Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 ^sunu^t: Þjóðhátíð um bæi og sveitir Það má með sanni segja að ís- lendingar eigi ekki að venjast jafa góðu veðri á þjóðhátíðardaginn og raunin varð nú í ár. Búið var að spá hinni hefðbundnu rigningu og því kom góðviðrið skemmtilega á ó- vart. Að venju var mikið um að vera fyrir unga sem aldna um allt Vest- urland. Ljósmyndarar: Helena Guttormsdóttir, Eva Sumarliða- dóttir, Hallgrímur S Sævarsson, Hilmar Sigvaldason, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og Pétur S Jó- hannsson. Borgames I Borgarnesi var aðaldagskráin í Skallagrímsgarði eins og tíðkast hefur þar sem margt hæfileikafólkið steig á svið og skemmti gestum og gangandi. Má þar nefna ávarp fjall- konu, sönghópana Silfurrefina og Dralon flokkurinn, Ragnar Bjarna- son sem tók lagið með Steinku Páls úr Borgarnesi og systkinin KK og Ellen Kristjánsdóttur tróðu upp. Að venju var Kvenfélag Borgamess með kaffisölu og myndaðist sann- kölluð kaffihúsastemning í garðin- um í góða veðrinu. Auk þess var boðið upp á leiki og andlitsmáln- ingu fyrir þau yngri. Akranes Morgunsund gefur gull í mund. Dagskrá þjóðhátíðardagsins var einstaklega memaðarfull á Akra- nesi, en hún hófst í íþróttamiðstöð- inni á Jaðarsbökkum þar sem sund- laugin var opin. Skagamenn skemmtu sér svo í góða veðrinu við hátíðardagskrá á Akratorgi og við í- þróttahúsið á Vesturgötu. Búið var að breyta Garðalundi í allsherjar skemmtigarð og því var hægt að finna sér margt til skemmtunar í skógrækdnni. Um kvöldið var boð- ið upp á skemmtanir fyrir unga sem aldna, en hljómsveitirnar Skíta- mórall og Harmonikkuunnendur Vesturlands sáu um stuðið. Stykkishólmur I Stykkishólmi voru bæjarbúar hvattir til að taka þátt í samvinnu- listaverki við gömlu slökkvistöðina en það er nýbreytni. Hátíðardag- skrá var í Hólmgarði þar sem flutt var ávarp fjallkonu og atriði úr Litlu hryllingsbúðinni ásamt fleiri skemmtiatriðum. Kvenfélagið Hringurinn stóð fyrir kaffisölu í Safnaðarheimili kirkjunnar og börnin léku sér í góða veðrinu við grunnskólann. GG Logaland Að venju var 17. júní haldinn há- tíðlegur í uppsveitum Borgarfjarð- ar. Söfnuðustu sveitungar saman í Logalandi og var snæddur þar þjóð- legur hádegisverður, hangikjöt með tilheyrandi. Eftir borðhaldið flutti fjallkonan ljóð eftir Guðmund Böðvarsson, en að þessu sinni var það Linda Björk Pálsdóttir sem var í hlutverki fjallkonunnar en hún gegnir öllu jafnan starfi sveitar- stjóra Borgarfjarðarsveitar. Að því loknu var öllum smalað út og var þar farið í leiki; kapphlaup á milli hjóna, sem eiginkonurnar unnu ör- ugglega, reiptog og pokahlaup. Einnig kom flugvélin góða og dreifði karamellum yfir útisvæðið, við mikinn fögnuð ungra sem ald- inna. ÞGB Ólafsvík Að venju var 17. júní haldinn há- tíðlegur í Olafsvík. Skrúðganga frá Iþróttahúsi Snæfellsbæjar hófst kl. 13:30 og var gengið að Þorgríms- palli. Þar flutti fjallkonan Helga Hilmarsdóttir hátíðarljóð og sr. Ragnheiður Karitas Pétursdóttir fór með guðsorð. Kristinn Jónas- son bæjarstjóri Snæfellsbæjar flutti góða ræðu og Kirkjukór Olafsvíkur söng á milli atriða. Þá spilaði Val- entina Kay nokkur lög á harmon- ikku. Töffamaðtu" kom og sýndi listir sínar við góðar undirtektir barnanna og boðið var upp á ýmsar þrautir fyrir yngri kynslóðina. Tónleikar voru um kvöldið á Þorgrímspalli þar sem hljómsveitin Erotic funeral spilaði. Hið besta veður var allan þjóðhátíðardaginn og fjölmargir voru viðstaddir hátíð- arhöldin. Um daginn opnaði Aslaug Sig- valdadóttir myndlistarmaður sýn- ingu á verkum sínum í Pakkhúsinu í Ölafsvík og nefnir hún sýninguna Stórfiskur. Hún ber nafh með réttu þar sem á öllum myndunum eru fiskar og fólk við ýmsar aðstæður. Sýningin er á vegum Lista- og menningarnefndar Snæfellsbæjar. psy Grundarfj örður Dagskrá þjóðhátíðardagsins var með hefðbtmdnu sniði í Grundar- firði. Heimamenn höfðu á orði að fámennara hefði verið í bænum en öllu jafhan sökum ferðalaga Grund- firðinga enda margir sem lögðu land undir fót í góða veðrinu. Opn- uð var sýrúngin „Lífsbjörg þjóðar“ í Eyrbyggju - sögumiðstöð og að venju var hátíðardagskrá í Þríhyrn- ingnum. Rósa Guðmundsdóttir hélt hátíðarræðu, kvenfélagið var með kökubasar og boðið var upp á skemmtiatriði fyrir unga og aldna, svo sem kassaklifur og ýmsa leiki. Um kvöldið var svo diskótek í Þrí- hymingi. imU yr , *• ’w* Jð| 1... W L i k\ Wá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.