Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 1
■H— * Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 -nett alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 48. tbl. 8. árg. 7. desember 2005 - Kr. 300 í lausasölu Vilja byrja Kollaíjarðar- megin á Sundabraut Stjóm Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi hefur að undanfömu fylgst með um- fjöllun í fjölmiðlum varðandi undirbún- ingsvinnu vegna lagningu Sundabrautar. A stjómarfundi, sem haldinn var 25. nóvem- ber sl., samþykkti stjóm SSV eftirfarandi á- lyktun. „Stjóm SSV lýsir áhyggjum sínum af því að þrátt fyrir að búið sé að tryggja fjármagn í lagningu Sundabrautar um Kleppsvík og Grafarvog liggur ekki fyrir ákvörðun og/eða samkomulag um hvar eða hvemig brautin á að liggja. Svo virðist sem enn sé langt í land með að sú ákvörðun verði tekin. Stjómin vill af því tilefhi leggja til við Samgönguráðtmeyti, Borgarstjóm Reykjavíkur og Vegagerðina að sá mögu- leiki verði skoðaður að byrja á hinum end- anum og hefja hið fyrsta framkvæmdir við þverun Kollafjarðar og lagningu brautar- innar um Álfsnes og Geldinganes að Gufú- nesi. Lagning Sundabrautar er mikið hags- munamál allra íbúa landsins og bætir að- gengi að höfuðborginni. Því er afar mikil- vægt að ffamkvæmdir við lagningu hennar tefjist ekki.“ Ályktunin hefur verið send samgönguráðherra, Borgarstjóm og Vega- gerðinni. MM Tvíburamir heim? Getgátur em uppi í fjölmiðlum þessa dagana um að tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir leiki að nýju með liði IA næsta sumar. I viðtali við Morgunblaðið staðfestir Arnar að hann muni leika með liðinu en ekki hefur verið gengið ffá samn- ingi þess efnis. Þá segir Arnar að Bjarki muni að öllum líkindum leika einnig með liðinu en hann hafi ekki tekið endanlega ákvörðun þar um. Verði af komu tvíbur- anna styrkir það án efa hið unga og efnilega lið IA. Fyrir skömmu skrifaði Þórður Guð- jónsson undir samning við félagið þannig að segja má að „týndu synirnir" flykkist nú heim á fornar slóðir. HJ ATLANTSOLIA Dísel »Faxabraut 9. Séra Sjöfii Þór, njr prestur í Saurbæ og Reykhólahreppi, hélt sína jyrstu athöfn í Staðarhólskirkju á laugardaginn, þegar árlegt aðventukvöld safnaóarins var haldið. Bömin úr Grunnskólanum Tjamarlundi tóku virkan þátt í athöfninni, léku stuttan helgileik, spiluðu á hljóðfæri og sungu jmis skemmtileg lög, dyggilega studd af tónlist- arkennurum. Að athófn lokinni var haldiðyfir í Gmnnskólann þar sem borð svignuðu undir gómsætum kræsingum og sátu sveitungamir við spjallfram eftir kvöldi. Ljósm: GTS Tíu smábátar seldir frá Snæfellsnesi á nokkrum vikum Áundanförnum vikum hafa 10 smábátar verið seldir frá Snæ- fellsnesi með öllum aflaheimild- um. Þetta gerist í kjölfar mikillar hækkunnar á verði veiðiheim- ilda, en þær hafa hækkað um 40- 50% á örfáum mánuðum. Fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Is- lands vonar að mesta söluskriðan sé að baki. I síðustu viku birti Fiskmark- aður Islands milliuppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Sam- kvæmt uppgjörinu hafa tekjur fé- lagsins minnkað á milli ára en kosmaður hefur aukist. Á þess- um tíma var hagnaður af starf- seminni tæpar 34 milljónir króna. I fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu segir að gríðarlega hátt gengi íslensku krónunnar hafi komið illa við tekjuhlið fyrirtæk- isins, líkt og annarra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá segir að undan- farið hafi átt sér stað mikil hækk- un á varanlegum aflaheimildum og það hafi haft í för með sér að einyrkjar í greininni hafi selt ffá sér veiðiheimildir í nokkrum mæli. Þannig hafi veiðiheimildir færst á færri hendur og þessi þró- tm hafi það í för með sér að framboð á fiskmörkuðum komi til með að minnka því mörg þau fyrirtæki sem keypt hafa til sín aflaheimildir vinni sinn fisk sjálf í stað þess að selja hann á frjálsum markaði. Tryggvi Leifur Ottarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir í samtali við Skessuhorn að undanfarnar vikur hafi 10 smá- bátar verið seldir frá Snæfellsnesi með kvóta ffá Grundarfirði og Olafsvík. Á sama tíma hafi verið keypt nokkurt magn af varanleg- um aflaheimildum til Rifs en þrátt fyrir það sé útlit fyrir nokkurn samdrátt í aflaheimild- um. Tryggvi segir að um leið og verð aflaheimilda hækki selji ein- yrkjar ffá sér bát og kvóta til stærri fyrirtækja enda hafi þau greiðari aðgang að fjármagni. Hann segir teikn á lofti um að mesta söluskriðan sé að baki. Þegar hafi verið gripið til að- gerða innan fyrirtækisins til þess að mæta þessum samdrætti. Fisk- markaður Islands er í dag með starfsemi á átta stöðum. HJ 1111 llll Buxur og peysa Verð 4.980 t settið Úrval af röndóttum treflum verð frá kr. 2.990,- Leðurlúffurnar komnar aftur í svörtu og hvítu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.