Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2005, Síða 16

Skessuhorn - 21.09.2005, Síða 16
16 MIÐVTKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 i>BC9sum/>^ Sameining sveitmfélaga Sameining sveitarfélaga -að frumkvceði sveitar- stjómarmanna, í samráði við sveitarstjómarmenn og í þágu íbúa- Sem kunnugt er munu íbúar fjöl- margra sveitarfélaga ganga að kjör- borðinu þann 8. október næstkom- andi og kjósa um sameiningu sveit- arfélaga. Atkvæðagreiðslur um sam- einingu sveitarfélaga hafa verið al- gengar hér á landi síðastliðin ár og hafa íbúar sumra sveitarfélaga all- nokkra reynslu af sameiningarferl- um og hafa kosið oft. Flestir íbúar þekkja þó minna til sameiningar- kosninga og því eðlilegt að skýra í fáum orðum hvemig það kom til að íbúamir fá nú tækifæri tdl að kjósa og hvemig sú atkvæðagreiðsla fer fram. Hvaðan koma þessar tillögur? Þær sameiningartillögur sem nú verður kosið um em þannig til komnar að landsþing og fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga hafði ályktað um nauðsyn þess að sameina sveitarfélög í heildstæð at- vinnu- og þjónustusvæði. Þegar nýr félagsmálaráðherra kom til starfa árið 2003 óskaði stjóm sambandsins efrir samstarfi við félagsmálaráðu- neytið um sérstakt átak til að sam- eina sveitarfélög. Ráðherrann varð við þessari ósk og skipaði sérstaka verkefnisstjóm og sameiningarnefnd til að vinna að verkefninu. Undirrit- aður var síðar ráðinn til að starfa með nefndunum. I verkefiiisstjóminni sitja formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga og tveir þingmenn og er annar þeirra formaður. I sameiningamefnd sitja þrír þingmenn, þrír sveitar- stjórnarmenn og einn fulltrúi félags- málaráðuneytisins, sem er formaður nefndarinnar. Bæði verkefnisstjómin og sameiningamefhdin hafa átt um- fangsmikið samráð við sveitarstjóm- armenn síðustu tvö ár um verkefiiið og allar sameiningartillögumar unn- ar í samráði við sveitarstjómarmenn á viðkomandi landsvæði. Tillögurn- ar, sem vora kynntar í mars síðast- liðnum, em ennfremur byggðar á stefnu sambands íslenskra sveitarfé- laga að sveitarfélög myndi heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Verkefn- ið er m.ö.o. unnið af sveitarstjórnar- mönnum og þingmönnum í samráði við sveitarstjómarmenn og að ffum- kvæði sveitarstjórnarmanna. Hvemig fara kosningamar fram? Sameiningarnefnd kynnti tillög- ur sínar í mars síðastliðnum. Þær tillögur em bindandi og skulu íbúar fá tækifæri til að greiða atkvæði um þær. Eftir að sameiningartillaga er fram komin skal hver sveitarstjórn sem tillaga varðar skipa tvo fulltrúa í sérstaka samstarfsnefhd. Sú skylda hvílir á þeirri nefhd, skv. lögum, að undirbúa sameiningarkosninguna og kynna tillöguna fyrir íbúum svo þeir geti tekið upplýsta afstöðu. Um sameiningarkosningar er fjallað í sveitarstjórnarlögum, og fara þær þannig ffam að kosið er í hverju sveitarfélagi sem viðkom- andi tillaga varðar og verður ekkert sveitarfélag sameinað öðm nema meirihluti kjósenda í viðkomandi sveitarfélagi lýsi sig samþykka sam- einingartillögunni. Það era m.ö.o. íbúarnir sem hafa lokaorðið og mikilvægt að þeir kynni sér málið vel og taki upplýsta ákvörðun. Telji íbúar skorta á upplýsingagjöf er eðlilegt að þeir óski effir þeim hjá sveitarstjórnarmönnum í viðkom- andi sveitarfélagi. Ef tillaga sameiningarnefndar hlýtur ekki samþykki íbúa í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum, en meirihluti þeirra sem afstöðu taka á öllu svæðinu lýsir sig fýlgjandi, skal greiða atkvæði að nýju innan sex vikna í sveitarfélögum sem tillaga var felld. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í a.m.k. tveimur sveitarfélögum. Þetta ákvæði er nýtt, en markmið þess er að gefa íbúum annað tæki- færi til að kjósa, þegar þeir hafa séð vilja nágrannanna til sameiningar. Akveðnar vísbendingar era um að í- búar hafi fellt sameiningartillögur vegna óvissu um afstöðu nágrann- anna. Þegar sameiningarvilji þeirra liggur fyrir, hafi þeir síðan skipt um skoðun og viljað samþykkja samein- ingartillöguna. Að loknum atkvæðagreiðslum telst sameining samþykkt ef sam- einingartillagan hlýtur samþykki meirihluta íbúa sem afstöðu taka í öllum sveitarfélögum. Felli íbúar sameiningartillöguna, verður þeirra sveitarfélag ekki sam- einað öðrum. Sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem samþykktu sameiningu er heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykktu, að því gefnu að um a.m.k. 2/3 sveitarfélaganna sé að ræða og í þeim búi a.m.k. 2/3 íbú- anna á því svæði sem sameiningar- tillagan nær til. Eins og ég hef rakið í þessari grein er það sameiningarferli sem nú stendur langt frá því að vera miðstýrt úr félagsmálaráðuneytinu. I raun er það eins lýðræðislegt og nokkur kosmr er. Verkefnið er unn- ið að framkvæði sveitarstjórnar- manna og í miklu samráði við sveit- arstjómarmenn í þeim sveitarfélög- um sem tillögumar ná yfir. Að lok- um era það íbúarnir sem ákveða hvort þeirra sveitarfélag verður sameinað öðram. Hvergi annars staðar í heiminum era breytingar á stjórnsýslumörk- um, s.s. sameining sveitarfélaga, unnar í eins nánu samráði við íbúa. Sem dæmi má nefna að danska Fol- ketinget ákvað fyrir skemmstu að árið 2007 skuli sveitarfélögum í Danmörku fækkað úr 271 í 98. Að- koma íbúa að því ferli var hverf- andi. Róbert Ragnarsson, verkefnisstjóri átaks um eflingu sveitarstjómarstigsins m á Faxabrautinni T^enninn-^ Eitt þriðjudagskvöld í lok ágúst, klukkan 21:40, stóð ég á tröppun- um hjá foreldrum mínum, til heim- ilis að Jaðarsbraut 13 á Akranesi. Eg heyrði væl í dekkjum og leit út á Faxabrautina. Mér til mikillar skelfingar sá ég bíl þjóta upp brekk- una á ofsahraða. Ljóst var að öku- maður bifreiðarinnar hafði misst stjórn á bílnum og stigið á brems- una. Bíllinn hvarf úr augsýn minni, örfá sekúndubrot liðu og þá kom hvellurinn. Vora ökumaður og far- þegar bílsins ef einhverjir vora á lífi? Eða ennþá verra, vora börnin sem vora að leik á gangstéttinni lif- andi? Eg hljóp af stað hugsandi um þetta. Hvað myndi ég sjá? Börn í blóði sínu eða eitthvað þaðan af verra? Nei, sem betur fór var eng- inn slasaður, hvorki börn, ökumað- ur eða farþegar bílsins. En hversu miklu munaði - mínútum, sekúnd- um eða sekúndubrotum? Hver veit? Bíllinn hentist upp á gang- stéttina og faðmaði þar ljósastaur- inn við raðhúsin. Kannski var þetta heppni. * Abyrgðin er okkar Hvað er annars þessi heppni? Getum við orðið áskrifendur af henni, fengið hana í pósti eða hvað? Nei það er bara ekki í boði. Við viljum að börnin okkar séu óhult að leik í sínu nánasta umhverfi, HVAR sem þau era. Faxabrautin er slysa- gildra og oftar en einu sinni hafa þar orðið slys. Það hefur löngum þótt gaman að spyrna á þessari götu, sökum lengdar hennar og breiddar. Eg held ég geti nánast fullyrt að hver einasti unglingur hafi gefið í á Faxabrautinni þegar ökuskírteinið var loks komið í vas- ann. Það era ekki allir heppnir eins og þessi ungi ökumaður var, ef heppinn skyldi kalla. Þið sem á næstu áram fáið ökuskírteini og við sem höfum ökuskírteini, munið að þetta er ekki passi til hraðaaksturs. Með ökuskírteininu fylgir mikil á- byrgð og hún leggst á ykkar herðar en ekki einhvers annars. Við verð- um að vernda börnin og hvort ann- að í umferðinni. Börn era börn og þau velja ekki að láta keyra á sig. Það velur enginn að lenda í slysi og ég veit að ég get ekki komið í veg fyrir þetta nema bara í mínu tilfelli. Það er á valdi hvers og eins að fara efrir því sem okkur var kennt, að keyra gætilega. Gleymum því ekki. Jónína Margrét Sigmundsdóttir Huldukonan frá Stóru Drageyri Eins og flestir vita sem náð hafa aldri skeður margt á langri leið. Flest er vel skiljanlegt, annað ligg- ur ekki eins ljóst fyrir. Nú langar mig að segja ffá einu atviki sem ekki liggur mjög ljóst fýrir að mínu mati og vona ég að einhverjir hafi gaman að velta þessum hlutum fyr- ir sér. Þannig er mál með vexti að ég fór nokkuð oft inn að Stóru Drageyri og gekk þar hringinn á eyrinni ásamt hundi sem ég þá átti. Þessi ganga tók mig og hundinn ffá 45 mínútum til klukkutíma eftir því hvað margt var að skoða í hvert sinn. Eitt sinn er ég kom þarna í ágúst var verið að setja niður trjáplöntur fyrir neðan holtið fyrir innan bæ- inn. Mér þótti þetta nokkuð seint án þess að hafa nokkurt vit á slíkum aðgerðum. Vorið eftir gekk ég þarna um svæðið sem plönturnar höfðu verið gróðursettar og sá ég þá að ffostið um veturinn hafði lyft þeim mörgum úr holunum sem þær vora settar í sumarið áður. Ég tók mig því til og lét þær í holurn- ar aftur nema tvær sem ég tók með mér upp að holtinu fyrir ofan og þar holaði ég þeim niður. Þetta hefur líklega verið um 1995. Næst þegar ég kom þarna bar ég áburð á þær og sama gerði ég næstu ár á efrir. Núna er þær orðnar nokkuð stórar og dafria dável að mér finnst. Líklega sumarið 1998 var ég þarna á ferð eins og oft áður og veðrið var mjög gott, glaðasólskin og hiti. Þegar ég kem þama inneff- ir fer mig að sifja svo mikið að ég tel best að fá mér smá blund þarna á grasbala sem þar var, en nú er búið að setja niður trjáplöntur á honum þannig að hann hefur gjör- breyst. Eg taldi mig hafa sofriað; þarna á balanum smá stund og dreymdi að til mín kæmi kona. Hún var í bláum kjól sem náði nið- ur undir ökla og með belti um sig miðja. Hún var ljóshærð með stór- ar fléttur sem hún setti saman í hnút á hnakkanum. Mér finnst hún ávarpa mig og segist heita Brá og eiga heima þarna fyrir ofan. Hún sagðist vilja þakka mér fyrir trén sem ég setti fyrir utan híbýh sín og sem þakklætisvott ætlaði hún að gefa mér þennan stein sem mér fannst hún rétta mér og um leið fór hún með vísu sem er svona: Þó að g/öfin sýnist smá sterka ber hún strengi. Þetta gullið gefur Brá geymdu vel og lengi. Að þessu loknu gekk hún frá mér og ég náði áttum aftur. Mér var lit- ið á hundinn sem með mér var eins og alltaf áður þegar ég gekk þarna um. Nú bar svo við að hann hafði ýft á sig kamb ffá haus og aftur undir rófu en það gerði hann oftast ef eitthvað kom honum á óvart, eða hann áttaði sig ekki á því sem fyrir augu bar. Nú gæti einhver haldið að ég hefði gripið steininn í hend- ina þar sem ég lá en því var ekki fyrir að fara þar sem enginn steinn var á balanum og útiloka ég þann möguleika alveg. Eg var nú hálf ringlaður á efrir en jafriaði mig þó fljótt. Þegar ég kom að bílnum með steininn og sýndi konunni hann fór hún að spyrja mig hvar ég hefði fundið svona fallegan og skrýtinnn stein en ég eyddi þá talinu í það skiptið, en sagði henni síðar hvern- ig í öllu lá. Jón Pétursson. Ema Hafhes sýnir í Kirkjuhvoli Erna Hafries sýnir í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra- nesi dagana 24. september - 9. októ- ber. Erna er fædd 1979 á Akranesi. Hún er stúdent af myndlistarbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti og er á þriðja ári í uppeldis- og menntunarfræð- um við Háskóla Is- lands. Allar mynd- irnar á sýningunni era olíuverk. Þetta er önnur einkasýn- ing Ernu. Listasetr- ið er opið alla daga nema mánudaga ffá klukkan 15-18. (fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.