Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Qupperneq 8

Skessuhorn - 09.11.2005, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005 Strútur, kengúra og dádýr á matseðlinum Samtök heilsuleik- skóla stofimð Sœþór á Nmfeyrarstofu hefur nú á matseilinum strútskjöt, kengúru ogýmsa aðra fi-amandi rétti. Nú styttist í aðventu. Á undanförnum árum hafa landsmenn tekið upp ýmsa siði á aðventunni og eins og annað hjá landanum hafa þeir verið teknir með trompi. Smám saman færist jólaverslun framar á árið. Jólaskreytingar af ýmsu tagi verða mikilfenglegri með hverju árinu. En landinn gerir einnig vel við sig í mat og drykk á aðventunni. Hér íyrr á árum þótti það sjálf- sagður hlumr að efnt var til mikilla drykkuveisla á vinnustöðum og var það kallað að fá sér jólaglögg. Var þá dmkkin mjöður, sem flestum þótti frekar ógeð- felldur, en ekki vildu menn skerast úr leik. Heldur er meiri reisn yfir jólahlaðborðunum sem undanfarin ár hafa tröllrið- ið veitingamennsku lands- ins. En nú sjást dæmi þess að mati sumra veitingamanna að komin sé ákveðin þreyta í jólahlaðborðin. Ekki að þar sé í kot vísað. Gestum standa til boða mgir rétta af hlað- borði sem eiga það sameiginlegt að bera matreiðslumanninum göfugt vimi. Sæþór H. Þor- bergsson matreiðslumeistari á Narfeyrarstofu í Stykkishólmi er einn þeirra sem telur breyt- inga þörf. I stað hefðbundins jólahlaðborðs bauð hann gest- um að bragða á rétmm af mat- seðli þar sem dúfukjöt var í að- alhlutverki. Sæþór segir það hafa mælst vel íyrir og því hafi verið ákveðið að bæta um bet- ur nú á aðvenmnni. Nú geta gestir staðarins gætt sér á rétt- um af strút, kengúru og dádýri. Sæþór segir að á undanfömum ámm hafi innflutningur á ýms- um sjaldgæfum kjöttegundum aukist og því geti hann sett saman matseðil með þessum tegundum. Þessi matseðill verði í boði um helgar á að- ventunni og ef marka megi undirtektir gesta á undanförn- um dögum telji fólk þetta kær- komna tilbreytingu ffá yfir- hlöðnum jólahlaðborðum. HJ Síðastliðinn föstudag vom stofnuð samtök heilsuleikskóla. Markmið samtakanna er að stuðla að heilsuefhngu í leikskólasamfé- laginu, gæta hagsmuna heilsuleik- skóla, efla samheldni þeirra og skapa vettvang til fræðslu og skoðanaskipta. Heilsuefling í skólum byrjaði 1994 sem sam- starfsverkefni heilbrigðisráðu- neytisins og Landlæknisembættis- ins við skóla á öllum skólastigum. Evrópuverkefhi heilsuskóla hófst 1999 og lauk 2002 og vora 4 skól- ar og heilsugæslan í Kópavogi þátttakendur. Meðal heilsuleik- skóla er leikskólinn Garðasel á Akranesi sem fékk sl. sumar við- urkenningu og tekur nú þátt í stofnun þessara samtaka. Markmið heilsustefnunnar er að venja börn strax í bamæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til ffamtíðar. Áhersluþætt- irnir geta verið mismunandi eftir leikskólum en góð næring, mikil hreyfing og listsköpun er aðals- merki þeirra. MM Leirár- og Melahreppur fellir niður leikskólagjöld Hreppsnefnd Leirár-og Mela- hrepps hefur samþykkt að ffá og með 1. nóvember njóti börn í hreppnum gjaldffjáls leikskóla. Fer hreppurinn því í kjölfar Skilmanna- hrepps sem samþykkti að bjóða gjaldffjálsan leikskóla fýrir nokkm. Hrepparnir tveir reka ásamt Hval- fjarðarstrandarhreppi leikskólann Skýjaborg. Hreppsnefnd Hval- fjarðarstrandarhrepps lýsti á fundi sínum efasemdum um ákvörðun Skilmannahrepps án þess að lýsa sig andsnúna henni. Það var Sigurður Valgeirsson hreppsnefndarmaður sem lagði ffam tillöguna. Hann segir gjald- frjálsan leikskóla af hinu góða og bestu leiðina sem sveitarfélög hafa til þess að laða til sín barnafólk. Það sé lífsnauðsynlegt hverju sveitarfé- lagi að laða til sín ungt fólk og því sé þetta nauðsynlegt skref. Sveitarfélögin þrjú sem áður em nefnd sameinast Innri-Akranes- hreppi þann 1. júní á næsta ári. Að- spurður segist Sigurður vonast til þess að hið nýja sveitarfélag haldi sig við þá stefnu sem tvö sveitarfé- laganna hafa mótað með gjald- ffjálsum leikskóla. „Akvörðun Skil- menninga var tímasett fram að sameiningu en mín tillaga er það ekki því ég tel þetta einfaldlega vera ffamtíðina. Eg vona bara að hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandar- hrepps stígi sama skref þannig að allir íbúar sveitarfélaganna sem reka leikskólann sitji við sama borð,“ segir Sigurður Valgeirsson. HJ Dalabyggð styrkir endur- útgáfii Islendingasögu Sveitarstjórn Dalábyggðar er meðal smðningsaðila Hins íslenska þjóðvinafélags við nýja útgáfu fé- lagsins á Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar og var útgáfan kynnt í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal í síð- ustu viku. Þótti það einstaklega viðeigandi að kynningin færi ffam í heimasveit höfundar. Bókin, sem nú kemur út, er endurprentun bók- arinnar sem kom út árið 1974. Ut- gáfuna hefur annast dr. Finnbogi Guðmtmdsson fyrrverandi lands- bókavörður, en í bókinni eru myndir eftir listamennina Þor- björgu Höskuldsdóttur og Eirík Smith. Islendingasaga Sturlu er viða- mesta ritið í Sturlungusafninu og hið merkasta. Ritið hefur verið ófá- anlegt í sérstakri útgáfu sem nú hefur verið bætt úr. Sturla Þórðar- son lögmaður var bróðursonur Snorra Smrlusonar og afburða rit- fær sagnffæðingur sem Snorri sjálf- ur. Islendingasaga er frásögn um menn og málefni þrettándu aldar einkum stjórnmálaátök. Fjallar hún um samtíð höfundarins sem hann lýsir listilega og færir í stílinn með aðferðum sem einkenna oft Islend- inga sögu, en er hér beitt á raun- vemlega viðburði. Sumar lýsingar minna á fféttaviðtöl nútímans en atburðarrásin er hröð oft líkt og í spennusögu að því er kemur ffam í tilkynningu ffá útgáfunni. Samið hefur verið við Sögufélag- ið um dreifingu bókarinnar. HJ skessuhorn.is Björgunarfélagsmenn æfa notkun slöngubáta Um helgina fór ffam á Akranesi námskeið í notkun slöngubáta. Það var ætlað félagsmönnum í Björgun- arfélagi Akraness og einnig var á námskeiðinu félagi í slysavarnar- deildinni Mannbjörgu í Þorláks- höfn. Leiðbeinendur vom Gísli Sveinn Aðalsteinsson, Þorbjörn Jó- oiiísh- hannsson ffá Akranesi og frá Björg- unarfélagi ísafjarðar kom J. Bæring Pálmason sem stjórnað hefur nám- skeiðum sem þessum víða um land. Að sögn J. Bærings vom nemendur æfðir í öllu sem lýtur að notkun þessara báta. Æfð vom viðbrögð við veltu bátsins og sund við þær ----------------------------------- aðstæður. Einnig var farið yfir sigl- ingareglur og almenn meðferð slöngubátanna. Á meðfýlgjandi myndum sem J. Bæring tók má sjá að reynt hefur á björgunarmenn á námskeiðinu. HJ 375 til Olafsvíkur Nýr bátur, Olli SH 375 kom til hafnar í Olafsvík um helgina. Koma þessa báts til Olafsvíkur á sér skemmtilega og ánægjulega for- sögu sem nú verður rakin í fáum orðum. Torfi Sigurðsson er ffá Hellu á Rangárvöllum. Hann vann um tíma í graskögglaverksmiðjunni í Gunn- arsholti og kynntist þar tveimur strákum frá Olafsvík. Fyrir beiðni annars þeirra fór hann til Olafsvík- ur í beimingu. Nokkm síðar bauðst honum pláss á Gulltoppi og var eina vertíð á honum. Síðan var hann á Aðalbjörginni í 13 ár en þá var útgerðin seld. Nú vom góð ráð dýr. Torfi, á- samt konu sinni Olgu Kristjáns- dóttur og fjölskyldu, ákvað að kaupa trillu og kvóta, án þess þó að hafa nokkurn tímann komið um borð í trillu. I janúar 1999 var keypt 6 tonna trilla, Yr SH 375, ásamt 25 tonnum af kvóta. Ekki fékkst fé til að kaupa allan kvóta trillunnar sem var 60 tonn. Árið 2002 var endur- nýjað í aðra trillu og keyptur skak- bátur. Árið 2003 var svo keyptur 10 tonna bátur sem nú var látinn upp í glænýjan bát. Á laugardaginn var kom Torfi Sigurðsson síðan á Olla SH -375 heim til Ólafsvíkur. Þessi nýi bátur er glæsilegur trefjabátur, 14,9 tonn, smíðaður hjá Samtaki í Hafnarfirði, búinn öllum besta búnaði og 710 ha Caterpillar vél. ÓG

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.