdóttir, forseti hæjarstjórar Borgarbyggðar. næstu bílar aki á þann kyrrstæða. Einnig segir hann gsm síma vera mikilvægt öryggistæki við slíkar að- stæður og brýnir fyrir fólki að hika ekki við að nota símann og hringja effir aðstoð eða að minnsta kosti láta vita af sér. Utvarpið veitir oft grein- argóðar upplýsingar um gang mála og það getur líka fahst ákveðið ör- yggi í að fylgjast með því.. „Svo sak- ar náttúrulega ekki að fylgjast með veðurfféttum, þó það sé ekki ó- brigðult ráð þar sem veður er svo breytilegt á Islandi og skjótt skipast veður í lofti. Hins vegar ætti það að vera óbrigðult ráð að taka mark á skiltum sem gefa færð á vegum til kynna. Því miður gerist það allt of oft að ökumenn taka ekki mark á viðvöranum og æða af stað þrátt fyrir þær.“ Þegar í óefhi er komið segir Ás- geir affarasælast að láta björgunar- fólk um að stjórna aðstæðum og stýra mannskapnum út úr vandræð- um. „Þennan dag lentu fleiri en þeir sem vora á þjóðvegi 1 í vandræðum. Margir leituðu heim á sveitarbæi eða hringdu í nágranna sem gátu bjargað málum, en þegar þarf að senda björgunarsveitir í fleiri en eitt - verkefhi er nauðsynlegt að sam- ræma aðgerðir vandlega til þess að hlutir gangi sem hraðast og öragg- ast fyrir sig. Þetta er hópverkefni þar sem allir verða að leggjast á eitt og best að þeir sem hafa reynslu og þjálfun stýri verkinu. Björgunarfólk hefur stundum legið undir ámæh fyrir að gera fátt annað en leika sér með rándýra bíla og tæki en við svona aðstæður er ómetanlegt að geta gripið til mannskaps með y reynslu. Þeir sem mæta á vettvang hafa fengið stífa þjálfun við sam- bærilegar aðstæður og hafa því reynslu og útbúnað sem hina skort- ir. „Dótið“ okkar er sérútbúið til þess að gæta sem best að öryggi allra, bæði bílar, fjarskiptabúnaður og annað. Við björgunarstörf er ör- yggi fólks sett ofar öllu og til þess að það megi tryggja er nauðsynlegt að allir haldi sig á sínum stað og fylgi því ferli sem fer af stað við upphaf björgunaraðgerða. Að halda sig á vísum stað er það besta sem fólk getur gert við þessar aðstæð- ur,“ segir Asgeir. ALS Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn að Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 28. apríl 2005 og hefst kl. 20:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál. Bernhard Þór Bernhardsson lektor við Háskólann á Bifröst kynnir stefnumótunarvinnu félagsins. Borgarnesi, 12. apríl 2005 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. BORGARBYGGÐ Leikskólakennara vantar á Bifröst Við ieikskólann Hraunborg á Bifröst eru lausar stöður leikskólakennara og deildarstjóra frá og með 1. ágúst n.k. Um er að ræba 100% störf en ráðning í hlutastörf gæti einnig komiö til greina. Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina ab rába starfsmenn meb háskólapróf eba abra uppeldismenntun og/eða reynslu. í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til ab sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Umsóknarfrestur er til 27. maí. Nánari upplýsingar veita: Laufey Jóna Sveinsdóttir, leikskólastjóri, í síma 435-0077 eöa í tölvupósti; hraunborg@borgarbyggd.is Ásthildur Magnúsdóttir, forstöbumabur frcebslu- og menningarsvibs, í síma 437-1224 eba í tölvupósti; asthildur@borgarbyggd.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.