Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 Styttíst í styttíngu náms til stúdentsprófs Ahrifanna gætir ekki síður í grannskólum heldur en í framhaldsskólunum sjálfum Vilja bjóða fram í nafiii Samfylkingarinnar Fyrir liggur að innan fárra ára mun námstími til stúdentsprófs styttast og munu þá nemendur ljúka stúdentsprófi að jafnaði á þremur árum. Skiptar skoðanir hafa verið tun ágæti þessa og er rétt að benda á niðurstöðu könnunar, sem gerð var á vef Skessuhorns í aprflbyrjun þar sem fólk var beðið að segja hug sinn til þessara breyt- inga sem vissulega munu fela í sér mikla röskun á núverandi skóla- starfi, jafnt í grunn- sem ffamhalds- skólum. Samkvæmt þeirri könnun voru álíka margir þeirra sem af- stöðu tóku fylgjandi því að stefna að styttingu náms, og þeir sem voru því andsnúnir. Hörður Oskar Helgason, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Vestur- lands, var í starfshópi menntamála- ráðuneytdsins sem vann að tillögum að styttingu námsins. Hann segir skólann vel í stakk búinn til að takast á við þær breytingar sem nýju lögin mtmu hafa í för með sér: „Við erum nú fyrir með mikinn sveigjanleika eins og aðrir áfanga- skólar þannig að það verður ein- faldara að laga kerfið að þessum nýju lögum. Nemendur munu þó áfram þurfa mislangan tíma til að ljúka stúdentsprófinu. Framhalds- skólanemendur eru yfirleitt á aldr- inum 16-20 ára og eru misjafnir að getu. Sumir ljúka náminu núna á þremur árum og aðrir á fimm árum. Flestir eru þó þama einhvers staðar á milli.“ Ekki einblína á framhaldsskólana Það era að vonum skiptar skoð- anir í þjóðfélaginu um ágæti þeirra tillagna sem fyrir hggja í þessu sam- bandi og hafa margar gagnrýnis- raddir heyrst, ekki síst frá nemend- um framhaldsskólanna. Hörður segir að þessi fyrirhugaða breyting mtrni hafa ýmis konar áhrif, en ef vel tekst til og undirbúningur nem- enda til frekari náms verðnr áfram góður eins og stefnt er að, þá hefúr þessi breyting í för með sér fleiri kosti en galla. Ljóst er að einnig þarf að endurskipuleggja það nám sem er ekki til stúdentsprófs. „Það á að endurskoða allar aðrar náms- brautir og það er mjög mikilvægt að það takist vel.“ Skólameistarinn telur að það hefði þurft að skoða fleiri leiðir til styttingarinnar betur, því hægt er að fara einfaldari leiðir að þessu marld. „Það er tvímæla- laust svigrúm inni í skólakerfinu til að stytta nám til stúdentsprófs en það er ekki endilega besta lausnin að einblína á framhaldsskólana. Til dæmis er hægt að gera skilin milli grunnskóla og framhaldsskóla meira fljótandi með því að gera fleiri nemendum efstu bekkja grunnskólanna kleift að ljúka ffarn- haldsskólaáföngum. Það væri ein- faldari leið. Eg er nokkuð jákvæður í garð þessara fyrirhuguðu breyt- inga en með ákveðnum fyrirvara þó. Þetta er spurning um hvaða leiðir eru skynsamlegastar. Þessi leið sem á að fara er nokkuð erfið og þarf lengri aðlögunartíma og meiri undirbúning en aðrar leiðir.“ Mesta breytingin í starfi grunnskólanna Það sem ekki hefur komið eins greinilega fram í umfjöllun um styttingu náms til stúdentsprófs er hve miklar breytingar verða á námsskrá efstu bekkja grunnskól- anna. Fyrstu áfangar í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku verða afgreiddir í grunnskólum og munu því breytingar á námi til stúdents- prófs fyrst hafa áhrif á því stigi. Að sögn Harðar heyrast áhyggjuraddir vegna þessa og eru uppi efasemdir um að allir grunnskólar hafi að- stæður til að taka við þeirri vinnu sem hingað til hefur verið innan framhaldsskólanna. „Þetta mun leiða til þess að meiri fagbundnar kröfúr verða gerðar til kennara í efstu bekkjum grunnskóla. Það get- Hörður Helgason ur orðið erfitt fyrir litla grunnskóla að aðlagast þessum breytingum," segir Hörður, og segir ennfremur tímann sem grunnskólarnir hafa til að endurskipuleggja kennsluna nokkuð stuttan: „Miðað við núver- andi tímaáætlun muntun við taka við fyrstu nemendunum samkvæmt nýju kerfi haustið 2009. Þetta er nokkuð knappur tími, því við erum að tala um nemendur sem fara í 7. bekk í haust. Grunnskólamir hafa því lítinn tíma til að undirbúa sig, ef miðað er við stöðuna í dag.“ GG Aðalfundur kjördæmisráðs Sam- fylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi var haldiim að Laugum í Sæl- ingsdal 11. júní sl. Fundurinn sam- þykkti áskorun þess efnis að skora á Samfylkingarfélaga um allt land að beita sér fyrir því að Samfylkingin bjóði fram í sem flestum sveitarfé- lögum undir eigin nafni í næsm sveitarstjórnarkosningum. „Fundurinn lýsti þungum áhygg- um af þeim sívaxandi vanda sem stafar að atvinnulífinu vegna ruðn- ingsáhrifa stóriðjustefnunnar. Há- gengisvandinn bætist nú ofan á þá eyðibyggðarstefúu sem stjórnvöld reka og kemur verst niður á smærri sjávarbyggðum og ferðaþjónustu. Fiskvinnslu hefur m.a. verið lokað á Bíldudal og Hofsósi af þessum ástæðum og samskonar fréttir ber- ast af Austfjörðum.11 I tilkynningu sem send var Skessuhomi eftir fúndinn kemur fram að fundarmerm minna á að margar byggðir á norðvesturhluta landsins standi veikt bæði til sjávar og sveita og skoraði fúndurinn á stjórnvöld að standa við yfirlýsing- ar m.a. forsætisráðherra um stuðn- ing við þennan hluta landsins. Fundurinn undrast áhugaleysi ráð- herra byggðamála í málefnum svæðisins. Landsmenn, en þó sér- staklega þær byggðir sem næst liggja okkar sameiginlegu auðlind- um, eiga að njóta þeirra sérstak- lega. Fundurinn krefst þess að stjóm- völd rétti hlut þessa svæðis með með því að beita sér fyrir: * Að byggðastefna nái til alls Norðvesturkjördæmis, ekki aðeins eins vaxtarkjarna á Vestfjörðum. * Bættum samgöngum milli byggðakjarna og við höfuðborgar- svæðið. * Auknum stuðningi við háskóla- nám í Norðvesturkjördæmi. * Fjölgun starfa í þjónustu- og iðngreinum með nýsköpun þar sem ekki er að vænta fjölgunar starfa í landbúnaði eða fiskiðnaði. * Að möguleikar til fjarskipta um netið verði að fullu jafúaður þannig að landsmenn sitji allir við sama borð í fjarskiptamálum. * Að beita sér fyrir að virkjanleg orka sé nýtt í heimahéraði, til auk- innar hagsældar fyrir íbúa kjör- dæmisins. * Að gera íbúum sjávarbyggða kleift að njóta nálægðar við þær auðlindir sem urðu til þess að byggðin þróaðist. MM A nýju merkjunum við gönguleiðina eru m.a. staðsetningar- og hæðartölur. Metþátttaka í Fjórðungsmótí hestamanna Skráningu á Fjórðungsmót Vest- urlands sem haldið verður á Kald- ármelum dagana 30. júní - 3. júlí nk. er nú lokið. Alls eru skráningar á mótið rúmlega 300 og fóru skrán- ingar í opna flokka langt fram úr björtustu vonum mótshaldara. Tæplega 150 skráningar eru í opnu flokkana, þar af 110 í tölt. Auk þess hafa 16 ræktunarbú af Vesturlandi tilkynnt þátttöku sína samanborið við 9 á síðasta fjórðungsmóti. Rúmlega 60 kynbótahross hafa nú þegar náð lágmarkseinkunum til þátttöku í kynbótadómi á mótinu og eftir er að sýna 17 hross á sýn- ingu í Kópavogi í vikunni. Þess má geta að heildarfjöldi kynbótahrossa á Fjórðungsmóti 2001 var um 30 hross. Þessi aukning í sýningum ræktunarbúa og aukinn fjöldi kyn- bótahrossa fyrir dómi sýnir að mik- il gróska hefur verið í hrossarækt á Vesturlandi tmdanfarin ár. Mikill undirbúningur hefúr verið á mótssvæðinu tmdanfama daga og verður fram að móti. Búið er að yf- irkeyra báða keppnisvellina og verða þeir girtir af í vikunni með hvítu plastefni. Félagar í Hesta- mannafélaginu Snæfellingi hafa að undanfömu dyttað að mannvirkj- um, málað og endurbætt til þess að gera svæðið sem snyrtilegast. Ymislegt verður mótsgestum til skemmtunar mótsdagana auk hestasýninga. Ber þar hæst að nefna dansleiki með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar föstu- dagskvöld og hljómsveitinni Pöp- um laugardagskvöld. Avaxtakarfan verður með skemmtun fyrir yngstu gestina á sunnudeginum svo eitt- hvað sé nefnt. Veðurguðirnir lofa góðu veðri. Vilja mótshaldarar hvetja hesta- menn og fjölskyldtn þeirra auk annarra gesta til þess að mæta á mótsstað og eiga þar góða helgi. MM Rótarymenn merkja göngnleið á AkrafjaU í tilefni þess að Rótarýhreyfingin átti 100 ára afimæli þann 23. febrú- ar sl. ákvað Rótaryklúbbur Akra- ness að minnast tímamótanna með því að merkja gönguleið á Akrafjall, nánar tiltekið frá Berjadalsá upp á Háahnjúk. Leiðin upp Selbrekku og upp með Berjadalsánni að norðanverðu upp fyrir gljúffin í ánni var merkt. Þar settu Rótarymenn göngubrú á ána svo flestir ættu framvegis að geta komist þurrum fótum upp á hnjúkinn. Rótarymenn settu upp skilti nið- ur við vatnsveituveginn og síðan stikur með nokkru millibili með merki Rótarý, staðsetningartölum og hæðartölum. Gengið er upp Sel- brekku sem er nokkuð brött en þegar upp er komið liggur leiðin nokkuð lárétt upp fyrir gljúftin í ánni þar sem brúin er. Brúin og gönguleiðin var formlega opnuð af forseta klúbbsins, Guðlaugi Ketils- syni, síðasta vetrardag. Nokkrir klúbbfélagar ffá Rótarý- Guðlaugur Ketilsson, formaður klúbhsins opnar brúna formlega síðasta vetrardag. klúbbi Reykjavíkur - Grafarvogur mættu við athöfnina og eftir hana var haldið aftur niður af fjallinu, t hestaréttina við fjallsræturnar þar sem dýrindis grillmatur beið gest- anna en það var Lars Anderson sem var grillmeistari dagsins. Rótarýklúbbur Akraness var stofnaður 29. nóvember árið 1947. Nú eru ríflega 20 félagar í klúbbn- um og er fúndað vikulega, oftast á Hótel Barbró. MM Lars Andersen var grillmeistari dagsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.