Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR7. SEPTEMBER 2005 ^>£39UIIU>j Malbik nauðsyn en hugsanlega slysagildra Frá framkvœmdum í Túnbrekku. ESK byrjar á Nesinu Byggingafyrirtækið ESK, sem er um í Túnbrekku í Olafsvík þar sem að byggja fjölda parhúsa á Hvann- þrjú parhús eiga að verða risin fyr- eyri, er að fara að hefja fram- ir áramót. Þá ætlar ESK að byggja kvæmdir í Snæfellsbæ. Þessa dag- þrjú parhús í Rifi og tvö á Hell- ana er unnið í jarðvegsframkvæmd- issandi. GE Malbikun vegarkafla undir Hafnarfjalli vekur spurningar um hálkuvarnir I sumar voru tveir vegarkaflar undir Hafnarfjalli lagðir malbiki í stað klæðingar, en svo er yfirlag vegar nú nefnt sem áður var nefnt ottandekk. Malbik hefur mtm slétt- ara yfirborð en klæðing og í fram- haldinu hafa vaknað spurningar um hálku á þessum vegarkafla, á stað sem þekkmr er fyrir mikinn vind- styrk og hvort öryggi vegfarenda hafi minnkað í kjölfar lagningar endingarbetra slitlags. Magnús V Jóhannsson svæðis- stjóri Vegagerðarinnar á Vestur- landi segir ljóst að malbik hafi slétt- ara yfirborð en klæðing. Því geti lagning malbiks á þessum stað sem öðrum, skapað um tíma aukna hættu á hálku þ.e. á meðan malbik- ið er nýlagt. Við því sé brugðist með merkingum við nýja vegar- kafla. Til lengri tíma litið sé vegum skipt niður í þjónustuflokka þar sem meðal annars sé kveðið á um hálkuvarnir. Fjölgi hálkustöðum á einstökum vegum við breytingar á slidagi sé við því brugðist í sam- ræmi við þjónustuflokkun á hverj- um stað. Þjónustuflokkar Vegagerðarinnar. Olíkir þjónustuflokkar Nú þegar haustar er því rétt að rifja upp þjónustuflokka Vegagerð- arinnar hvað hálkuvarnir varðar. Þjóðvegum er skipt í fjóra þjón- ustuflokka og ræður umferðarþungi flokkuninni, að sögn Magnúsar. I flokki 1 skal hálkuvarið „hvenær sem hálka kemur upp eða hætta er á að hálka getí myndast,“ segir í regl- unum. „Leitast skal við að halda vegi í því ástandi að snjór og/eða ís hafi óveruleg áhrif á flæði eða ör- yggi umferðarinnar. Yfirferð vegar- ins skal haldið hreinu af snjó og ís allan sólarhringinn, allan veturinn,“ segir einnig um flokk 1. Vegir í þessum flokki eru á höfuðborgar- svæðinu, Reykjanesbraut og Hellis- heiði ásamt Vesturlandsvegi að Hvalfjarðargöngum. Norðan Hval- fjarðarganga tekur við þjónustu- flokkur 2. I reglum um þann flokk segir að vegur skuli hálkuvarinn þegar flughálka kemur upp eða hætta er á að slík hálka geti komið upp. Munur milli þessara flokka er því augljós, þ.e. í flokki 1, sem er sunn- an Hvalfjarðar- ganga, skal á- vallt hálkuvarið þegar hálka kemur upp en norðan ganga skal hálkuvarið þegar flughálka kemur upp. A þessu er eðli málsins sam- kvæmt nokkur munur. I flokki 1 er þjónustu- tíminn eins og áður sagði allan I sumar var lagt malbik á tvo vegarkafla t Melasveit. Meðan malbikið er nýtt eða nýlegt þykir Vegagerðinni ástœða til að vara rœkilega við hálku á þessum köflum. I mikilli úrkomu og sérlega þegar ísing bœtist við með haustinu erfull ástœða til að sýna ítrustu varkámi á þessum slóðum. sólarhringinn en í flokki tvö er þjónsustutíminn ffá kl. 6 til kl. 23. Hálkuvamir mismunandi Þjónustuflokkur 2 er á veginum upp Borgarfjörð og yfir Holta- vörðuheiði. Liggi leið manna vestur á Snæfellsnes aka menn hinsvegar í þjónustuflokki 3 þar sem þjónusta er töluvert lakari. Þar er vegur að- eins hálkuvarinn á varasömum stöðum eða við varasamar aðstæður þegar flughálka kemur upp. Að- spurður, hvort ekki sé tímabært að hafa sama þjónustuflokk hvað vetr- arþjónustu norðan og sunnan Hval- fjarðarganga varðar, segir Magnús að flokkunin ráðist af umferðar- þunga. Það sé hinsvegar pólitísk á- kvörðtm hversu miklum fjármunum sé varið til hálkuvama og þar af leiðandi hversu mikill umferðar- þtmgi sé að baki hvers þjónustu- flokks. Skömmu eftir síðustu ára- mót vom gerðar breytingar á þjón- ustuflokkum þannig að vegir í neðstu flokkum vom færðir upp um einn þjónustuflokk. Þjónusta við vegi í tveimur efstu flokkunum breyttist hins vegar ekki. Af framansögðu má ráða að íbúar á Vesturlandi sem halda til síns heima ffá Reykjavík geta auðveld- lega lent í því að keyra þá leið í öll- um fjórum þjónustuflokkunum hvað hálkuvarnir varðar og því eins gott að vera þokkalega að sér í þjónustuflokkum Vegagerðarinnar áður en lagt er af stað. HJ Blómabúð Dóru í Borgamesi er tvítug í dag: Með elstu blómaverslunum hér á landi A nœstunni verður gerð nýs vegar um Svínadal í Dalasýslu boðinn út. Þar með hillir undir að langþráður draumur heimamanna og annarra vegfarenda um varanlegan veg verði að veruleika, en eins ogflestir vita erþessi leið með verri vegum hér á landi. Ljósm. GB I dag er merkisdagur hjá Blómabúð Dóra í Hyrnutorgi í Borgarnesi þar sem haldið er upp á tvítugs afmæli verslunarinnar. Þar sem blómaverslun á í hlut telst aldurinn hár þar sem ffóðir menn halda því fram að lífaldur slíkra verslana hér á landi sé að jafnaði einungis 2-3 ár. „Líklega er verslunin nú í hópi elstu blómaverslana hér á landi þó svo hún sé einungis tvítug. Rekstur sem þessi er viðkvæmari en marg- ur annar og því endast flestir stutt,“ segir Halldóra Karlsdóttir, kaupmaður í samtali við Skessu- horn. Hún segir að þrátt fyrir að verslunin sé ekki stór gangi rekst- urinn ágætlega, hún hafi alltaf haft gott starfsfólk og góða við- skiptavini og því ætli hún ótrauð að halda áfram rekstrinum í Hyrnutorgi. „Eg stofnaði búðina 7. septem- ber 1985 á tvítugs affnælisdegi dóttir minnar sem jafnffamt var affnælisdagur mannsins míns; Að- alsteins heitins Pémrssonar, hér- aðslæknis. I ársbyrjun þetta sama ár lést Aðalsteinn þannig að ég sem ekkja þurfti að skapa mér nýtt starf og blómin heilluðu mig um- fram annað,“ segir Dóra aðspurð um tildrög þess að hún hóf versl- unarrekstur í Borgarnesi. Hún segist hafa byrjað smátt, fyrstu tvö árin var verslunin til húsa að Eg- ilsgötu 1 en næstu 13 árin að Borgarbraut 1. „Hingað í Hyrnu- torg flutmm við svo þegar versl- unarmiðstöðin opnaði fyrir fimm Starfmenn Blómabúðar Dóru eru núf.v. Brynja Aðalsteinsdóttir, Halldóra Karlsdóttir, kaupmaður og Sísí Karelsdóttir. ámm síðan og það má segja að eftir það hafi reksmrinn tekið fjörkipp enda er Hyrnutorg fjöl- sóttur staður með ágætu úrvali verslana." Dóra segir að Borgfirðingar og Borgnesingar hafi alla tíð tekið sér vel. „Eg hef mætt góðu við- móti fólks hér á svæðinu og átt á- gæta samvinnu við viðskiptavini mína og reyni alltaf að koma til móts við óskir þeirra. Það sem hefur þó reynst einna dýrmætast fyrir mig er að fjölskyldan hefur alla tíð staðið þétt við bakið á mér og dætur mínar fjórar og tengda- synir alltaf verið tilbúið að rétta hjálparhönd. Brynja, elsta dóttir mín hefur t.d. starfað hjá mér frá fyrsta degi en auk hennar hafa þær Helga Sveinbjörnsdóttir og Sísí Karelsdóttir verið sérlega liprir og tryggir starfsmenn. Síð- an verð ég að nefha vin minn Gísla V Halldórsson, sem alla tíð hefur reynst mér og fjölskyldunni sérlega vel, t.d. í hvert sinn sem verslunin hefur flust milli staða. Það að hafa gott starfsfólk þýðir ekkert annað en að ég sjálf er ekki eins bundin af því að vera hér alla daga, allt árið og get þannig leyft mér að taka frí einstaka sinnum án þess að þurfa neinar áhyggjur að hafa af búðinni á meðan. Eg er því staðráðin í að meðan heilsa og kraftar leyfa ætla ég að halda á- fram með búðina, líklega næsm 20 árin til viðbótar að minnsta kosti,“ segir Halldóra Karlsdóttir í Blómabúð Dóm að lokum. MM Svínadalur í útboð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.