Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 7
giagssfflwefiiíj
MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005
7
Mokveiði í
netaralli
Senn líður að því að fæðingar-
orlofi þorsksins á Breiðafirði
ljúki. Eftir 21. apríl má búast við
því að meira líf færist í starfsem-
ina hjá þeim sjómönnum sem
hafa viðurværi sitt af innfjarðar-
veiðum. Þórsnes II sem var á
netaralli á vegum Haffó á Faxa-
flóa lenti í ævintýralegu fiskiríi
undir það síðasta í rallinu. Þórs-
nesið var með 9 trossur vestur af
Sandgerði. Eftir að hafa dregið 5
trossur voru öll kör orðin full
þannig að siglt var í land í Sand-
gerði með 25 tonn, síðan var
haldið út á nýjan leik til að sækja
þær trossur sem eftir voru í þeim
reyndust 25 tonn til viðbótar.
Eftir að hafa lagt 6 trossur á ný
var haldið til hafnar í Sandgerði.
Eftir nokkra hvíld voru síðan
trossurnar 6 sóttar og í þeim
reyndust um 20 tonn en þar sem
rallinu var lokið var þeim afla
landað í Stykkishólmi. Þórsnesið
hafði þá landað 70 tonnum á
tveimur sólahringum.
Aflaskipting hafnanna á Snæ-
fellsnesi var þannig í síðustu viku:
I Stykkishólmi lönduðu Arnar og
Þórsnes II. samtals 54 tonnum, í
Grundarfirði var aflinn eftir vik-
una 508 tonn en það var að
stærstum hluta afli 6 togskipa
sem lönduðu 455 tonnum, þá
landaði netabáturinn Sæþór EA
41 tonni. I Olafsvík var heildar-
afli í síðustu viku 48 tonn þar af
lönduðu 8 línubátar 28 tonnum.
þá landaði Arnar þar 13 tonnum
úr netarallinu. I Rifi var landað
samtals 253 tonnum, þar af 9
línuskipa og báta 193 tonn. Tveir
netabátar lönduðu þar 36 tonn-
um.
www.ruv.is/ Gunnar Kr.
Afinæli Slökkviliðs Akraness
Félag slökkviliðsmanna á Akra-
nesi hélt upp á 70 ára afmæli fé-
lagsins um síðustu helgi. Á föstu-
deginum var opið hús í slökkvi-
stöðinni við Kalmansvelli 2. Sýnd-
ur var búnaður og tekin voru í
notkun 5 ný reykköfunartæki og
reykköfun sýnd af því tilefni. Þetta
er fyrsta hlutastarfandi slökkvilið
landsins sem tekur í notkun nýja
gerð fiber kúta sem létta mjög
vinnuna við æfingar og slökkvi-
störf. Þá voru einnig teknar í notk-
un nýjar talstöðvar sem fylgja
munu reykköfunarmönnum ásamt
öðrum öryggisbúnaði sem auð-
veldar fjarskipti við erfiðar aðstæð-
ur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis-
ins gaf Slökkviliði Akraness nýjan
Tetra síma sem nýtist einnig vel
við björgunarstörfin.
A opnu húsi tóku þátt í dag-
skránni lögreglan á Akranesi,
Björgunarfélagið og sjúkraflutn-
ingamenn. Mikill fjöldi fólks skoð-
Ján Sólmundarson útbjó þennan forláta
brunahana í tilefhi dagsins til að sinna
öórum skyldum m brunahanar óllujafn-
an gera. Hérfier smiðurinn sér einn létt-
an afkrana.
aði aðstöðuna og kynnti sér starf-
semina þennan dag þrátt fyrir leið-
indaveður.
Slökkviliðið tók þátt í stóru
Hvalfjarðarganga æfingunni sem
fram fór á laugardeginum en eftir
að henni lauk var afhjúpað nýtt
ljósamerki Slökkviliðs Akraness
sem komið hefur verið fýrir fram-
an Slökkvistöðina. Það smíðaði
Helga Jónsdóttir, slökkviliðsmað-
ur. Við það tækifæri sýndu menn
að þeir kynnu að slökkva annað en
elda, því slegið var á þorstann við
afhjúpunina og í tilefhi afmælisins.
Um kvöldið var haldið afmælis-
hóf þar sem þeir Jóhannes Karl
Engilbertsson, fv. slökkviliðsstjóri
og Pétur Elísson, fv. slökkviliðs-
maður voru heiðraðir. Hin aldna
kempa Guðjón Bjarnason færði
Slökkviliðinu að gjöf innrammað
erindisbréf frá því hann var upp-
haflega skipaður í Slökkvilið Akra-
ness fljótlega eftir að það var
stofnað, en Guðjón starfaði í
slökkviliðinu allar götur þar til
hann varð sjötugur. Hann er nú á
tíræðisaldri. MM/
Ljósm: Hilmar.
Lyft glasi í tilefni afmœlisins. Slökkviliðsmenn við Ijósamerkið sem Helga Jónsdóttir,
slökkviliðsmaður smíðaði.
|J Lífeyrissjóður Vesturlands
I Meginniðurstöður
■j ársreiknings lífeyrissjóðsins
Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris
, 2004
I þús. kr.
Fjárfestingartekjur, nettó ........................................................................ 1.514.372
Iðgjöld ............................................................................................ 555.001
Lífeyrir ........................................................................................ (324.806)
Fjárfestingargjöld ......................................................................■.... (17.242)
Rekstrarkostnaður.............................................................................. (15.566)
Hækkun á hreinni eign á árinu: 1.711.758
Hrein eign frá fyrra ári: 9.583.301
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris:
11.295.059
Efnahagsreikningur
4.384
.............. 302.224
Fjárfestingar: 11.093.360
Annað:
Kröfur á viðskiptamenn.
Aðrareignir ..........
Viðskiptaskuldir .....
Annað:
159.623
44.870
(2.794)
201.699
Hrein eign til greiðslu lífeyris: 11.295.059
Ýmsar kennitðlur
Raunávöxtun .........................................
Hrein raunávöxtun (að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar).
Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára ........
Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára .........
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar..............
Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar............
Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum...................
Kostnaður sem hlutfall af eignum ....................
Stöðugildi ..........................................
Raunávöxtun séreignardeildar.........................
Hrein raunávöxtun séreignardeildar...................
Akranesi, 7. mars 2004
Stjórn Lífeyrissjóðs Vesturlands:
Stefán Reynir Kristinsson Einar Karlsson
Kristján Jóhannsson Þórarinn Helgason
Gylfi Jónasson
framkvæmdastjóri
, 2003
I þús. kr.
1.152.582
502.434
(303.442)
(15.445)
(13.973)
1.322.156
8.261.145
9.583.301
Fjárfestingar:
Verðbréf með breytilegum tekjum........................................................ 2.816.359
Verðbréf með föstum tekjum............................................................. 7.970.393
Veðlán.................................................................................
Bundin innlán..........................................................................
2.339.099
6.795.521
10.001
283.515
9.428.136
102.602
55.077
(2.514)
155.165
9.583.301
11,13% 10,61%
10,97% 10,44%
3,26% 4,16%
6,29% 5,91%
-2,10% -2,60%
7,10% 4,40%
58,52% 60,39%
0,15% 0,16%
2,9 2,7
5,66% 9,61%
5,23% 8,94%
Ellert Kristinsson
Bergþór Guðmundsson
Ársfundur Lífeyrissjóðs Vesturlands verður haldinn fimmtudaginn
12. maí nk. kl: 14:00 að Kirkjubraut 40, 3. hæð, Akranesi