Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 15
 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 15 7. Áframhaldandi fólksflótti verð- ur af landsbyggðinni sem að líkindum mun vaxa verulega. 8. Byggðarlög og landsvæði munu fara í eyði og Island mun í æ ríkara mæli þróast í átt til borg- ríkis. Þetta þarf hins vegar ekki að verða svo. I samfélagi nútímans liggja mikil sóknarfæri fyrir landið allt. Upplýsingabyltingin hefur skapað þá stöðu að aðgengi að upplýsingum getur nú verið nánast hið sama hvar sem er, óháð stað eða stund. Bifföst í Borgarfirði hefur sama aðgengið að upplýs- ingasamfélaginu og Shanghai eða París. Aukið aðgengi að upplýs- ingum hefur skapað þær forsendur sem þurfti til að byggja upp há- skóla í Norðurárdal, á Hvanneyri, Hólum og Akureyri. A þessum stöðum er nú unnið metnaðarfullt skólastarf sem skapar fjölda nýrra starfa á landsbyggðinni með bein- um eða óbeinum hætti. A sama hátt nýta nú alþjóðleg fyrirtæki upplýsingatæknina til að dreifa stjórnsýslu sinni, framleiðslu og þjónustu frá Evrópu og Bandaríkj- unum til landa eins og Indlands og Kína þar sem vinnuafl er ódýrara. Ný tækni skapar t.d. forsendur sem gera kleift að sinna þörfum við- skiptavina Microsoft í Bandaríkj- unum fyrir tölvuþjónustu og tækniráðgjöf frá Indlandi. Hér- lendis er opinber stjórnsýsla hins vegar aðallega bundin við póst- númer 101 og engar sýnilegar horfur á breytingum þar á! Raunhæf nútímaleg byggða- stefna þarf að nýta þau tækifæri sem þekkingarsamfélagið skapar. Við þurfum að hætta að tala um sköpun starfa í stjórnsýslu og opin- berri þjónustu um landið allt og framkvæma slíkt þess í stað. Við þurfum að setja aukinn kraft í upp- byggingu menntunar og rann- sókna á landsbyggðinni. Við þurf- um að horfa til þess að nýta kosti upplýsingasamfélagsins til fram- tíðarvaxtar og bættra lífsgæða fyrir alla þegna í þessu landi, hvar sem þeir búa. Framíð okkar er undir þessu komin. Að mínu mati þurf- um við að leggja áherslu á eftirfar- andi þætti: I fyrsta lagi tel ég einsýnt að við þurfum að veita háskólum á lands- byggðinni forgang til vaxtar og þroska. Þeirra starf er lykilatriði til að tryggja framtíð byggðanna. I dag eru þeir hvað snertir fjármagn til rannsókna, sveltir fjárhagslega og fá að auki ekki nægjanlegt rými til vaxtar af hálfu yfirvalda menntamála. Svo virðist vera sem að forgangur í háskólamálum landsins liggi nú í enn frekari efl- ingu háskóla í höfuðborginni með sameinuðum háskóla HR og THI en ljóst er að fjármagn til háskóla- stigsins er takmarkað. Hvað Bif- röst varðar, svo ég taki kunnuglegt dæmi, þá hefur ráðuneyti mennta- mála allt frá árinu 2002 vanrækt að gera við skólann samning um fjár- mögnun rannsókna og nú fæ ég þau svör frá embættismönnum þar um kennsluframlög að skólinn geti vænst þess af fá fjármagn til vaxtar um 4% á næsta ári þegar hann hef- ur getu og vilja til að vaxa um 25- 30%. Við höfum farið fram á að stækka úr 400 ársnemendum í 510 ársnemendur á næsta ári en himinn og haf er á milli þeirra óska og þess raunveruleika sem við okkur blasir. I ofanálag boða embættismenn ráðuneytisins það að fella sérstaka staðaruppbót skólans, sem hann hefur fengið til að mæta sérstökum kostnaðarauka vegna staðsetning- ar, inn í almennar fjárveitingar til rannsókna. Byggðamál virðast ekki koma menntamálum við, enda heyrir sá málaflokkur undir annað ráðuneyti. Þetta þykja okkur frem- ur kaldar kveðjur til okkar sem hér höfum unnið dag og nótt undan- farin mörg ár við uppbyggingar- starf. Þessu viðhorfi þarf að breyta og setja háskólamenntun í forgang sem byggðamál. Stórefla þá há- skóla sem þegar starfa á lands- byggðinni, standa myndarlega að nýstofnuðu Háskólasetri Vest- fjarða og stofna sambærilegt setur annars staðar þar sem þörf er á. Rétt er hér að benda á og vara við því úrelta viðhorfi sem nú virðist vera ofarlega á baugi að safna helstu háskólum og rannsóknar- VEGUR UM ARNKÖTLUDAL OG GAUTSDAL í HÓLMAVÍKURHREPPI OG REYKHÓLAHREPPI Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar Leið ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar matsskýrslu um lagningu vegar um Amkötludal og Gautsdal í Hólmavíkur- og Reykhólahreppum. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 22. júní til 3. ágúst 2005 á eftirtöldum stöðum: A skrifstofum Hólmavíkurhrepps og Reykhólahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni | og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á \ heimasíðum Leiðar ehf. og Náttúrustofu Vestfjarða: www. | leid.is og www. nave.is. * Allir hafa rétt til að kynna sér ffamkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 3. ágúst 2005 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun stofnunum landsins á eina mýri í miðborg Reykjavíkur þar sem ein- hver sérstakur virðisauki á að vera að því að ffæðimenn kallist á yfir götur og flugbrautir eða fari saman á kaffihús. Þetta eru að mínu mati úrelt viðhorf og metnaðarlítil. Landið í heild á að samanstanda af þekkingarklösum og þekkingar- þorpum sem víðast og vera eitt samfellt þekkingarsamfélag. í öðru lagi þarf að tryggja öllum landsmönnum tæknilegan aðgang að upplýsingasamfélagi morgun- dagsins með því að ljósleiðaravæða landið allt. Hér skapar sala á grunnneti Landssímans vandamál, vegna þess að í svo dreifbýlu landi sem Island er munu viðskiptasjón- armið einkarekins fyrirtækis aldrei tryggja viðunandi aðgang hinna fáu að því dýra neti sem þetta sam- göngukerfi framtíðarinnar er. I fjarskiptaáætlun kemur fram að kostnaður við þetta risaverkefhi er á bilinu 30 til 40 milljaðrar. Að Símanum seldum, fellur þessi framkvæmd á ríkið. Þetta grunn- kerfi fjarskipta er aðgangur lands- manna að framtíðinni, svo einfalt er það. I þriðja lagi þarf að nýta sam- skiptakerfið og þær tækiframfarir sem orðið hafa til að dreifa opin- berri stjórnsýslu og þjónustu um landið allt. Góð reynsla er af flutningi flestra þeirra stofnana sem fluttar voru fyrir nokkrum árum úr höfuðborginni til Akur- eyrar eða svo dæmi sé tekið, til Akraness þar sem Landmælingar starfa nú. Mikil andstaða starfs- manna og hagsmunaaðila viðist hins vegar hafa stöðvað þessa þró- un. Við getum hins vegar ekki lát- ið ríkisstarfsmenn suður í Reykja- vík ráða stefnu þjóðarinnar í byggðamálum, slíkt er ekki hlut- verk þeirra. Þegar þetta hefur verið gert, munu skapast aðstæður sem skapa ný störf í þekkingarsamfélaginu. Menntun skapar mannauð, mannauður skapar tækifæri og fyr- irtækin elta fólkið. Góðir gestir! Ég hef hér varpað upp á einfald- aðan hátt tvenns konar framtíðar- sýn. Ég tel að í fyrirsjáanlegum samfélagsbreytingum eigi lands- byggðin góða möguleika, ef menn hafa djörfung og dug til aðgerða. Mig langar að brýna ykkur sem hér sitjið til slíkra aðgerða. Sum ykkar búið í byggðalögum sem eiga und- ir högg að sækja og munu líklega fara í eyði ef okkur tekst ekki að breyta þeirri þróun sem fyrirséð er. Onnur ykkar hafið áhrif og völd til að gera slíkar breytingar. Við þurfum öll að leggjast á árar og ég ákalla ykkur til góðra verka. Ekki á morgun eða hinn, heldur strax í dag. Orð eru til alls fyrst, og margt gott hefur þegar verið gert, en nú er tími athafna upp runninn. Ella mun okkur illa farnast. Það kostar klof að ríða röftum! *Tölfræðiupplýsingar eru byggðar á gögnum frá Hagstofunni og ríkisskattstjóra. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að styrkja atvinnu í Dalabyggð. Ibyrjun þessa árs hófu Dalabyggð og Saurbæjarhreppur ísamstarfi við Ungmennafélag íslands rekstur Ungmenna- og tómstundabúða á Laugum í Sælingsdal. Gert er ráð fyrir þvíað reksturinn skapi allt aðtOný störf. Þá eru að hefjast framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Fellsenda, en þar er rekið hjúkrunar- og dvalarheimili. Áætlað erað taka nýbygginguna ínotkun Ijúní2006. Væntanlega mun störfum á heimilinu fjölga um 10 til 15. Endurbætur standa yfir á sláturhúsinu i Búðardal. Stefnt erað verklokum um miðjan ágúst. Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á aukna þjónustu við ferða- menn. Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum íDölum, sem hefur skapað nýatvinnutækifæri. Mjólkursamlagið í Búðardal er ört vaxandi fyrirtæki. Á síðastliðnum fimm árum hefur velta þess nærri tvöfaldast. Hjá Mjólkursamlaginu eru nú 52 starfsmenn. Með fjölgun starfa og meiri fjölbreytni skapast tækifæri fyrir hjón og sambýlisfólk að velja sér störf við hæfi. í Búðardal eru ísmíðum sex leiguíbúðir. Þar er boðið upp á þjónustu eins og almennt gerist í sveitarfélögum. Sveitarffélagið Dalabyggð Dalalamb ehf. ■ Bókari og innheimtufulltrúi Laustertil umsóknar starf bókara og innheimtufulltrúa hjá Dalabyggð. Um áhugavert starf er að ræða. Skrifstofa sveitar- félagsins er í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, en þar eru einnig skrifstofur sýslumannsins, umboðsmanns Vátryggingafélags íslands, sóknaprestsins, verkalýðsfél agsins og UDN. Frekari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri Dalabyggðar í síma 434 1132 eða á skrifstofunni. Umsóknum skal skila til sveitarstjóra Dalabyggðar, Miðbraut 11,370 Búðardal, eða í tölvupóst hlh@dalir.is fyrir 29. júní n.k. ■ Leikskólakennarar Við leikskólann Vinabæ í Dalabyggð eru lausar stöður leikskóla- kennara og deildarstjóra. Um 100% störf er að ræða en ráðning í hlutastörf kemur einnig til greina. Fáist ekki leikskólakennarar kemurtil greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Nánari upplýsingar veftir Berglind Vésteinsdóttir, leikskólastjóri, í símum 4341311 og 4341660 eða í tölvupósti; vinabaer@dalir.is Umsóknum skal skila til Berglindar Vésteinsdóttur, leikskóla- stjóra, Leikskólanum Vinabæ, 370 Búðardal, fyrir 29. júní n.k. Rekstrarstjóri ■ Dalalamb ehf. auglýsir lausttil umsóknar starf rekstrarstjóra við sláturhúsið í Búðardal. Rekstr- arstjóri annastdaglegan rekstursláturhússins. Miklar endurbætur standa yfir á sláturhúsinu í Búðardal. Endurbæturnar miðast við að slátur- húsið standist að þeim loknum reglugerð nr. 461/2003 um slátrun og meðferð sláturafurða. Frekari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri Dalabyggðarí síma 434 1132 eða á skrifstofu. Umsóknum skal skila til sveitarstjóra Dalabyggð- ar, Miðbraut 11,370 Búðardal, eða ítölvupóst hlh@dalir.is fyrir 29. júní n.k. Fólk til starfa í sláturtíð ■ Dalalamb ehf. óskar eftirfólki til starfa í sláturtíð. Þeirsem óska eftirvinnu hafi samband við skrif- stofu Dalabyggðar í sima 434 1132. Einnig er óskað eftir aðila/aðilum sem eru tilbúnir til að taka að sér að svíða hausa íverktöku í slátur- tíðinni. Ungmenna- cg Hjúkrunarheimilið tcmstundabúðir Laugum Fellsendi ■ Leiðbeinandi og ■ eftirlitsmaður fasteigna Sjúkraliðar, starfsfólk í ■ aðhlynningu og í eldhús ■ Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu auglýsa eftir leiðbeinanda og eftirlitsmanni fasteigna. Ibúðarhúsnæði er á staðnum. Nánari upplýsingar gefur Bjarni Gunnarsson, forstöðumaður, í síma 861 2660. Megin ehfj. ■ Trésmiðir Megin ehf. er ört vaxandi fyrirtæki í Dalabyggð. Hjá fyrirtækinu eru næg verkefni. Auglýst er eftir trésmiðum. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Thorlacius í síma 862 3234. Sjúkraliðar, starfsfólk í aðhlynningu og i eldhús óskasttil starfa á Hjúkrunarheimilið Fellsenda, heimili fyrir 17 geðfatlaða einstaklinga. Fellsendi er nálægt Búðardal, eða í tæplega korters akst- ursfjarlægð. Við óskum eftirfólki f sumarafleys- ingar og einnig til frambúðar. Um er að ræða góðan vinnustað þar sem góður starfsandi ríkir. Á næsta ári færist starfsemin á Fellsenda í nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimlll sem verið er að hanna og byggja. Nánari upplýsingar veitir Ásta S. Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 434 1631 / 849 7835, netfang asta@fellsendi.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.