Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 Urslit tUkynnt í samkeppni um nýtt deiliskipulag Akratorgs Verðlaunatillaga Landmótunar. Síðastliðinn föstudag voru við athöfn í Safnaskálanum á Görðum tilkynnt úrslit í samkeppni um nýtt deiliskipulag Akratorgs á Akranesi. Alls bárust sjö tillögur sem upp- fylltu skilmála sam- keppnislýsingar og eru þær nú allar til sýnis í Safnaskálanum. Tillaga Landmótun- ar sf. í Kópavogi reyndist hlutskörpust. I mati dómnefndar sem hafði umsjón með sam- keppninni um tillögur að nýjum miðbæ á Akranesi segir m.a. um tillögu Landmótunar: „Höfundum tekst vel til með meginmarkmið sitt sem að endurreisa Akratorg og ásýnd þess. Tillagan styðst að mestu við núverandi bygginga- mynstur. Torgið er fallega mótað og er rýmið styrkt með tillögu að nýrri menningarmiðstöð sunnan torgsins og nýrri byggingu eða viðbyggingu norðan Landsbank- ans.“ I tillögunni segir einnig að Akratorg verði hlýlegt og gert sé ráð fyrir trjágróðri til skjóls og einnig til rýmismyndunar. Bent er á þann möguleika að stækka torgið til suðvesturs með því að færa akst- ursleið vestur fýrir Landsbanka- húsið. Það var Dýrfinna Torfadóttir sem lýsti vali dómnefndar en hún var formaður nefndarinnar sem hafði umsjón með samkeppninni. Ásamt benni sátu í nefndinni Anna Guðrún Ahlbrecht innanhússarki- tekt og Magnús Guðmundsson, landfræðingur og formaður um- hverfis- og skipulagsnefndar. Þá skipuðu nefndina einnig tveir full- trúar frá Arkitektafélagi Islands en ráðgjafi nefndarinnar var Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt og ritari dómnefndar var Þorvaldur Vestmann. Samkeppnin um skipu- lagið hefur haft tiltölulega skamm- an aðdraganda. Nefndin hóf störf í apríl á þessu ári og lauk keppnis- lýsingu í júní, samkeppnin var auglýst 3. júlí með skilaffesti 4. október. Við mat dómnefndar á þeim til- lögum sem bárust voru nokkur lykilatriði höfð til hliðsjónar. Meðal þeirra var að nýtt skipulag virði, taki tillit til og falli að um- hverfinu, að undirstrikað verði virði Akratorgs í félagslegu tilliti, að sjónræn tengsl torgsins og hafnarsvæðisins njóti sín, að skyn- samleg nýtingarsjónarmið ráði ferðinni varðandi eldri byggingar á svæðinu, að tekið verði tillit til bílaumferðar án þess að það íþyngi umhverfmu og að möguleiki sé til að áfangaskipta verkefninu þannig að það verði praktískt í uppbygg- ingu. Fram kom við afhendingu verð- launanna að nú verði hafist handa við að færa núver- andi deiliskipulag að þeirri tillögu sem verðlaun fékk ásamt því að semja við arkitektana sem hlut áttu að máli um áfram- haldandi vinnu við skipulagið. Á fjárhagsáætlun bæjarins er 16 milljónum króna varið til fjármögn- unar áframhald- andi skipulags Akratorgs. MM Fulltrúar Landmótunar sf. ásamt Guðmundi Páli Jónssyni bœjarsýóra (t.d.) og Dýrfinnu Torfadóttur, for- manni dómnefndar um nýtt skipulag Akratorgs (lengst til hœgri). Mannabreytingar hjá mæðrastyrksnefnd Undirritaðar vilja koma því á ffamfæra að nýir aðilar hafa tekið við umsjón mæðrastyrksnefhdar á Akranesi. Viljum við þakka góð samskipti undanfarin ár sem við höfum starfað saman og í samskipt- um við ykkur. Einnig viljum við benda ykkur á Anitu Gunnarsdótt- ir í síma 431-1716 / 868-3547 og hennar samstarfsfólk sem hefur tekið við starfseminni. Þökkum góðar móttökur, Kolbrún Diego Erla Bjargmundsdóttir HeiSbjört Stefánsdóttir Hafrún Ebba Gestsdóttir Hér er Smári Njálsson (þriðjifrá hcegri) í hópi góðra vina ogfélaga sinni í Rtektunarfé- lagi litla mannsins. Myndin er tekin í Norðurárdal síðsumars. Smári Njálsson hrossa ræktandi ársins 2005 Á haustfundi Hrossaræktarsam- bands Vesturland sem haldinn var fýrir skömmu, voru veitt verðlaun til hrossaræktanda ársins 2005 á Vesturlandi. Eftirtalin bú hlutu til- nefhingu: Brimilsvellir á Snæfells- nesi, Eyri í Svínadal, Hofsstaðir í Hálsasveit, Nýibær í Borgarfjarðar- sveit, Skáney í Borgarfjarðarsveit, Smári Njálsson á Akranesi, Svigna- skarð í Borgarbyggð og Vestri - Leirárgarðar í Leirársveit. Við val- ið var beitt sömu reglum við til- nefhingar og undanfarin ár, þ.e. að minnsta kosti hafi verið sýnd tvö hross ffá búinu, minnst tvö hafi náð einkunni 8,0 eða hærra. Þá er bor- in saman fjöldi sýndra hrossa, fjöldi yfir 8,0, meðaleinkunn og meðal- aldur. Niðurstaða stjórnar sam- bandsins varð sú að Smári Njálsson á Akranesi skyldi vera útnefhdur ræktandi ársins 2005 á Vesturlandi. Frá Smára voru sýnd tvö hross á ár- inu, það eru: Ork sem hlaut í aðal- einkunn 8,33 og Þeyr sem fékk 8,24. Bjarni Marinósson, formaður sambandsins veitti auk þess Árna Guðmundsson frá Beigalda viður- kenningu fyrir vel unnin störf við skrif sögu Hrossaræktarsambands- ins. Guðlaugur Antonsson hafði framsögu um verðlaunaveitingar fyrir efsm hross í hverjum flokki kynbótahrossa í eigu vestlendinga á árinu 2005. Eftirtalin hross hlutu viðurkenningar: Hryssur 4 vetra: Nándjfá Miðsitju, eigandi Þorvaldur Jónsson. Hryssur 5 vetra: Ork frá Akranesi, eigandi Smári Njálsson. Hryssur 6 vetra: Elkafrá Efri-Hrepp, eigandi Guð- nín Guðmundsdóttir. Hryssur 7 vetra og eldri: Þulafrá Hellubæ, eigandi Gíslína Jensdóttir. Stóðhestar 4 vetra: Glymur firá Innri-Skeljabrekku, eig- endur Lena Jóhanna Reiher, Finnur Kristjánsson og Gunnar Hlíðdal Gunnarsson. Stóðhestar 5 vetra: Sólonfrá Skáney, eigendur Bima Hauksdóttir, Heiða Dís Fjeldsted og Haukur Bjamason. Stóðhestar 6 vetra og eldri: Aðall frá Nýjabæ, eigandi OlöfK. Guðbrandsdóttir. MM PISTILL GISLA Prentfrelsi Það upplýsist hér með að Jón Bergvinsson bóndi á Heygarðshorni syðra er mesta skítmenni, níðingur, svíðingur, eymingi og mannlegt úrkast. Er maður þessi þvílíkur smánarblett- ur á sinni sveit að að ekki hafa aðrir slíkir dregið lífsandann að því er vitað er. Þetta er óheiðarlegt kvikindi, hórdómskarl, sem ekkert er heilagt. Þess ber reyndar að geta í beinu framhaldi að Jón Bergvins- son bóndi á Heygarðshorni syðra er mér vitanlega ekki til. Það breytir því hinsveg- ar ekki að þótt hann væri til þá væri mér heimilt að út- húða honum með framan- greindum hætti, hvort sem er hér í þessum pistli, á heimasíðu minni (sem reyndar er heldur ekki til) eða í hverjum þeim miðli öðrum sem er tilbúinn til að birta hvaða sora sem er. Það sem þó er kannski sínu verst er að þeir miðlar eru til. Allt er þetta gert í nafni prentfrelsis og tjáninga- frelsis. Eg hugsa að fáir séu hlynntari frelsi einstak- lingsins heldur en sá sem hér ritar. Eg hef alla tíð búið við þau forréttindi að hafa frelsi til að gera nánast það sem mér sýnist. Það hefur þó ekki endilega þýtt að ég hafi gert allt sem mér hefur dottið í hug enda er hugmyndaflugið í mínu til- felli mun öflugra en fram- kvæmdagleðin. Það sem þó skiptir meira máli er að mér var í æsku kennt að maður framkvæmir ekki allt sem manni hugsanlega dettur í hug og maður seg- ir heldur ekki allt sem maður hugsar. I dag tíðkast það aftur á móti að segja helst allt sem hugsað er og skrifa það helst líka þannig að það verður ekki aftur tekið. I nafni frelsins eru menn rakkaðir niður í þar til gerðum miðlum. Það eru birtar af þeim myndir á vefsíðum, teknar án þeirra vitundar og gjarnan við annarlegar aðstæður. Akveðnir miðlar hafa hvatt fólk til að mynda annað fólk og skaffa kjaftasögur til birtingar og jafnvel heit- ið greiðslu íýrir. Þetta hef- ur orðið til þess að fólk er hvergi óhult. Það er búið að gera samfélagið að einu allsherjar hringleikahúsi þar sem menn geta ráðist hver á annan. Hið svokall- aða frelsi hefur orðið til þess að hver sem er getur meitt hvern sem er með orðum án þess að þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sín- um. Ef þetta er það frelsi sem verið er að tala um þá held ég það sé betra að vera í mátulegum fjötrum. Gísli Einarsson, prentfrjáls

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.