Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 Ný hafiiarvog GRUNDARFJÖRÐUR: Búið er að koma nýju hafharvoginni við Grundarfjarðarhöfn fyrir. Vogin er tæplega 23 metrar á lengd og getur nú vigtað stóra flutningabíla í heild sinni. Ragn- ar Haraldsson vígði vigtina sl. fimmtudag þegar hann ók einum flutningabíl fyrirtækisins Ragn- ars og Asgeirs ehf. upp á vogina. Bíllinn er um það bil 18 metra langur og rúmaðist því vel á vog- inni. -gnmdarfiordur.is Bensínverð aldrei verið hærra LANDIÐ: Verð á bensíni hefur náð sögulegu hámarki hér á landi. Undanfarið hefur það hækkað mjög á heimsmarkaði en til þessa hefur krónan verið það sterk að okkur Islendingum hef- ur verið hh'ft við þeim hækkun- um þar til nú. Staða krónunnar hefur nú veikst gagnvart banda-i ríkjadal með þessum afleiðing- um. Einnig kemur til aukin eftir- spum eftir bensíni og ohu sem hefur ekki verið annað á heims- markaði. A þriðjudag var lítrinn af 95 oktana bensíni seldur á tæp- ar 115 krónur, þó að lítrinn sé aðeins ódýrari í sjálfsafgreiðslu. Forsvarsmenn oHufélaganna sjá ekki ffam á lækkun bensínverðs- ins á næstunxú. -gg Arsskýrsla Hag- þjónustunnar HVANNEYRI: Ársskýrsla Hag- þjónustu landbúnaðarins fyrir árið 2004 er komin út. I henni eru birtar upplýsingar um helstu störf stofhunarinnar og vinnu- skýrslur starfsfólks. Þá eru birtar niðurstöður úr vinnuskýrslum bænda á kúa-, sauðfjár- og blönduðum búum fyrir árið 2004 auk niðurstaðna úr ársreikning- um hrossa-, svína-, loðdýra-, eggja-, kjúkHnga-, blóma-, græn- metis- og kartöflubúa fyrir árið 2003. Einnig er grein um rekstur sérhæfðra kúabúa árin 2000- 2003 og stuðning við firamleiðslu nautgripakjöts samkvæmt PSE. Ársskýrslan er alls 72 blaðsíður að stærð. -mm Verð hækkar og útflutnings- skylda lækkar BÆNDUR: Landssamtök sauð- fjárbænda hafa gefið út viðmið- unarverð fyrir dilkakjöt árið 2005. Gengið er út frá 11% hækkun á endanlegt meðaltals- verð allra sláturleyfishafa frá ár- inu 2004 á alla flokka nema kjöt af fullorðnu sem hækkar um 20%. Þá er gengið útffá að út- flutningsverð nái kr. 200 á kg. Gerð hefur verið tillaga til Land- búnaðarráðherra um að útflutn- ingsskylda haustið 2005 verði til 4. september 6%, frá 5.-18. sept- ember 12%, frá 19. september - 27. nóvember: 18% og 6% efhr 28. nóvember. -mm Tillaga að háskólasetri aftur í haust Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, lagði ffam nú í vor á Alþingi tillögu um Háskólasetur á Akranesi. Það var ekki afgreitt í vor en mun verða lagt aftur ffam næsta haust. „I sumar verður unnið áffam að kynningu málsins og við erum að safna viðbótargögnum til að styðja málið,“ segir Jón. „Það er nauðsynlegt að fólk hafi greiðan aðgang að menntun í sínu héraði og nú þegar er verið að gera há- skólasetur á Isafirði, Húsavík og fleiri stöðum og því sjálfsagt mál að skoða þetta fyrir Vesturlandið. Það er nauðsynlegt að vekja athygli á menntunarframboði í hverju hér- aði.“ Tillögur Jóns gera ráð fyrir uppbyggingu háskólaseturs á Akra- nesi með áherslu á iðn- og tækni- greinar auk þess sem gert er ráð fyrir almennum grunngreinum há- skólanáms. GG Miklar framkvæmdir við Brúaitorg Það er mikið um að vera undir klettunum í nágrenni Hymunnar í Borgamesi þessa dagana. Nokkrir dagar síðan Bónus og Geirabakarí opnuðu í nýju húsnæði á landfyll- ingunni. I þessari viku flytur Spari- sjóður Mýrasýslu í nýtt og glæsilegt húsnæði einnig við Digranesgötu og efrir fáa mánuði flytur KB banki í nýtt og endurbætt húsnæði á næstu lóð. Þessa dagana er Loftorka að reisa útveggi á viðbyggingu við hús- næði Svans Steinarssonar að Brúar- torgi 4 en bankinn fær þar um 300 m2 húsnæði undir starfsemi útibús bankans. OG Verið er að reisa viðbyggingu við „Bananannu svokallaða þar sem KB banki munflylja starfsemi sína. Vodkaframleiðsla að hefjast í Borgamesi KristmarJ Ólafsson, framkvcemdastjóri. Uppsetningu og frágangi á eimi til fram- leiðslu á sér- stöku gæða- vodka er nú að ljúka í blönd- unarstöð Egils Skallagríms- sonar í Borgar- nesi. Hér er um að ræða afar vandaðan og dýran bún- að. Undanfarið hefur verið unnið að hækk- un hússins að hluta eða þar sem nýi eimir- inn er undir. Alls mun eim- irinn taka tæplega 900 lítra í hverri eimingarumferð. Til þessa hefur farið ffam vínblöndun í stöðinni en nú á að ffamleiða sérstakt gæða- vodka og miðað sérstaklega við stóra erlenda markaði en um 70% af núverandi ffamleiðslu fer á er- lendan markað. Að loknum margs konar prófunum og tilraunum verður þessi nýi vodkadrykkur sett- ur á markað. Stefht er að því að þessi nýi gæðavodki verði markaðs- hæfur í september, að sögn Krist- mars Olafssonar, framkvæmda- stjóra. OG Eitt tilboð í byggingu leikskóla SíðastHðinn miðvikudag voru hjá Grundarfjarðarbæ opnuð tilboð í viðbyggingu Leikskólans Sólvalla ásamt breytingum á eldra húsnæði og tilheyrandi lóðarframkvæmdum. Eitt tilboð barst, frá Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar í Grundarfirði og hljóðaði það upp á tæpar 50,5 millj. kr. Kosmaðaráætl- un hönnuða var tæpar 39,3 millj. kr. Efrir á að yfirfara tilboðið. Viðbyggingin verður um 170 m2 en auk þess verða gerðar breytingar á um 170 m2 af eldri hluta leikskól- ans. Ennffemur ffágangur lóðar og girðingar. Framkvæmdatími verks- ins er ffá júlí 2005 til og með júní 2006. MM Anmsöm helgi hjá Borgameslögreglu Mjög mikið annrfki var hjá lög- reglunni í Borgarnesi um helgina sem leið, enda löng ferðahelgi og geysilega margt fólk á ferð víða í héraðinu. „Það fór saman löng helgi, góð veðurspá og kalt fyrir norðan og því var margt fólk á ferð- inni hér um slóðir. Það má segja að yfirfullt hafi verið á tjaldstæðunum t.d. á Húsafelli, í Fossatúni og í Hvalfirði auk þess að margir dvöldu í sumarhúsum um allt hér- aðið. Þrátt fyrir það má segja að helgin hafi í það heila tekið farið ffiðsamlega ff am og ölvun ekki ver- ið rnikil," segir Theodór Þórðar- son, yfirlögregluþjónn í samtali við Skessuhom. „Nokkur umferðaró- höpp urðu í héraðinu, sýnu alvar- legast þó þegar ungur maður slas- aðist í bílveltu við Varmalæk í Borgarfirði að kvöldi 17. júní. 5 minniháttar óhöpp urðu auk þess þar sem bæði bflar og mótorhjól komu við sögu.“ Theodór segir að 25 ökumenn hafi verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Borgar- neslögreglu og 2 ökumenn em grunaðir um ölvun við akstur. Theodór segir að á slíkum anna- tíma séu of fáir lögreglumenn í lið- inu sem samtals telur 7 manns auk héraðslögregluþjóna. „Við eram allt upp í 5 manns á vakt í einu, eða nóg til að manna tvo bfla og einn á stöð og það veitir sannarlega ekki af því umdæmið er stórt og fjöldi út- kalla eins og um síðustu helgi var mikill," segir Theodór. MM Flutninga- fýrirtæki selt BORGARNES: Stofnendur W-flutninga ehf. í Borgamesi, þeir Halldór Brynjúlfsson, Sig- valdi Arason, Sæmundur Sig- mundsson og Þorsteinn Eyþórs- son hafa selt Jónasi Þorkelssyni meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu. Við eigendaskiptin tekur Jónas við af Halldóri sem stjómandi W-fluminga en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í fimm ár. -gg Landnámssetur næsta vor BORGARNES: Búið er að ffesta opnun Landnámssetursins í Borgamesi til 13. maí á næsta ári, en til stóð að opna það nú síðsumars. „Við fengum ráðlegg- ingar um að nota veturinn áffam til undirbúnings sýningarinnar og opna svo snemma vors og koma þá af fullum krafri í byrjun ferðamannatímabilsins," sagði Kjartan Ragnarsson, einn að- standenda Landnámssetursins. Opnunin mun þá að öllum lík- indum vera hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verð- ur margt um að vera. Benedikt Erlingsson er að skrifa leikrit upp úr Egils sögu sem mun verða ffumflutt við þetta tældfæri auk þess sem ýmsir sögumenn og rit- höfundar munu fara með texta út Islendingasögunum í baðstofu- lestri. „Það er mikil tilhlökkun í okkur að opna en jafhffamt er svo skemmtilegt að vinna að undirbúningnum að það á eftir að verða eftirsjá líka,“ sagði Kjartan. Sýningin mun vera í Pakkhúsinu í Borgamesi og í nýj- um skála sem verið er að reisa sem tengir það hús við veitinga- húsið Búðarklett. -gg Grannvaxin böm REYKHÓLAR: Það hefúr vakið nokkra athygli hjúkranarffæð- ings, lækna og íþróttakennara að offituvandamál virðist lítt hrjá neraendur Reykhólaskóla. Böm í hreppnum virðast vera flest ffek- ar grannvaxin, en offita bama er að verða þó nokkurt vandamál á Islandi eins og kunnugt er. Eng- in skýring Hggur fyrir á þessu og væri þetta e.t.v. verðugt rann- sóknarefni fyrir sérffæðinga á þessu sviði. -mm KB bankamótið um næstu helgi BORGARNES: KB bankamót knattspymudeildar Skallagríms fyrir yngsm knattspymumenn hérlendis verður á Skallagrím- svelli og víðar í Borgamesi um komandi helgi. Til leiks em skráð 24 félög með samtals 93 Hð og rúmlega 800 keppendur. Það verður því margt um manninn í Borgamesi um næsm helgi. -mm WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tfmanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrífenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greítt með greiðslukorti. Verö í lausasölu er 300 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blabamenn: GEsli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Guðbjörg Guömundsdóttir 895 0811 gugga@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. 696 7139 iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún BjÖrk Fríbriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.