Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 19
 MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 19 Skeikað að sköpuðu Málverkasýning í Norska húsinu í Stykkishólmi Á sumardaginn fyrsta, frmmtu- daginn 21. apríl kl. 13.00, opnar Pétur Pétursson málverkasýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi. Myndimar sem sýndar verða em 17 að tölu og em allar unnar með akrílhtum á striga á árunum 2003 til 2005. Pétur er jarðfiræðingur að mennt. Hann hefur ætíð teiknað og málað, sótt söfn og gmflað í myndlistinni. Það var þó ekki fyrr en árið 2002 að hann tók upp á því að mála stórar myndir á striga. Áður hafði hann aðallega málað með vatnslitum og teiknað m.a. teiknimyndasögur í dagblað. Pétur er ættaður af Snæfellsnesinu og flestar myndimar á sýningtmni endurspegla dálæti hans á því lands- svæði en myndirnar Arnarstapi, Stapafell I, Hrafnatindar II, Gjáin, Eldborg, Ljósufjöll, Rauðhálsar og Hraunholtahnúkar era einmitt allar þaðan. Aðrar myndir sem sýndar em, em annað hvort óstaðsettar, t.d. Sandöldur VI og VII, Jökulsandar og Lambagras eða frá þekktum stöðum víðsvegar að um landið, þ.e.a.s. Hom, Herðubreið og Ló- magnúpur, þar sem mögnuð fjalla- sýn íslensks landslags er viðfangs- efhið. Þá er ótalin myndin sem á sér fyrirmynd úr Stykkishólmi, Súg- andi, sem máluð var sérstaklega fyr- ir sýninguna. Pétur hefur áður haldið þrjár einkasýningar, þá fyrstu á Kaffé Kúlture, aðra á Café Milanó og þá þriðju hjá Valhúsgögnum, allar árið 2003. Sýningin er opin kl. 11.00 til 17.00. Hún stendur einungis yfir í fjóra daga og lýkur sunnudaginn 24. apríl. Safhið og Krambúð Norska hússins er einnig opin yfir sýningar- tímann. ('fréttatilkynning) Umhverfi og útivist - 3. grein Fólkvangur í Einkunnum I fyrstu tveimur greinum mínum um umhverfi og útivist lagði ég á- herslu á nauðsyn útivistar og hreyf- ingar. Ef menn fallast á slíka nauð- syn gefur auga leið að æskilegt er að greiða mönnum leið til að stunda útivist. Þar skiptir fyrst máli allra nánasta umhverfi, opin svæði, garð- ar og göngustígar í þéttbýli. En þessu næst skiptir Hka verulegu máh að almenningur eigi þess kost að njóta margvíslegrar útivistar utan þéttbýhs, þar sem náttúran er ó- mengaðri og minni truflun er af mannvirkjum og umferð vélknúinna farartækja. Náttúmverndarlögin gera ráð fyrir formlegri stofntm shkra útivistarsvæða. Þau nefhast fólkvangar. Rætt hefur verið um að gera Ein- kunnir og svæði umhverfis þær að fólkvangi. Það er vel til þess fahið. Svæðið hggur nærri þéttbýlisbyggð- inni í Borgamesi. Þangað er fljótek- ið á bifreiðum. Það er í mjög hæfi- legri fjarlægð ffá hesthúsaþyrping- unni tfl útreiða. Röskum krökkum ætti ekki að vera skotaskuld að skjót- ast þangað upp eftir á reiðhjólum. Fólkvangurinn gæti teygst yfir all- stórt svæði. Hann ætti helst að ná yfir ekki einungis sjálfar Einkunn- imar og nánasta umhverfi, heldur þyrftí hann að teygja sig alla leið upp að Háfsvatni. Það skiptir máh að honum sé ekki afmarkað þröngt svæði. Rífleg stærð eykur á fjöl- breytileika og gefur fleiri tækifæri til iðkunar útivistar, t.a.m. gönguferða. Það gerir málið auðveldara með- ferðar að land þetta er aht í eigu Borgarbyggðar. Nefna má nokkra þá möguleika sem Einkunna-svæðið gefur til úti- vistar. Þar em u.þ.b. hálffar aldar gamlir skógarreitir, víða mjög þroskalegir. Kostur skóglendis um- ffam annað land er að þar er ávallt skjól. Þangað má leita í rysjóttu veðri. Það þarf að gróðursetja miklu fleiri tré á Einkunnasvæðinu og miklu víðar en þar sem nú er skógur. Á svæðinu er Álatjöm sem Guð- steinn heitinn Sigurjónsson sleppti í silungi. Hann mun að mestu eða öllu upp veiddur, en ekki er ýkja dýrt að halda áffam að sleppa fiski. Á vet- uma leggur tjömina mjög snemma í ffostum. Þá er hún góð th að skauta á. Hestamönnum þykir líka gaman að taka fáka til kosta á ísi. Væntan- legur fólkvangur takmarkast að vest- an af Háfslæk. Hann rennur úr Háfsvatni, sem er fiskivato, og urriði gengur um lækinn. Utbúa þarf án- ingarstaði fyrir fólk og hestamenn og leiksvæði sérstaklega fyrir böm. Tryggja þarf fötluðum aðgang að svæðinu, m.a. að Álatjörn til að veiða. Svæðið er á ýmsan hátt hent- ugt tíl umhverfisffæðslu fyrir böm og unglinga og fleira fólk. I því skyni þarf að koma upp aðstöðu til að fylgjast með dýrabfi og setja upp upplýsinga- og ffæðsluskilti. Síðast en ekki síst þarf að merkja göngu- leiðir og leggja stíga um fólkvang- inn, bæði upp að Háfsvatni og niður í byggðina, annað hvort niður með Háfslæk á Olafsvíkurveg, eða þá niður að Borg, nema hvort tveggja væri. Hverjir eiga að fá aðgang að fólk- vangi í Einkunnum? Alhr. Það þýðir þó ekki að ahir menn geti átt sömu möguleika til umferðar um svæðið. Þeir sem era fuhffískir til göngu standa þar best að vígi. Það þýðir heldur ekki að fólkvangurinn geti orðið til að þjóna sérhagsmunum um tiltekinna útivistarhópa. Þar ætti t.d. ekki að leggja brautir fyrir keppni í vélhjólaakstri. Og beit bú- penings samræmist ekki því að útivi- starfólk fái notið óspillts gróðurs á svæðinu. En hestamenn þurfa að eiga greiða leið tun svæðið, sem þeir hafa nú þegar, og eiga þar áningar- staði. Fólkvangur er ffiðað svæði til úti- vistar fyrir almenning. Friðun þýðir að mannvirkjagerð og jarðrask á að vera í lágmarki, en ekki verður þó hjá því komist að búa með ýmsu móti í haginn fyrir þá sem á vanginn vilja koma. Á vegum Borgarbyggðar er nú starfandi nefnd til að gera tihögur um útivistarsvæði í Einkunnum og umhverfis þær. Vonandi kemst hún að heillavænlegum niðurstöðum. Eg tel að verulegar líkur séu á því að fóhd fari mjög fjölgandi í Borgar- firði á komandi árum. Byggðaþróun svipuð þeirri sem nú er að gerast fyrir austan fjah, í Hveragerði, Olf- usi og í Árborg á eftir að koma yfir okkur hér. Við eigum land sem að mörgu leyti er hentugt til fjölbreyti- legrar útivistar. Við eigum nú þegar að taka það ffá og skipuleggja til þeirra nota. Þörf fyrir það mun fara vaxandi. Finnur Torfi Fljörleifsson Við útfall Háfslækjar úr Háfsvatni. Ifjallasýn má m.a. sjá Hafursfell, Ljósujjöll, Fagraskógarfjall og Svarfhólsmúla. A myndinni er Hilmar Arason formaður starfshóps Borgarbyggðar um Einkunnir. Loftmynd afEinkunnum. Háfsvatn ofan vió miója mynd. Til hœgri sést íAlatjöm. Háfslækur rennwr í skuröi til vinstri á myndinni. Vortilboð Hótel Vík er lítið og notalegt hótel miðsvæðis 1 Reykjavík. Tveg^ja m. herbergi: 6.900 Þriggja m. herbergi: 8.900 Fjögurra m. herbergi: 11.900 Stúdíóíbúðir: 8.000 Morgunverður er inn\falinn. Flugrútafyrir hvert áætlunarflug. Hótel Vík Síðumúlaig Sími: 588 5588 - Fax: 588 5582 ivivw.hotelvik.is - lobby@hotelvik.is __________ Sími 431 4240 Gleðileöt Sumar * '■ ’■ _ , / -V — -V - Vllir útiið borða - Miðvikudag-Fimintiidag-föstiidag -laugardag-sunnudag KINAMATUR 4 réttir + hrísgrjón - Sótt 1.290 kr Sent minnstfyrir 2 Hlaðborð 1.590 kr. 4 réttir + hrísgrjón: Niíðlur m/grænmeti Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu Kjúklingur í chillisósu Svínakjöt í ostrusósu + Pizzu hlaðborð TILBOÐ 1 i6”pizza m/2 áleggstegundum 1/2 franskar +2 1. Pepsi 1.590,- kr. sent 1.390.- kr. sótt Stór eldsteíktur haniDorgari 140 gr m/ 2 teg. Osti. ieeberg, tómat. lauk, BBQ sósu. frönskum kartöflum og kokteilsósu á 4 x hamborgarar m/ frönskum + 2 1. pepsi frítt með aðeins 3.490,- kr. Sveppasúpa+ Glóóaó lambalæri m/ grænmeti. bakaóri kartöflu, salati og bernaissósu Aðeins 1.590,- kr. Síöasti vetrardagur 20.4 Ailir á völlinn! Chelsea og Manchester United á breiótjaldi - Diskotek frítt inn Laugardagur23.4 Dansleikur - Pétur Pétursson og Sigmar Rafnsson leika - Aðgangseyrir 750kr Sumardagurinn fyrsti Fimtudagur 22.4 Golfskálinn á Levnisvelli opnar kl 14:00-18:00 Kaffihlaóboró 890,- kr Allir velkomnir !

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.