Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005
SiaeiSSúlfMöiaKI
Landbúnaður er stóriðja Norðvesturlands
Tímamót í atvinnusögu Dalabyggðar við vígslu endurgerðs sláturhúss í Búðardal
Sláturhúsið í Búðardag er mikil bygging.
Sveitarstjórinn í Dalabyggð segir
tímamót hafa orðið í atvinnusögu
Dalabyggðar við vígslu sláturhússins
í Búðardal á sunnudag. Lauk þar
áralangri baráttu heimamanna fyrir
áfiramhaldandi rekstri hússins. Miláð
fjölmenni var við vígsluna, þar á
meðal Guðni Agústsson landbúnað-
arráðherra, þingmenn kjördæmisins
og Egill Jónsson fyrrverandi for-
maður stjórnar Byggðastofnunar.
Haraldur Líndal Haraldsson,
sveitarstjóri Dalabyggðar sagði í
ræðu sinni við vígsluna að barátta
heimamanna fyrir tilvist sláturhúss-
ins hafi í ratrn hafist árið 2002 þegar
þáverandi eigendur tóku ákvörðtm
um að hætta rekstri hússins. Hann
sagði að sveitarstjóm Dalabyggðar
hafi markvisst unnið að því að
styrkja búsetuskilyrði í Dalabyggð
með áherslu á atvinnumál og meðal
annars sé unnið að því að byggja
sveitarfélagið upp sem matvæla-
framleiðsluhérað. Þungamiðjan í
þeirri uppbyggingu sé mjólkursam-
lagið og sláturhúsið og í þeirri
þungamiðju komi fram áhersla á að á
Norðvesturlandi verði stundaður
öflugur landbúnaður í framtíðinni.
Stóriðja Norðvestur-
lands verði landbúnaður
Sveitarstjóra Dalabyggðar varð
tíðrætt um stóriðju. Hann sagði m.a:
„Bygging álvers stendur yfir á Aust-
urlandi. I umræðinni hefur komið
fram vilji til þess að byggt verði álver
á Norðausturlandi. Alverið og jám-
blendiverksmiðjan við Hvalfjörð
hafa styrkt byggðina í næsta ná-
grenni við Grundartanga. Æda má
að draga muni úr landbúnaði á þeim
svæðum þar sem stóriðja er í dag og
þar sem hún mun byggjast upp í
framtíðinni vegna aukinna atvinnu-
tækifæra á þeim svæðum. Einnig
mtm aukin efirirspurn fólks af höfuð-
borgarsvæðinu eftir bújörðum í
næsta nágrenni við höfuðborgar-
svæðið hafa sömu áhrif. Ekki hefur
verið nein umræða um stóriðjuffam-
kvæmdir á Norðvesturlandi. Verði
rétt haldið á málum má æda að stór-
iðjan á Norðvesturlandi verði land-
búnaður. Bændur á svæðinu hafa
tækifæri til að eflast á sama tíma og
landbúnaður dregst saman í næsta
nágrenni við stóriðjur og höfuð-
borgarsvæðið. Við þessu vilja og eiga
bændur í Dölum og sveitarstjóm
Dalabyggðar að bregðast. Liður í
því að styrkja landbúnað til ffamtíð-
ar, litrið á Norðvesturland, verður að
efla afurðarstöðvarnar í Búðardal.
Samhliða því að rekið er öflugt
mjólkursamlag í Búðardal verði rek-
ið hér öflugt sláturhús og kjöt-
vinnsla.“
Ný störf skapast og upp-
bygging ffamundan
Að sögn Haraldar starfa nú rúm-
lega 50 manns hjá mjólkursamlag-
inu. Þegar sláturhúsið var í rekstri
var það þriðji stærsti vinnustaðurinn
í Búðardal. Þar vora um 25 heilsárs-
störf, sem var um 6% af störfum í
Dalabyggð. „Með fjölgun atvinnu-
tækifæra má æda að svæðið í heild
sinni verði öflugra og efrirsóttara til
búsetu. Ný atvinnutækifæri hafa og
eru að skapast. Má í því sambandi
nefna ungmenna- og tómstunda-
búðir á Laugum, störf við ferðaþjón-
ustu, við sláturhúsið, á dvalarheimil-
inu á Fellsenda o.s.ffv. Arangur
þessa er farinn að sjást. Nú í haust
eru nokkrar fjölskyldur að flytja til
Dalabyggðar og eru einstaklingar að
byrja á framkvæmdum við ný einbýl-
ishús. Búið er að úthluta lóðum fyr-
ir þrjú einbýlishús. Hafnar eru
einnig framkvæmdir hjá einkafyrir-
tæki sem hyggst reisa sex leiguíbúð-
ir. Hvaða tákn er betra um trú fólks
á byggðalagi en vilji til að byggja sér
eigið íbúðarhús,“ sagði Haraldur.
Byggðastofnun kom
myndarlega að málum
Sveitarstjóri Dalabyggðar var á-
nægður með hlut Byggðastofnunar í
uppbyggingu í sveitarfélaginu. „Oft-
ar en ekki hafa
verk Byggða-
stofnunar verið
gagnrýnd. Ium-
ræðunni hefur
lítið farið fyrir
þeim verkum
sem stofnunin
hefur komið að
og skilað hafa ár-
angri. I mínum
huga er hægt að
nefna mörg
dæmi þess að
stofnunin hafi
komið að málum
sem hreinlega
hafa bjargað bú-
setu á viðkom-
andi stöðum. Stofiiunin hefur kom-
ið vel að málum okkar Dalamanna
bæði með beinum og óbeinum
hætti. Leyfi ég mér þar að nefha
hitaveituna, hótehð á Laugum og nú
sláturhúsið. Eg vil nota þetta tæki-
færi og þakka núverandi og fyrrver-
andi stjórnarmönnum og starfs-
mönnum stofnunarinnar fyrir skiln-
ing þeirra á málefhum sveitarfélags-
ins,“ sagði sveitarstjórinn.
Sláturhúsið í Dalabyggð er í eigu
sveitarfélagsins og Byggðastofnunar.
I stjóm félagsins sitja tveir fulltrúar
frá Dalabyggð og einn frá Byggða-
stofnun. Við yfirtöku þessara aðila á
sláturhúsinu árið 2002 hvíldu um 60
milljóna króna skuldir á því. Að
loknum þeim miklu endurbótum
sem fram hafa farið og tahð er að
kosti um 55 milljónir króna, er hins-
vegar stefht að því að heildarskuldir
verði 25 milljónir króna. Stenst hús-
ið nú reglugerðir um slátrun og
meðferð sláturafurða.
Helstu verktakar við endurbæt-
urnar voru Megin, Bjössi málari, Jó-
hann A Guðlaugsson og Rafsel í
Búðardal.
Dalalamb leigir húsið
Stefha eigenda sláturhússins er sú
að félagið verði rekrið sem eignar-
haldsfélag um húseignina og hún
síðan leigð út ásamt tækjum til
rekstrar. Samkvæmt þeirri stefhu
hefur nú verið gengið frá leigusamn-
ingi við Dalalamb og mun fyrirtæk-
ið taka við rekstri hússins að loknum
endurbótum. Dalalamb hefur gert
samning við Norðlenska á Akureyri
um kaup á öllum afurðum félagsins í
ár. Samningurinn felur í sér að 75%
af afurðaverði verði greitt 31. októ-
ber, þar með talið vegna útflutnings,
og síðan það sem eftir stendur, eða
25%, eigi síðar en 31. desember n.k.
Þetta þýðir að samningurinn felur
það í sér að allt verður greitt til
bænda fyrir áramót með fyrirvara
um gærur að því er kom fram í máli
Haraldar. Guðmundur Viðarsson í
Skálakoti hefur verið ráðinn slátur-
hússtjóri. HJ
Miklar endurbœtur hafa fariS fram innanhúss ai undanfömu og uppfyllir húsiS nú
ströngustu kröfur sem gerSar eru til sláturhúsa.
FriSjón ÞórSarson, fyrrverandi alþingismaíur og sýslumaSur Dala-
manna rœSirviS GuSna Agústsson landbúnaSarráSherra ogjóhann-
es Kristjánsson eftirhermu sem skemmti gestum viS vígsluna.
Þótt það megi til sannsvegar
færa að oft sé betra illt að gera en
ekki neitt þá er það þó ekki al-
gilt. Því fer ekki hjá því að mað-
ur njótri betur fjarveru alþingis-
manna en nærveru. Menn hafa
þessvegna ekki verið að kvarta
sérstaklega yfir því þótt þing-
menn hafi orðið enn fjarstaddari
eftir að kjördæmin stækkuðu.
Samt sem áður koma oft upp
þær aðstæður að gott væri að
hafa þingmann við hendina.
Slíkt er hinsvegar ekki til á
hverjum bæ og menn hafa svos-
em lært að lifa með því. Það fer
samt ekki hjá því að þær bæir
sem búa svo vel virðast njóta
þess í ríkulegri uppskeru. Þing-
menn eru með öðrum orðum
þarfaþing sem menn fá aldrei
nóg af nema síðustu vikurnar
fýrir kosningar.
Þegar líður að kosningum þarf
aldrei að leita langt eftir næsta
þingmanni og ég geri ekki ráð
fyrir að þar verði nokkur breyt-
ing á þótt kjördæmin hafi verið
stækkuð. Yfirleitt er nóg að fara
að næstu jarðarför en þangað
liggja yfirleitt helstu þing-
mannaleiðir þingmannanna
þegar kosningar fara að nálgast.
Eg hef reyndar aldrei áttað
mig fullkomlega á gildi þess að
halda uppi kosningaáróðri í jarð-
arförum. Eg veit ekki hvort
menn eru móttækilegri fýrir
pólitík í jarðarförum en allavega
er ljóst að menn eru fullseint á
ferðinni til að ná í atkvæði þess
sem þar er í aðalhlutverki.
Hvað sem því líður þá eru
margir sem eru ekki tilbúnir til
þess að mæta í jarðarfarir ein-
göngu í þeim tilgangi að hitta
þingmanninn sinn. Þeir eru líka
til sem hafa áhuga á að finna
hann oftar en daginn fýrir kosn-
ingar.
Þegar ákvörðun var tekin um
það á hinu háa Alþingi að stækka
kjördæmin þá óttuðust margir
að þá myndu þingmenn fjarlægj-
ast sína kjósendur enn frekar.
Það var líka talin hætta á því að
þingmenn ættu erfitt með að ná
endanna milli í sínum kjördæm-
um enda þingmannaleiðirnar
orðnar hátt í þrefalt lengri eða
jafnvel rúmlega það. Lausnin á
þessum vanda var sú að þing-
flokkamir stofnuðu skrifstofur í
hverju kjördæmi þar sem
væru nokkurskonar um-
boðsmenn þingmanna í
heimabyggð. Með öðrum
orðum þá áttu þingmenn-
irnir að fá húskarla tril að sjá
um málin heimavið, taka á
móti gestum og sinna ýms-
um verkum á heimavelli. Þessir
starfsmenn hefðu þá líka getað
þjónað sem nokkurskonar jarð-
arfarafulltrúar og létt þannig
nokkuð á sínum húsbændum.
Auðvitað hefðu þingmennirnir
áffam farið sjálfir í fínni jarðar-
farir.
Þetta var allt gott og blessað.
Nú eru hinsvegar liðin rúm tvö
ár ffá stækkun kjördæmanna og
enn bólar hvorki á kjördæma-
skrifstofunum né húskörlum
þingmannanna. Sumir hafa
reyndar sett ffam þá kenningu
að fjárveitningar í þennan mála-
flokk hafi verið nýttar fýrirff am í
kosningabaráttunni 2003. Því
trúi ég alls ekki. Eg veit það líka
að stjórnmálamenn gera sér fulla
grein fýrir því að þingmennskan
er fýrst og ffemst þjónustustarf
og ber að haga sér eftir því. Ekki
bara í jarðarförum.
Gísli Einarsson,
heila þingmannaleið í burtu.