Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 ^kUsunuk.] Umdeild torfæruhjól og utanvegaakstur Akstur utan vega er eitt af þessum umræðueínum í þjóðfélaginu sem verður áberandi við og við. Nú und- anfarið hefur akstur á torfæruhjól- um, eða mótorkross eins og það er kallað, verið í kastljósinu og vegur þar neikvætt umtal þyngra en hitt. Telja margir víst að sú neikvæða tun- ræða eigi fullan rétt á sér þar sem oft er um töluverð náttúruspjöll að ræða. Það er ljóst að einhverjar tun- bætur þarf að gera í þessum málum, hvort sem það er með uppbyggingu fleiri viðurkenndra svæða til mótor- krossiðkunar eða strangari viðurlög- um við ólöglegum akstri í náttúr- unni. I síðustu viku var spuming okkar hér á Skessuhomi hvaða við- urlögum lesendur vildu beita við shkum utanvegaakstri. Vakti spum- ingin mikla athygli og fjölmargir svömðu, flestir því til að refsa ætti ökuþórunum með þegnskylduvinnu. Það væri ef til vill við hæfi enda eðli- legt að akstur utan vega verði ekki látinn óátalinn. Ekki era þó alfir tor- færuhjólaeigendur ökuníðingar sem spæna upp gras og mosa heldur halda sig innan brauta og fylgja sett- um reglum. ✓ / Anægja í Olafsvík Rétt hjá Olafsvík er ein besta mót- orkrossbraut landsins. Hún er í Álfs- nesi, um 1700 metra löng og er ein þriggja brauta sem er inni í Islands- meistaramótinu. „Brautin er tryggð og með öll tdlskilin leyfi,“ segir Svanur Tómasson, sem var einn af þeim sem stóð að gerð brautarinnar. „Við teljum okkur vera með þessu að bjóða upp á val í íþróttum svo að unglingar hafi um fleira að velja en bara knattspyrnu til dæmis. Það er líka gaman að segja ffá því að nú em tveir Islandsmeistarar í sínum flokk- um í greininni ffá Olafsvík. Brautin í Alfsnesi þykir mjög góð og hún er alltaf opin en það er sjaldgæft. Það er af því að hún er úr sandi en ekki mold, en þá emm við strax orðin ó- háðari veðri og vindum. Það er erf- iðara með moldarbautir.“ Að sögn Svans var gerð brautarinnar í góðu samráði við bæjaryfirvöld og hafi verið staðið vel við bakið á þeim í þessum málum. „Það hefur að mestu leyti verið full sátt um þetta. Það er fullt af fólki sem kemur hér um helg- ar til að hjóla á daginn og gistir í bænum og um árið var haldið nám- skeið með sænskum kennara þar sem komu 46 þátttakendur og dvöldu hér í 4 daga. Þannig að þetta er líka lyftistöng fyrir bæinn.“ Einn af forkólfum mótorkross- sportsins í Olafsvík er Rúnar Már Jóhannsson. Hann segir akstur utan vega ekki vera vandamál hjá þeim. „Þar sem við erum svo fá héma í þessu er auðvelt að hafa yfirsýn yfir þetta. Ef eitthvað kemur upp veit maður við hvern þarf að tala. Það er miklu erfiðara þama fyrir sunnan þar sem fjöldinn er gríðarlegur. Við emm svolítið sér á báti héma.“ Að mati Rúnars á að vera ólöglegt að keyra á grónum landssvæðum en öðm máli gegni um vegaslóða. Einnig skipti máli hvernig hjól verið sé að keyra. Verða að fara efrir lögxim Þó að vissulega sé mótorkross ört vaxandi akstursíþóttagrein hér á landi og margir hafi ánægju af henni er það greinilegt að akstur utan vega, sem því miður fylgir fleiri hjólaeig- endum, er að setja stóran blett á þetta áhugamál sem svo margir hafa ánægju af. Snorri Jóhannesson á Augastöðum í Borgarfirði er yfir- lýstur andstæðingur mótorkrossiðk- unar og segist hafa oft og mörgum sinnum séð ummerki eftir torfæm- hjól nálægt sínum heimaslóðum: „Eg hef séð förin eftir þá í haganum héma. Svo hafa þeir jafhvel verið að keyra á þessum tækjum t.d. í Vopna- lág fyrir ffaman Surtshelli sem er söguffægur og ffiðlýstur staður. Það er synd að það sé ekki bara nóg að hafa þessa fi'nu braut þama hjá Olafsvík." Að mati Snorra hafa yfirvöld sofnað á verðinum í þessum málum því búið sé að flytja inn fjölda hjóla efdr áramót án þess að nokkuð sé gert til að bæta hjólaaðstöðu fyrir eigendur þeirra. Hann segist þó treysta á lögregluna í þessum málum: „Það er ekki mitt að á- kveða refsingar eða annað, heldur stólar maður auðvitað á lögregluna og ég hef enga ástæðu til að efast um velvilja þeirra. Eg ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti en vil láta yfirvöld sjá um þetta og að farið sé efrir lögunum sem em í gildi hér á landi.“ Snorri vekur einnig at- hygh á því að í mörgum tilfellum séu hjólin ólögleg áður en þau era kom- in út fyrir vegina því oft vanti upp á skráningar ökutækjanna. Samkvæmt upplýsingum hjá Frumherja hf. þarf að skrá, fá númer og tryggja þessi ökutæki rétt eins og fjórhjól og vélsleða. Ökuþórar utan vega um- svifalaust kærðir Snorri segir þolinmæði sína vera á þrotum: „Eg og fleiri hér emm komnir í heilagt stríð við þá sem stunda þetta sport hér í uppsveitum Borgarfjarðar. Við viljum ekld sjá þessi hjól og ég get bara tilkynnt það hér að þeir sem sjást héma á þessum hjólum verða umsvifalaust kærðir. Það er að sjálfsögðu í lagi að stunda þetta á þar til gerðum brautum og ég hef fulla samúð með þeim sem stunda þetta á löglegan hátt. Það er auðvitað þarrnig eins og með svo margt annað að stór hluti þessa hóps gerir þetta löglega en svo em ein- hverjir sem skemma fyrir. Stærri hlutinn þarf þá einfaldlega að snúa upp á handlegginn á þessum sem em að eyðileggja fyrir þeim.“ Rúnar Már er sammála Snorra og telur nauðsynlegt að gera eitthvað í þess- um málum. „Þetta er auðvitað stans- laust í umræðunni fyrir sunnan, en samt virðist vera mjög erfitt fyrir einhverja aðila að læra þetta. Eg veit að þeir standa í miklu bash og það gengur erfiðlega að fá svæði fyrir torfæruhjól. Það þarf ekki nema tíu manns til að eyðileggja fyrir þús- und.“ Varðandi úrslit kosninganna hérna á Skessuhornsvefnum og greinilegan vilja lesenda varðandi viðurlög við akstri utan vega segir Rúnar Már þegnskylduvinnu vera góða hugmynd. ,Já það væri bara ekkert svo vitlaust. Láta þá sem skemma bæta fyrir það.“ GG Eg skal lifa lengi enn - liggja dauður ella l/ÍHióhó’tfild I þeirri ffægu og fögra borg París sem meðal annars var og er annáluð fyrir fagrar konur orti Steinn Steinarr: Fagrar dísir, vis a vis, von er oð bísum standi, en mér vib prísum hugur hrýs hér í þvísa landi. Ekki er mér kunnugt um hvort í því plássi hefur verið stundað ólöglegt verðsamráð sem augljóslega heyrir xmdir samkeppnisyf- irvöld eða hvort frjálsi markaðurinn hefur verið alráður þar sem víðar. Hitt tel ég mig vita að kunningi Birgis Hartmannssonar sem kominn var um eða yfir miðjan aldur og hafði til þess tíma lítið verið bendlaður við bindindi á áfenga drykki söðlaði skyndilega um og hætti öllum afskiptum af Bakkusi kóngi. Birgir orti þá í orðastað hans: Viti þab bæbi víf og menn, vín ei nœr mig fella. Ég skal lifa lengi enn - liggja daubur ella. Isleifur Gíslason lcvað um mann sem lá um hríð þungt haldinn en hresstist aftur af aug- ljósri ástæðu að því er Isleifi virtist: Sóttu tveir um sálina sjúklingsins meb takib. Fjandinn þreif í fœturna, fabirinn hélt um bakib. Leikurinn þannig lengi stób, litlar fengust nábir, en hvorugum sýndist sálin gób svo þeir slepptu bábir. Líklega hefur verið eitthvað svipað ástatt heilsufarslega fyrir þeim sem Jökull Péturs- son kvað um: Hvort hann tórir, ekki á ætla ég ab giska. Útlitib var a.m.k. ekki á marga fiska. Magnús Finnsson þóttist finna á sér elli- mörk þegar hann kvað: Ergist skap vib ellirún en þó skrapa af kveiknum. Eg er ab hrapa af ystu brún og ab tapa leiknum. Mörgum fer svo að þeir óska sér einhvers heitar en annars og verða síðan að horfa á allt ganga þvert á óskir sínar án þess að geta nokkuð að gert. Benedikt Gíslason ffá Hof- teigi orti: Víst er ekki vandi ab sjá vonir sínar deyja. En ég held menn óski þá einna helst ab þegja. Og þó og þó: Er nú dimmt á Óbins kvon, engir geislar skína. Bara lítil vitlaus von vermir sálu mína. Benedikt gerði sér líka fulla grein fyrir því að mannsævin er aðeins agnarsmár bútur af eilífðinni: Bera mun ég bjarta lund böl þó lífib geymi. Aldrei nema stutta stund stend ég vib í heimi. Þó mannsævin sé ekki löng á jarðsöguleg- an mælikvarða getur hún samt gengið brös- uglega. Rósberg Snædal orti eftirfarandi stöku og nefindi „Upp og ofan:“ Oft hef ég notib yndis hér, yfir flotib skerin. Oft hef ég brotib illa af mér ■ oft hefur hnotib merin. Egill Jónasson lá á sjúkrahúsi og hugleiddi svo þróun mála í næsta rúmi: Sóknin hörb en vörnin veik, vonin leggur ár íbát. Nú á daubi nœsta leik, nú er líf ab verba mát. Einar Jónsson frá Litlu Drageyri þurfti að gangast tmdir aðgerð á nára á sjúkrahúsi. Þegar hann vaknaði eftir svæfingu og sá um- búnaðinn um aðgerðasvæðið varð honum að orði: Sjúkrahússtúlkunum seint mun ég gleyma og svolítib fór mig ab langa í geim. Þær tjóbrubu Grána í túninu heima til ab hann fœri ekki í blettinn hjá þeim. Sigurður Óskarsson ffá Krossanesi orti síðar viðbót: Hann er ab hlýna og hlána, þab hlakkar í mér og í þér. Úr túninu taka þær Grána og teyma 'nn í blettinn hjá sér. Hafi svo gengið eftir hefur margur gert sér dagamun af minna tilefni og varla dugað minna en rjómapönnukökur og súkkulaði. Séra Sigurður í Hindisvík kvað um mann sem sat að veitingum meðan aðrir biðu: Úti á hlabi ónýt bib eykur skaba og þykkju. Sæmdarmabur situr vib súkkulabidrykkju. Egill Jónasson fór með fleiri Þingeyingum í bændaför um Strandir og Dali. Hittist svo á í Dölum að þar var messudagur og vom gestirnir drifnir í kirkju en vegna þrengsla þurffu sumir heimamenn að standa. Þá kvað Egill: Þingeyingar þurfa heilagt orb og þyrfti ab laga sumt í fari mínu. En öllum jöfn er dvöl vib drottins borb og Dalamönnum veitir ekki af sínu. í annarri bændaför sem Vestfirðingar fóm um Strandir og Húna- vatnssýslur og kannski víðar beið Aðalbjöm Benediktsson eftir hópnum við sýslu- mörk Stranda og Vestur Húnavatns- sýslna. Skrafdrjúgt hafði mönnum orðið hjá góðbændum á Ströndum þannig að tíma- setningar röskuðust meira en skyldi. Var orðið allframorðið er Vestfirðingar náðu fundi Aðalbjöms í Brú en þá enn eftir nokk- ur skipulögð dagskrá ásamt því að koma hverjum til síns náttstaðar en gist skyldi á bæjum og húsffeyjur að sjálfsögðu með í för. Heilsaði Aðalbjörn hópnum á þessa leið: Vestfirbingum reitt skal rúm þó rísi seint á fœtur. Þeir munu sinna sínum frúm seinni hluta nætur. Ólafur Sigfússon frá Forsæludal sá það fullvel að tímann þurfti að nota vel og dugði þó varla til: Snilld mér fatast, þraut er þreytt, þráfalt batann tefur. Loks þá gat ég unnib eitt annab glatast hefur. Ljúkum svo þessum þætti með einni af snilldarvísum Rósbergs Snædal: Eyddi sorg í ibu glaums úti á torgum svibnum. Spilaborgir bernskudraums brunnu ab morgni libnum. Meb ibökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöbum 320 Reykholt S435 1367 og 849 2715 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.