Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 17
 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 17 Glaðbeittir ferðalangar veifa til Ijósmyndarans. Hrafnistufólk í heimsókn Laugardaginn 11. júní sl. var 160 manna hópur frá Hrafnistu á ferð á Akranesi og víðar á Vesturlandi. Ferðin var í boði Kiwanis hreyfing- arinnar á Islandi og var þetta í 40. skipti sem Kiwanis býður gamla fólkinu í slíka ferð um landið. Fyrstu árin sem Kiwanis menn buðu í slíkar ferðir var farið á einkabílum í lögreglu- og hjálpar- sveitarfylgd, en núorðið er ferðast á rútum. Ekið var um Hvalfjörð, stoppað í Saurbæjarkirkju þar sem Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson tók á móti hópnum. Síðan var farið á Akranes, í skoðunarferð í boði Kiwanis og loks þegið kaffi á Barbró. Ferðin gekk í alla staði vel og naut fullorðna fólkið veðurblíð- unnar og fagurs útsýnis. MM Hópurinn á leið inn í Hallgrímskirkju í Saurbte. Ldgfótaflýr Þegar Bjöm Theodórsson, starfsmaður Veiðimálastofnunar á Vesturlandi var áferð með- fram Langá á Mýrum sl. fimmtudag varð á vegi hans rejur einn sem aðgangsharðar kríur höfðu gert að harða hríð og var hann því áflótta undan þeim. Eflaust hefur mel- rakkinn verið að geeða sér á eggjum eða ungum sem nógframhoð er afþessa dagana. Nánar tiltekið er þessi mynd tekin milli Sólvangs og Brœðrasels. Ljósm: BT Alft á hreiðri Þessi myndarlega álft lá á hreiðri á norðanverðu Snæfellsnesi fyrir skömmu. Þrátt fyrir að oft verji þær hreiður sín með miklum fyrirgangi leyfði þessi ljósmyndara að smella einni mynd í hreiðrið þar sem fjögur egg fóstruðu unga hennar. Þrátt fyrir að álfrin virðist róleg á myndinni þá fékk ljósmyndari að heyra að hans tími væri senn kom- inn. Þá var líka vissara að forða sér því „god morgen" ffá álft getur hæglega þýtt síðasta rothöggið. Viku síðar var þessi sami ljósmynd- ari á ferð og viti menn, ungarnir voru komnir í ljós og farnir að æfa sund með foreldrum sínum. Ljósm: GA Islensldr búningar, tálgnn í birld og kaffiboð N.k. laugardag, þann 25. júní, verður Handverksdagurinn 2005 haldinn hátíðlegur en markmiðið með handverksdeginum er að auka skilning og þekkingu al- mennings á vinnu handverks- og listiðnaðarfólks. I samfélagi sam- tímans er einnig mikilvægt að gamalli verkþekkingu og hand- verki sé haldið við og það gleym- ist ekki. Það eru margir, karlar sem konur, sem áhuga hafa á handverki af ýmsu tagi og æ fleiri afla sér þekkingar á starfsháttum horfinna alda. I Norska húsinu í Stykkishólmi verður haldið upp á daginn með því kynna gestum tvær tegundir af íslensku handverki, á milli klukk- an 14.00 og 16.00. I krambúðinni mun Trausti Tryggvason sýna gestum hvernig skal bera sig að við tálgun í birki og þau verkfæri sem notuð eru við tálgun á ýmsum skemmtilegum hlutum. Tréskurður og tálgun hefur tíðkast á Islandi frá fyrstu tíð og enn er haldið á lofti nöfn- um hagleiksmanna í íslenskri al- þýðulist tréskurðar og tálgunar sem haldist hefur órofin til okkar tíma. A efri hæð sýnir Ingibjörg A- gústsdóttir handverk sem tengist íslenskum þjóðbúningi kvenna, faldbúningi og sýnir tvo faldbún- inga. Faldbúningurinn dregur nafn sitt af höfuðbúnaðinum, svo- nefndum faldi sem gerður var úr samanbrotnum klútum sem vafðir voru um höfuðið. Búningurinn mótaðist í tímans rás og á 19. öld var hann einkum notaður sem sparibúningur og á seinasta fjórð- ungi 19. aldar lagðist notkun hans af. Það er því mikils um vert að konur fari að gefa þessum gamla íslenska búningi gaum. I tilefhi dagsins er ókeypis inn á safnið og einnig er öllum konum sem klæðast íslenskum þjóðbún- ingi þennan dag, boðið í kaffiboð í stássstofunni hjá frú Onnu Magdalenu í Norska húsinu á milli kl. 14.00 og 16.00. Konur sem eiga eða hafa afnot af íslenskum búningi eru hvattar til að bera hann þennan dag og mæta í Norska húsið og allir aðr- ir eru hvattir til að koma og kynna sér íslenskt handverk. Þorgeir og Helgi hf. / Smellinn á Akranesi óskar eftir fólki til framtíðarstarfa Smiður á trésmíðaverkstæði Markmið starfsins: Vinna við móta- og gluggasmíði vegna framleiðslu fosteyptra eininga. Menntun, reynsla og hæfni sem starfið kallar á: • Húsasmiður með sveinspróf og starfsreynslu. • Ahugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum. • Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum. Vinnutími: Vinnutími er frá 7:30 á morgnanna til 17:00 á daginn, mánudag til föstudags. A vinnustað er mötuneyti þar sem starfsmenn hafa aðgang að heitum mat í hádegi. Starfsmenn geta fengið far til og frá vinnu sé þess óskað. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknum skal skila á skrifstofu fyrirtækisins að Höfðaseli 4. Upplýsingar veitir Alfreð Þór Alfreðsson verkstjóri í síma 840 6607. Byggingaverkamenn Markmið starfsins: Vinna við framleiðslu forsteyptra eininga. Menntun, reynsla og hæfni sem starfið kallar á: • Reynsla af byggingavinnu. • Ahugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum. • Réttindi á brúkrana æskileg en ekki skilyrði. • Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum. Vinnutími: Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnir eru 6 dagar og síðan 3 dagar í fríi. Vinnutími er frá 7:30 á morgnanna til 17:00 á daginn. A vinnustað er mötuneyti þar sem starfsmenn hafa aðgang að heitum mat í hádegi. Starfsmenn geta fengið far til og frá vinnu sé þess óskað. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknum skal skila á skrifstofu fyrirtækisins að Höfðaseli 4. Upplýsingar veitir Alfreð Þór Alfreðsson verkstjóri í síma 840 6607. Lagermaður/sendill Markmið starfsins: Byggja upp og þróa lager fyrirtækisins og almenn lagerstörf í kjölfarið. Annast sendiferðir og innkaup. Menntun, reynsla og hæfhi sem starfið kallar á: • Bílpróf er nauðsynlegt, meirapróf æskilegt. • Word og Excelkunnátta einnig æskileg. • Góðir samskiptahæfileikar gagnvart samstarfsfólki og birgjum. • Viðkomandi þarf að vera reglusamur, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa frumkvæði. Vinnutími: Vinnutími er virkir dagar kl. 7:30-17:00. A vinnustað er mötuneyti þar sem starfsmenn hafa aðgang að heitum mat í hádegi. Starfsmenn geta fengið far til og frá vinnu sé þess óskað. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknum skal skila á skrifstofu fyrirtækisins að Höfðaseli 4. Upplýsingar veitir Alfreð Þór Alfreðsson verkstjóri í síma 840 6607. I Góð laun í boði fyrir góða starfsmenn 1 Fyrirtœkið Þorgeir og Helgi hf. var stofnað órið 1963.Árið 2000 hófst framleiðsla forsteyptra húseininga undir nafninu Smellinn og er J>að í dag aðalstarfsemi fyrirtœkisins. Starfsmenn nú eru um SS talsins. Sjú núnarú www.smellinn.is. inwllÉju FORSTEYPT EININGAHÚS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.