Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.06.2005, Blaðsíða 11
§iacSS1ú'HÍ©12FJ MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 11 Húsnæðisskortur - byggjum meira Á vef Grundarfjarðarbæjar og í vikublaðinu Þey skrifaði Björg Á- gústsdóttir, bæjarstjóri í liðinni viku forvitnilegan pistdl um ástand á húsnæðismarkaðinum í bæjarfé- laginu. Lýsir pistillinn betur en margt annað þeirri þenslu sem víð- ast hvar ríldr. Skessuhom fékk góð- fúslegt leyfi Bjargar til að birta pistilinn: Hjá Gmndarfjarðarbæ verðum við mjög fljótt vör við það þegar þrengist um á fasteignamarkaði, bæði hvað varðar leiguhúsnæði og fasteignir til kaups/sölu. Mikið er leitað til bæjarins um leiguhúsnæði og með almennar fyrirspumir um laust íbúðarhúsnæði í bænum. Undanfarna mánuði, og reyndar tun alllangt skeið, hefur verið tölu- verð hreyfing á húsnæði og sú staða er uppi nú að mjög fá hús era til sölu, kannski má segja að það sé bara búið að kaupa flest það íbúð- arhúsnæði sem yfirhöfuð er til sölu, a.m.k. þessa stundina. Mjög mikil eftirspum er eftdr húsnæði og mik- ið spurt um lóðir og ljóst að marg- ir íhuga nýbyggingar, án þess þó að hafa látdð til skarar skríða. I byggingu era nú 7-12 íbúðir, eftir því hvemig talið er, nýbyggð- ar era 9-13 íbúðir (á síðasta ári) og u.þ.b. 4 lóðum hefur verið úthlutað að undanfömu án þess að búið sé að sækja um byggingarleyfi eða skila inn teikningum húsa á þeim. Er hér ekki meðtalið atvinnuhús- næði. Grundarfjarðarbær bætti á síð- asta ári 7 nýjum íbúðum við, með því að byggja kaupleiguíbúðir fyrir eldri borgara, sem losaði um á markaðnum. I skoðun er nú að byggja fleiri íbúðir, en ekki er sjálf- gefið að besta fyrirkomulagið sé að gera slíkt alfarið sem verkefni og með tilheyrandi áhrifum á skulda- stöðu bæjarins. Ljóst er að okkur skortir fleiri nýbyggingar til að bregðast við þeirri þörf sem uppi er fyrir hús- næði. Millistærð af húsnæði, s.s. eins og meðalstór raðhús og par- hús, er það sem helst virðist vera þörf fyrir. Undirrituð er á þeirri skoðun að það sé svigrúm fyrir verktaka og tækifæri, til að byggja og selja íbúðir, nýleg dæmi sarma það. Fjölbrautaskóli Snæfellinga, bættar vegasamgöngur, stærra at- vinnusvæði, væntingar um hita- veitu og almennt gott ástand á vinnumarkaði, auk greiðs aðgangs að fjármagni, leggjast hér á eitt. Ekki má gleyma því að í dag er gríðarlegur munur á lóðakosmaði hér og á höfuðborgarsvæðinu. Hvað varðar lóðaffamboðið þá era 7 lóðir eftir í Ölkeldudal, 4 rað- húsalóðir og 3 einbýlishúsalóðir. Á Hjaltalínsholti era 8 einbýlishúsa- lóðir og 6-7 raðhúsalóðir og stakar lóðir er að finna hér og þar í bæn- um. Era þá ótaldar lóðir fyrir at- vinnustarfsemi á iðnaðarsvæði við Kverná og víðar. Þessa dagana er svo einmitt verið að taka ákvarðan- ir um skipulagningu nýs íbúða- hverfis við vestanverða Grandar- götu, vestan Hjaltahnsholts. Bæjarstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi hafa rætt við þá aðila sem sýnt hafa áhuga á ný- byggingum og af hálfu bæjarins er reynt að ýta við fólki um að hefja byggingar. Undirrituð hvetur fólk til að kynna sér á bæjarvefhum eða fá senda yfirlitsmynd af lausum lóðum í bænum, slíkt liggur ffammi á bæjarskrifstofu. Björg Agústsdóttir, bajarstjóri í Grundarfirði Frá Grundarfirði. Næturganga og tófiiferð Jónsmessan er nú á föstudaginn, 24. júní, og þá tun kvöldið verður sólstöðuganga á vegum Þjóðgarðs- ins Snæfellsjökuls. Gengið verður ffá Hólavogi (við Hólahóla) og að bæjarrústunum í Beravík. Gengið er um þægilegt svæði þar sem sög- ur drjúpa af hverju strái. Gangan mun taka um 3-4 tíma og farar- stjóri verður Sæmtmdur Krístjáns- son, sagnamaður og landvörður. Göngufólk hittist við vegamótin að Hólavogi. Nú er tilvafið að drífa sig í notalega næturgöngu og heyra ýmislegt ffóðlegt og skemmtilegt í leiðinni. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stendur fyrir ævintýraferð fyrir alla fjölskylduna, nema heimilisdýrin, sunnudaginn 26. júní. Lagt verður af stað ffá Dagverðará kl. 14 og þess ffeistað að finna tófugreni í ábúð. Ef heppnin er með sjáum við líka íbúa þess. Ferðin er farin í tengslum við Hollvinasamtök Þórð- ar Halldórssonar sem stofnuð vora honum til heiðurs. Þórður var sér- stakur náttúrmmnandi og áhuga- maður um tófur. Tuttugasta og fimmta nóvember í ár verða hund- rað ár hðin ffá fæðingu Þórðar. MM Plastað hús Ibúarþessa húss á Akranesi hafa eflaust rekið upp stór augu þegar komið var heim í hlað. Einhverjir prakkarar hafa ákveðið að bjóða húseigendur, sem vœntanlegir voru heim úr utanlandsferð, velkomna meðþessum óvenjulega hœtti, með textanum; „Velkominn heim, Gvendur sykurpúði. “ Fjórðungsmót hestamanna ^ Á Kaldármelum 30. JUNI - 3. JULI 2005 Dagskrá Fjórðungsmóts 2005 Fimmtudagur, 30. júní 08:00 Fánar dregnir að húni B-flokkur forkeppni Hryssur 4 vetra Hryssur 5 vetra Hryssur 6 vetra Matarhlé Ungmenni forkeppni Böm forkeppni Unglingar forkeppni 08:30 10:00 12:00 13:00 14:00 16:00 Föstudagur, 1. júlí 08:30 A-flokkur forkeppni 10:00 Hryssur 7 vetra og eldri Stóðhestar 4 vetra Stóðhestar 5 vetra Stóðhestar 6 vetra og eldri 11:00 A flokkur stóðhesta forkeppni 11:30 B flokkur stóðhesta forkeppni 12:30 Matarhlé 13:00 Tölt unglinga forkeppni 14:45 Tölt ungmenna forkeppni 15:45 Tölt bama forkeppni 16:45 Tölt forkeppni 20:30 21:00 21:30 22:30 23:30 Tölt unglinga úrslit Tölt ungmenna úrslit Fljúgandi skeið Fjömreið Dansleikur með Geirmundi Valtýssyni í kvosinni Laugardagur, 2. júlí 09:00 Yfirlitssýning kynbótahrossa 12:30 Matarhlé 13:00 Mótssetning 13:30 Ræktunarbúsýningar 16:30 B-úrslittölt 17:00 Tölt bama úrslit 17:30 B-flokkur stóðhesta úrslit 20:00 A-flokkur stóðhesta úrslit 20:45 Tölt úrslit 22:00 Kvöldvaka í kvosinni 23:30 Dansleikur með Pöpum í kvosinni Sunnudagur, 3. júlí 12:00 Verðlaunaafhending kynbótahrossa 14:00 B-flokkur úrslit 14:40 Böm úrslit 15:20 Ungmenni úrslit 16:00 Unglingar úrslit 16:40 A-flokkur úrslit Athugið að tímasetningar gœtu átt eftir að breytast lítillega, en dagskrárliðir eru í réttri röð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.