Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 9
g^jjissnwifMaw
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
9
Vilja kvöld- og helgarþjónustu
við aldraða
Starfshópur um sameiginlega
stýringu félagslegrar heimaþjón-
ustu og heimahjúkrun á Akranesi
hefir skilað áliti sínu. Hópurinn var
skipaður í framhaldi af samþykki í
bæjarráði Akraness þann 17. júlí
2003. Hópnum var ætlað að gera
tillögur um með hvaða hætti bæta
megi þjónustu við eldri íbúar bæj-
arins með það að markmiði að gera
þjónustuna sem skilvirkasta. Hóp-
urinn var skipaður tveimur fúlltrú-
um skipuðum af bæjarráði, einum
ffá félagsmálaráði, einum fulltrúa
ffá Félagi eldri borgara og einum
fúlltrúa ffá þjónustuhópi aldraðra. í
upphafi var hópnum ætlað að skila
tillögum sínum í desember 2003 en
af því varð ekki. Formaður hópsins
var Sveinn Kristinsson bæjarfull-
trúi.
I skýrslu hópsins kemur ffam að
Akraneskaupstaður veitir heimilis-
þjónustu til ellilífeyrisþega 67 ára
og eldri og til öryrkja. Dagleg um-
sjón er á hendi öldrunarfulltrúa
sem er í 100% stöðu ffá 1. apríl.
Starfsmenn eru 24 í um það bil 11
stöðugildum. Þann 1. apríl fékk 81
heimili aldraðra heimilisaðstoð og
19 heimili öryrkja. Viðvera starfs-
manns gemr verið ffá 2 klukku-
stundum aðra hvora viku og upp í
daglega þjónustu. Aðstoð frá
heimahjúkrun er veitt inn á 25
þessara heimila. Dagvistun
sækja 17 einstaklingar af
þeim sem fá heimaþjón-
ustu. A árinu 2004 var
veitt þjónusta inn á 122
heimili. Heimili aldraðra
voru 99 og heimili öryrkja
23. Að auki er ýmis önnur
þjónusta í boði t.d. heim-
sendur matur, félagsstarf
auk þeirrar þjónustu sem
veitt er á Dvalarheimilinu
Höfða.
I tillögum hópsins er lagt til að
komið verði á fót sameiginlegri
stýringu heimaþjónustu á Akranesi
án þess að gerðar verði veigamiklar
breytingar á því skipulagi sem er til
staðar. Þjónustan verði áfram rekin
annars vegar af bæjarfélaginu og
hins vegar af Heilsugæslunni.
Samningur verði gerður á milli
þessara aðila um sameiginlega stýr-
ingu og skipulag á heimaþjónust-
unni. Þá er lagt til að þjónustumat
verði unnið af tveimur aðilum, ann-
ars vegar deildarstjóri heimahjúkr-
unar á SHA og hins vegar öldrun-
arfulltrúi Akraneskaupstaðar.
Einnig verði komið á sameiginlegu
umsóknarferli. Fleiri tillögur gerir
hópurinn einnig sem auka eiga
hagræði og gera þjónustu við aldr-
aða markvissari.
I skýrslu hópsins kemur ffam að
tillögurnar muni tímabundið hafa í
för með sér aukinn kostnað en auk-
ið hagræði og markvissari þjónusta
muni að einhverju leyti vega upp á
móti viðbótarkostnaði. Þá er bent á
að með hækkandi aldri þjóðarinnar
muni þörf fyrir þjónustu sem þessa
aukast.
I lok skýrslunnar segir meðal
annars: „Athygli er einnig vakin á
því að kvöld- og helgarþjónusta
hefúr ekki verið í boði á Akranesi
ffam að þessu en full þörf er á slíkri
þjónustu og spurning hvort ekki sé
rétt að skipuleggja hana samfara
þeim skipulagsbreytingum sem
kynntar eru hér að framan. Ekki er
hægt að fara út í skipulagsbreyting-
ar nema kostnaður við þær liggi
fýrir og fjármagn sé fyrir hendi. Því
er lagt til að bæjaryfirvöld leiti sam-
vinnu við stjórn SHA um þátttöku í
verkefninu.“ HJ
Hvaðan kom
andvarinn?
Minningarhátíð í Reykholti
- Aldarafinæli Þorgeirs Sveinbjarn-
arsonar frá Efstabæ í Skorradal
Þess var minnst þann 14. ágúst
í sumar í Reykholtskirkju að
þann d'ag árið 1905, fæddist Þor-
geir Sveinbjarnarson, ljóðskáld.
Sonarsonur hans, Bergur Þor-
geirsson, forstöðumaður Snorra-
stofu, flutti ítarlega setningar-
ræðu og gerði glögga grein fyrir
æviferli afa síns, bæði almennum
störfum hans í hinu daglega lífi
og rakti að nokkru skáldskapar-
ferilinn einnig.
Jóhann Hjálmarsson ljóðskáld
og bókmenntagagnrýnandi fjall-
aði um ljóð Þorgeirs og bar er-
indi hans heitið: „Hvaðan kom
andvarinn?" Þá voru flutt ljóð
Þorgeirs af Kristjáni Val Ingólfs-
syni og tónlist við þau, m.a.
frumflutt nýtt verk Jóns
Hlöðvers Askelssonar við Ijóð
Þorgeirs, þ.e. á söngvasveignum
„Vísur um draum“ fyrir barintón
og píanó sem þeir fluttu Michael
Jón Clarke, barintón og Richard
Simm, píanó. Þá söng Margrét
Bóasdóttir, sópran og Blásarak-
vintett Reykjavíkur lék.
Þá kom fram „Trio i ein fjord,“
frá Harðangursfirði í Noregi en
tríó þetta er þekkt fýrir að flétta
saman þjóðlagatónlist og sígildri
tónlist.
Reykholtskirkja var þéttsetin
og var stundin afar vel heppnuð.
Bergur Þorgeirsson gat þess m.a.
að nú er verið að ganga frá heild-
arútgáfu á verkum Þorgeirs og
mun sú bók koma út á vegum
Hörpuútgáfunnar á Akranesi nú
á haustmánuðum. Verkið mun
bera nafnið: „Vísur fjalldrapans"
og mun geyma bækurnar þrjár
sem Þorgeir gaf út en þær eru nú
allar uppseldar. Þess má geta að
hægt er að eignast verkið og
heiðra minningu Þorgeirs Svein-
bjarnarsonar með því að vera
með í Tabula gratualtoria, með
því að hafa samband á netfangið;
bergur@snorrastofa.is“.
Atvinna í boði:
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. óskar
eftir aðráða starfsmann til þess að
sinna áfyllingum í verslunum í
Borgarnesi. Leitaðer aðskilvirkum og
ábyrgðarsömum einstaklingi.
Viðkomandi þarf aðgeta hafiðstörf
fljótlega. Áhugasamir sendi umsóknir
til Ölgerðarinnar merkt "Áfylling í
Borgarnesi" eða á netfangið
mikki@egils.is fyrir 26. september n.k.
Laust starf á
Skattstofu Vesturlandsumdæmis
við skatteftirlit.
Starfið: Laust er til umsóknar starfvið skatteftirlit á Skattstofu Vesturlandsumdæmis, Stillholti 16-18, Akranesi.
Um er að rœða starfá stofnuninni svo og við skatteftirlitsferðir.
Hœfisskilyrði: Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í viðskiptafræði eða hafa þekkingu og menntun á sviði bókhalds
og reynslu af skrifstofustörfum. Þá þurfa umsækjendur að verafærir um að tjá sig skýrt og skipulega í rituðu
máli, hafa jákvœtt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að
öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur er til 1. október 2005. Umsóknum ásamt upplýsingumn um menntun, fyrri störf meðmœlendur
og annað sem umsœkjandi vill takafram skal skilað til skattstjóra.
Upphaf starfs: Miðað er við að nýr starfsmaður hefji störfsem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
5 Nánari upplýsingar um starfið veita Stefán Skjaldarson, skattstjóri Vesturlandsumdœmis og Tryggvi Bjarnason
• deildarstjóri skatteftirlits, í stma 430-2900.
| Skattstjórinn íVesturlandsumdœmi
5 Stillholti 16-18
300 Akranes
Þorgeir og Helgi hf. / Smellinn á Akranesi óskar eftir
fótki tit framtíðarstarfa.
Smiður og verkamaður á trésmiðaverkstæði
Markmfð starfsfns:
Vinna við móta- og gluggasmíði vegna framfeiðslu forsteyptra eininga
Menntun, reynsta og hæfni sem starfið kallttr á.*
» Reynsla af byggingarvinnu
* Reynsla af lestri teikninga
* Áhugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum
* Góðir samskiptahaefiteikar gagnvart samstarfsfólki og birgjum,
Vinnutími:
Vinnutími er frá 7:30 á morgnana til 17:00 á daginn mánudag til föstudags.
Á vinnustað er mötuneyti þar sem starfsmenn hafa aðgang að heitum mat t
hádeginu. Starfsmenn geta fengið far til og frá vinnu sé þess óskað. Um
framtidarstarf er að ræða. Góð laun 1 boði.
Umsðknum skal skila á skríjstofu
fyrirtækisins að Höfðaseli 2.
Uppt. veitir Steingrímur M. 3ðnsson
framLstj, fslma 433-6003
FORSTEYPT EININGAHUS
frá Þorgeiri & Helga
fyrirt&kið Pargekog Hégi hf . ver stofnað óiið 1961. Árið 20C
Borgarfjarðarsveit
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Borgarfjaröarsveit
Borgarfjarbarsýslu.
Samkvæmt ákvæbum 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr.75/1997 er hér með
auglýst breyting á deiliskipulagi á lóðum vib Asveg Hvanneyri.
Breytingin er folgin í ab í stab einnar lóbar og opins svæbis norbvestan Ásvegar
er gerb tillaga um tvær íbúbarhúsalóbir.
Tillagan ásamt byggingar oc| skipulagsskilmálum liggurframmi á skrifstofu
sveitarféiacjsins Reykholti fra 21 .september til 19. október 2005 á venjulegum
skrifstofutima.
Athugasemdum skal skila fyrir 02. nóvember 2005 og skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi