Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 9
gfflgSSlíH©EKl MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 9 Þórólfiir hjá FAG A aðalfundi Félags atvinnu- lífsins í Grandarfirði sem fram fór í Eyrbyggju - Sögumiðstöð 7. apríl sl. var m.a. kosin ný stjórn félagsins auk annarra að- alfundarstarfa. Hlutverk félags- ins er að vinna að framfaramál- um í Grundarfirði og vera vett- vangur íyrir hugmyndir og um- ræður um málefni því tengdu. FAG vinnur m.a. að samstarfi og samvinnu íyrirtækja, sam- starfi við opinbera aðila, ffæðslu- og gæðamálum, sam- göngu-, skipulags-, umhverfis- og orkumálum. I stjórn félags- ins voru kosin Þórarinn Krist- jánsson, formaður, Sigríður Finsen, Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir, Sigurjón Fannar Jakobsson og Björn Steinar Pálmason. Eftir venjuleg fundarstörf var Þórólfur Arnason verkfræðing- ur og fyrrverandi borgarstjóri með erindi sem hann kallaði markaðssetningu sveitarfélaga. Þar ræddi hann um það hvernig sveitarfélög geta markað sér stefhu hvað varðar þjónustu og ímynd, um það hvaða þjónusta er veitt og hvernig og um nauð- syn þess að hafa góða ímynd og orðspor. Hann ræddi um sér- stöðu Grundarfjarðar og Snæ- fellsness, fyrir hvað svæðið er þekkt og hvernig vinna mætti að frekari landvinningum sveit- arfélaginu og svæðinu öllu til framdráttar. Hann ræddi m.a. um að í ljósi þess hve samgöng- ur hefðu batnað og nálægð við höfuðborgarsvæðið hefði auk- ist, opnuðust ný tækifæri og hvernig mætti nýta þau. Erindi Þórólfs þótti skemmtilegt og fræðandi. Þórólfur hefur mikla reynslu af atvinnu- og markaðsmálum og sveitarstjórnarmálum vegna starfa sinna sem borgarstjóri 2002-2003 auk þess sem hann var kjörinn markaðsmaður árs- ins 2002 en þá var hann fram- kvæmdastjóri hjá fjarskiptafýr- irtækinu Tali hf. Eftir erindi Þórólfs sköpuðust skemmtileg- ar og frjóar umræður og mikill hugur var í fundarmönnum um þau hagsmunamál sem rædd voru. MM Bifröst í samstarfí Shanghai Runólfur Agústsson rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghai í opinberri heimsókn forseta Is- lands til Kína nú í maí. Bifröst hefur undanfarin þrjú ár lagt mikla áherslu á samstarf og sam- skipti við háskóla í Asíu og er leið- andi á því sviði hérlendis. Sem dæmi um þetta má nefna að um 30 nemendur hafa síðustu misseri stundað nám við samstarfsskóla Bifrastar í Kína og Japan. Nú á vorönn eru 7 nemendur frá Bifföst við nám í háskólanum í Shanghai auk tveggja í Viðskiptaháskólan- um í Otaru í Japan. MM Jörvagleði Dalamanna gengur í garð Næstkomandi fimmtudag, sum- ardaginn fýrsta nánar tiltekið, hefst hin þekkta héraðshátíð Dala- manna, Jörvagleði sem haldin er í Dalasýslu annað hvort ár. Hátíðin dregur nafh sitt af sammerktri há- tíð sem haldin var á bænum Jörva á fyrri tíð og var alræmd vegna ó- reglu og lauslætis. Það er hinsveg- ar liðin tíð og Jörvagleði dagsins í dag er mikil menningarhátíð. Dagskráin í ár er að vanda fjöl- breytt. A opnun hátíðarinnar í Dalabúð syngur eldri deild Karla- kórs Reykjavíkur ásamt einsöngv- urunum og Dalamönnunum Gunnari Guðbjörnssyni og Hönnu Dóru Sturludóttur. Þrjár mynd- listarsýningar og ein ljósmynda- sýning verða í boði á Jörvagleði. Svava Egilsson sýnir myndverk í Rauða kross húsinu við Vestur- braut, Erla Kristjánsdóttir sýnir málverk í sólskálanum í Dalakjöri og Haraldur Arnason sýnir myndir á Heilsugæslustöðinni. Lárus Magnússon sýnir síðan ljósmyndir úr héraðinu í Arbliki. Af öðrum viðburðum má nefna hagyrðinga- og tónlistarkvöld í Foreldrafélag Qrunnskólans í Búðardal gaf skólanum nýverið forláta stafræna upptökuvél. Vélin verSur vafalítið munduð þegar Jörva- gleði fer fram ruestu daga. Ljósmynd: Helga H Agústsdóttir. Árbliki, sögustundir á Eiríksstöð- um og fjósskoðun á Leiðólfsstöð- um. Hápunkturinn verður síðan stórdansleikur með Sálinni hans Jóns míns í Dalabúð á laugardags- kvöld. Hátíðinni líkur svo á sunnu- dag með kveðjumessu sera Ingi- bergs Hannessonar prófasts í Hvammskirkju en hann er að láta af prestsskap um þessar mundir. GE Lífísdagurinn 20. apríl Hyrnutorgi Borgarnesi kl. 16-19 jaaapaagiiaSgSafe&i ;v. U: iiillSl Heilsudagur Lifis í samstarfi við Hjartavernd Heilsudagur Lífís verður haldinn í Borgarnesi miðvikudaginn 20. apríl. Hjúkrunarfræðingar frá Hjartavernd verða á staðnum og veita fræðslu um helstu áhættuþætti vegna kransæðasjúkdóma. Boðið verður upp á blóðþrýstingsmælingu og farið í gegnum áhættureiknivél á hjarta.is. Ráðgjafi frá Lífís verður á staðnum til að kynna kosti líf- og sjúkdómatrygginga. Léttur leikur verður í gangi þar sem hægt verður að vinna sér inn árskort í sund og heilsurækt í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Lífís/Vátryggingafélag íslands • Ármúla 3 • 108 Reykjavík Þjónustuver 560 5000 • www.lifis.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.