Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 24. tbl. 8. árg. 22. júní 2005 - Kr. 300 í lausasölu Alvarlegt umferðarslys við Varmalæk Ungur maður úr Borgarfirði slasaðist alvar- lega þegar hann ók bíl sínum útaf og velti á Borgarfjarðarbraut skammt ffá Varmalæk í Bæj- arsveit um miðnætti að kvöldi 17. júní. Öku- maðurinn var einn í bílnum og kastaðist út úr honum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala-háskólasjúkrahús í Reykjavík. Ungi maðurinn er alvarlega slasaður en er ekki í lífs- hættu og síðustu fregnir herma að hann sé laus af gjörgæslu. MM Sofið úr sér ásdllans Nokkur ölvun var sl. fimmtudagskvöld og að- fararnótt þjóðhátíðardagsins í Ólafsvík í tengsl- um við dansleik sem þar fór fram. Að sögn Ólafs Jónssonar, lögregluþjóns fór allt þó þokkalega fram. Ein líkainsárás var á dansleiknum þar sem maður var sleginn í höfuðið með flösku svo sauma þurfti í hann nokkur spor. Eitt smáslys varð auk þess á tjaldsvæði bæjarins þegar stúlka datt á höfuðið í skurð og þurfti af þeim sökum einnig að fá smá saumaskap hjá þeim hvít- klæddu. Ungur maður lagði sig til svefns í still- ans við hús í bænum effir dansleikinn um nótt- ina og höfðu menn áhyggjur af því þegar hann vaknaði eða bylti sér, myndi hann falla til jarð- ar. Slökkvistjórinn var til öryggis kallaður út og tókst með aðstoð lögreglu að koma manninum niður áður en illa fór. Að sögn Ólafs lögreglu- þjóns var mikil umferð á Snæfellsnesi um helg- ina og gekk hún að mestu áfallalaust fyrir sig. Þó voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of greitt. MM Sjúkraflug tíl Gmndartjarðar Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjartveikan sjúkling til Grundarfjarðar um miðjan dag í gær. Þyrlan TF-LIF var við æfingar á Breiðafirði er útkallið barst og var því skamma stunda að sækja sjúklinginn og flytja hann til Reykjavíkur. MM ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. ■ •• /lll| wr 1 WffrT VI æBÍ 11 ML'" V .-•■'• V r Hr -■-—- Hvað erfegurra en íslensk œska við leik á sjálfan þjóðhátíóardaginn? Myndin erfrá 1 l.júní hátíðarhöldum í Borgamesi um liðna helgi. Sjá svipmyndir víða af Vesturlandi í miðopnu. Ljósm. HSS Hrikaleg slysahelgi kallar á aukið eftirlit Nýliðin helgi var hrikaleg hér á landi með tilliti til um- ferðarslysa og fjölda óhappa. Um langa ferðahelgi var að ræða þar sem þjóðhátíðardag- inn bar upp á föstudag og því margir á faraldsfæti. Fyrstu al- varlegu tíðindin bárust norðan úr Öxnadal aðfararnótt 17. júní þar sem tveir ungir piltar létust og sá þriðji liggur alvar- lega slasaður á sjúkrahúsi eftir hörmulegt slys. Banaslys varð í Reykjavík og alvarlegt umferð- arslys í Borgarfirði þar sem ungur maður slasaðist illa í bíl- veltu. Fregnir af fjöldanum öllum af óhöppum í umferð- inni með og án slysa bárust síðan nær linnulaust í fjölmiðl- um alla helgina, þannig að mörgum þótti nóg um. Fjölmiðlafólk, sem stóð fréttavaktir fjölmiðlanna um helgina, var ötult að færa frétt- ir af óhöppunum og líðan fórnarlamba þessara slysa eftir því sem þær upplýsingar lágu fyrir. Ætla mætti að slík tíðindi vektu fólk til umhugsunar og hægði t.d. á ökuhraða og yki tillitssemi vegfarenda í um- ferðinni, en svo virðist ekki hafa verið raunin. Þrátt fyrir hið hörmulega slys í Öxnadal voru t.d. skv. fréttum um 60 ökumenn kærðir fýrir of hrað- an akstur í umdæmi Lögregl- unnar á Akureyri um helgina og margir einmitt í Öxnadal. Fréttir af hraðakstri bárust víðar af landinu, frá lögregl- unni á Blönduósi, Selfossi, Borgarnesi, Ólafsvík og víðar. Þannig var t.d. hátt á þriðja tug ökumanna sektaður fyrir of hraðann akstur í umdæmi Borgarneslögreglu eingöngu. Víða um land var haft eftir lögreglu að tillitsleysið hafi stundum verið algjört í um- ferðinni, tekið hafi verið fram úr þar sem það sé óheimilt og beinlínis stórhættulegt og ekið langt yfir leyfilegan hámarks- hraða og á engan hátt í takt við aðstæður. Menn voru að mæl- ast á ökuhraða, raunar ofsa- hraða, eða allt upp í 160 km. á klukkustund. Sá sem þetta ritar átti í tvígang um liðna helgi leið um Borgarfjörð og varð vitni af aksturslagi ökumanna þar sem á engan hátt var ekið í sam- ræmi við aðstæður. Þátttaka í þeirri umferð var miklu líkari rússneskri rúllettu fremur en eðlilegum sunnudagsbíltúr með fjölskylduna. Ljóst er að stórherða þarf umferðareftirlit víða um land og e.t.v. ekki hvað síst í Borg- arfirði þar sem umferð er mun meiri en vegakerfið í raun býð- ur upp á. Gera verður ráð fyr- ir að sumir ökumenn láti væn- ar fjársektir að kenningu verða. Beita þarf sektum á þá ökumenn sem þverbrjóta um- ferðarreglur og í mörgum til- fellum að banna ákveðnum ökumönnum að draga tengi- vagna sem oft mætti fremur kalla hús á hjólum og þeir ráða alls ekki við að draga á eftir sér. Saman verðum við öll, sem hættum okkur út í slíka um- ferð, að aðstoða lögreglu við störf sín og taka höndum sam- an um að bæta umferðarmenn- inguna, því annars verður slysaaldan eins og um liðna helgi einungis forsmekkurinn að skelfilegu slysasumri. MM Tilfaoðsverð 1286 Tilboðsverð Veró áður 159 afsláttur á kassa Verð áður 639 kr/kg atslattur a kassa Verð áður 1864 kr/kg J Lambaframhryggja- / / sneiðar þurrkryddaöar V \ Grilisagaður lambaframpartur Goði vatnsmelónur Tilboö 23 - 26. i Verð ádur 219 Samkaup I u,n/ai Hafnarfjöröur • Njarövík • ísafjöröur • Akureyri • Dalvik • Siglufjöröur • Olafsfjöröur • Húsavík • Egilsstaðir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.