Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 SKESSUIÍÖBF3 Skipulagsklúður við Borgarbraut Þann 24. nóvember síðastliðinn auglýsti bæjarverkfræðingur Borgar- byggðar fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi við Borgarbraut 55, 57 og 59 svo og breytingar á deiliskipu- lagi að Borgarbraut 59. Auglýsingin er birt í þeim tilgangi að við íbúar Borgarbyggðar fáum tækifæri til að gera athugasemdir við þessar breyt- ingar. Tvennskonar breytingar eru fýrirhugaðar á aðalskipulagi. Ann- arsvegar að breyta notkun lóða númer 55, 57 og 59 við Borgarbraut úr verslunar- og þjónusmlóðum í blandaða byggð fýrir verslun, þjón- usm, stofnanir og íbúðabyggð. Við þann lið hef ég ekkert að athuga. Hinsvegar er fyrirhugað að breyta nýtingarhlutfalli þessara lóða úr 1,0 í 1,5. Þetta þýðir með öðrum orðum að leyfa á byggingu háhýsa á við- komandi lóðum og það get ég ó- mögulega sætt mig við. Ahrif á fasteignaverð Nú vill svo til að fyrir aftan þessar lóðir er rótgróin íbúðabyggð. Ljóst er að háhýsi við Borgarbraut munu verulega skyggja á hús við Kjartans- göm og Kveldúlfsgöm og takmarka mjög útsýni. A fundi bæjarráðs þann 3. nóvember var rætt um þessar breytingar og kýs bæjarráð að nefna þetta minniháttar breytingar á aðal- skipulagi. Þetta kann að hljóma sem minniháttar breyting í þeirra aug- um, en hugsuðu kjömir fulltrúar í bæjarráði út í að þetta kynnu að vera verulegar breytingar fyrir íbúa og eigendur húsanna í kring. Ahrif þessara breytinga geta haft veruleg áhrif til lækkunar fasteignaverðs þessara húsa, ef það hefur þá ekki þegar gert það, því auglýsingin er komin ffam og lýsir eindrægum vilja bæjaryfirvalda til þessara breytinga. 20 metra hár blokkarveggur í stað Hafharfjalls I öðrum hð þessarar auglýsingar er kynnt breyting við deiliskipulag Borgarbrautar 59 (gamla Esso stöðvarlóðin). A þessari lóð er fyrir- hugað að byggja 6 hæða íbúðablokk. Augljóst er að hús þetta mun skyggja verulega á nærliggjandi íbúðahús og útsýnið að Hafnarfjalli hverfa en þess í stað er boðið upp á ca. 20 metra háan blokkarvegg. Blokkin sem búið er að teikna á lóðina fer ffam úr leyfðu nýtdngarhlutfalli, úr 1,0 í 1,17. Breyting nýtingarhlut- falls í aðalskipulagi er því nauðsyn- leg til að byggja megi húsið. Bæjar- yfirvöld æda að vera rausnarleg og breyta úr 1,0 í 1,5 og myndi það bjóða upp á að byggja þama enn hærra hús jafnvel 7 til 8 hæða. Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta lóð- ina til íbúðabyggðar sem samræmd- ist núverandi byggð en að reisa slíkt háhýsi er hrein og klár móðgun og tdllitsleysi við eigendur og íbúa nær- liggjandi húsa. Blokkin er einfald- lega allt of stór á þessa lóð en vel gæti verið að hún myndi sóma sér vel einhverstaðar þar sem pláss og aðstæður em fyrir hendi. Skorið af Kveldúlfsgötu til að koma ferlíkinu fyrir Til stendur að þrengja þann kafla Kveldúlfsgöm sem liggur ffá Borg- arbraut að Kjartansgötu til að koma blokkinni fyrir. Þó er augljóst að umferð um einmitt þennan kafla mun stóraukast þar sem aðkeyrsla að blokkinni á að vera ffá Kjartansgötu en ekki Borgarbraut. A fundi um- hverfis- og skipulagsnefhdar þann 25. október var fjallað um þetta deiliskipulag og tóku nefndarmenn Sveitarstjómarmenn i Borgar- byggð, ágcetu Borgnesingar! Stundum verða slys í skipulags- málum hér í Borgarnesi, en sem betur fer kemur forsjónin einstaka sinnum til hjálpar. Nýjasta vitleysan sem ég hef heyrt um er áhugi og þrýstingur einhverra aðila hér að byggja mennta- eða fjölbrautaskóla þar sem tjaldstæði bæjarins em í dag. Seinustu ár hefur nýr miðbær í Borgarnesi verið að byggjast upp á svæðinu kringum Hyrnuna og em lóðirnar sem lausar era á því svæði ekki margar eða stórar, og em því geysilega verðmætar fyrir viðskipti og þjónustu framtíðarinnar. Það hljóta flestir að sjá sem hug- leiða þetta mál, að bygging menntastofnunnar á þessum stað er algjör fásinna. Menntastofnun þarf ekki og á ekki að vera staðsett þarna jákvætt í málið, reyndar gerðu þeir athugasemdir við bæði þrengingu götunnar og aukningu á nýtingar- hlutfalli. Það vekur þó athygli að nefhdarmerm gera enga athugasemd við hæð hússins og áhrif þess á nær- liggjandi hús. Ekki tel ég þó líklegt að það hefði nokkm máli skipt, þar sem ekki er farið að ábendingum umræddrar nefhdar, til dæmis varð- andi þrengingu götunnar, heldur auglýst breyting á deiliskipulagi beint eftir óskum húsbyggjanda. Handahófskennt skipulag Eins og ég sé máhð fyrir mér, þá fengu núverandi lóðarhafar hug- mynd um að byggja íbúðablokk með sem mestri arðsemi að leiðarljósi. Þeir sækja um leyfi samkvæmt eigin hugmyndum um notkun svæðisins, í verslunarhverfinu, miklu betra væri að finna henni stað fyrir utan skarkala miðbæjarins. Biffastarhagffæðin gekk að slát- urhúsinu okkar í Brákarey dauðu og stendur sú stóra bygging brátt engum til gagns, en myndi henta vel undir menntastofhun. Brákarey er orðin afskekkt og hentar því ekki undir verslun og viðskipti, þar er verra veðurfar en ofar í bænum og hentar hún því ekki vel fyrir íbúðabyggð. Þar er nú ffiðsælt og lítil umerð og gæti því vel komið til greina að stofna „Framhaldsskóla á færi- bandi“ í sláturhúsinu fyrrverandi. Með kveðju! Þorleifur Geirsson gullhamrar©yahoo. com bæjaryfirvöld bíta á agnið og virðast engu skeyta um áhrifin á næsta um- hverfi, hafá enga sjálfstæða skoðun né koma með hugmyndir að útiiti og ffekara fyrirkomulagi á umræddum lóðum við Borgarbraut. Þama virð- ist því vera á ferðinni enn eitt handa- hófskennda skipulagsslysið í Borgar- nesi og mun ég mótmæla þessum fyrirhuguðu breytingum. Eg skora á aðra íbúa Borgarbyggðar að gera hið sama, mótmæla breytingunum, og láta í sér heyra varðandi þessi mál. Athygli skal vakin á því að sam- kvæmt auglýsingunni telst hver sá sem ekki mótmælir vera samþykkur tillögunum. Mótmælaffesmr renn- ur út þann 16. desember vegna aðal- skipulags og 6. janúar vegna deiliskipulags. Arinljöm Hauksson, Höfundur er íbúi við Kveldúlfsgötu l/ÍMlAhcWlið Hamingjan er heima fengin - hún er aldrei keypt í búð Nú mitt í öllu jólastressinu er ekki úr vegi að rifja upp þessa ágætu vísu Bjama ffá Gröf: Sanna glebi eignast enginn aubs þó fínan leiki trúb. Hamingjan er heimafengin, hún er aldrei keypt í búb. Svo er eftir að vita hvort allir em þessu viðhorfi sammála. Það gæti líka verið athygl- isverður punkmr hvort hamingjan er kannske falin í jólarjúpunum sem væntanlega verða á borðum fleiri landsmanna um þessi jól en að undanfömu en Hálfdan í Hlégarði lýsir svo jólaundirbúningnum á sínu heimili: Eftir sibi öldnum breyttum, undum glöb vib jólabökur. Flöttum út og fagurskreyttum fimmtíu og átta laufakökur. jólatónlist lékum Ijúfa, laus vib alla tóna hrjúfa. Kingdi nibur krapamjöllu, klessti fast á tré og runna. Líndúkur sá yfir öllu augu gladdi er meta kunna. Rjúpa kom og hvíldi vænginn, hvít, svo hvít sem mjallarsængin. Hún má gjarna hjá mér dvelja, haglendis og fribar njóta. Ekki mun ég elta og kvelja eba reyna hana ab skjóta. Ab vori má hún verpa í mónum og vitja um næstu jól í snjónum. Svo er spurningin hvort rjúpan skapar meiri hamingju í garðinum eða á jólaborðinu en sú á borðinu verður óneitanlega fyrr búin. En Hálfdan Bjömsson velti líka fyrir sér ýmsu í þróun þjóðfélagsins: Vib búum vib þægilegt þjóbfélag sem þrotlaust til neyslu hvetur. Ab klófesta verklaun hins komandi dags til kjarabóta þab metur. Unga fólkib á kreditkort hveitbraubsdagana setur Og hikstalaust margur sín heilög jól vib hlabborb á abventu étur. Það er nú svo að margar lífsnautnirnar hlaðast að mönnum yfir hátíðarnar og geta orðið með fjölbreytilegu móti. Bjöm Péturs- son ffá Sléttu lýsti jólahaldi sínu fyrir Stefáni Stefánssyni ffá Móskógum á eftirfarandi hátt: Ekki er fokib öll í skjól eins og sakir standa. Caf mér Drottinn glebileg jól, og Crímur á Tjörnum landa. Þama er minnst á landabmgg og bendir það til þess að ffamið hafi verið syndsamlegt athæfi sem er reyndar alvanalegt í veröld- inni. Olafur Gunnarsson ffá Gilsfjarðarmúla lýsti svo sínu syndaregistri: Syndir hef ég drjúgum drýgt, dægurvísur flogib, sumt er bæbi satt og ýkt - svo er annab logib. Jökull Pétursson málarameistari var mað- ur prýðilega hagmæltur. Einhverntíman lýsti hann svo raunum sínum við að fá svalað fróðleiksfysn sinni: lllt er ab leita ullar þar sem allt er geitum skipab, ab sækja vit í Valdimar virbist eitthvab svipab. Einhvemtíman kom upp sú hugmynd í baráttu kirkjunnar við að markaðssetja sig að verðlauna kristilegustu jólaauglýsinguna. Varð það til þes að upp rifjuðust fyrir mönn- um hálfgleymdar ritningargreinar eins og „Mitt hús á að vera bænahús - o.s.ffv," en Hjálmar Freysteinsson á Akureyri leit þess- um augum á málið: Svo kaupæbib verbi sem kristilegast kirkjan samþykkti einróma, ab verblauna þann sem listilegast leggur nafn gubs vib hégóma. Það er góður og ágætur siður sem margir hagyrðingar hafa stundað, að yrkja vísur á jólakort til vina sinna. Einn af þeim sem þetta hafa ástundað er Stefán Jóhannesson ffá Kleifum og koma hér tvö sýnishom af jólakortaáritunum hans til vinar síns og skólabróður sem um tíma var svínabóndi: Drottinn sem ab uppi er engu gleymir svíni. Hann um jólin hygli þér, ■ helst meb brennivíni. I annað sinn kom svo þessi: Þessi jólin þér svo hæfi, þrjóti ei vín á kútunum. Vona ég þín verbi ævi í vetur sem hjá hrútunum. Nú fyrir stuttu kom út ljóðabók eftir Birgi Hartmannsson „Hjá mér oft er vísnavon“ og eins og þá gmnar kannske sem þekkja mann- inn má þar finna bæði liprar vísur og hóflega tvíræðar. Meðal annars hefur málfar frétta- manna stundum valdið honum heilabrotum (sem og fleirum): Ekki fer hjá ab stútur vib stýrib kunni stundum ab valda bölvun. Kona var tekin af landsbyggbarlögreglunni, sem lá undir grun um ölvun. A hagyrðingakvöldi á Borg í Grímsnesi þar sem þeir vom saman, Birgir og Magnús Halldórsson fékk Magnús þessa lýsingu: Magnús hefur gebib glatt, gamansögur þyljandi. Menn telja þó hann segi satt sé þab ekki viljandi. Á öðm hagyrðingakvöldi var Ómari Ragn- arssyni sem hefur verið titlaður (náttúrlega að ósekju) óvinur sauðkindarinnar nr. 1 lýst á þessa leið, með bragarhætti sem Ómar notar gjarnan sjálfur og kallar viðskeytiu. Ómar hafði þá stuttu áður talað mikið í fréttum um nauðsyn þess að reisa nýja brú yfir Blöndu: Rembist vib ab reisa brú, reigir sig og patar, - sjaldan orbvana. Ómar sæll í sinni trú, saubkindina hatar - þó hann borb'ana. Eitt af nauðsynjaverkum margra kvenna er að fara í hárgreiðslu fyrir jólin og stundum hafa eiginmennirnir þurft að bíða eftir þeim bæði mispirraðir og misánægðir með árang- urinn. Hálfdan Björnsson kvað einhvemtíma þegar hans betri helmingur birtist út af hár- greiðslustofunni: Loks er frúin fullbúin fráleitt rúin tagli. Er meb skúfinn uppsnúinn eins og skrúfunagli. I síðasta þætti lýsti ég eftir höfundi vís- unnar „Fyrst að allt er orðið hljótt“ en hef nú komist að því að hún er effir Guðmund Straumland sem ég veit reyndar ekkert meira um. Með þökk Jyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1361 og 849 2713 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.