Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ ÁVESTURLANDI 37. tbl. 8. árg. 21. september 2005 - Kr. 300 í lausasölu
Rausnargjöf Rannveigar
Rannveig Böðvarsson, rúmlega áttræð heiðurskona
á Akranesi og ekkja Sturlangs Böðvarssonar, sýndi
Knattspyrnufélagi IA mikinn hlýhug þegar hún gaf
félaginu tvær milljónir króna á Septemberfestinu sem
haldið var í Iþróttamiðstöðinni á laugardagskvöld.
Sjálf liggur Rannveig á sjúkrahúsi og kom það í hlut
sonar hennar, Haraldar Sturlaugssonar að færa
kveðju hennar með árnaðaróskum. Var haft eftir
Rannveigu að henni hefði nú ekkert litist á gengi
liðsins fýrri hluta sumars en þar sem svo rækilega
tókst að gera um betur á seinni hlutanum væri ástæða
til að styrkja félagið til góðra verka. MM
Björg Agústsdóttir bœjarsljóri t GrundarfirSi ogAlfreð Þor-
steinsson, formaður stjómar OR handsala samninginn í gœr.
Orkuveitan leggur hita-
veitu í Grundarfjörð
I gær var undirritaðm- í Sögumiðstöðinni í Grund-
arfirði samningur milli Grundarfjarðarbæjar og
Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu hitaveitu í
Grundarfjörð. Samningurinn felur í sér að Orkuveit-
an leggur hitaveitu ffá Berserkseyri í Grundaríjörð á
næsta ári. Þá kaupir OR einnig Vatnsveitu Grundar-
fjarðar.
Aætlað er að húshitunarkostnaður í Grundarfirði
lækki um 40 - 50% að meðaltali þegar hitaveitan
verður að veruleika. „Þetta bætir búsemskilyrðin
verulega og það er mikils virði að þessi mál skuh nú
vera í höndunum á fyrirtæki sem hefur þetta miklar
reynslu á þessu sviði,“ segir Björg Agústsdóttir bæjar-
stjóri Grundarfjarðar í samtali við Skessuhorn. Fjár-
festing Orkuveimnnar við byggingu hitaveimnnar
verður um 450 milljónir króna en Grundarfjarðarbær
leggur til vamsveimna, fjármagn og undirbúnings-
vinnu vegna hitaveitunnar, samtals að upphæð 107
milljónir króna. GE
Vlka símenntunar
25. - 30 september 2005
ATLANTSOLIA
Disel *Faxabraut 9.
Sextíu ný störf auglýst hjá
Norðuráli á næstunni
Starfsmenn á Grundartanga verða innan tíðar um 600 talsins
Á næsmnni mtm Norðurál
ehf. á Grundartanga auglýsa
laus til umsóknar sextíu ný
störf hjá fyrirtækinu. Stækkun
verksmiðjunnar er nú í fullum
gangi og í febrúar er ædunin
að taka fyrsm kerin í þeirri
stækkun sem nú er unnið að í
notkun. Þeim fjölgar svo þeg-
ar líður á árið. Þegar stækkun
Norðuráls verður að fullu
komin í gagnið munu um 400
manns starfa þar. Að sögn
Kristjáns Sturlusonar, fram-
kvæmdastjóra starfsmanna-
sviðs Norðuráls eru um 67%
starfsmanna nú búsettir á
Akranesi. I öðrum nágranna-
sveitarfélögum búa um 20%
starfsmanna og á höfuðborg-
arsvæðinu búa um 13% þeirra.
Karlar era um 81% starfsr
manna en hlumr kvenna hefúr
verið að aukast enda störfin
ekki síður við hæfi þeirra.
Gríðarleg uppbygging hef-
ur átt sér stað við Grandar-
tanga á liðnum áram eins og
best má sjá á myndinni hér að
ofan sem Mats Wibe Ltmd
tók fyrir nokkram dögum síð-
an. Eins og sjá má standa yfir
miklar framkvæmdir þar. Járn-
blendiverksmiðjan, sem fyrst
var reist á þessum stað, er í
fullum rekstri og þar starfa um
200 manns. Onnur er sú upp-
bygging sem minna lætur yfir
sér á Grandartanga en það er
uppbygging hafnarinnar. Á
síðasta ári komu 225 flutn-
ingaskip þangað og í ár verða
þau fleiri. Nú stendur yfir
stækkun viðlegukanta. Heild-
arlengd þeirra var urn 370
metrar en nú er verið að
lengja þá um 250 metra.
Margir telja að þegar upp
verður staðið verði höfnin
ekki minni stóriðja á svæðinu
en verksmiðjurnar tvær, enda
er uppbygging ýmissa fyrir-
tækja á hafnarsvæðinu í undir-
búningi. Sumir ganga svo
langt að spá því að innan
nokkurra ára muni mestur
hluti útflutnings landsmanna
fara um höfnina á Grandar-
tanga.
Eins og áður sagði verða
starfsmenn verksmiðjanna
tveggja á Grandartanga eftir
stækkun Norðuráls um 600
talsins. Þegar miðað er við að
um 1,5 svokölluð afleidd störf
við þjónustu, skóla og annað
fylgi hverju slíku starfi má ætla
að afleidd störf vegna starf-
seminnar á Grundartanga
verði innan skamms a.m.k.
900 talsins. Má því ætla að
bein og óbein störf við verk-
smiðjurnar verði því um 1500.
Miðað við algenga fjölskyldu-
stærð er samkvæmt þessu
hægt að áæda að hátt á sjötta
þúsund manns hafi lífsviður-
væri sitt beint eða óbeint af
starfseminni á Grandartanga á
næstu áram og era atvinnu-
tækifæri vegna hafharinnar þá
ekki talin með. Þessi fjöldi
jafngildir núverandi íbúatölu á
Akranesi en þar bjuggu þann
1. desember sl. 5.657 manns.
Ibúar á Vesturlandi öllu vora á
sama tíma 14.422.
HJ
Melónur cantaloupes
Villikryddað
hátíðarlambalæri
Tilboö 22
Goði lambasúpukjöt
blandað 1.5 kg.
Samkaup Jurvai
Hafnarfjöröur • Njarövík • ísafjöröur • Akureyri • Dalvik • Siglufjöröur • Ólafsfjöröur • Húsavík • Egilsstaöir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvík • Neskaupstaöui