Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 7
■ IH... MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 7 Póstafgreiðslunni í Reykholti líklega lokað íslandspóstur lokar að öllum lík- indum póstafgreiðslu sinni í Reyk- holti í Borgarfirði þann 1. nóvem- ber nk. þegar núverandi starfsmað- ur lætur af störfum. Sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar er áhyggjufull og vill skapa starfseminni aukin verkefhi þannig að hægt verði að koma í veg fyrir lokun. Fram- kvæmdastjóri hjá Islandspósti segir stærstan hluta þjónustunnar í Reyk- holti vera bankaþjónustu sem ekki sé á verksviði fyrirtækisins. Land- póstar sinni póstþjónustu á svæðinu fimm daga vikunnar og muni gera það áffam. Fyrir nokkru ákvað Islandspóstur Bílvelta í Norðurár dal Maður slasaðist þegar bíll sem hann ók fór út af veginum og valt við Hreimsstaði í Norðurárdal á fimmta tímanum í gær. Maðurinn var einn í bílnum. Sjúkrabíll flutti manninn á slysadeild LSH. MM 950 nemendur í grunnskól- um á Akra- nesi í vetur Nemendur í grunnskólunum á Akranesi eru 950 talsins við upphaf skólaársins. Þetta kom fram á fundi skólanefndar Akra- ness á dögunum þar sem skóla- stjórar kynntu áherslur sínar í vetrarstarfinu. Nemendur í Brekkubæjar- skóla verða 432 í 22 bekkjar- deildum og starfsmenn eru 74 talsins. Að sögn Auðar S. Hrólfsdóttur skólastjóra verða ýmsar nýjungar á dagskrá skól- ans í vetur. Má þar nefha svo- nefnt foreldrafærnisnámskeið fyrir foreldra barna í 1. bekk sem þegar hefur verið haldið. Síðar í mánuðinum verður hald- ið slíkt námskeið fyrir foreldra barna í 8. bekk. Þá heldur áfram í skólanum Comeniusarsamstarf og þróunarverkefni sem tengist samstarfi heimils og skóla í gegnum Mentor. I Grundaskóla verða 518 nemendur í 26 bekkjardeildum. Þar eru starfsmenn 71 að tölu. Fram kom í máli Guðbjarts Hannessonar skólastjóra á fund- inum að innra mat skólans muni snúa að því sem fram fer í skóla- stofunni með áherslu á líðan og metnað nemenda. Þá kom fram að skólinn væri að draga lærdóm af námsferð til Bamble í Noregi. Skólinn mun taka þátt í tveimur Comeniusarverkefnum auk ann- arra þróunarverkefha. Grunda- skóla hefur nú verið skipt upp þannig að 7. til 10. bekkur eru á unglingastigi. Tvö stór verkefni verða unnin í skólanum í vetur að sögn skólastjóra. Annars veg- ar er hönnun á umferðarvef og hins vegar verður settur upp söngleikur í skólanum í nóvem- ber. HJ að loka póstafgreiðslu sinni í Reyk- holti í Borgarfirði. Að sögn Harðar Jónssonar, framkvæmdastjóra póst- húsasviðs Islandspósts hefur starf- semi póstafgreiðslustöðva á minni stöðum verið í endurskoðun. I framhaldi af því að núverandi starfsmaður fyrirtækisins í Reyk- holti sagði upp störfum hafi verið á- kveðið að breyta þjóunustunni og loka afgreiðslunni. Að öllu óbreyttu tæki sú ákvörðun gildi þann 1. nóv- ember. Hörður segir að undanfarið hafi verið byggt upp þjónustu land- pósta sem taki við pósti og dreifi. Nú sé svo komið að slíkur landpóst- ur fari fimm daga í viku á hvem bæ á þjónustusvæði afgreiðslunnar í Reykholti. Ekki sé stefnan að hafa tvö kerfi í gangi á sama svæði. „Staðreyndin er líka sú að um 85% af starfsemi afgreiðslunnar í Reyk- holti er bankaþjónusta og það er ekki hlutverk fyrirtækisins að sinna þeirri þjónustu. Okkar vilji er að veita eins góða þjónustu og völ er á og það emm við að gera með land- póstunum,“ segir Hörður. s Oheppilegt með tilliti til fjölgunar íbúa Sveitarstjóm Borgarfjarðarsveit- ar hefur áhyggjur af fyrirhugaðri lokun. Fyrir nokkm héldu fulltrúar sveitarfélagsins til fundar með for- ráðamönnum Islandspósts. Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri segir fyrirhugaða lokun afgreiðslunnar á- hyggjuefni á sama tíma og framundan sé mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Framundan sé því væntanlega tölu- verð fjölgun íbúa og því komi á- kvörðun Islandspósts á óvart. Linda Björk segir að á fundinum hafi ýms- ar hugmyndir verið ræddar til þess að koma í veg fyrir að loka þyrfti póstafgreiðslunni meðal annars með því að starfsmaðurinn sinni öðmm verkefnum. Tíminn yrði síðan að leiða í ljós hvort eitthvað kæmi út úr þeim hugmyndum. Málin yrðu því rædd áfram á næstu vikum. Aðspurður hvort ekki væri tíma- skekkja að loka afgreiðslunni á sama tíma og fyrirhuguð væri mikil upp- bygging í Borgarfjarðarsveit sagði Hörður svo ekki vera og vísaði til þess að nú þegar hefði verið byggð upp viðamikil þjónustu landpósta eins og áður sagði. Hann sagði að af það kæmu ffam hugmyndir sem styrkt gætu starf póstafgreiðslunnar í Reykholti yrðu þær að sjálfsögðu skoðaðar gaumgæfilega. Fyrirtækið myndi taka sér þann tíma sem það þyrfti til slíkrar skoðunar. HJ Vinnustaðurinn Norðurál Norðurál á Grundartanga er einn af stærstu vinnustöðum á Vesturlandi. Atvinnutekjur starfsfólksins eru jafnar og stöðugar og hefur fyrirtækið skipað sér öflugan sess í samfélaginu, ásamt því að leggja veralega af mörkum til að treysta búsetu og atvinnu. Hjá Norðuráli bjóðast sérhæfð störf sem krefjast mikillar þjálfunar. Ýmist era kröfur gerðar um iðn- og tæknimenntun eða að starfsmenn hljóta sérhæfða þjálfun. Norðurál leggur ríka áherslu á öryggismál og er ströngum öryggisreglum fylgt á öllum sviðum starfseminnar. Um 67% starfsmanna Norðuráls era búsett á Akranesi, 10% í Borgamesi, 10% í öðram nágrannasveitarfélögum og 13% á höfuðborgarsvæðinu. Karlar era enn sem komið er í meirihluta, eða 81%, en stefnt er að auknum hlut kvenna. Um þessar mundir er unnið að stækkun Norðuráls sem felur í sér meira en tvöföldun á framleiðslugetu álversins. Þannig skapast fjölmörg ný störf sem við munum auglýsa til umsóknar á næstunni. Norðurál veitir framtíðarstörf og skapar stöðugleika IMORÐURÁL CenturyALUMiNUM Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.