Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 ■■■rVilih... Ný byggðastefiia - ræða Runólfc Agússonar rektorsfrá ársfundi Byggðastofhunar Góðir gestir! Við lifum á tímum breytinga sem knúnar eru áfram af tækniframförum og alþjóðavæðingu í viðskiptum. Um allan hinn vestræna heim sjáum við mikla tilfærslu á störfum til þrótmarríkja, einkum Indlands og Kína. Viðbrögð við þessu hafa verið misjöfn, bæði hérlendis sem og í okkar nágrannalöndum. Að sjálfsögðu hafa komið fram þau sjónarmið að á stjórnvöldum hvíli samfélagsleg skylda að sporna gegn þessari þróun, að vernda innlent atvinnulíf eins og það er kallað, með tollamúrum og sértækum aðgerð- um. Menn segja t.d. óeðlilegt að íslenskt vinnuafl eða ís- lensk framleiðsla þurfi að keppa við láglaunastörf í Kína og einhverjir hafa að undanförnu notað orðið arðrán um fjár- festingar íslenskra fyrirtækja þar. I Bandaríkjunum hafa komið fram sambærileg sjónarmið, sem urðu að hluta til ofan á á dögunum þegar þar var settur tollkvóti á innflutning fatnaðar og klæða frá Kína til vernd- ar innlendri framleiðslu, sem ekki er samkeppnishæf við Kínverja. Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur talað hart gegn þessum sjónarmiðum. Hann segir ómögu- legt og óskynsamlegt að keppa við þróunarríkin í láglauna- störfum í framleiðslu. Þvert á móti sé eðlilegt að til lengri tíma þá færist slík störf þangað sem þau eru ódýrust. Banda- ríkjamenn eigi að keppa í vel launuðum störfum innan þekk- ingargeirans og í þjónustu. Þar hafi þeir forskot, þar eigi þeir að fjárfesta og skapa ný störf í stað þeirra láglaunastarfa sem nú tapast út úr landinu, einkum tíl Asíu. Enga lausn sé að finna í verndartollum og einangrunarstefnu í viðskipum sem muni sýnilega leiða til stöðnunar og almenns ófarnaðar. Greenspan segir lykilatriði í slíkri samfélagsþróun að auka fjármagn inn í bandaríska skólakerfið og þá sérstaklega há- skólana. Með fjárfestingum þar muni skapast ný störf og ný þekking sem muni færa bandarísku þjóðinni hagsæld og á- framhaldandi efnahagslega velsæld og yfirburði. Hér lýsir seðlabankastjórinn bandaríski þeirri þróun sem óumflýjanleg er. Atvinnulíf Vesturlanda mun taka stórstíg- um breytingu á næstu árum. Þetta mun einnig gerast hér. Það er ljóst að störfum í frumframleiðslu s.s. landbúnaði og sjávarútvegi, mtm fækka verulega. Ekkert fær breytt þeirri þróun sem knúin er áfram af tækniframförum, erlendri sam- keppi og kröfu um aukna hagkvæmni. Allt of lengi höfum við trúað því að náttúruauðlindir okkar muni endalaust geta staðið undir aukinni velferð, meiri hagsæld og síðast en ekki síst fleiri störfum. Það er ekki svo. Auðlegð þjóða morgun- dagsins fer ekkert sérstaklega eftir því hvort þær hafi yfir miklum eða litlum náttúruauðlindum að ráða. Nútímasam- félagið byggir á þeirri auðlind sem er mikilvægari öllum öðrum en það er mannauðurinn. Hugvit og þekking fólks- ins sem landið byggir mun ráða kjörum okkar í framtíðinni. Atvinnulíf okkar mun þannig á næstu árum í sífellt vaxandi mæli byggja á þekkingarstarfsemi og þjónustu. Þar munu ný störf verða til og þar mun mesta verðmætasköpunin verða. En hvernig erum við Islendingar í stakk búnir til að takast á við þessar fyrirséðu breytingar? Breytingar úr atvinnulífi framleiðslusamfélagsins yfir í þekkingarsamfélagið. Heilt til tekið stöndum við vel. Þjóðin er tæknivædd, atvinnulífið fjölbreytt og mikil sókn í þekkingarstarfsemi ýmis konar, þar á meðal innan háskólanna okkar. Hér ber þó skugga á. Efnahagslega séð búa í þessu landi í raun tvær þjóðir. Höf- uðborgarbúar annars vegar þar sem þrífst fjölbreytt atvinnu- líf þekkingarsamfélagsins og síðan landsbyggðin sem byggir sína tilveru fyrst og fremst á frumframleiðslu. Hér sjáum við skiptingu nokkurra atvinnugreina á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðarinnar. Fjármálaþjón- usta, viðskipti, menntastarfsemi og opinber stjórnsýsla fara einkum fram á höfuðborgarsvæðinu á meðan landbúnaður, fiskveiðar og fiskvinnsla fara ffarn á landsbyggðinni. Eg spái illa fyrir störfum í þessum greinum, þeim mun fækka verulega á næstu árum og ekkert, ekkert mun hefta þá þróun. Uppbygging iðnaðar mun á afmörkuðum svæðum skapa ný sambærileg störf, en ekki heldur þar sjáum við lausn til langframa. Þekkingar- og þjónustusamfélag morg- undagsins mun einnig þar hafa betur í samkeppni um unga fólkið okkar sem sækist eftir störfum þar sem reynir á sköp- un og menntun þeirra frekar en verksmiðjuvinnu. Skapandi störf sem nú er aðallega að finna á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig getum við breytt þessari framtíðarsýn? Þar verður, góðir gestir, menntakerfið að leika lykilhlutverk. Og hvernig er það í stakk búið til slíkra hluta á landsbyggðinni? Hver er staða hennar í þeim efnum? Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Hér sjáum við hlutfall háskólamenntaðs fólks af heildar- íbúafjölda, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins veg- ar á landsbyggðinni þar sem helmingi færri íbúar eru með háskólamenntun. En er þetta að breytast? Er menntunar- stig á landsbyggðinni að hækka? Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Svo virðist ekki vera samkvæmt þessari mynd sem sýnir nýútskrifaða einstaklinga með háskólagráðu 2002-2003 sem hlutfall af íbúafjölda. Lítum hér á tölur um hlutfall frumffamleiðslustarfa af heildarfjölda starfa á nokkrum þéttbýlisstöðum. Hér sjáum við sláandi mun og ég minni á að það er í m.a. frumfram- leiðslunni sem störfum mun fækka verulega á komandi árum. Hver verða áhrif þess, annars vegar í Reykjavík og hins vegar á þeim stöðum sem eiga allt sitt undir frumfram- leiðslunni? / / / / ^ / Sé landsbyggðin hinsvegar brotin upp í gömlu kjördæm- in, kemur í ljós breytt mynd. Hér er ánægjuleg þróun á svæðum sem merkt eru með rauðu. Hvaða svæði eru þetta? Af hverju eru fleiri sem ljúka háskólanámi ffá þessum svæð- um en öðrum? Jú, þetta eru svæði þar sem sjálfstæðir háskól- ar starfa. Þetta eru háskóla- svæðin okkar og má leiða að því líkum að hér megi merkja á- hrif þeirra. I Reykjavík starfa fjórir háskólar, HÍ, KHÍ, Lista- háskólinn og HR. ÁNorðu- landi eystra starfar HA, á Norðulandi vestra Hólar og á Vesturlandi Bifröst og Hvanneyri. Háskólar eru í nútímasamfélögum einhver mest virðisaukandi starfsemi sem til er. Áhrif þeirra á samfélagið eru gríðarleg. I því ljósi er því einnig athyglisvert að skoða samsetningu nemendahóps háskólanna. Hér sýni ég þá skóla sem eru í samkeppni við Bifröst um kennslu. I fyrsta lagi sjáum við hér að yfir 80% skráðra nemenda B Noröausturkjördæmi i Norðvesturkjördæmi ■ Suövesturkjördæmi m Höfuöborgarsvæðið við Reykjavíkurháskólana eiga þar lögheimili. Svo er ekki um þá tvo landsbyggðarháskóla sem hér eru sýndir. Þeir eru að mennta landsbyggðarfólkið, Háskólinn á Akureyri nánast eingöngu en Bifröst u.þ.b. til helminga á við höfuðborgar- búa. Með öðrum orðum þá sinna háskólarnir fyrst og ffemst sínum svæðum. Reykjavíkurháskólarnir sinna Reykjavík, Bifröst sinnir Norðvesturkjördæmi og HA Norðausturkjör- dæmi. Okkur hér á Bifföst þykir hins vegar sérstaklega á- nægjulegt að ná tæplega helmingi okkar nemenda af höfuð- borgarsvæðinu hingað upp í Norðurárdal. Með slíku vinn- um við gegn þeim straumi háskólafólks sem stöðugt liggur suður, því gott fólk, það sem er líklega athyglisverðast við þessa mynd kemur í raun ekki ffam á henni með beinum hætti. Við þekkjum öll ættingja og vini sem flytja suður í há- skólana. Hvar er það fólk á þessari mynd, hvar er allur sá fjöldi? Jú, þau eru komin með lögheimili í höfuðborginni og þau munu, góðir málþingsgestir, fæst snúa þaðan aftur, því miður. Reykjavíkurháskólarnir virka eins og ryksugur á mannlegt atgervi. Þeir soga til sín ungt og efnilegt fólk og skila sjaldn- ast aftur. Undanfarin 100 ár eða svo hafa þeir, lengst af Há- skóli Islands einn og sér, verið einn af meginkröftum í byggðaþróun landsins. Aðrir samverkandi þættir liggja í uppbyggingu stjórnkerf- is og atvinnulífs sem bæði hafa byggst upp með miðlægum hætti. Reykjavíkursvæðið hefur síðastliðna öld þróast sem kraftmikil og framsækin höfuðborg landsins. Nú er svo komið að staða höfuðborgarsvæðisins er orðin svo afgerandi að öll önnur byggðarlög standa höllum fæti í varnarbaráttu sem víða virðist harla vonlítil. I Reykjavík er miðstöð opin- berrar stjórnsýslu. Þar eru flest stærri fyrirtækin staðsett, þar er miðstöð fjármála og viðskipta og þá er höfuðborgin í þriðja lagi eins og áður sagði, menntunarleg miðstöð lands- ins. Þar eru flestir framhaldsskólanna og þar eru háskólarn- ir nær allir. Þetta eru vaxtarbroddar nútímasamfélagsins. Þar sem þekkingin og þjónustan eru, þangað leitar fjármagnið og fólkið: Frá landsbyggðinni til suðvesturhornsins. Svo einfalt er það. Sú framtíðarsýn eða niðurstaða sem ég hef hér dregið upp má setja fram með eftirfarandi hætti: 1. Fyrirséð fjölgun starfa verður á sviði þekkingarstarfsemi og þjónustu. 2. Fyrirséð er veruleg fækkun starfa í frumframleiðslu. 3. Efnahagsgerð landsbyggðarinnar er vanbúin til að takast á við þessar breytingar. 4. Samfélagsgerð landsbyggðarinnar er víðast hvar vanbúin til að takast á við þessar breytingar. 5. Þetta mun hafa í för með sér verulega fjölgun starfa á höfuðborgasvæðinu og verulega fækkun starfa á lands- byggðinni. 6. Uppbygging stóriðju mun ekki til lengri tíma breyta þessari þróun, þrátt fyrir að skapa staðbundin ný störf í iðnaði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.