Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 11
■ ..MMIH..;- : MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 11 Hópurinn sem þátt tók í námskeióinu. Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Klasa 5-6 á Akranesi Með vísan til 1. málsgr., 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdmn við tillögu að deiliskipulagsbreytingu Holts-, Haga- og Hólmaflatar í klasa 5-6 á Akranesi. Akraneskaupstaður 1 Á slóðum Egils Fyrir stuttu lauk 12 stunda nám- skeiði í Eigilssögu sem hófst í nóv- ember. Námskeiðið var samstarfs- verkefni Símenntunarmiðstöðvar- innar á Vesturlandi, Landsnámsset- urs og Snorrastofa og var kennt til skiptis á heimaslóðum Snorra Sturlusonar í Reykholti og á slóð- um Egils í Borgarnesi. Fyrirlesarar á námskeiðinu voru Snorri Þor- steinsson, Páll Bergþórsson, Baldur Hafstað, Finnur Torfi Hjörleifsson, Örnólfur Thorsson og sr. Geir Waage og voru þátttakendur um mttugu og fimm manns af öllu Vesturlandi. Bergur Þorgeirsson, forstöðu- maður Snorrastofu, segir að þar sem námskeiðið hafi verið mjög vel heppnað og áhugi fýrir því mælst mikill verði framhald á næsta vemr og verið er að leggja línurnar fyrir námskeið með sama sniði. Komið hefur til tals að setja á laggirnar námskeið um Smrlungu, Land- námsbók og Islendingabók eða hreinlega vera með annað Egils- sögunámskeið. „Á þessu námskeiði vorum við með nýjan fyrirlesara í hvert skipti sem hópurinn hittist, sem ég held að sé lykillinn að því hversu vel það lukkaðist. Við mun- um halda þessu fyrirkomulagi á námskeiðum næsta vetur enda fengur að því að ná mörgum og ó- líkum sjónarhomum fram,“ segir Bergur. Pílgagrímsferð til York I tengslum við námskeiðið hélt hópur manna á slóðir Egils Skalla- grímssonar á Bretlandseyjum og dvöldu í York í fjóra daga í lok mars. I York kynnti hópurinn sér söfii og sögustaði og var heimsókn á Víkingasetrið Jorvik hápunktur ferðarinnar. Einnig höfðu píla- grímamir viðkomu í The Minnst- er, dómkirkjunni í York þar sem sett hefur verið upp sögusýning í kjallaranum og gamli miðbærinn innan borgarmúranna var þræddur. A heimleið var svo gerður stuttur stans í Royal Albert Hall til að rækta Islendinginn í sér enn frekar með því að skella sér á tónleika Stuðmanna sem ffam fóm í þessu mikla tónlistarhúsi að kvöldi skír- dags, 24. mars. Kjartan Ragnars- son, forstöðumaður Landnámsset- urs, var leiðsögumaður í ferðinni. ALS , *' 'v V/ >, ^ ’v' IgjfsgStÍÉS ■m Gamla mjólkur- samlagið og Chaplin í kvöld, miðvikudagskvöld, verð- ur haldinn opinn fundur í Gamla Mjólkursamlaginu við Skúlagötu í Borgarnesi. Til fundarins er boðað af óformlegum hópi sem kallar sig Hollvinir Gamla Mjólkursamlags- ins og er tilgangur hans að fjalla um möguleika á að varðveita húsið og finna því hlutverk til frambúðar. Framsöguerindi flytja: Pétur H. Armannsson arkitekt, varaformað- ur Húsafriðunarnefndar ríkisins og forstöðumaður Byggingalistadeild- ar Listasafns Reykjavíkur. Fjallar hann um fagurffæðilegt gildi húss- ins og mikilvægi þess sem eitt af fáum effirstandandi iðnaðarhúsum efrir Guðjón Samúelsson. Sigríður Björk Jónsdóttir, byggingalistffæð- ingtu- fjallar um húsið í sínu nán- asta umhverfi; sögulegt og menn- ingarlegt hlutverk. Stefán Ólafs- son, húsasmíðameistari flytur er- indið „Ekkert hús er ónýtt“ og Gísli Einarsson, frétta- og athafna- maður fjallar um framtíðar notkun- armöguleika hússins. I ffamhaldi verður boðið upp á umræður en efrir fundinn mun svo hljómsveitin Chaplin leika nokkur lög í Búðar- kletti. Allir eru velkomnir. (Fréttatilkynningfrá Hollvinum Gamla Mjólkursamlagsins) Breytingin felst m.a. í að stærð byggingarreita stækkar úr 16x 16mí 16x 18má lóðunum nr. 1,3 og 5 við Hagaflöt og lóðunumnr. 1,2, 3,4, 5, 6 og 10 við Hólmaflöt. Byggingarreitur lóðarinnar nr. 7 við Hólmaflöt stækkur Úrl6xl6míl7xl9m. Þá stækkar byggingarreitur lóðarinnar nr. 8 við Hólmaflöt úr 16x 16mí 18x 19 m. Byggingarreitur lóðarinnar nr. 2 við Holtsflöt stækkar Úrl6xl6míl8xl8m. Breidd gangstétta breytist almennt úr l. 8 m í 2.0 m. Breidd akbrauta verður óbreytt en aðliggjandi lóðadýpt minnkar um 0.2 m. Lóðamörk lóðanna nr. 2 og 4 við Holtsflöt breytast þannig að lóðirnar stækka lítillega. I Lögun gangstígs milli lóðanna nr. 4 og 6 við Holtsflöt er breytt. Lóðin nr. 5 við Hagaflöt 5 er lítillega skert vegna breyttrar legu gangstígs. A lóðunum nr. 2,4,6,8 og 10 er bindandi í byggingarlína felld niður. s Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi, frá 20. apríl. 2005 til og með 20. maí. 2005. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með geflnn kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júní 2005 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 13. apríl. 2005, Sviðsstjóri tœkni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar L. ................. ....................... ...................-................... Bónus vantar starfsfólk Opnum nýja og glæsilega verslun í Borgarnesi í lok maí. Þurfum þess vegna að bæta við okkur fólki sem fyrst. Starfsmaður í vörumóttöku: Vinnutínii u.þ.b. 8 til 15 og líklega annan hvern laugardag eóa þriðju hverja helgi. Starfsmaður í áfyllingar og öll almenn verslunarstörf: Vinnutími: Samkomulag vió verslunarstjóra. Starfsmaður á kassa: Vinnutími frá u.þ.b. 11.30 til 19.15 eða samkomulag vió verslunarstjóra. (Jpplýsingar gefur Stefán verslunarstjóri í verslun Bónus í Borgarnesi frá og með 22. apríl. Umsóknum má skila í verslunina eða inn á www.bonus.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.