Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Side 6

Skessuhorn - 09.11.2005, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005 Kallað eftir glæstri framtíðarsýn: Ibúaþing í nýju sameinuðu sveitarfélagi Hólmfríthir Sveinsdóttir. Akveðið hefur verið að kalla til fundar íbúa í nýju sveitarfé- lagi sem til verður úr Borgar- byggð, Borgarfjarðarsveit, Hvít- ársíðuhreppi og Kolbeinsstaða- hreppi. Ibúaþing þetta verður haldið á Hvanneyri laugardag- inn 19. nóvember. Hefst það klukkan 10:30 og stendur til 15:30. Umsjón með íbúaþinginu hefur Rannsóknarmiðstöð Við- skiptaháskólans á Bifröst og er Hólmfríður Sveinsdóttir verk- efhisstjóri. „A þessu íbúaþingi gefst íbú- um kostur á að móta stefhu og framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfé- lag, en sameining tekur gildi ffá og með sveitarstjórnarkosning- um vorið 2006,“ sagði Hólm- ffíður í samtali við Skessuhorn. „Við munum líta til ffamtíðar og ræða það í hvernig samfélagi viljum við búa í effir 5,10 eða 20 ár. Jafnframt munum við skoða hvaða kostir og gallar eru á samfé- laginu okkar í dag og hvað við þurf- um að gera til að gera gott samfélag enn betra.“ Hólmffíður segir að oftast sé það eingöngu á hendi sveitarstjórnarmanna að móta ffamtíðarstefnu en íbúaþingið er einmitt vettvangur til að brúa bilið milli stjómmálamanna og íbúa. „Ef vel tekst til er íbúaþing eitthvað sem allir græða á. Ibúamir koma sínum sjónarmiðum á ffamfæri og sveitarstjórnarmenn sjá og heyra í hvernig samfélagi íbúarnir vilja búa.“ Fyrirkomulag íbúaþingsins er þannig að í upphafi verður flutt er- indi frá fúlltrúa Fljótsdalshéraðs en þar hefur nýlega farið ffam samein- ing af svipuðum toga þar sem dreif- býlis- og þéttbýliskjarnar samein- uðust í öfluga heild. Greint verður frá reynslu þeirra af sameiningu, hvernig best er að málum staðið og hvers ber að varast. Eftir þá ffam- sögu ædar Gísli Einarsson, ffétta- maður að varpa ljósi á það hvernig nýtt sveitarfélag á að vera að hans mati, sem verður án vafa áhugavert á að hlýða. „Eftir ffamsöguerindi þessara aðila munu fundargestir velja sér umræðuhópa sem fjalla um afmörkuð viðfangsefni hins nýja sveitarfélags og kallað verður eftir hugmyndum tun hvernig fólk vill sjá sveitarfélagið sitt þróast næsm árin. Við munu leggja áherslu á létt og skemmtilegt andrúmsloft þar sem viðhorf allra fá að njóta sín. Ekki má heldur gleyma að fúnd- argestum verður boðið uppá léttan hádegisverð og kaffiveit- ingar.“ Hólmfríður segir tilgang þingsins vera þann að fá íbúa þéttbýlis og dreifbýlis til að koma saman, ræða málin og setja ffam tillögur þannig að samstaða um áherslur hins nýja sveitarfé- lags verði breið. „Það er mikil- vægt að þær breytingar sem verða við sameiningu, séu grundvallaðar á hugmyndum og sjónarmiðum íbúa. Miklir hags- munir eru í húfi og fólk þarf að vera eins sátt og kostur er með svona sameiningu ffá upphafi. Því ætti enginn að skorast tmdan að mæta. Allir sem bera hag sinn og samfélagsins sem við búum í fyrir brjósti ættu að láta ljós sitt skína á íbúaþingi sem þessu og ég verð engan vegin sátt ef færri en 100 íbúar mæta til þátttöku,“ segir Hólmfríður. Segja má að á fúndinum hefjist leitin að nafiii á nýtt sveitarfélag en íbúum mun gefast tækifæri til að ræða hugmyndir að nýju nafhi, en auk þess verður síðar auglýst eftir tillögum sem nefnd sem skipuð verður mun velja úr 3-5 hugmynd- ir sem kosið verður um samhliða kosningunum í vor. „Eg hvet alla íbúa á svæðinu til að nýta tækifærið og leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Saman getum við bemr hámarkað þann árangur sem nýtt sveitarfélag hefur möguleika á að ná. Samtakamátturinn er seint ofmetinn," segir Hólmffíður. MM Munið aðventublaðið 23. nóvember Frjálslyndir vilja niður- fellingu virðisaukaskatts ígongm Þingmenn Frjálslynda flokksins, með Magnús Þór Hafsteinsson í fararbroddi, hafa lagt ffam á AI- þingi frumvarp um breytingu á lög- um um virðisaukaskatt. Verði frumvarpið að lögum fellur niður innheimta virðisaukaskatts af veggjaldi í Hvalfjarðargöngin. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur af og til komið upp umræða um hugsanlega niðufellingu veggjaldsins eða í það minnsta virðisaukaskattsins af veggjaldinu. I greinargerð með ffumvarpinu segir að ósanngjarnt sé að ríkið innheimti virðisaukaskatt fyrir gjöld sem reidd eru af hendi fýrir notkun samgöngumannvirkis því hið opinbera innheimti veruleg gjöld með álagningu á farartæki og eldsneyti. Þá kemur fram að frá opnun ganganna hafi verið inn- heimtar samtals tæpar 700 milljón- ir króna í virðisaukaskatt af vegfar- endum um göngin. Þá segir í grein- argerðinni: „Hvalfjarðargöngin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem samgöngubót sem komið hef- ur landsmönnum öllum til góða. Þau hafa stytt vegalengdir, aukið umferðaröryggi og styrkt byggðar- lög. Enginn vafi leikur á því að hið opinbera hefur sparað verulegar fjárhæðir sem annars hefðu einkum runnið til viðhalds og reksmrs veg- ar fýrir Hvalfjörð. Miklir fjármunir hafa einnig sparast vegna þess að slysatíðni á veginum fýrir Hval- fjörð er nú nánast engin. Fyrir tíma Magmís Þór Hafsteinsson, alþingismaður. Hvalfjarðarganga voru alvarleg umferðarslys sem leiddu til ör- kumla og dauða árlegur viðburður á þeim vegi. Hvalfjarðargöngin hafa einnig orðið mikilvæg for- senda fýrir því að styrkja Vesmr- land sem atvinnusvæði. Síðast má geta þess að þau hafa auðveldað íbúum höfuðborgarsvæðisins að nýta sér dýrmæta möguleika til úti- vistar og ferðalaga um Vesmrland, Vestfirði og Norðurland. Allir þessir jákvæðu þættir gera það að verkum að innheimta virðisauka- skatts af veggjöldum er ósanngjörn og ætti því að leggja hana af. Þetta gæti orðið verulegt skref í þá átt að lækka gjöld í Hvalfjarðargöngin.“ tij PISTILL GISLA Afóánægju Fyrir fáum dögum sat ég bölvandi í bíl mínum á milli Borg- arness og Akraness í hríðarbil. Eg skalf og nötraði vegna kulda þar sem ég hafði þurft að skjótast út á skyrmnni og berja snjóinn af rúðuþurrkunum sem reyndar eru komnar á eftirlaun. Að sjálfsögðu var ég að bölva bévítans kuldanum og þeirri heimsku minni að búa í þessu guðsvolaða landi þar sem hitastigið fer aldrei upp fýrir fros- mark. I dag gekk ég bölvandi um gömr Dubai, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í 35 stiga hita. Það bogaði af mér svitinn og lak af mér lýsið á meðan ég gekk á skyrt- unni nokkur hundmð metra eftir einni af býsna mörgum verslunar- gömm sveitarfélagsins. Að sjálf- sögðu var ég að bölva bétvítans hitanum og þeirri heimsku minni að halda mig ekki heima hjá mér í svalanum þar í stað þess að berjast við að halda meðvimnd í hita- svækjunni. Eg var svosem heldur ekki kámr í gær eftir að ég hafði étið úlvald- ann sem boðið var uppá á þaklaus- um veitingastað hér einhversstað- ar í miðjum Dubaihreppi. Hann var að vísu ágætlega ætur, þannig lagað, en ekki líkt því eins ljúf- fengur og litla sæta íslenska lamb- ið sem ég hefði væntanlega étið á þessum tíma hefði ég haldið mig heima. Þá var það varla til að bæta geðslagið að leigubílstjórinn, ætt- aður frá Pakistan, Jósep að nafni, ef einhver skildi kannast við hann, sá hinn sami og tók að sér að ferja mig á milli nágrannasveitarfélag- anna Abu Dhabi og Dubai fýrr í dag, hafði mig að fífli, sem mér skilst að sé viðurkennd íþrótta- grein í þessari starfsstétt. Eftir á að hyggja er ég nefnilega alveg með það á hreinu að hann ók með mig í nokkra hringi í trausti þess að ég væri heimskur túristi sem síðar kom á daginn. Eg hef sumsé úr ýmsu að velja til að eyðileggja daginn ef út í það er farið. Eg þekki allavega afar marga sem geta látið sér nægja mun minna þegar þeir á annað borð kjósa að hafa daginn ónýtan. A hinn bóginn fór ég ekki alla þessa leið til þess að leggja stund á leiðindi. Hér er nefnilega ekki slæmt að vera sé það litið réttum augum. Eitt og annað að sjá sem ekki er til á hverjum bæ í Lundar- reykjadal einu sinni og heima- menn dagfarsprúðir upp til hópa. Án þess að ég hafi tölfræði um það fýrir framan mig þá held ég að ég geti fullyrt að geðvonska hafi aldrei orðið mönnum til fram- dráttar sérstaklega. Auðvitað er á- gætt að geta brugðið henni fýrir sig þegar þar á við en heilt yfir er hún frekar til þess fallin að draga úr mönnum mátt, allavega ef far- ið er ósparlega með hana. Það gera meðal annars stjórnmálamenn sem af einhverjum ástæðum telja það vera sitt hlutverk að mála skratt- ann á veggin. Sömu sögu má segja af fjölmiðlum sem ávallt eru mætt- ir til að taka myndir af því þegar skrattinn hefur verið málaður á vegginn. Vænn skammtur af glaðlyndi, á- samt slettu af kæruleysi og eilítilli þolinmæði eru hinsvegar uppskrift að ágætum degi hvar sem maður er staddur í heiminum. Gísli Einarsson, sæmilega sáttur.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.