Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 Grundar- tangavegur þolir álagið illa Mikið álag hefur verið á nýja veginum niður að Grundar- tanga. Slidagið hefur ekki þolað mikla þungaumferð og er hrein- lega horfið á löngum köflum. Sérstaklega á þetta við um veg- inn niður að Norðuráh. Sam- kvæmt upplýsingum ffá Vega- gerð ríkisins eru fyrirhugaðar endurbætur á veginum á næstu vikum. ÓG Tit minnis Nú er lónsmessan um næstu helgi og því tilvaliö að skella sér í göngu- ferð. Kvöldganga verbur á vegum Þjóögarösins Snæfellsjökuls á föstudag kl. 23. Leiösögumabur í göngunni verbur Sæmundur Krist- jánsson, sagnamabur í Rifi en lagt verbur af stab frá Hólavogi. Gengiö verbur frá vatnsveitubóli Akraness á Akrafjall kl. 22:30 á föstudag í Jónsmessumibnætur- göngu. Fjölskylduganga verður svo á fimmtudag kl. 23 á Klakk í Eyrar- sveit. Skessuhorn hvetur alla til ab klæba sig í góba gönguskó, fara í skemmtilega göngu. jj VectyrhorfMr Næstu daga verbur fremur hlýtt í veöri meb hægum breytilegum áttum. Hitinn verbur á bilinu 9 til 12 stig. Það verður bjart veður á fimmtudag en þokuloft og súld við vesturströndina næstu daga. Um helgina er spáb vætusömu veðri. Sptirnincj viKannar Þrátt fyrir skemmtidagskrár sveitar- félaganna og ótrúlega veðurblíðu vildi meirihluti Vestlendinga verja þjóöhátíbardeginum fjarri skrúb- göngum og hátíbarræöum. Spurn- ing okkar í síðustu viku hljóbabi svo: „Tekur þú/tókst þátt í hátíbar- höldunum á 17. júní?" Svörin skiptust þannnig að já sögbu 43% en þeir voru í meirihluta sem svör- ubu spurningunni neitandi, eba 55,9%. „Á aö hœkka sektir viö umferöarlagabrotum ?" Svarabu skýrt og skorinort og án allra undanbragba á fréttavefnum: www.skessuhorn.is VestlendinjT^r viknnnar Ab venju sæmdi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, vel valda íslendinga heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorbu á þjóbhátíbardag- inn 17. júní. Einn af þeim var Dr. Bjarni Guömundsson prófessor sem hlaut riddarakross fyrir land- búnabarrannsóknir. Vib óskum Bjarna til hamingju meb þessa miklu viburkenningu og er hann Vestlendingur vikunnar ab þessu sinni. Ekld von á bættri geðheil- brigðisþjónustu í bráð í síðasta tölublaði Skessuhorns var vakin athygh á því hve geðheil- brigðisþjónustu er ábótavant hér á Vesturlandi þar sem enginn geð- læknir er við störf á heilbrigðis- stofiiunum á svæðinu. Því verða þeir sem þurfa á meðferð sérfræðings að halda að leita til Reykjavíkur. I spjalli við Skessuhorn greindi Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, frá stefiiu yfirvalda í þessum málum, en svo virðist sem ekki verði ráðin bót á þessu á næstunni: „Við sjáum ekki ffam á að geta mannað með geðlæknum á öllum stöðum. Það er í forgangi hjá okkur núna að efla sálfræðiþjónustu í heilsugæslustöðv- um út um allt land og þá að fólk hafi aðgang að geðlæknum í ffamhaldi af því. Þetta hefur undanfarið verið stefinan hjá okkur í ráðuneytinu til að vinna að bættri geðheilbrigðis- þjónustu á landsbyggðinni. Við erum að feta okkur áff am í því, þetta er svona fyrsta skrefið hjá okkur. Við höfum auglýst eftir geðlækrú til starfa á Suðurlandi því þar er mikil þörf fyrir þessa þjónustu vegna Sogns og Lida Hrauns. Við eigum nú á næstunni von á erindi ffá Heil- brigðisstofnun Vesturlands og væntanlega tökum við upp viðræður og förum yfir þessi mál. Við verðum að sjá hvemig það fer,“ sagði Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra. GG Jón Kristjánsson, heilbrigSisráðherra. Bjami Guðmundsson heiðraður Þann 17. júní sl. sæmdi forseti Is- lands, Olafur Ragnar Grímsson 12 einstaklinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum. Þeirra á með- al var Dr. Bjarni Guðmundsson, prófessor við LBHI sem fékk ridd- arakross fyrir landbúnaðarrann- sóknir. Bjami, sem er ffá Kirkjubóli í Dýrafirði, lauk búffæðikandídats- prófi frá Hvanneyri árið 1965. Fjallaði B.Sc ritgerð hans um kalí og fosfór í blöðum og stönglum túngrasa. Arið 1971 lauk hann doktorsnámi frá norska landbúnað- arháskólanum. Heiti doktorsrit- gerðarinnar var: „Torking av hoy og muligheter for denne metoden under Islandske værforhold." Bjami var fastráðinn við Bænda- skólann á Hvanneyri haustið 1973 en hafði áður verið stundakennari þar í tvö ár. Hann er nú aðalkenn- ari í bútækni við Landbúnaðarhá- skólann og stundar rannsóknir á verkun fóðurs og tækni við fóður- öflun. Á árunum 1983 - 1988 starf- aði Bjarni sem aðstoðarmað- ur landbúnaðarráðherra. Bjarni hefur tekið virkan þátt í ýmsu félags- og upp- byggingarstarfi í Borgarfirði sem og á landsvísu og hefur hann af mikilli eljusemi rutt brautir við þau verkefni sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann á m.a. stærst- an þátt í myndarlegri upp- byggingu Búvélasafnsins á Hvanneyri og er nú m.a. formaður stjórna Snorra- stofu í Reykholti og Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins. Auk þess hefur hann m.a. tekið virkan þátt í tónlistar- starfi og samið nokkur lög og má nefna til gamans að titillag hinna vinsælu þátta Gísla Einarssonar, Ut og suður, er effir Bjarna. Eiginkona Bjarna er Ásdís B. Geirdal, starfsmaður Hagþjónustu landbúnaðarins. Eiga þau þrjár dætur; Ásdísi Helgu, Þórunni Eddu og Sólrúnu Höllu. Bjarni sagðist í stuttu spjalli við Skessuhorn vera í senn stoltur og þakklátur fyrir þann heiður sem honum hafi verið sýndur með veit- ingu heiðursmerkis hinnar íslensku fálkaorðu. Skessuhorn óskar Bjarna til hamingju. MM Innritun í framhaldsskóla Innritun í framhaldsskóla lands- ins fór nú ffam í fyrsta sinn með rafrænum hætti í vor, en nemend- um 10. bekkjar gafst kostur á að sækja um á netinu. Innrituninni lauk á miðnætti 14. júní og tókst ffamkvæmd hennar vel í alla staði, segir í tilkynningu ffá menntamálaráðuneytinu. Alls sóttu 95% nemenda úr 10. bekk, eða 4.231 nemandi, um skólavist í framhaldsskólum að þessu sinni. Aldrei hafa hlutfallslega jafn marg- ir sótt um skólavist í framhalds- skólum úr einum árgangi. Skólar á landsbyggðinni geta sinnt þeim fjölda umsókna ffá ný- nemum sem þeim barst. Framhaldsskólamir munu vinna úr umsóknum á næstu dögum. All- ir sem sótt hafa um skólavist fá skriflegt svar við umsókn sinni. Fyrstu svarbréf munu fara í póst 22. júní nk. og þau seinustu 24. júní. MM Digranesgata 2 í Borgamesi. Flutt á föstudag - opið hús á sunnudag Hann verður stór næstkomandi föstudagur í alls 92 ára sögu Spari- sjóðs Mýrasýslu þegar starfsemi sjóðsins flyst í nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar að Digranesgötu 2, á nýju landfyllingunni við Brúartorg í Borgamesi. Sama dag lokar af- greiðsla bankans við Borgarbraut 14 og afgreiðslan sem verið hefur í Hyrnutorgi. I tilefni þessara tíma- móta verður opið hús í nýju höfuð- stöðvunum nk. sunnudag frá klukk- an 14 til 17 þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða nýju húsakynnin. Ástæða er til að óska Sparisjóði Mýrasýslu til ham- ingju með nýja húsið sem framveg- is verður einskonar tákn fýrir Borg- arnes í ljósi þess hve það er áber- andi í landslaginu þegar ekið er að og frá bænum. MM Fomleifaupp- gröftur við Grettíslaug REYKHÓLAR: Hafinn er fornleifauppgröftur við hina fomu Grettislaug á Reykhólum. Grettislaug er gömul laug skammt fyrir ofan sundlaugina á Reykhólum, sem reyndar heitir einnig Grettislaug. Markmið rannsóknarinnar er að kanna um hvemig mannvirki er að ræða; vísbendingar um aldur mann- virkisins; breytingar á þvf og hvemig það var byggt í önd- verðu og afla sögulegs fróðleiks um baðlaugar almennt og stað- setja þær á landsvísu. Það var Ferðamálafélag Dala og Reyk- hólasveitar sem sótti um og fékk styrk á fjárlögum að upphæð kr. 1.000.000,- til verksins. Elsta heimild um laug á Reykhólum er í Grettis sögu en í 50. kafla þeirrar sögu er atburðum lýst þegar Grettir baðar sig í laug- inni. Á 20. öld var Grettislaug notuð til þvotta og ekki heimild- ir um að hún hafi verið brúkuð sem baðlaug. ~mm Golfhótel að verða tílbúið BORGARNES: Framkvæmdir við nýtt golfhótel í landi Hamars ofan Borgamess era nú á loka- stigi. Að sögn Hjartar Ámason- ar, framkvæmdastjóra, gerir hann ráð fyrir að taka í notkun 20 herbergi n.k. föstudag. Stefht er að formlegri opnun alls hót- elsins 28. júm' n.k. -óg Missti stjóm á bifhjóli BORGARFJ ÖRÐUR: Öku- maður bifhjóls missti stjóm á hjóli sínu með þeim afleiðingum að það rann yfir á öfugan vegar- helming og lenti ffaman á fólks- bíl sem var að koma úr gagn- stæðri átt. Atvikið varð tun kl. 17 sl. fimmtudag á Vesturlandsvegi við Hvalfjarðarveg og slapp öku- maðurinn ótrúlega vel frá ó- happinu, að sögn lögreglunnar í Borgamesi. Hann náði að velta sér af hjólinu og slapp með skrekkinn og einhverjar skrám- ur. Tvennt var í bílnum, og var það flutt á Heilbrigðisstofnunina á Akranesi með minniháttar meiðsh. -mm Verið að semja AKRANES: Skrifað var undir nýjan kjarasamning fyrir starfs- menn Klafa sl. fimmtudag. Erf- iðlega gekk að ganga endanlega ffá nýjum samningi og segir á heimasíðu Verkalýðsfélags Akra- ness að það sé kannski ekki óeðlilegt þar sem um algerlega nýjan kjarasamning hafi verið að ræða. Hinn nýi samningur byggist nánast að öllu leyti á kjarasamningi Islenska járn- blendifélagsins við VLFA. I gær biðu fulltrúar VLFA effir tilboði sem forsvarsmenn Fangs hugðust leggja fram vegna nýs kjarasamnings. Þeir sem starfa hjá Fangi era starfsmenn sem sjá um ræstingar fyrir Norðurál og Islenska járnblendifélagið. Einnig sjá starfsmenn Fangs um mötuneytið hjá ÍJ. Krafa VLFA félaga hjá Fangi er gerð sam- bærilegs samnings og undirrit- aður var í síðustu viku f.h. starfs- manna Klafa. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.