Skessuhorn - 21.09.2005, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
aiiúsunut.
F.v. Magnús A. Sigurðsson minjavöröur, formaður sóknamefndar Ingjaldhólskirkjusókn-
ar Sigrún Baldursdóttir og sóknarpresturinn á Hetíissandi séra Ragnheiður Karítas Pét-
ursdóttir. I hakgrunninum eru legsteinamir en þeim hefur verið komið fyrir í safnaðar-
heimili kirkjunnar. Legsteinn Magnúsar lögmanns til vinstri.
Ingjaldshóll á menn-
ingarminjadegi Evrópu
Fornleifavernd ríkisins bauð
leiðsögn um fjóra kirkjustaði á
landinu í tilefni af Menning-
arminjadegi Evrópu 10. september
sl. A Vesturlandi var Ingjaldshóls-
kirkja við Hellissand í sviðsljósinu.
Magnús A. Sigurðsson minjavörð-
ur Vesturlands og Vestfjarða kynnti
staðinn, kirkjugarð og kirkju. Ingj-
aldshóll á sér langa og merka sögu.
Sem kirkjustaður er hann líklega
einn sá elsti á landinu. I Sturlungu
er getið tun Halldór Oddsson prest
þar um 1200. Núverandi kirkja var
byggð árið 1903 og er elsta stein-
steypta kirkja heims. Mikið er af
minningarmörkum í kirkjunni og
kirkjugarðinum en merkust eru tal-
in tveir legsteinar. Annar þeirra er
legsteinn Magnúsar Jónssonar
(1642-1694) lögmanns en hinn er
legsteinn Guðmundar Sigurðsson-
ar sýslumanns (1700-1753) en hann
var móðurbróðir og tengdafaðir
Eggerts Olafssonar. Eggert var
einmitt á leið til Ingjaldshóls þegar
hann drukknaði og er minnismerki
um hann sunnan við kirkjuna. Að
lokinni skoðun minja undir leið-
sögn minjavarðar bauð sóknar-
nefndin upp á veitingar.
• /i'ef'Jf/tf/ ff/pfff) f/fff'
Marengs með sérrý rúsínum
(Uppskrift fyrir 6)
Þennan desert er haegt að bera
fram sem eftírrétt eða jafrivel setja
hann í stærra form og kæta vin-
konurnar í saumaklúbbnum.
Marengskökur:
• 3 eggjahvítur
• 150 gr sykur
• 2 msk gæðakakó
Rústnutjómi:
• 3 - 4 dl rúsínur
• 1-2 dl sérrí eða líkjör að eigin
vali
• 2 msk fínsaxaðar móndlur (má
sleppa)
• 5 dl rjómi
• 100 gr suðusúkkulaði
Marengskökur: Þeytið eggja-
hvítumar þar til þær em hálfstífar,
bætið sykrinum saman við smátt
og smátt og þeytið kröftuglega
þar tíl hvítumar era mjög stífar.
Blandið kakóinu varlega út í.
Setjið í rjómasprautu og sprautíð
litlar doppur á plötu klædda með
bökunarpappír. Bakið í 100-
125°C heitum ofrii í einn klukku-
tíma.
Rúsínurjómi: Látið rúsínumar
liggja í sérrýi í a.m.k. klukkutíma
(á meðan kökurnar bakast). Þeyt-
ið rjómann og blandið rúsínun-
um, möndlunum og marengskök-
unum (geymið nokkrar til að
skreyta með) saman við. Setjið í
desertskálar eða stærra mót.
Bræðið súkkulaðið í vamsbaði og
hellið yfir réttinn. Látið standa í
ísskáp í klukkutíma áður en hann
er borinn fram. Skreytið með
HÚSRAÐ
Gott er að geyma lítinn,
þurran svamp í
grænmetisskúffúnni, hann
drekkur í sig raka og kemur í
vegfyrir mygluskemmdir
SM PÍANÓSTILLINGAR
AKRANESI
Stefán Magnússon, með Diploma
frá American School
of Piano Tuning
sími: 4312477 netfang: kkogsm@hn.is
Stjómsýslukæra enn til
umfjölhinar
Stjórnsýslukæra sú sem Guðrún
Jóna Gunnarsdóttír sendi félags-
málaráðuneytinu, vegna þeirrar á-
kvörðunar sveitarstjórar Dala-
byggðar að veita henni lausn úr
sveitarstjóm Dalabyggðar, er enn-
þá tíl umfjöllunar í félagsmálaráðu-
neytinu. Nú era liðnir fjórir og
hálfur mánuður frá því að stjórn-
sýslukæran var lögð fram og fékk
hún flýtimeðferð í ráðuneytínu.
Forsaga málsins er sú að á
hreppsnefridafundi þann 19. apríl
lagði oddviti Dalabyggðar fram til-
lögu um að Guðrúnu Jónu yrði
veitt lausn ffá sem í hreppsnefnd,
þar sem hún hefði flutt úr sveitarfé-
laginu um smndarsakir til að
stunda nám og störf í Reykjavík,
„þar tíl hún tekur aftur búsem í
sveitarfélaginu," eins og sagði í tíl-
lögunni. Tillagan var samþykkt
með fimm atkvæðum gegn tveimur
í hreppsnefnd þrátt fyrir áköf mót-
mæli Guðrúnar Jónu. í byrjun maí
lagði Guðrún Jóna fram stjórn-
sýslukæru til félagsmálaráðuneytis-
ins. Samkvæmt heimildum Skessu-
horns fékk málið svokallaða flýtí-
meðferð í ráðuneytínu en úrskurð-
ur hggur ekki ennþá fyrir.
Guðrún Þorsteinsdóttir lögfræð-
ingur í félagsmálaráðuneytinu sem
samkvæmt heimildum blaðsins hef-
ur með málið að gera harðneitaði
að veita upplýsingar um einstaka
þættí þess. Hún neitaði einnig að
veita upplýsingar um framgang
málsins, hvar það væri statt í kerf-
inu og hvenær mætti vænta úr-
skurðar í því. Hún vildi ekki svara
þeirri spurningu hvort tregða
hennar við upplýsingagjöf stæðist
ákvæði Upplýsingalaga.
Ekki náðist í Guðjón Bragason
skrifstofustjóra í félagsmálaráðu-
neytisins.
HJ
Harmonikkusveit Vesturlands.
Sveitarómantík í
sumarlok
Laugardaginn 10. september sl.
blómstraði sveitarómantíkin á
Akranesi sem aldrei fyrr þegar síð-
asti dagskrárliður Viðbttrðarveislu
2005 á Safriasvæðinu, „Sveitaróm-
antík,“ fór fram. Margt var um
manninn og hafði fólk gaman af
þeim atriðum sem í boði vom.
Kjötsúpukeppnin var æsispennandi
og kepptu 5 lið um títílinn „Kjöt-
súpumeistarinn 2005“. Gestir og
gangandi komu og smökkuðu á
súpunum og gáfu sitt atkvæði sem
féllu þannig að Guðný Friðþjófs-
dóttír sigraði og fékk að verðlaun-
um fagran grip sem Dýrfinna
Torfadóttir, gullsmiður og lista-
kona í Gallerí Fróðá hafði gert.
Glögga lesendur rekur eflaust
minni til þess að Guðný sigraði
einnig fiskisúpukeppnina á Sjávar-
deginum í júní og er því vel að
sigrinum komin. Margt annað var
til skemmtunar og má þar nefria
vattarsaum, ullarvinnslu, spjald-
vefnað, smiðjuvinnu, tónlist o.fl.
Um kvöldið var síðan slegið upp
sveitaballi á Safnasvæðinu þar sem
hin frábæra Harmonikkusveit Vest-
urlands lék fyrir dansi og tókst sá
dansleikur með ágætum.
MM
Kamar á íjall
Á síðasta fundi afréttarnefridar
Álftaneshrepps var rætt um fjallskil
eins og gefur að skilja. Þá kom fram
að keyptar hefa verið talstöðvar
fyrir fjallmenn á Mýmm og hey
fyrir hross. I lok fundargerðarinnar
er síðan bókað: „Leigja á útikamar,
var það gert í fyrra, sem var mikið
notaður.“
Áhugamönnum um fjallskil hefur
væntanlega létt nokkuð við þessi
tíðindi því það getur varla talist
heppilegt að leitarmenn gangi í
hægðum sínum. Það kom hinsveg-
ar ekki fram í fundargerð afréttar-
nefndarinnar hvort kostnaði við
kamarleiguna yrði mætt með
sérstækum aðgerðum eða hvort
lögð yrðu sérstök fjallskil á það sem
fjallmenn skilja eftír sig á fjalli.
GE
eru bestir?
Þær fréttir bárust í vikunni
frá Kína að fornleifafræðngar
þar í landi hefðu grafið 1.000
m niður í jörðina og fúndið
koparvíra. Kínversk stjórn-
völd segja að þetta sýni svo
ekki verði um villst að Kín-
verjar hafi verið búnir að
finna upp símann fyrir 1.000
árum.
Daginn eftir bárust þær
fréttir frá Þýskalandi að forn-
leifafræðingar þar hefðu graf-
ið 1.000 m niður í jörðina og
fundið leifar af ljósleiðara.
Stjórnvöld þar í landi segja, og
Evrópusambandið líka, að
þetta sýni án vafa að þjóðir
meginlandsins hafi fundið
upp stafrænar símstöðvar fyrir
1000 árum.
Og í gær bárust svo þær
fréttir firá Islandi að íslenskir
fornleifafræðingar hefðu graf-
ið 1.000 m ofan í jörðina og
fundið ekkert. Islensk stjóm-
völd fagna þessu mjög og
segja hafið yfir allan vafa að
það hafi verið íslenskir land-
námsmenn sem fundu upp
þráðlausa netið!
Kvenmanns-
notnin
Vitið þið af hverju stærstu
fellibylirnir heita kven-
mannsnöfrium?
Svarið barst okkur: „Því
þegar þær koma em þær heit-
ar og blautar en þegar þær
fara taka þær bílinn og húsið.“
HBGA
SKÚR/NGAfATA
fykir kelunguna
Á HEIMILINU'!
VERt> AÐEINS
259 KP
fyrir kell-
inguna
Tilboð í stórmörkuðunum
em síbreytileg og oft hægt að
gera góð kaup sé fylgst með
því sem í boði er hverju sinni.
Þessi auglýsing vakti athygli
Ijósmyndara í Borgarnesi fyrir
skömmu þar sem orðalag
hennar bendir eindregið til að
karlmaður hafi samið hana.
Segir allt sem segja þarf, eða
hvað..?
Ljósm: HSS