Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 23
..riiliM. ■-
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005
23
Meistaratitlar á Skagann
:
3. flokkur ÍA varð bikarmeistari. Hér eru piltarnir ásamt þeim Huga og Hjálmi Dór, þjálfurum sínum.
Liðsmenn 4. flokks IA.
Það er óhætt að segja að
drengja- og unglingalið ÍA í
knattspyrnu hafi átt góða helgi
því tveir sigrar náðust í hús þar
sem liðsmenn 3. og 4. flokks
lönduðu bikar- og íslandsmeist-
aratitlum sitthvorn daginn.
Úrslitaleikur 4. flokks pilta fór
fram á Sauðárkróki á laugardag-
inn var og áttust Skagapiltarnir
þar við Þórsara. ÍA sigraði leikinn
Laugardaginn 3. september var
haldin fjallahjólakeppni á Jökul-
hálsinum á Snæfellsnesi. Keppni
þessi bar yfirskriftina Jökulháls-
tryllirinn og ætti nafnið eitt að
segja til um hvernig landslagið til
hjólreiða er, allt frá möl og upp í
snjó. Eftir hádegi ræsti bæjar-
stjóri Snæfellsbæjar, Kristinn
Jónasson, keppendur af stað frá
Pakkhúsinu í Ólafsvík til þessarar
fyrstu hjólakeppni á Jökulhálsin-
um sem var tæplega 14 km löng
og upp í 712 m hæð. Keppnin var
aldursskipt 16-19 ára, 20-39 ára
og 40+ bæði í karla og kvenna-
flokki. Engin kona keppti að
þessu sinni en vonir standa til að
á næsta ári bæti þær um betur.
Lögreglan í Snæfellsbæ keyrði á
undan keppendum og beið uppi
við endastöð til að tryggja öryggi
keppenda. En vegurinn sunnan
megin var lokaður á meðan á
keppni stóð. Keppendum gafst
færi á að stoppa eftir 7 km til að
svala þorsta sínum en það voru
bara heimamenn sem nýttu sér
þann möguleika á leiðinni upp en
keppendurnir frá Hjólreiðafélagi
Reykjavíkur (HFR) nýttu sér það
aftur á móti á leiðinni niður.
í fyrsta sæti í aldursflokknum
16-19 ára var Kári Brynjólfsson
HFR á tímanum 1:01:33, í öðru
sæti var Mikael Schou HFR á
tímanum 1:02:20, í þriðja sæti
var Hlynur Þorsteinsson HFR á
4:0, höfðu yfir 3:0 í hálfleik.
Mörkin skoruðu þeir Björgvin
Garðarsson (2), Björn Bergmann
og Búi Búason. Þjálfari 4. flokks
er Ólafur Þór Jósefsson.
Daginn eftir var leikið til úrslita
í 3. flokki á Bikarmeistaramótinu
við Breiðablik og fór leikurinn
fram á KR vellinum í vesturbæn-
um. Þess má geta að tveir af
leikmönnum 4. flokks sem gert
tímanum 1:02:21 og í fjórða sæti
var Guðjón Ólason HFR á tíman-
um 1:27:20.
í fyrsta sæti í aldursflokknum
30-39 ára var Guðni Gunnarsson
HSH á tímanum 1:34:02, í öðru
sæti var Egill Kristjánsson HSH á
tímanum 2:02:52 og í þriðja sæti
var Óli Olsen HSH á tímanum
2:07:12. Keppendur höfðu orð á
því í lokin að mótvindur hefði ver-
ið svo mikill að í þessar fáu
brekkur sem hægt er að láta sig
renna þá þurftu þeir að hjóla til
að stoppa ekki - duglegir drengir
þar á ferðinni. Verðlaunaafhend-
ing fór fram í Sundlaug Ólafsvík-
ur að keppni lokinni. Keppnis-
stjóri og dómari var Brynjólfur
Magnússon formaður HFR, fyrsti
tímavörður var Guðmundur M.
Sigurðsson formaður HSH, ann-
ar tímavörur var Kristján Á.
Magnússon meðstjórnandi HSH
og Ijósmyndari á vettvangi var
Kári Pétur Ólafsson.
Til stendur að gera þessa
keppni að árlegum viðburði og er
tillagan fyrir næsta sumar að við
bætist önnur keppni í bruni 3 km
niður sunnanmegin.
Það voru Héraðsnefnd Snæ-
fellinga og Héraðssamband
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu sem stóðu að þessari
keppni í samstarfi við Hjólreiða-
félag Reykjavíkur en hún var
styrkt af NPP og EB.
Jökulhálstryllir-
inn afstaðinn
höfðu garðinn frægan á Króknum
daginn áður léku til úrslita með 3.
flokki og spiluðu með allan tím-
ann í báðum leikjunum. Þetta
voru þeir Björn Bergmann Sig-
urðarson og Ragnar Leósson.
Eftir venjulegan leiktíma var
staðan 1:1 og skoraði Ragnar
Leósson markið í síðari hálfleik
eftir að Blikarnir höfðu verið yfir í
hálfleik. Endaði leikurinn með
vítaspyrnukeppni og bráðabana
og sigri Skagamanna og enn ein-
um bikarnum í safnið.
Þjálfarar 3. flokks eru þeir Hugi
Harðarson og Hjálmur Dór
Hjálmsson.
MM
Héraðsmót f sundi
Barna- og unglingamót HSH í sundi var haldið í sundlauginni í Stykkishólmi
fyrir skömmu. Keppendur voru 65 og tæplega helmingur þeirra frá Víkingi/-
Reyni sem bar sigur úr bítum með 190 stig. I öðru sæti varð Snæfell með 157
stig og því þriðja UMFG með 52 stig. GE
Iþróttahúsinu Jaðarsbökkum 17.september 2005
"Si&m
*»« #g£
B»M »9 ““K
Matur, 0
I «Húsió opnarj'
I
I .«aPP»d/**í,
■ . BaWð hefstl
og stendur tl
Stuðnienno!
spila á balU
mára alde^
m KB BANKI
VEISLUÞJÓNUSTAN
ORTUNA
BVKO