Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2005, Qupperneq 6

Skessuhorn - 06.07.2005, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 2005 ^iuiunv^i Rok og rigning en rokna fjör Aðstandendur Færeyskra daga sáttir eftir helgina þrátt fyrir áföll Talið er að vel yfir fimm þúsund manns hafi sótt Olafsvík heim á Færeyskum dögum um síðustu helgi. Ostýrilátt veður setti mark sitt á hátíðina og einstaka ófriðar- seggir létu einnig til sín taka. Engu að síður voru mótshaldarar sáttir eftir erfiða helgi. „Við byrjuðum að undirbúa há- tíðina strax í mars og reyndum að sjá fyrir öllu. Við höfðum hinsveg- ar engan möguleika á að stjórna veðrinu en það setti óvænt strik í reikninginn,“ segir Sigurður Gíslason, framkvæmdastjóri Fær- eyskra daga 2005. „Straumurinn af unga fólkinu lá til okkar þessa miklu helgi og við vorum alveg viðbúin því. Það er því miður misjafn sauður í mörgu skipulagningu af hálfu björgunar- sveitamanna. Lögreglan var með varðstöð við Lyngbrekku þar sem nokkrir voru stoppaðir af . Það voru hinsvegar einhverjir „spítt- hausar" á sveimi en það er alltaf þessi litli hluti sem eyðileggur alltaf fyrir hinum. Stærstur hluti af þessum fjölda ungmenna sem hingað komu var hér til að skemmta sér á heilbrigðan hátt og þau voru til fyrirmyndar. Við vor- um t.d. með yfir 700 manns á balli í Klifi á laugardagskvöldið og þar voru engin vandamál. Þar var fólk einfaldlega í skýjunum af gleði og allt fór vel fram.“ Neikvæð umfjöllun Sigurður segir að brugðist hafi verið hratt og örugglega við þegar veðrið gerði usla á hátíðarsvæðinu þótt ekki hafi verið hægt að fyrir- byggja að tjöld fykju á haf út og fellihýsi færu í spað. „Við vorum alls ekki viðbúin þessum veðurofsa enda var því ekki spáð af veður- fræðingum. Þegar við sáum í hvað stefndi var hinsvegar brugðist hratt við og fólk ræst út til að opna aðstöðu í skólanum og íþróttahús- inu þar sem fólk gat leitað skjóls. Dagskráin á laugardeginum var síðan flutt inn í Salthúsið og þar gekk allt vel. Eg tel að við höfum staðið okkur mjög vel miðað við aðstæður. Auðvitað voru einhverjir smá hnökrar á framkvæmdinni sem eru til að læra af þeim en í heildina fór þetta vel fram.“ Sigurður er hinsvegar ekki jafn ánægður með umfjöllun einstakra fjölmiðla um hátíðina. „Það er eins og einstaka blaðamenn fái mikið út úr því að ata Olafsvík auri. Við gerðum eins og við gátum til að losna við svörtu sauðina sem setja blett á mannamót eins og þetta. Það er hinsvegar einblínt á þá bletti og þeir gerðir margfalt stærri en þeir í ratm eru. Það er ég alls ekki sáttur við svo vægt sé til orða tekið,“ segir Sigurður. GE/ Myndir: Sigurjón Bjamason. ÞaS fakkaði talsvert á tjaldsvœðunum á laugardag en þeir hörðustu héldu velli. Stór hluti hátíðarhaldanna varfœrður inn í Salthúsið vegna veðurs. Það var vel tekið á því í víkivakanum. fé og undan því verður ekki litið. Þess vegna lögðum við áherslu á gott samstarf við lögreglu og góða PISTILL GISLA Einhversstaðar verða ungir að vera Þegar ég var á sextánda vetri fékk ég einhvern sælan sumardag þá snilldarhugmynd að fara á reið- hjóli ofan úr mínum afdal á dansleik sem halda átti í þar til gerðu gleðihúsi í um 30 km fjarlægð frá reiðhjóli mínu. Hvernig sem á því stóð þá var fað- ir minn ekki jafn upprifinn yfir þessari hugdettu og ég sjálfur og beitti sér gegn henni af fullum þunga. Tók ég það sem skýr skilaboð um að hjólreiðar væru heimskulegt íyrirbæri og hef alfarið látið af þeim síðan. Afturámóti fór ég á umræddan dans- leik, eftir annars konar samgönguleiðum, og marga fleiri slíka í kjölfarið og urðu engin eftirmál af því. Eg held það hafi svosem ekki verið mikið um að ræða heldur því frá upphafi Islandsbyggðar hafa menn komið saman, einn eða fleiri í senn, og gert sér glaðan dag. Engu að síður verða menn alltaf jafh hissa á því að íslensk ungmenni stormi á skemmtanir í þeim tilgangi að skemmta sér. Að vísu eru því miður alltaf einstaklingar sem túlka orðið skemmtun á annan hátt en fjöldinn og líta á ofbeldisverk sem hverja aðra afþreyingu. Það eru þessir örfáu ein- staklingar sem fanga athygíi fjölmiðla og þeirra á- stand og athafnir verður uppistaðan í blaðafyrir- sögnum blaðanna að gleðskapnum loknum. Engan varðar hinsvegar um alla hina sem skemmtu sér hið besta og það á heilbrigðan hátt. Það dugar ekki einfaldur meirihluti í atkvæða- greiðslunni um hvort tiltekin hátíð hafi verið góð eða vond. Það þarf ekki nema eitt akvæði til að fella tillöguna um að hún hafi tekist með ágætum, einn svartan sauð til að senda alla hjörðina í slátur- húsið. Eftir hátíðir síðustu helgar eru það meint kyn- ferðisafbrot, fíkniefnanotkun og vont veður sem eftir stendur í hugum fólks. Ekki þeirra sem voru á hátíðunum heldur þeirra sem fá upplýsingar um þær í gegnum fjölmiðla. I kjölfarið liggur svo beint við að fordæma þau fúlmenni sem standa fyrir há- tíðahöldum í skjóli humars eða Færeyinga þótt all- ir viti eftir lestur dagblaðanna að þeim gengur ekk- ert annað til en mannvonskan ein. Ekki er ég að réttlæta verk dóp- sala eða nauðgara, síður en svo. Þeir verða hinsvegar ekki til út af bæjar- eða héraðshátíðum. Það er hinsvegar afleitt ef slík- ar hátíðir leggjast af fyrir þá sök að fáeinir stór- skemmdir einstaklingar fá að koma á þær þvílíku óorði að þær eigi sér ekki viðreisnar von. Þótt all- ar skipulagðar samkomur væru lagðar af hér á landi þá kæmi það ekki í veg fyrir að ungt fólk komi saman til gleðskapar. Reynslan sýnir að það er þó mun skárra að það gerist á þar til gerðum hátíðum þar sem er skipulögð gæsla og aðstaða til að bregð- ast við ef eitthvað kemur uppá. Ungmenni hætta ekki að skemmta sér þótt reið- hjólið sé tekið af þeim. Það get ég vottað. Gísli Einarsson, fyrrverandi hjólreiðamaður.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.