Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 19
 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 19 Fomleifavarsla á fslandi Menntamálaráðuneytið hefur falið Fornleifavernd ríkisins um- sjón með stefnumótun á sviði fornleifavörslu á Islandi. Forn- leifavarsla er umfangsmikið starfs- svið sem snertir, auk minjavörslu og fornleifarannsókna, fram- kvæmdir ýmiss konar, landbúnað, skógrækt, samgöngur, menningar- tengda ferðaþjónustu og ffæðslu- mál, auk kirkju og kirkjugarða, svo eitthvað sé nefnt. Fornleifavernd ríkisins býður til umræðufundar um málefni forn- leifavörslu á Vesturlandi og Vest- fjörðum dagana 27. - 29. júní n.k. Fundirnir verða sem hér segir: Landbúnaðarháskóla Islands, Hvanneyri 27. júní kl. 9.00, Ráð- húsinu í Stykkishólmi 27. júní kl. 15.00, Stjórnsýsluhúsinu í Búðar- dal 28. júní kl.9.00, Bæjarskrifstof- unum á Patreksfirði 28. júní kl. 15.00, Stjórnsýsluhúsinu á Isafirði 29. júní kl. 9.00 og Félagsheimil- inu á Hólmavík 29. júní kl. 15.30. Fundarefni er m.a. kynning á lagaumhverfi fornleifavörslu og umræður um ýmis málefni sem tengjast minjavörslu og fram- kvæmd hennar. A fundinum gefst einnig tældfæri til að ræða áhrif minjaverndar og minjavörslu á svæðinu og aðrar aðstæður sem þarf að hyggja sérstaklega að. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Fornleifaverndar ríkisins, í síma 555 6632 eða á netfangið fornleifavernd@fornleifavernd.is. Fastráðinn starfsmaður Fornleifa- verndar ríkisins á yðar svæði eru Magnús A. Sigurðsson minjavörð- ur Vesturlands- og Vestfjarða, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, s. 438-1880 / 895-1880, netfang: magnus@fornleifavernd.is. ('fréttatilkynning). Fyrirlestur um fomleifa- rannsóknir í Reykholti Snorrastofa stendur fyrir opn- um fyrirlestri um fornleifarann- sóknir í Reykholti þriðjudaginn 28. júní kl. 20.30 í Bókhlöðusal Snorrastofu. Guðrún Sveinbjarn- ardóttir, fornleifafræðingur, mun fjalla um stöðu rannsóknanna, en erindið er liður í röð Fyrirlestra í héraði. Fornleifauppgröfturinn í Reykholti er afar áhugavert við- fangsefni, ekki síst vegna frægðar staðarins og þeirra fornminja, sem hingað til hafa dregið fjölda ferða- manna í Reykholt, þ.e. Snorralaug og þau göng sem tengja hana og gamla bæinn. Ohætt er að fullyrða að uppgreftinum hafi miðað vel á- frarn og hefur komið í ljós fjöldi merkilega minja, ekki hvað síst í þeim kirkjugrunni, sem nú er ver- ið að grafa upp. Fólki gefst einstakt tækifæri til að spyrja Guðrúnu um gang rann- sóknanna. Aðgangseyrir er 500 kr. og eru allir sem tök hafa á eindreg- ið hvattir til þess að koma. Boðið verður upp á veitingar. ('fréttatilkynning). Eitt verka Láru Gunnarsdóttur í Stykkishólmi. Handverksfólk býður í bæinn á laugardaginn Handverksdagurinn 2005 er næstkomandi laugardag, 25. júní. Þá verða opnar vinnustofur, söfn, sýningar og sölustaðir um allt land. Fjölmargt handverks- og hstiðnað- arfólk opnar vinnustofur sínar og/eða sölustaði og býður gestum og gangandi að koma og kynnast vinnsluferli handunninna verka. Einnig munu nokkur minja- og byggðasöfn taka þátt og kynna safnaeign sína í handverki og list- iðnaði. Markmiðið með handverks- deginum er að auka skilning og þekkingu almennings á vinnu handverks- og listiðnaðarfólks. Það er Handverk og hönnun sem skipu- leggur og stendur fyrir Handverks- deginum 2005. Meðal þess sem hægt er að kynna sér hér á Vestur- landi nk. laugardag er starfsemi Sólu (Snjólaugar Guðmundsdótt- ur) á Brúarlandi en hún mun hafa vinnustofu sína opna, sem jafn- framt er gallerí. Hún sýnir fólki hvaða vinnuaðferðir hún notar og leyfir gestum að gera lítinn hlut úr flóka. Lára Gunnarsdóttir í Stykkis- hólmi hefur vinnustofu sína opna en hún vinnur í tré. Hjónin Rita Freyja og Páll í Grenigerði við Borgarnes sýna hvernig þau vinna úr kinda- og hreindýrahornum og úr fiðu. Ullarselið á Hvanneyri verður opið og þar gefst fólki færi á að sjá fjölbreytt handverk og listiðnað. I Norska húsinu í Stykkishólmi stendur yfir sýning Astþórs Jó- hannssonar „Horfnir veðurvitar,“ eins og greint hefur verið ffá hér í blaðinu. Þar verður einnig tálgað í birki og kynning á íslenskum kven- búningum á handverksdaginn. I Pakkhúsinu í Olafsvík verða sýningarnar „Alþýðumenning á fyrrihluta 20. aldar“ og „Pakkhús- loffið". Einnig verður krambúðin opin í Pakkhúsinu. MM Skógrækt í Grundarfirði Björg Agústsdóttir í skóginum þar sem elstu trén eru 17-18 ára gömul. Starfsemi Skógræktarfélags Eyr- arsveitar hefur verið öflug á liðnum árum. A árunum 1987-88 var byrj- að að planta í svæðið þar sem nú er kominn nokkuð myndarlegur skóg- ur á Fellsásnum, svæði undir Fell- unum fyrir ofan Hjaltalínsholt. Plantað hefur verið í svæðið fyrir ofan byggðina undir Fellunum, fyr- ir neðan vatnstankinn, í Olkeldudal og nánast allt að spennistöð. Nú nýverið var á vegum bæjarins útbú- ið aðkomusvæði fyrir Skógræktina ffá nýja veginum um Olkeldudal. A fundi Bjargar Agústsdóttur, bæjarstjóra með stjóm Skógræktar- félagsins fyrir skömmu var farið yfir þetta svæði og plönturnar skoðaðar og rætt um frágang og frekari upp- byggingu á svæðinu. Ætlunin er að ganga ffá aðkomu- svæði Skógræktarinnar við Ol- kelduveg með þrifalagi á næstunni og mun Skógræktarfélagið síðan gróðursetja í og við svæðið. Rætt var um að setja þar upp aðstöðu til áningar, bekki og borð og hugsan- lega útigrill, þar sem fólk gæti kom- ið og grillað en á vegum bæjarins er verið að skoða möguleika á því að setja upp útigrill með aðstöðu á 1-2 stöðum innanbæjar í sumar. I skóginum á Holtinu hefur Skógræktarfélagið unnið að því að grisja skóginn, leggja þar göngu- stíga og auðvelda aðkomu að svæð- inu. Grandarfjarðarbær mun setja upp bekk við svæðið og ennfremur er ætlunin að endurbæta og ffíska upp gönguleiðina að svæðinu frá Holtinu. Ætlunin er að skoða möguleika á merkingum á svæðinu og aðkomuleiðum að því. A íbúaþinginu í Grundarfirði í mars sl. voru skilaboð íbúanna mjög skýr um að þeir vilja meiri gróður í bæinn, útivistarsvæði og aðstöðu fyrir fjölskyldur til að koma saman og vera saman. Þetta er haft í huga með því að styðja við uppbyggingu og ffágang á skóg- ræktarsvæðinu. A Grundarfjarðar- vefnum verður svo á næsmnni sagt ffá ffekari vinnu við snyrtingu bæj- arins, frágang svæða og átak í gróð- ursetningu. (Af grundarfjordur.is) i GÖNGUM TIL HEILBRIGÐIS Jónsmessuskemmtun við Akrafjall föstudaginn 24. júní 2005 Dagskrá 21:00 Létt stemning í litlu réttinni við rætur Akrafjalls. (Ekið upp með Berjadalsá og safnast saman við réttina). Varðeldur og grill, fríar pylsur og drykkir á staðnum. 22:00 Jónsmessumiðnæturganga á Akrafjall. Gengió verður upp Selbrekkuna, yfir nýju brúna á Berjadalsá og upp á Háahnjúk. Þátttakendur eru beðnir að koma vel útbúnir, sérstaklega hvaó skófatnað varðar. Göngustjórí verður Jóhannes Guðjónsson. Á eftir er Jaðarsbakkalaug opin til kl. 01:30 (hefóbundinn aðgangseyrir). íþróttabandalag Akraness Akraneskaupstaður Ath. Hver og einn er á eigin ábyrgð og dagskrá er með fyrirvara um gott gönguveður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.