Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 OPJÐ ALLT ARI Barnva veitinga Borgnrt n\eo iel IitðiJi lOtfUO Umsjóiv. Gunnar Bcnder „Adrenalínflæðið eins og í skemmtilegasta hraðakstri" Fréttir héðan og þaðan af opnun áa og vatna á Vesturlandi Veiðihomið er styrkt af: laxinn tók á svarta og silfraða Snældu. „Eftir brokkgengan árangur síðasta sumars þá var ég ákveðinn í að landa þessum og ég vissi frá fyrsta höggi að hann færi hvergi. Ætli ég hafi ekki verið 20 til 30 mínútur að þreyta hann og þegar hrygnan var kominn á land kom í ljós að hún hafði kokgleypt. Ein- hver spurði, þegar fiskurinn var kominn á land, hvort ég ætlaði ekki að sleppa honum þar sem þetta væri hrygna. Eg gat ekki séð neitt fyndið við það fyrr en það var rifjað upp yfir kvöldverðin- um,“ segir Pétur við Laxá í Kjós. Pétur gengur með Kvíslarfoss- inum og það er glampi í augunum á honum, hann ætlar að reyna við fleiri laxa í sumar. Hann er alls ekki hættur að veiða, öðru nær, þessi fyrsti flugulax hefur gert það að verkum að hann eflist allur til muna. Þökk sé laxinum úr Kjós- Pe'tur Pétursson með hrygnuna góðu í opnun Laxár í Kjós. Veiðisumarið heldur áfram, veiðiárnar opna ein af annarri. Grímsá í Borgarfirði opnaði í morgun en Laxá í Kjós fyrir nokkru síðan. Veiðin þar hefur verið svona allt í lagi, en engin uppgrip. Þegar við renndum þar fyrir fáum dögum, voru menn að veiðum í Kvíslarfossi, Holunni og Laxfossi. Veiðimaðurinn Pétur Pétursson var að landa laxi í Lax- fossinum. Hann veiddi fyrsta flugulaxinn í Kjósinni og við hitt- um hann við Laxá og hann rifjaði upp atburðinn við ána fyrir fáum dögum. „Eg tala nú ekki af langri reynslu sem fluguveiðimaður. Eg byrjaði að myndast við að kasta flugu í fyrra. Eftirtekjan reyndist enda rýr eftir sumarið. Tómar bleikjur en enginn lax. Það var því kærkomið að ná loksins laxi. Þetta var alveg unaðslegt og adrenalínflæðið eins og í skemmtilegasta hraðakstri. Eg var búinn að taka nokkur köst í Kvíslarfossi og var að læra á veiðistaðinn þegar ég fann að hann var á. Ætli ég hafi ekki leyft Ljósm: Haraldur Eiríksson. honum að kjamsa á flugunni í heila mínútu áður en ég fór að vinna á honum,“ segir Pétur, en Frábær gangur var í opnun Kjarrár en flestir laxarnir sem veiddust voru eins ár fiskar. Fín veiði hefur einnig verið í Langá á Hallfreður Vilhjálmsson frá Kambshóli með 11 punda lax úr Laxfossi í Laxd í Leirár- sveit. Ljósm: Olafur Johnson. Baulan er stadsett í hjarta Borgarfjarðar við þjóðveg nr. 1 Verslun - Veitingar. Grill og grillvörur í úrvali, gas, bensín, olía og olíuvörur. Isvélin vöknuð úr vetrardvalanum Mýrum síðan hún opnaði, en 6 laxar veiddust í Fluguveiðiskólan- um. Litla systir skákar stóru systur Gljúfurá í Borgarfirði opnaði sl. mánudag. Fyrsta daginn komu 2 laxar á land, þriggja og fjögurra punda og tveir vænir sjóbirtingar. Leirársveit, stuttu eftir að hún opnaði fyrir veiðimenn. Flóka lofar góðu „Opunarhollið í Flókadalsá veiddi 13 laxa og hann var 9 punda sá stærsti, næsta holl á eftír veiddi 4 laxa,“ sagði Ingvar Ingv- arsson á Múlastöðum, þegar hann var spurður frétta af opnun árinn- ar. „Þetta er góð byrjun hjá okkur Reynir Asgeirsson á Svarfhóli að reyna að krækja íþann stóra í Eyrarfossi í Laxá í Leir. Ljósm: Ólafur Johnson. Laxarnir veiddust í Kerinu og Skurðinum. Að venju var það ár- nefnd Stangaveiðifélags Reykja- víkur sem opnaði ána og er þetta svipaður árangur og í fyrra. Að sögn Stefáns Halls Jónssonar og Hannesar Ólafssonar, árnefndar- manna, hafa þeir farið með allri ánni og séð fisk bæði efst og neðst svo greinilegt er að einhver fiskur hefur þegar gengið. Sem í raun er nokkuð merkilegt því að sögn eldri manna gengur fiskur ekki í Gljúfurá fyrr en á Jónsmessu- straumi sem er síðar í vikunni. Gljúfurá er einnig ein af fjórum ám í leigu SVFR þar sem veiði verður skráð inn á veiðibók á net- inu. Skráning verður að jafnaði annan hvern dag. Þetta er nýmæli sem þegar hefur mælst mjög vel fyrir hjá veiðimönnum. Farið er inn á svfr.is tíl að skoða veiðina. I framhjáhlaupi má geta þess að Stangaveiðifélag Reykjavíkur hélt myndarlegt boð fyrir veiðiréttar- eigendur í hinu glæsilega veiði- húsi við Gljúfurá s.l. laugardag. Góð mæting var og er mál manna að vel hafi tekist tíl. Mjög góð byrjun í Laxá í Leirársveit „Laxá í Leirársveit opnaði í gær og var veitt á fjórar stangir. Það veiddust 6 laxar í opnuninni og þar af voru 3 tveggja ára laxar,“ sagði Olafur Johnson, er við spurðum um stöðuna í Laxá í Leirársveit. „Menn urðu varir við fleiri fiska víða um ána og það sást til nokkurra fiska vera að renna sér inn á háflæði. Þetta er besta opnunin síðastliðin fimm ár. Þokkalegt vatn var í ánni og skil- yrði góð,“ sagði Óli við Laxá í og það er komið eitthvað af laxi í ána,“ bættí Ingvar bóndi við. „Norðurá er komin með á milli 130 og 140 laxa og veiðiskapurinn gengur vel í ánni,“ sagði Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur í gærkveldi. Fyrstu laxarnir veiddust í Gljúfurá í Borgarfirði í gær, sá fyrsti veiddist í Kerinu. Nokkir laxar hafa veiðst í Hít- ará á Mýrum. Rennifæri á Heiðina Arnarvatnsheiði að sunnan- verðu var opnuð sl. miðvikudag, 15. júní samkvæmt venju. Nokkur umferð veiðimanna var strax fyrstu dagana en lítið veiddist sök- um hvassviðris og kulda fyrr en á þjóðhátíðardaginn þegar veðrið gekk niður og vötnin hreinsuðu sig. Veiðimenn við Ulfsvatn voru þá að fá ágæta veiði, mest urriða 2-5 punda um allt vato og tók fiskurinn grimmt alla beitu. Tals- vert miklar lagfæringar hafa verið gerðar á vegarslóðanum upp Hallmundarhraun og norðan vaðsins á leiðinni í Ulfsvatn. Veiðifélagið gekkst fyrir því sl. sumar að borið var í veginn og er hann nú ágætlega fær öllum bíl- um. Nú er því svo komið að ein- ungis er það Norðlingafljótið sem aftrar því að fólksbílafært sé alla leið í Ulfsvatn. Þess má geta að veiðileyfi á Arnarvatnsheiði eru nú seld á vefnum laxa.is auk þess sem hægt er að kaupa þau í sölu- skálanum við Hraunfossa, hjá Snorra Jóhannessyni, veiðiverði og kaupmanni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.