Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2005, Page 10

Skessuhorn - 21.09.2005, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 giEssuMQBKj Gengur Umhverfisstofimn of langt í öryggi leiksvæða? Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að óska eftir því við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að kannað verði hvort ekki sé gengið of langt í reglum sem settar hafa verið til þess að tryggja öryggi leik- vallatækja og leiksvæða ásamt eftir- liti með þeim. Þessi ósk kemur í kjölfar bréfs sem Umhverfisstofaun ritaði sveitarfélögiun um málið. I bréfinu kemur ffam að í lok ársins 2002 hafi tekið gildi reglugerð um öryggi leiksvæða og leikvallatækja og eftirlit með þeim. Af bréfinu má ráða að umfangs- mikið eftirlit hefar verið sett á fót til þess að tryggja umrætt öryggi og má í því efai nefaa að tæki og und- irlag þeirra skuli uppfylla kröfar sem ffam koma í ákveðnum stöðl- um sem nefadir eru í bréfinu. Heil- brigðisnefndir sveitarfélaga veita starfsleyfi fyrir leiksvæði og skal í leyfinu gera kröfa um svokallað innra eftirlit. Því er líst svo: I fyrsta lagi skal ffamkvæma reglubundna yfirlitsskoðun daglega eða vikulega eftir notkun og álagi. I öðru lagi skal framkvæma rekstrarskoðun á þriggja mánaða ffesti, „sem felst í verklegri yfirferð, viðgerð og við- haldi,“ segir í bréfinu. I þriðja lagi skal ffamkvæma aðalskoðun sem er ástandsskoðun sem ætlað er að gera heildarúttekt á öryggi leikvallatækja og yfirborðsefna. Þá segir í bréfi Umhverfisstofaunar: „Frá og með 1. janúar 2006 mega þeir einir ffamkvæma aðalskoðun sem hlotið hafa faggildingu til þess. Neytenda- stofa hefar yfirumsjón með faggild- ingarmálum á Islandi." Þá er veittur ffestur til ársloka 2006 til þess að endurgera leik- svæði sem eru í rekstri en heil- brigðisnefad getur þó látið fjar- lægja hættuleg leiktæki ef nauðsyn ber tdl. Heimilt er þó að veita ffest til ársloka 2010 „ef ríkar ástæður eru tdl,“ segir orðrétt í bréfinu. Ekki kemur ffam í því hverjar þessar ríku ástæður gætu verið. Skotveiðihlunnindi til skoounar hjá BV Búnaðarsamtök Vesturlands hafa hrundið af stað verkefai sem miðar að því að bæta nýtingu skotveiði- hlunninda. Sigríður Jóhannesdóttir, búff æðikandídat hefur verið ráðin til að stjóma verkefainu og verður við það í hálfa starfi til áramóta. „Nefad á vegum Búnaðarsamtakanna er að skoða þessi mál,“ segir Sigríður. „Ég mun vinna verkefhið í samstarfi við nefadina, landeigendur, ráðunauta og búnaðarfélög. Markmiðið er að kanna aukið gildi skotveiðihlunn- inda og stuðla að sjálfbærum veið- um. Við munum kanna ffamboð og eftirspum og finna í samstarfi við landeigendur farsælan farveg fyrir markvissari nýtingu á þessum hlunnindum. Við stefaum að því að prufakeyra ákveðnar hugmyndir strax í haust á afmörkuðu svæði.“ Sigríður segir að nú þegar hafi kom- ið ffam mikill áhugi á verkefhinu ffá landeigendum. GE Séra Sjöfii sett í embætti sóknar- prests í Reykhólaprestakalli Reykhólaprestakall hefur nú feng- ið nýjan sóknarprest. Séra Sjöfa Þór var sett inn í embætti sóknarprests í Reykhólaprestakalli í Reykhóla- kirkju kl. 14 sl. sunnudag. Séra Agn- es Sigurðardóttir prófastur Vest- fjarðaprestkalls ffamkvæmdi athöfa- ina. Fyrsta embættisverk Séra Sjafa- ar ffamkvæmdi hún við sama tilefai en það var að skíra líðið stúlkubarn. Sjöfa Þór útskrifaðist sem guð- ffæðingur ffá Háskóla Islands árið 2003. Hún hefar starfað að æsku- lýðsmálum Þjóðkirkjunnar um ára- bil og verið þjónustufalltrúi Kjalar- nesprófastsdæmis ffá árinu 2003. Hún er formaður Æskulýðssam- bands kirkjunnar í Reykjavíkurpró- fastsdæmum og á einnig sæti í stjórn Ecumenical Youth Council of E- urope, samkirkjulegum samtökum ungs fólks í Evrópu. Sjöfn tekur við embættinu af séra Braga Benedikts- syni. MM Spilað á Strildnu og víðar í Kaupmannahöfn Þjóðlagasveit TónHstarskólans á Akranesi hélt þann 1. september sl. í tónleikaferð til Kaupmannahafa- ar. Sveitin hélt tvenna tónleika og einnig spilaði hún fyrir gesti og gangandi á „Gammel Torv“ við góðar undirtektir. Fyrstu tónleik- arnir voru haldnir að kvöldi 1. sept- ember í Jónshúsi. Efai þeirra var „I takt við lífið,“ sem eru lög og ljóð er hafa verið gefin út á diski og eru leikin, sungin og töluð með sér- stakri tækni sem stjómandi sveitar- innar, Skúli Ragnar Skúlason hefar kennt. Flutningi sveitarinnar var mjög vel tekið. Daginn eftir var farið í siglingu frá Nyhavn. Með í för var leiðsögu- maður sem sagði ffá merkum hús- um og skipum. Síðdegis var haldið út á Amager þar sem er Fredriks Bastían, hús sem reist var árið 1740 sem vopnageymsla hersins. Fyrir tilstuðlan ffú Vigdísar Finnboga- dóttur forseta var húsið gert upp og þjónar nú sem aðsetur norrænu ráðherranefadarinnar. A efri hæð þess hélt sveitin sína aðra tónleika. Hljómburðurinn var ffábær í þessu gamla húsi og hefar spil, söngur og tal aldrei notið sín betur að mati þeirra sem fylgst hafa með ferli sveitarinnar og hlaut hún mikil lof fyrir. I blíðskaparveðri á laugardegi 3. Hér spilar hljómsveitin á „Gammel Torv“ torginu t Kaupmannaböfn. Sveitin átti stuttan stans í Krisljantu. september var haldið út á Gammel Torv og spilað í dágóða stund fyrir gesti á torginu við mjög góðar undirtektir eins og á tónleik- unum sjálfam. Frítími hljóm- sveitarinnar var notaður til að fara í bíó og Tívolí og einnig var gengið um Strikið. Ferðin heppnaðist mjög vel og eru listamennirnir mjög þakklátir fyrir þær frábæru móttökur sem þeir fengu í Jónshúsi og Fredriks Bastion. Einnig eru þeir þakklátir öllum þeim sem að- stoðuðu við undirbúining Dan- merkurferðarinnar að ekki sé minnst á alla þá sem stutt hafa við starf sveitarinnar í gegnum tíðina. HJ Sœmundur brúarsmiður er til vinstri á myndinni. Öndverðameshólar í baksýn. Brú á Móðulæk Merktum gönguleiðum í Þjóð- garðinum Snæfellsjökli Ijölgar ár ffá ári. A liðnu sumri var Hólastíg- urinn merktur. En Hólastígurinn er gamla gatan eða þjóðleiðin milli Saxhóls í Beruvík og Gufaskála. Hún liggur vestan við Stóra-Saxhól um Brattahratm, yfir Móðulæk og um Prestahraun. Þessu verkefni Þjóðgarðsins fylgdi svo það að setja enn eina brúna á Móðulækinn. Efai til brúarinnar var fengið ffá Límtré - Vírneti í Borgarnesi. Sæmundur Kristjánsson í Rifi sem var land- vörður í þjógarðinum í sumar setti brúna saman, lét smíða undirstöður og handrið og kom brúnni fyrir. Þetta er fjórða brúin á Móðu- læknum. Ein er í Eysteinsdal og auðveldar göngu á Hreggnasa o.fl., önnur er við Rauðhól og sú þriðja á þjóðveginum. Ekki veitir af að brúa fljót þó að margir séu þeir dagar sem ekkert vatn sést í farvegi þess. Því magnað jökulfljót getur það orðið þá tíma og daga sem það sýn- ir sig. Gamla gatan í Hólastígnum er sumstaðar nokkuð gróin og því ekki greinileg. Merkingin kemur því að góðum notum til að fá á hana umferð og lífga við þessa fomu leið milli byggða. Þetta er létt og skemmtileg gönguleið. Henni er auðvelt að skipta í tvo á- fanga við þjóðveginn á Móðtmum. Víða era skemmtilegar jarðmynd- anir og stmnan við Stóra-Saxhól má finna nokkrar birkihríslur sem era að skjóta þar upp kollinum og í vesturhlíð hólsins eru myndarlegir nornahringir. Anna Kristjánsdóttir; formaður Slysavamardeildarinnar afhendir gjöftna. Slysavamardeild kvenna á Akranesi afhendir veglega peningagjöf Þegar vígt var nýtt hús og björg- unarbátur Björgunarfélags Akra- ness fyrir skömmu, notuðu slysa- varnarkonur í Slysavarnardeild kvenna á Akranesi tækifærið og af- hentu Björgunarfélaginu peninga- gjöf að upphæð 500 þúsund krónur. Þau tilmæli fylgdu gjöfinni að henni yrði skipt að jöfau milli báta- sjóðs og köfanarhóps félagsins. Anna Kristjánsdóttir formaður Slysavarnardeildarinnar segir fé- lagið halda uppi öflugu félagsstarfi. I því era í dag um 200 félagar. Þeir eru misvirkir eins og gengur en fastur kjarni mjög virkra félags- kvenna telur um 30 manns. Anna segir félagið starfa að ýmsum for- varnarmálum. Meðal annars hefar félagið gefið endurskinsmerki til skólabarna um margra ára skeið. Þá er fjáröflun félagsins í föstum skorðum og má þar nefaa kaffisölu á sjómannadaginn. Allt fé sem fé- lagið safaar er síðan nýtt til björg- unarstarfa og er félagið því öflugur bakhjarl þess mikla björgimarstarfs sem unnið er á Akranesi. Það mikla starf sem félagið hefar unnið kom best í ljós þegar hinn nýi og glæsilegi björgunarbátur Björgunarfélagins var vígður á dögunum. Þá var honum gefið nafaið Margrét Guðbrandsdóttir eftir hinni kunnu slysavarnarkonu sem lést á sl. ári. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.