Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.07.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 gBlSSIÍIi©BRi Þjóðartilþrif LANDIÐ: Ungmennafélag Is- lands og Pokasjóður eru að fara af stað með umhverfisverkefhí. Verkefhið felst í því að vekja landsmenn til umhugsunar um gildi þess að ganga vel um um- hverfið og eru þeir hvattir til að taka þátt í verkefhinu með því að fara út og tína rusl, í merkta ruslapoka sem þeir fá senda heim. Verkefninu er ætlað að vera bæði forvamarstarf sem og framkvæmdarátak. Verkefnið er auglýst svohljóðandi; Þjóðartil- þrif með Ungmennafélagi Is- lands og Pokasjóði. „Látum greipar sópa umhverfið". Steftit er að því að senda pokana inn á öll heimili í landinu nú í byrjun júlí. Þegar fólk hefur fyllt pok- ann af msli sem liggur á víð og dreif í umhverfmu gefst því kostur á að senda nafn sitt inn til UMFÍ til að taka þátt í happa- drætti. -ge • • Orninn fjölgar sér BREIÐAFJ ORÐUR: Sam- kvæmt upplýsingum frá Náttúr- fræðistofhun er útlit fyrir gott sumar hjá breiðfirskum örnum. „Við flugum yfir varpið á laug- ardag og það lítur út fyrir að á- standið sé ágætt þrátt fyrir vor- hret. Við vitum um 23 hreiður með ungum en það dugar til að halda stofhinum í vexti þótt það mætti vissulega vera meira,“ segir Kristinn Haukur Skarp- héðinsson fuglafræðingur. Am- arstoftiinn á Breiðafirði teiur nú um 60 fugla og fer vaxandi. -ge Fimm fíkniefnamál BORGARFJÖRÐUR: Tölu- vert annríki var hjá lögreglunni í Borgamesi um helgina. Alls urðu 3 umferðaróhöpp í um- dæminu, 25 ökumenn vom teknir fyrir of hraðan akstur og einn var tekinn fyrir meinta ölv- un við akstur. Þá komu upp 5 fíkniefnamál og vora 7 irag- menni yfirheyrð við rannsókn þeirra mála. Lagt var hald á kannabisefiii, amfetamín og e- töflur í þessum málum. Þetta er óvenju mikill fjöldi fíkníefna- mála að sögn Theodórs Þórðar- sonar, lögreglustjóra í Borgar- nesi en ekkert þeirra var þó veralega stórt. -ge Veiðiþjófar og stigamenn DALER: Um síðustu helgi voru bíræfhir veiðiþjófar teknir glóð- volgir þar sem þeir voru við veiðar í laxastiganum í Búðar- dalsá í Dölum. Vart þarf að taka fram að veiði er stranglega bönnuð í laxastigum hvað þá í nágrenni þeirra, né heldur að stelast í fengsælar ár sem Búðar- dalsá er. Veiðarfæri voru gerð upptæk og mega „stigamennim- ir“ búast við kæru. Afli var ekki gerður upptækur þar sem ekki var um hann að ræða. -mm S Onýt bifreið eftir ölvunarakstur Snemma morguns síðastliðinn föstudag vora tvær sjúkraflutn- ingabifreiðar ffá Akranesi sendar á slysstað á Vesturlandsvegi við Hagamelshverfið í Skilmanna- hreppi. Þar vora tveir ungir menn á ferð á lítilli fólksbiffeið. Alissti ökumaður vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt í vegkantinum og endaði á hjólun- um, langt utan vegar. Þótti það með ólíkindum að eft- ir þessa harkalegu ferð, þar sem bifreiðin er ónýt, sluppu ferða- langarnir með eitt beinbrot. Akstursskilyrði voru afar góð þennan fagra föstudagsmorgun. Frá slysstað. Það svarta við þessa morgunstund var að lögreglumenn höfðu rök- studdan grun um að báðir ungu mennirnir hafi verið ölvaðir. OG Hafiiarfranikvæmdir í Skorradal Nýju flotbryggjuna smíðaði Ami Ingvarsson, „bryggjusmiðura á Skarði í Lundarreykjadal. Ljósm: SJ I síðustu viku var sett niður stór flotbryggja í Skorradalsvatni í landi Indriðastaða. Það er Jón Haukur Sigurðsson sumarhúsa- eigandi í Indriðastaðalandi sem stendur fyrir framkvæmdinni en flotbryggjan er engin smásmíði. „Þetta er T bryggja 30 metra löng með um 17 metra löngum efri legg og þarna á að vera pláss fyrir allt að 30 báta,“ segir Jón Haukur. „Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta er sú að hér er mjög að- grannt, ekki síst eins og vatns- hæðin hefur verið að undanförnu, þannig að þeir sem hafa verið með báta á vatninu hafa lent í erfiðleik- um. Eg veit meðal annars að það eyðilögðust skrúfur á þremur bát- um í fyrra útaf þessu. Það era líka margir sem hafa áhuga á að vera með báta en hafa ekki lagt í það út af aðstöðuleysi enda hafa nú þeg- ar margir sýnt því áhuga að kaupa sér pláss við bryggjuna.“ Jón Haukur ætlar að selja báta- lægi við flotbryggjuna og ganga sumarhúsaeigendur í Indriða- staðalandi fyrir en einnig segir hann koma til greina að leigja út pláss til annarra ef þau seljist ekki upp. Hann er hinsvegar bjartsýnn á að bryggjan verði orðin fullnýtt innan skamms tíma. „Við byggð- um bátaskýli fyrir tíu báta fyrir fáum misseram og þau era öll seld og ég er viss um að bátum hérna á eftir að fjölga með tilkomu bryggjunnar. Það er ágætis veiði í vatninu og menn hafa verið að fá hérna stærðar urriða. Eins eru margir sem stunda sjóskíði á vatn- inu eða annars konar vatnasport og síðan er Skorradalsvatn með þeim bestu á landinu til að stunda skútusiglingar vegna þess hvað það er langt. Þá er líka gríðarleg uppbygging hér á Indriðastöðum og sumarhúsum fjölgar ört þannig að ég hef trú á því að innan fárra ára verði þörf á að stækka bryggj- una,“ segir Jón Haukur Sigurðs- son, hafnarstjóri í Skorradal. GE Endurbætur á SHA vegna aukinnar aðsóknar Síðustu góðviðrisdaga hefur ver- ið unnið við viðhald á húsnæði Sjúkrahúss og heilsugæslu Akra- ness. Verið er að endumýja hluta í þaki og þakbrúnum hússins. Að sögn ffamkvæmdastjóra, Guðjóns Brjánssonar, er einnig brýn þörf fyrir endurbætur og breytingar innandyra. „Það þarf að endurbæta handlækningadeild og lyflækn- ingadeild og færa þær í nútíma- legra horf og aðlaga að breyttum viðhorfum varðandi umönntm og vinnufyrirkomulag. Brýnt er einnig að gera endurbætur á myndatökubúnaði. Koma þarf á stafrænni myndgreiningu en sá búnaður er dýr,“ segir Guðjón. Hann gat þess að margvísleg önntn verkefni hafi verið á biðlista. „Sjúkrabiffeiðar komast ekki inn í skjól með sjúklinga, lóðafram- kvæmdir á baklóð hafa beðið, gamla ketilhúsið þar sem umbúð- um var brennt þarf að breyta og fá nýtt hlutverk og mætti hugsa sér að þar mætti staðsetja skjalasafn sjúkrahúss- ins.“ Um 3000 manns lögðust inn á sjúkra- húsið á síðastliðnu ári, fæðingum fjölgaði og vora um 230 árið 2004 og stefnir í að þær verði fleiri á þessu ári. Þá hefur liðskiptiaðgerðum fjölgað, eða um 40%. Sjúkir koma flestir af Vesturlandi en þó er um fjórðungur sjúklinga annars- Landsspítalann og erindi um ýms- Guðjón Brjánsson. staðar af landinu. Við það er mið- að að gera þær aðgerðir þar sem ekki er gerð krafa um gjörgæslu. Guðjón Brjánsson gat þess að lokum að rekstur sjúkrahússins gengi vel, það væri að vísu eril- samt, en framlegð væri góð ef svo mætti að orði komast. Reksturinn væri í góðu jafnvægi. „Nú er unnið að því að gera samstarfssaming við ar nauðsynlegar endurbætur era til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu, því starfsemi sjúkrahússins er að aukast. Eftir að Hvalfjarðargöngin komu til sögunnar hafa umsvif sjúkrahússins aukist veralega og er það þvert á gerðar spár um að starfsemi þess myndi dragast sam- an þegar göngin kæmu,“ sagði Guðjón að lokum. OG Allt í doða í sum- arfiríi BORGARNES: Fastur starfsmað- ur Bifreiðaskoðunar í Borgamesi er í sranarffíi og bregður svo við að ekki er nokkur leið að fá skoðun á bíl á meðan. Talað er um að það eigi að vera opið tvo daga í viku, en aðeins var opið einn dag í síðustu viku og enginn tími laus í skoðun fyrr en eftir mánuð. I síðustu viku var einnig verið að lesa af ökumæl- um í síðasta sinn fyrir „olíuskiptin" og löng biðröð myndaðist við þjón- usmhús bifreiðaskoðunar. Bif- reiðaeigendur hafa þurft að fara af svæðinu til að fá skoðun á bílum sínum. „Svæðið er stórt sem þjón- usta ber og alveg með ólíkindum að ekki skuli vera veitt betri þjónusta en raun ber vitni“, sagði heimildar- maður Skessuhorns, „samkeppni virðist þurfa þama sem víðar.“ -bgk Skot í laxveiðinni BORGARFJÖRÐUR: Óhemju góð veiði er í ám í Borgarfirði þessa dagana, göngur ótrúlegar og nán- ast mok víða. Holl, sem hafði lokið fyrri veiðidegi sínum í Brennu fyr- ir nokkrum dögum, hafði á land 32 laxa á aðeins tvær stangir. Brennu- laxinn er á leið í Þverá og Kjarrá, en í báðum ánum hefur verið mikil veiði síðustu daga. Hollin, sem voru í ánum ffá 30. júní og til há- degis á sraraudag 3. júlí, voru sam- tals með 256 Iaxa, en sjö stangir eru í hvorri á og offast aðeins veitt á sex stangir í Þverá. Sjá fleiri veiðiffétt- ir á bls. 10. -mm Grænni skógar HVANNEYRI: f haust hefúr göngu sína á Vesturlandi nám- skeiðaröðin „Grænni skógar á Vesturlandi," sem standa mun yfir í þrjú ár. Um er að ræða samstarfs- verkefni Vesmrlandsskóga, FsV, Skógræktarinnar, Landgræðsl- unnar og LBHI. Þessi námskeiða- röð mun taka við af annarri sam- bærilegri, sem Vesturlandsskógar og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hafa rekið iradanfarin tvö ár í samstarfi við Skógrækt rfk- isins. Reiknað er með að þátttak- endur fari ásamt þeim sem stunda samskonar námskeiðaröð á Vest- fjörðum til Skotlands haustið 2006. Þeir sem ljúka námskeiðaröðinni munu fá viðurkenningar, allt að 16 einingar til náms á framhaldsskóla- stigi. -mm Sala á sveitabýlum SVEITIN: Verkefnisstjóm um heimasölu á sveitabýlum leitar eftir samstarfsaðilum sem hafa áhuga á áð taka þátt í þróunarverkefni um heimavinnslu og sölu afurða á sveitabýlum. Fylla þarf út umsókn- areyðublað sem er að finna á heimasíðrarai www.sveit.is, en þar þurfa að koma ffam upplýsingar ran framleiðsluvöruna, s.s. tegtrad vöra, innihaldslýsing og fram- leiðsluaðferð. Umsóknir berist á netf: berglind@farmholidays.is eða bréfleiðis í Síðumúla 13, 108 Reykjavík merkt „Sala á sveitabýl- um“. -mm WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemut út alla mi&vikudaga. Skilafréstur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta augíýsingapláss tfmanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er tií 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefíð út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuöi en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DACA Útgefandi: Skessuhom ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaöamenn: Gísli Eiharsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Guðbjörg Guðmundsdóttir 895 0811 gugga@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.