Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 09.11.2005, Blaðsíða 17
c.oisaUíiÖia'J MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 2005 17 Vesturlandsmeistarar í skák Tvö ungmenni í Borgarbyggð hafa æft skák undanfarin ár og náð góðum árangri, eru meðal annars bæði Vesturlandsmeistarar í skóla- skák. Þau heita Tinna Kristín Finn- bogadóttir, 14 ára frá Hítardal og Jóhann Oli Eiðsson, 12 ára frá Glitstöðum. I stuttu spjalli við blaðamann sögðust þau hafa byrjað æfingar fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Æfingar fóru fram á vegum skáknefndar UMSB í Grunnskól- anum í Borgarnesi en þar æfa 9-18 manns skák í hverri viku. „Við höf- um bæði tekið þátt í þesum æfing- um og síðan höfum við bæði æft og keppt í Reykjavík þegar við höfum getað,“ sagði Tinna Kristín. Þau hafa bæði æft skák hjá Taflfélagi Reykjavíkur og í taflfélaginu Hell- inum auk þess að keppa á mótum sem Skáksambandið stendur fyrir. Aðspurð segjast þau lítið hafa teflt heima áður en þau hófu reglu- bundnar æfingar. „Eg tefldi aðeins við litlu systur mína og mömmu en núna eftir að við lærðum meira höf- um við teflt í gegnum netið og skráum við okkur þá inn á Internet Chess Club (ICC) en þar er hægt að skora á fólk í svipuðum styrk- leikaflokki í skák óháð því í hvaða Jóhann Óli Eiðsson og Tinna Ki'istín Finnbogadóttir. heimsálfum það er statt. Á netinu eru stundum skákmót í gangi sem líka er hægt að skrá sig í. Þannig hjálpar netið okkur heilmikið bæði við æfingar og keppni,“ sagði Jó- hann Oli. En hvernig er það, er almennur áhugi eitthvað að aukast fyrir skák- inni? „Það hefur orðið ákveðin vakning síðustu árin og áhuginn er eitthvað að aukast. Taflfélagið Hrókurinn gefur t.d. nemendum í Búnaðargjald fellt niður Tilbúið er í Landbúnaðarráðu- neytinu frumvarp til laga um af- nám búnaðargjalds og var það kynnt ríkisstjóm fyrir skömmu. Gjaldið er tvö prósent af fram- leiðslu allra bænda á mjólk og kjöti. Upphæðin er eitt hundrað og fjömtíu milljónir á ári og hefur dugað til að greiða niður vexti hjá Lánasjóði landbúnaðarins um 1,25 afhundraði. Landsbankinn keypti Lánasjóð landbúnaðarins á dög- unum. Jafhffamt leggur landbún- aðarráðherra til að lögum um ffamleiðslu, verðlagningu og sölu á búvöram verði breytt þannig að gjald á ffamleiðslu sauðfjárbænda sem notað hefur verið til að standa straum af kostnaði við markaðsmál verði lækkað úr fimm krónum á hvert kíló innvegins kjöts í tvær krónur. -MM Tökum höndum saman / / Askorun frá Mannréttindaskrifstofu Islands Eins og ffam hefur komið í fjöl- miðlum rfkir nú neyðarástand í Pakistan í kjölfar mikilla jarð- skjálfta. Samkvæmt nýjustu upp- lýsingum pakistanskra stjórnvalda er ástandið skelfilegt. I Kasmírhér- aði einu er áætlað að ennþá séu um 200.000 manns sem enn hafa ekki fengið neina aðstoð. Mikill skortur er á hjálpargögnum og vetur í nánd með tilheyrandi kulda. í Pakistan ríkir víða mikil fátækt og því verða fórnarlömb jarðskjálft- þess að hjálp berist fljótt við slíkar aðstæður. Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá stuðning er- lendis frá eftir náttúruhamfarir, enda þótt við hefðum ekki líkt því sömu þörf fyrir utanaðkomandi að- stoð og Pakistanar hafa nú. Islend- ingar hafa nú tækifæri til að sýna að þeir séu ekki bara þiggjendur í samfélagi þjóðanna heldur einnig gefendur. Jólaundirbúningur er nú að hefj- ast hjá okkur og líklega mun eyðsla anna að trcysta á utanaðkomandi-landsmanna 3lá öll met í ár. Fyrir aðstoð. Því miður hefur alþjóða- samfélagið ekki tekið við sér sem skyldi. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum frá Sameinuðu þjóðunum hefur einungis fjórðungur þeirra fjárframlaga, sem ríki heimsins lof- uðu að láta af hendi, skilað sér. Is- lensk stjórnvöld hafa látið fé af hendi rakna tál hjálparstarfsins sem og íslenskar hjálparstofnanir, en betur má ef duga skal. Islendingar era ein ríkasta þjóð heims og er því sjálfsagt að gera þá siðferðilegu kröfu til okkar að við komum til hjálpar fórnarlömbum jarðskjálff- ans. Við ættum manna best að þekkja þann skaða sem náttúra- hamfarir geta valdið og mikilvægi þau sem leita að hentugum jóla- gjöfum í landi ofgnóttarinnar er til- valið að gefa ættingjum og vinum kvittun fyrir greiddu framlagi í hjálparstarfið. Mannréttindaskrifstofa Islands skorar á almenning og stjórnvöld að bregðast nú þegar við og leggja meira af mörkum til að koma í vega fyrir frekari hörmungar í Pakistan. Tökum nú höndum saman því margt smátt gerir eitt stórt. F.h. Mannréttindaskrifstofu Islands Brynhildur G. Flóvenz, stjómarformaður 3. bekk skákbækur og það era fleiri duglegir aðilar sem era að kynna skákíþróttina,“ segir Tinna Kristín. Þau segja bæði að margir líti á skák sem einhvers konar „Nördahobby“ en segja að langt sé ffá að eitthvað sé til í því. „Þetta er skemmtileg í- þrótt sem reynir á útsjónarsemi og eflir hugann," segir Jóhann Oli. Saman í kór segja þau: „Auðvitað - það kemur ekki annað til greina,“ þegar þau era spurð hvort þau ætli að halda áffam að æfa og keppa í skák og era sammála um að mikið þurfi að breytast til að þau hætti að tefla. MM Nemendur í I. bekk LS fluttu Ijóð. Morgunstund í Brekkubæjarskóla Það er liður í stefinu Brekkubæj- arskóla, Góður og fróður, að halda morgunstundir nokkrum sinnum yfir veturinn. Era haldnar litlar morgunstundir þar sem ákveðnir árgangar koma saman og síðan era haldnar þrjár stórar morgunstund- ir, en þá koma allir nemendur og starfsfólk skólans saman í sal í- þróttahússins. Foreldrar era vel- komnir á morgunstundirnar og er ánægjulegt að sjá hversu margir gefa sér tíma til þess að mæta. Fyrsta stóra morgunstund vetr- arins fór fram í gær þriðjudaginn 8. nóvember. Að venju buðu nemend- ur upp á ýmis konar atriði. Krakk- ar í ÍLS fór með ljóð, stúlkur í 7HE sýndu línudans og hljómsveit skipuð drengjum í 9. bekk kom fram í fyrsta skipti. Inn á milli at- riða var sungið og hópur nemenda stýrði öllum í dansi ársins, en það er dans sem Jóhanna Amadóttir danskennari skólans samdi. Síðast en ekki síst var nemendum sem sýnt höfðu fyrirmyndar hegðun veitt viðurkenning. Vora nemend- ur verðlatmaðir fyrir að sýna t.d. hjálpsemi, gjafmildi, tilhtssemi og virðingu en virðing er einmitt dygð armarinnar. HFJ Upplýsingatækni í dreifbýli Ráðstefna í Reykholti, fimmtudaginn 10.nóvember 2005 Lumlurstjóri: Ein'kur Blöndal, framkvæmdastjóri Eundarsetning: Guðní Ágústsson, landbúnaðarráðherra 10:00 - 10:20 Kynning á ráðstefnu og UD-vcrkefninu 10:20 -10:40 Hrund Pétursdóttir I jarskiptaáætlun 2005 - 2010 10:45 - 11:10 Ari Jóhannsson, verkefnastjóri hjá Póst og fjarskiptastofnun Nokkur verkefni á sviði upplýsingatækni 11:10 - 11:35 Þórarinn Sólmundarson sérfræðingur þróunarsviði Byggðastofnunar Menntun og niiðlun 11:35 -12:00 Agúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Islands. Einkavæðing, arösenti og dreifbýli íslands 12:00-12:25 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórmálafræði við Viðskiptaháskólann á Bifróst Matarhlé 12:25-13:10 Síminn - upplýsingatækni í dreifbýli 13:10 - 13:35 Eva Magnúsdóttir, upplýsingafullttúi Stmans Kekstur og samkeppni í dreifbýli 13:35 - 14:00 Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Emax ehf. Fjarskipti í dreilbýli 14:00 - 14:25 Þór Þorsteinsson framkvæmdastjöri Nepal l pplýsingasamfélagiö fyrir alla! - Netförrit bændasamtakanna 14:25 -14:50 Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tðlvudeildar Bændasamtaka Islands Kafliveilingar Umræöur og f\ rirspurnir Fundarslit áætluö kl. 16:00 m KB BANKI |^| RARIK <S>-^~ Jl Síminn' Byggðaitofnun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.