Skessuhorn - 06.07.2005, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 2005
§g!SSUgi©BKI
Fjórðungsmót þar sem ungir knapar og efnileg kynbótahross stóðu öðru fremur uppúr
Glæsilegt mót í fremur köldu veðri á Kaldármelum
Fjórðungsmóti Vesturlands á
Kaldármelum lauk undir kvöld á
sunnudag en þá hafði það staðið frá
því á fimmtudegi. Mótið var vel sótt,
en ríflega 2000 manns voru á svæð-
inu. Veðrið setti eitthvað mark á að-
sókn því gera má ráð fyrir að ef
hlýrra og þurrviðrasamara hefði ver-
ið á landinu um helgina hefðu fleiri
áhugasamir mætt í kjarrivaxna
brekkuna til að fylgjast með
skemmtilegu móti. Mótshaldið fór
vel ffam og var í senn bæði fróðlegt
og skemmtilegt, skipulagning var
góð, tímasetningar stóðust ágædega,
þulir stjómuðu af röggsemi sem og
aðrir þeir sem komu að mótsstjóm.
Unga kynslóðin
áberandi
Mótið að þessu sinni endurspegl-
ar öðm fremur mikla framför sem
orðið hefur í hestamennsku á Vest-
urlandi og em nokkur atriði sem
vafalítið standa uppúr í hugum
margra. Má þar fyrst nefna gríðar-
lega öflugar sýningar yngstu
knapaxma á mótinu sem sýndu að
þeir em í mörgum tilfellum engir
eftirbátar eldri og reyndari knapa
enda var ekkert til sparað í gæðing-
unum sem þau höfðu til afinota. I
nokkrum hestamannafélögum í
landshlutanum er greinilega verið að
vinna gott starf með unga fólkinu í
þjálfun, aga og sýningarhaldi og var
uppskorið eftir því. Þá ber að nefna
háar einkunnir kynbótahrossa og
sérstaklega meteinkunnir hæstu
stóðhestanna fjögurra og fimm
vetra, þeirra Glyms frá Innri Skelja-
brekku, fjögurra vetra og Sólons frá
Skáney, fimm vetra sem hvor um sig
standa hæst eða meðal hæst dæmdu
stóðhesta í sínum aldursflokkum í
heiminum í dag. Bæði þessi atriði
sem nefhd hafa verið, þ.e. ungir og
efnilegir knapar og úrvals kynbóta-
hross era ótvíræð merki um að
hestamennska í fjórðungnum verður
áffam í ffamför.
Nokkur úrslit
Forkeppni í gæðingakeppni og
tölti fór ffam á fimmtudag og föstu-
dag. A föstudagskvöldið fóra ffam
úrsfit í tölti unglinga og ungmenna
og keppt var í 100 m skeiði.
A laugardeginum fór fram yfirhts-
sýning kynbótahrossa. Guðlaugur
Antonsson, hrossaræktarráðunautur
sagði við mótslok að honum sýndist
hrossaræktin á Vesturlandi vera í
mikilli framför og vesdensk hross
væra engir eftirbátar annarra.
Nefiidi hann m.a. að nú hafi 60
hross náð lágmarkseinkunn inn á
mótið á móti 30 fyrir fjórum árum.
Sérstaklega fannst Guðlaugi yngri
hrossin lofa mjög góðu.
Töltúrslit vora að venju ein
skemmtilegasta sýningargreinin og
fór hún ffam á laugardagskvöldinu
þegar veðrið var hvað best. Töltið
sigraði Viðar Ingólfsson á Tuma frá
Stóra-Hofi eftir harða viðureign við
Þorvald Ama Þorvaldsson á Blíðu
ffá Flögu.
I A-flokld stóðhesta sigraði Dagur
ffá Strandarhöfði og Stefán Frið-
geirsson en Tjörvi frá Ketilsstöðum
hafði verið efstur inn í úrsht. I B-
flokki stóðhesta sigraði Frakkur ffá
Mýnesi og Logi Laxdal.
IB og A flokkum gæðinga var hart
barist um efstu sætin. I B flokld var
Tindur frá Múlakoti efstur eftir for-
keppnina. I úrslitunum varð Berg-
hnd Rósa Guðmundsdóttir á Þjót-
anda frá Svignaskarði efst og Karen
Líndal Marteinsdóttir á Flygli ffá
Vestri Leirárgörðum í öðra sæti.
Síðasti dagskrárliður mótsins, að
venju, vora úrsht í flokki alhliða
hrossa. EitiU frá Vindási kom efstur
inn í úrsht og þrátt fyrir harða
keppni hafði hann sigur með ein-
kunnina 8,74 og varði hinn ungi og
bráðefnilegi, Þingnesættaði knapi
Eyjólfur Þorsteinsson stöðu sína í
forystunxú. I öðra sæti varð Sveinn
Ragnarsson á Þengh ffá Laugavöll-
um.
Glæsilegar
ræktunarsýningar
Fimmtán ræktunarbú sýndu úrval
hrossaræktunar sinnar. Þessi bú
vora: Berg, Hallkelsstaðahlíð,
Hömluholt, Innri Skeljabrekka,
Lambastaðir, Leiralækur, Litla
Berg, Nýibær, Skáney, Skipanes,
Stakkhamar, Stóri As, Svignaskarð,
Vestri Leirárgarðar og Olvaldsstaðir
IV Allar þessar sýningar vora búun-
um til mikils sóma enda greinilega
vandað til þeirra í hvívetna. Akveðið
var að þessu sinni að gera ekki upp á
milli árangurs heldur tóku forsvars-
menn ræktunarbúanna við viður-
kenningu að sýningum loknum.
Breiddin í hópunum var mikil og
endurspeglar misjafnar áherslur
ræktenda þar sem hver hópur hefur
sína sérstöðu hvað varðar t.d. hti,
fas, gang, kosti og ýmislegt fleira.
Þessi fjöldi góðra ræktunarbúa á
Vesturlandi er gleðiefni og ekki síst
fjölgun þeirra ffá Fjórðtmgsmótinu
2001 þegar 9 bú sýndu.
Framkvæmdastjóriim
ánægður
„Það er alveg óhætt að segja að ég
hef enga ástæðu til annars en að vera
mjög kátur nú í mótslok með hvem-
ig til tókst. Þetta gekk allt eins vel og
kostur var, starfsfólk stóð sig með
prýði og mótsgestir eiga heiður skil-
inn fyrir gott skap, sem gerir
skemmtilegt mót, umgengni var til
fyrirmyndar, allt gekk slysalaust og
almennt alhr sem hönd lögðu á
plóginn skiluðu sínu vel og mótið
endurspeglaði það,“ sagði Bjarni
Jónasson, ffamkvæmdastjóri í sam-
tali við Skessuhom í mótslok. Talið
er að á Kaldármelum hafa verið hð-
lega 2000 manns. „Það borguðu sig
inn um 1500 fullorðnir og þeim til
viðbótar era böm og starfsmenn
þannig að þetta gæti hafa verið um
2200 manns þegar allt er tahð. Þetta
er svipaður fjöldi og ég spáði og fjár-
hagslega sýnist mér að dæmið gangi
upp hjá félögunum."
Mót að fjórum
árum liðnum
Aðspurður um hvað standi uppúr
eftir mótið segir Bjami að persónu-
lega hafi sér fundist töltið gera það.
„Mótið endurspeglaðist af mjög
sterkum hrossum og er engin ein
grein undanskihn í því sambandi.
Kynbótahross vora að fá háar ein-
kunnir og það er greinilegt að vest-
lenskur hestakostur hefur tekið
miklum ffamförum ffá því síðasta
mót var haldið fyrir fjóram árum
síðan. 15 ræktunarbú sýndu úrval
hrossa og vora með ffábærar sýning-
ar hvert á sinn hátt.“
Bjami segir að ekki sé reiknað
með öðra en næsta mót verði sam-
kvæmt venju haldið eftir fjögur ár.
„Miðað við tal fólks á og eftir mótið
era menn ekki síður ánægðir nú en
eftir síðasta mót 2001. Þó svo að
veðrið hefði mátt vera betra, var það
ekki svo slæmt að ekki hafi verið
hægt að klæða það af sér. Við höfð-
um sól á milli skúra en það sem mest
er um vert var að það var stöðug sól
í sinni fólks alla mótsdagana og því
vora allir ánægðir," sagði Bjami Jón-
asson að lokum.
Hestamót era einnig annað og
meira en stöðugar sýningar hrossa.
Kvölddagskrá og dansleikir vora í
lautinni góðu, hópreið, hugvekja á
sunnudegi, Löngufjörareið er og
verður ómissandi dagskrárliður
meðan mótið fer ffam á Kaldármel-
um og vora margir sem nýttu sér
hana. Yngsta kynslóðin fékk sýningu
Avaxtakörfunnar í kaupbæti og
söngmenn skemmtu svo fátt eitt sé
nefnt. Af þessu má sjá að af nógu var
að taka í dagskrá og keppni á Fjörð-
ungsmóti vestlenskra hestamanna
sem var skipuleggjendum mótsins til
mikils sóma. Til hamingju hesta-
menn!
MM/ Ljósm : MM og MKG
Sigurvegaramir í A flokki voru aö vonum kampakátir. Eyjólfur Þorsteinsson lengst til hœgri. Eftir skemmtilega keppni stóð Berglind Rósa Guðmundsdóttir á Þjótanda frá Svignaskarði efst í B flokki. Við
hlið þeirra er kempan og rcektandinn Skúli í Skarði.
Félagar í Faxa hreinlega sópuðu að sér verðlaunum í bamaflokki. Hér eru þau Flosi Olafssm, Heiðar Ami Bald- I unglingaflokki sigraði Sigurborg Hanna Sigurðardóttir frá Oddsstöðum. Öðru sœti og ásetuverðlaunum sem
ursson og Þórdís Fjeldsteð sem urðu í efstu sœtunum. Knapinn í Borgamesi gaf hlaut Guðbjartur Þór Stefánsson frá Skipanesi.