Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 ^kCSsunviJi Tafarlausar aðgerðir vegna hraðaksturs Umhverfis- og skipulags- nefad Borgarbyggðar telur að nú þegar þurfi að grípa til að- gerða vegna mikils hraðaksturs á Borgarbraut í Borgarnesi. Þetta kom fram á ftmdi nefndarinnar á dögunum þar sem rædd voru umferðaröryggismál. Nefhdin samþykkti eftirfar- andi bókun: „Það er engin hraðahindrun á Borgarbraut ffá Brákarey að nýuppsettri hindr- un við gangstétt á móts við Klettaborg. Síendurtekinn hraðakstur á þessari leið einkum að kvöldlagi og um helgar skap- ar óásættanlega hættu fyrir ak- andi og gangandi umferð auk þess sem það skapar hávaða með tilheyrandi ónæði hjá íbúum á þessu svæði. Því leggur nefridin til að tafarlaust verði gripið til hraðalækkandi aðgerða á Borg- arbraut." HJ Til minnis Við minnum á fjöida aöventu- og jólatónleika sem haldnir eru vítt og breitt um Vesturland. Sjá vibburðaskránna „Á döf- inni" á bls 21 og heimasíður sveitarfélaga á Vesturlandi. Ve?whorfMr Það verður suðlæg átt og frem- ur hlýtt í vebri næstu daga. Vætusamt hér á Vesturlandi a.m.k. fram á laugardag en þá gæti stytt upp. Spnrnimj viK^nnar Á Skessuhornsvefnum var spurning libinnar viku: „Gefur þú bágstöddum í söfnunum fyrir þessi jól?" Um helmingur þeirra sem svöruðu segjast ætla ab gera þab, eba 48,5%. 18,3% vissu það ekki, en réttur þriðjungur gerir það ekki. í næstu viku spyrjum vib þeirrar praktísku spurningar: „Áttu þinn uppá- halds jólasvein?" Svaraöu án undanbragöa á www.skessuhorn.is Vestlendiníjtvr viKtvnnar I Ab þessu sinni er Vestlendingur vikunnar Vilhjálmur Birgisson, formabur Verkalýösfélags Akra- ness. Titilinn hlýtur hann fyrir einarba baráttu fyrir kjörum og réttindum erlendra starfs- manna á félagssvæöi VLFA. Smyglvamingnrmn sem haldlagður var á Grundartanga ísíðustu viku kommn í vörslu lögreglunnar í Borgamesi. ÞaS er kátbrosleg staSreynd aS hluti þessa smygls var framleiSsla VíngerSarinnar í Borgamesi. Þærflöskur voru semsagt œttaSar úr Borgamesi, búnar aS fara til Danmerkur, smyglaS til Grundartanga og komnar aftur í Borgames. Smygl upplýst á Grundartanga Lögreglan og tollgæslan í Borg- amesi lagði hald á smyglvarning sem komið hafði verið ffá borði m/s Dettifoss í Grundartangahöfn seint á miðvikudagskvöld í liðinni viku. Skipið hafði komið til Grand- artangahafnar frá Reykjavík um kl. 18 og vora tveir skipverjar stöðvað- ir með varninginn á pallbifreið skammt ff á Grundartanga um mið- nættið. Leitað var í skipinu og voru 7 skipverjar handteknir og færðir til yfirheyrslu en sleppt að þeim lokn- um. Málið telst að fullu upplýst. Um var að ræða samtals um 280 lítra af sterku áfengi, 50 lítra af létt- víni, um 30 lítra af bjór, 100 karton af sígarettum auk 280 dósa af neftó- baki og 120 dósa af munntóbaki. Dettifoss fór frá Grundartanga um kl. 9 morguninn eftir. MM ------------------------------+------- Mestum smábátaafla landað í Olafevík Á síðustu fimm fiskveiðiárum hafa smábátar landað tæplega 47 þúsund tonnum af sjávarafla á Vesmrlandi. Þetta kemur ffam í svari sjávarút- vegsráðherra við fyrirspum Adolfs H. Berndsens á Alþingi. Mestum afla hafa smábátar landað í Ólafsvík eða tæplega 20 þústrnd tonnum. I svari ráðherra kemur ffam að á síðustu 5 fiskveiðiárum hafa smábát- ar landað allt frá 8.662 tonnum til 9.884 tonna á hverju þessara ára eða samtals 46.863 tonnvun alls. Eins og áður sagði var stærstum hluta þessa afla landað í Ólafevík eða 19.568 tonnum. Á Rifi hefúr verið landað 10.254 tonnum, á Arnarstapa 6.020 tonnum, f Grandarfirði 4.677 tonn- um, í Stykkishólmi 4.250 tonnum og á Akranesi 2.084 tonnum. Þá var 10 tonnum landað í Hvalseyjum á þessum árum. Á landinu öllu lönduðu smábátar á þessum árum samtals 293.543 tonnum og er því hlutur haftia á Vesmrlandium 16%. HJ Gámaþjónusta Vesturlands með lægsta tilboð í sorphreinsun Gámaþjónusm Vesmrlands átti lægsta tilboðið í sorphreinsun sunnan og norðan Skarðsheiðar en tilboð í verkið voru opnuð á þriðju- dag. Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda og gert er ráð fyrir að önnur sveitarfélög sem um ræð- ir geri slíkt hið sama. Talið er að talsverðir fjármunir sparist í kjölfar útboðsins. Alls bárust tilboð frá fjórum aðil- um í sorphirðu í sveitarfélögum sunnan og norðan Skarðsheiðar auk þess sem frávikstilboð bárust frá tveimur bjóðendum. Islenska gámafélagið bauð 64,7 milljónir króna og 57,1 milljón króna frá- vikstilboð. Garðlist ehf. bauð 95,5 milljónir króna og Islandsgámar bauð 102,8 milljónir króna auk 35,7 milljóna króna ffávikstilboðs. Tilboð Gámaþjónusm Vesmrlands var að upphæð 36,6 milljónir króna. Frávikstilboð Islandsgáma miðaðist eingöngu við sorphirðu á Akranesi og sunnan Skarðsheiðar og var því dæmt ógilt. Sorphirða mun breytast nokkuð til sparnaðar með þessu útboði og því erfitt að bera saman kostnað sveitarfélaganna í dag við kostnað- inn efdr útboð. Hins vegar er ljóst, að sögn Þorvaldar Vestmanns sviðsstjóra tækni- og umhverfis- sviðs Akraneskaupstaðar, að útboð- ið mun hafa talsverðan sparnað í för með sér fyrir sveitarfélögin. Sem dæmi má nefna að kostnaður við sorphirðu á Akranesi er í dag um 30 milljónir króna á ári. Hlutur Akra- neskaupstaðar í útboðinu nú er hins vegar um 17 milljónir króna. Verði af samningum við Gáma- þjónusm Vesmrlands mun sorp- hirða á grundvelli útboðsins hefjast í Borgarfjarðarsveit og sveitarfélög- unum sunnan Skarðsheiðar þann 1. janúar, á Akranesi hefst hún 1. febr- úar og í Borgarbyggð 1. júlí á næsta ári. Samkvæmt útboðsgögnum er gert ráð fyrir að samið verið til 1. júlí 2009. HJ Rætt um stöðu erlendra starfsmanna á Akranesi Bæjaryfirvöld á Akranesi vilja leggja sitt af mörkum til þess að leikreglur á vinnumarkaði séu virt- ar við þátttöku erlendra starfs- manna á Akranesi og hefur verið komið á fót formlegum samstarfs- vettvangi til þess að auðvelda sam- starf þeirra félaga og stofiiana sem vinna að málum. Á fimmmdaginn komu Olafur Þ. Hauksson sýslumaður á Akranesi, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Stefán Skjaldarson skattstjóri Vesturlands- umdæmis og Tryggvi Bjarnason lögfræðingur Skattstofu Vestur- landsumdæmis til fundar við bæjar- ráð Akraness. Ræddu þessir aðilar málefni erlendra starfsmanna sem starfa á vinnumarkaði á Akranesi. I bókun fundarins segir að aðilar séu sammála um að hafa með sér sam- starf og miðla upplýsingum um málið. Guðmundur Páll Jónsson bæjar- stjóri segir að boðað hafi verið tdl fundarins vegna þeirra umræðu sem átt hefur sér stað að undan- förnu um erlenda starfsmenn hér á landi þar á meðal á Akranesi. Hann segir engan vafa á því í sínum huga að ekki hafi verið farið að settum reglum. Því hafi þótt nauðsynlegt að koma á fót samstarfsvettvangi um þessi mál. „Þessi fundur var mjög góður og við rnunum funda aftur í næstu viku,“ segir Guð- mundur Páll. Aðspurður hvers vegna bæjarfé- lagið hafi ákveðið að koma að mál- inu segir hann mikla hagsmuni í húfi fyrir bæjarfélagið. „Okkur er það mjög mikilvægt að staðið sé skil á útsvari vegna þeirra erlendu starfsmanna er hér starfa. Einnig er mjög mikilvægt að sveitarfélagið tryggi að jafnræði sé meðal þegn- anna. Ef einstök fyrirtæki komast upp með að brjóta lög og reglur grefur það undan þeim fyrirtækjum hér um slóðir sem standa löglega að hlutum. Slíkt megum við ekki og getum ekki fallist á. Því var mjög á- nægjulegt að undirtektir við að koma þessum samstarfevettvangi á voru góðar. Þannig getum við auð- veldað starf þeirra er að þessum málum koma,“ segir Guðmundur Páll Jónsson. HJ Tilkynning vegna jólablaðs Að þessu sinni kemur jólablað Skessuhoms út þriðjudaginn 20. desember. Að vanda verður um stærsta blað ársins að ræða hjá út- gáfunni. Af þeim sökum er vinnslutími blaðsins lengri en venjulega og því þurfúm við að biðja alla þá sem þurfa að koma á framfæri efhi; fféttum, tilkynn- ingtun og auglýsingum að hafa samband sem fyrst. Síðasti skila- ff estur auglýsinga er fimmtudag- inn 15. desember. -ritstjóri Breytingar í verslun GRUNDARFJÖRÐUR: Sam- kaup hf hefúr keypt rekstur Esso söluskálans í Grundarfirði af Gmmari Ragnarssyni. Gunnar mim verða verslunarstjóri áffam yfir söluskála og versltm auk þess að sjá um þjónustu í kringum bensínið. Fyrirhugað er að byggja við söluskálann nýtt versl- unarhúsnæði fyrir Samkaup Strax verslunina og tengja það söluskálanum. Undirbúningur að því er hafinn í samráði við bæjar- yfirvöld. „Markmiðið er að treysta enn ffekar þjónustu við Grundfirðinga og nærsveitir," segir í ffétt ffá Samkaupsmönn- um. -mm Geca gjaldþrota AKRANES: Óskað hefur verið effir því að fýrirtækið Geca ehf. við Höfðasel á Akranesi verði tekið til gjaldþrotaskipta. Geca er sprotafýrirtæki sem undanfarin ár hefúr unnið að þróun og ffam- leiðslu á húseiningum með nýrri firamleiðsluaðferð. Undir mikl- um þrýstingi eru einingaplötur steyptar og er hráeffúð sement, trjáspæni og kolsýra. Starfemenn Geca fengu ekld greidd latm nú um mánaðamótin og mun Verka- lýðsfélag Akraness sjá um að gera launakröfu fýrir hönd allra starfe- manna, sem send verður til skiptastjóra. -mm Jólamarkaður BORGARNES: Árlegur jóla- markaður ýmissa söluaðila verð- ur fýrir þessi jól í Félagsbæ í Borgamesi. Þar fæst allt ffá loft- kökum til mun eðlisþyngri vöru; prjónles, kökur og ýmislegt fin- erí. Opið er alla daga nema sunnudaga ffá kl. 13 til 18. -mm 80 þúsund rjúpur LANDIÐ: Rjúpnaveiðitímabil- inu er nú lokið og líklega hafa veiðst um 80 þúsund fúglar á öllu landinu. Reyndar er mjög erfitt að segja með vissu til um veiði- tölur. „Þetta byrjaði mjög vel, sumir fengu mjög góða veiði og síðan drógu menn aðeins úr veiðunum þegar leið á. En marg- ir voru nú bara að sýnast í þeim efinun. Eg held að 80 þúsund fúglar séu nærri lagi, ég hef heyrt í nokkuð mörgum veiðimönnum víða um land,“ sagði skotveiði- rnaður sem stundaði mikið rjúp- una og veiddi ágædega. Frétt okkar um að rjúpan hafi verið seld á allt að 4500 krónur vaktd mikla athygli og voru töluverð viðbrögð hjá lesendum okkar við fféttinni. Flestum fannst þetta svakalega hátt verð fýrir einn fugl, sem auk þess má alls ekki selja. -gb

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.