Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 35. tbl. 8. árg. 7. september 2005 - Kr. 300 í lausasölu Landbúnaður er stóriðja Norð- vesturlands „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur markvisst unnið að því að styrkja búsetuskilyrði í Dalabyggð með á- herslu á atvinnumál og meðal annars er unnið að því að byggja sveitarfélagið upp sem matvælaffamleiðslu- hérað. Þungamiðjan í þeirri uppbyggingu er mjólkur- samlagið og sláturhúsið og í þeirri þungamiðju kemur ffarn áhersla á að á Norðvesturlandi verði stimdaður öflugur landbúnaður í framtíðinni," sagði Haraldur L Haraldsson, sveitarstjóri í Dalabyggð m.a. við vígslu sláturhússins sl. sunnudag. Sjá bls. 6 Höfirungur með mestar aflaheimildir Höffungur AK fær mestar aflaheimildir skipa og báta á Vesturlandi á því fiskveiðiári sem hófst í síðustu viku. Samtals eru aflaheimildir skipsins 4.758 þorskígildistonn. I öðru sæti er Tjaldur SH með 4.657 tonn, Helga María AK er með 3.332 tonn, Sóley SH fær 2.515 tonn og fimmta hæsta skipið er Hringur SH með 2.352 tonn. Alls fá 13 skip og bátar á Vesturlandi úthlutað meira en 1.000 þorskígildistonnum. Af einstökum höfnum má nefna að mest kemur í hlut skipa og báta á Akranesi eða tæplega 13.800 þorskígildistonn, skip og bátar á Rifi fá 11.925 tonn, til Gmndarfjarðar fara 11.342 tonn og til Olafsvíkur 7.180 tonn. I hlut báta og skipa í Stykkishólmi koma tæp 3.771 tonn og til Hellissands fara 2.416 tonn. Til skipa og báta á Vesturlandi er úthlutað samtals tæpum 51.283 þorskígildistonnum. Þar af er hlutur krókabáta 7.311 tonn eða rúrri 14%. Af einstökum fisktegundum má nefna að mestu er úthlutað af þorski til Vesturlands eða rúmum 24.982 tonnum, af ýsu er úthlutað tæpum 12.658 tonnum, af karfa tæpum 8.897 tonni, af ufsa tæpum 8.038 tonnum og tæpum 1.793 tonn af steinbít er úthlutað til Vesturlands á nýbyrj- uðu fiskveiðiári. HJ 5ÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI Nýr námsvísir kominn á netið! Skráðu þig strax! www.simenntun.is - Sími 437 2390 ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Þeir gerast vart fallegri baustdagamir til útreiða eða hverskyns útiveru en um liðna helgi. Þessir hressu karlar erufélagar í Kynbótaklúhhnum svokallaða. Félagamir riðu hinn skemmtilega Hreðavatnshring sl. laugardag, en þá er lagt uppfrá Munaðamesi, riðið hringinn í kringum vatnið og til haka hjá Para- dísarlaut og Glanna og meðfram Norðurá í Munaðames. Frá vinstri eru þeir Bjami Þór, Marteinn á Vestri Leirárgörðum, Stefán í Skipanesi, Smári Njáls- son, Hrafn Hákonarson og Haraldur Haraldsson með Hreðavatn í bakgrunn. Ljósm: MM Borgarland byggir við brúna Fasteignafélagið Borg- arland ehf, sem er í eigu Kaupfélags Borgfirðinga, Sparisjóðs Mýrasýslu og fleiri aðila, hyggst byggja skrifstofu- og þjónustu- hús á lóðinni sem er laus við Digranesgötu. Lóðin er á milli nýrra húsa Bón- us og Sparisjóðsins og segir Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri og stjórn- armaður í Borgarlandi að ætlunin sé að byggja þarna myndarlegt hús. „Þetta svæði er andlit Borgarness og við vilj- um fá þarna fallegt hús. Það hefur verið samþykkt að fá Ingimund Sveinsson arkitekt til að gera tillögu að húsi á lóðina en hann teiknaði nýtt hús Sparisjóðsins.“ Gísli segir hugmyndina að selja eða leigja pláss í húsinu undir verslanir eða annars konar þjónustu og verði teikningar Ingi- mundar notaðar í markaðssetningu á vænt- anlegu húsi. „Það hafa aðilar sýnt þessu á- huga nú þegar og við gerum okkur góðar vonir um að þetta gangi fljótt út.“ Ef að líkum lætur verða miklar fram- kvæmdir í Borgarnesi á vegum Borgarlands á næstunni því þessa dagana er verið að hanna tvær íbúðabyggingar sem eiga að rísa á svokölluðu Essóplani. Upphaflega voru hugmyndir um að á neðsm hæðinni yrði ein- hvers konar þjónusta en nú er eingöngu gert ráð fyrir íbúðum í húsinu. Þá er gert ráð fyr- ir bílageymslu sem yrði væntanlega neðan- jarðar. GE Fullnýtt íþrótta- mann- virld „Miðað við þá aðstöðu sem við höfum í dag erum við í raun komnir í strand með að hér sé hægt að bæta við iðkendum hinna ýmsu íþrótta og þjóna þeirri auknu ásókn sem á sér stað,“ segir Hörður Jóhannes- son, rekstrarstóri íþróttamann- virkja Akraneskaupstaðar m.a. í viðtali á miðopnu. Þar er fjallað um vaxandi áhuga á íþrótmm og heilsurækt, fullnýttum íþrótta- sölum og væntanlegum bygg- ingum sem leysa munu úr þörf- inni á næsm árum. Sjá bls. 12. N'ORÐþENSKA Lambalærilæri af j nýslátruðu frá Norðlenska Samkaup lun/ai Hafnarfjöröur • Njarðvík • ísafjöróur • Akureyri • Dalvik • Siglufjöröur • Ólafsfjöröur • Húsavík • Egilsstaóir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvík • Neskaupstaóur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.