Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 ^&tðsunu.. Leynivinayika Leynivinavika var haldin nú á dögunum í Grunnskólanum í Borg- amesi með góðum árangri og frá- bærri þátttöku. Lidum gjöfum, orð- sendingum og skilaboðum var kom- ið manna á milh og tók allt starfsfólk skólans þátt í leynimakkinu. Svo var haldinn fagnaður þar sem leynivin- irnir vora afhjúpaðir og urðu marg- ir undrandi þegar samsæriskenning- ar þeirra brustu og einhver allt ann- ar reyndist leynivinurinn. Svo voru nokkur skemmtíatriði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af kennurum skólans í blöðrublásturskeppni. HSS Arangurslausum fjár- námum ungs fólks fjölgar í svari dómsmálaráðherra á Al- þingi við fyrirspurn Valdimars Leó Friðrikssonar, þingmanns Samfylk- ingarinnar um árangurslaus íjár- nám hjá ungu fólki kom m.a. fram að árangurslausum fjárnámum hjá fólki yngra en 30 ára hefur fjölgað um tæp 30% á árunum 2001 til 2005. Arið 2001 voru árangurslaus fjárnám 864 talsins hjá aldurshópn- um 15 til 30 ára og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan, voru árið 2004 1234 talsins og 1106 ffarn til nóvember á þessu ári. Af þessu má sjá að alltof margt ungt fólk gætir ekki hófs í fjárfestingum m.t.t. greiðslugetu, en geta skal þess að árangurslaust fjárnám eru oft vegna tiltölulegra lágra upp- hæða og nægir að nefna nýlegar fréttir um slíkt vegna óhóflegrar símanotkunar. MM Störf á Bifröst Daggæsla: Tvo a5ila vantar til að taka að sér daggæslu á Bifröst fyrir börn undir leikskólaaldri frá næstu áramótum. Húsnæði ertil staðar fyrir starfsemina. Öryggisvörður: Viðskiptaháskólinn og Nemendagarðar á Bifröst óska eftir aðila til að taka að sér næturvörslu á Bifröst frá næstu áramótum. Vefsmíði og notendaþjónusta: Viðskiptaháskólinn á Bifröst óskar eftir starfsmanni til að vinna við heimasíðu skólans og tölvuþjónustu. Nánari upplýsingar veita Þórir Páll Guðjónsson og Stefán Kalmansson í síma 433-3000. Umsóknir skal senda Viðskiptaháskólanum á Bifröst, 311 Borgarnes. VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN BIFRÖST Litla stúlkan með eldspýtumar Hið klassíska verk H.C. Ander- sen, Litia stúlkan með eldspýturn- ar, var frumsýnt nú á dögunum í Tónlistarskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi við mikinn fögnuð við- staddra. Verkið var valið af því til- efhi að 200 ár voru liðin frá fæð- ingu ævintýrasöguritarans. Fullt hús var á ffumsýningu og gerður var góður rómur að leik, söng og hljóðfæraleik krakkanna sem tóku þátt í sýningunni. Aðalhlutverkin eru í höndum Láru Maríu Karls- dóttur, nemanda í Grunnskólanum í Borgarnesi og Þorgerðar Olafs- dóttur, nemanda í Varmalands- skóla. Tónlistar- og leikstjórn var í höndum Theodóru Þorsteinsdótt- ur og píanóleik annaðist Jónína Erna Amardóttir. HSS Þórðar minnst á aldarafinælinu Þann 25. nóvember sl. minntust vinir og sveitungar Þórðar Halldórssonar frá Dag- verðará þess, að 100 ár voru liðin frá fæðingu hans. Þórður sem náði háum aldri, var um margt óvenjulegur maður - einstakur sagnamaður, málari og skáld, þjóðfræg refa- skytta og veiðimaður, frumkvöðull í heilsu- rækt og margreyndur í ýmsum mannraunum. Hann var sérstakur áhugamaður um heilsugildi ölkelduvatns, sem víða finnst á Snæfellsnesi og því þótti við hæfi á afmælisdaginn að halda sérstakt málþing um ölkeld- ur og heilsulindir á Snæfellsnesi. Voru það Hollvinasamtök Þórðar, sem stofnuð voru 5. mars sl. sem stóðu að þessu málþingi, sem hald- ið var að Lýsuhóli í Staðarsveit í Snæfellsbæ undir stjórn Ragnhild- ar Sigurðardóttir á Áltavatni. Þau sem fluttu erindi á málþing- inu voru: Guðmundur Omar Frið- leifsson jarðfræðingur, Jón Þor- steinsson gigtarlæknir, Guðmund- ur Björnsson endurhæfingarlækn- ir, Haukur Þórðarson kennari og Anna G. Sverrisdóttir fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins. Auk þeirra tóku þeir: Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Friðrik Friðriksson verkfræðingur hjá Hitaveitu Suð- urnesja þátt í pallborðsumræðum á eftir. í umræðunum var sjónum sér- staklega beint að Lýsuhóli, þar sem heitt ölkelduvatn streymir upp úr jörðinni. Voru frummæl- endur og fundarmenn sammála um að þar væru um margt einstæð- ir möguleikar á uppbyggingu fjöl- þættrar heilsulindar með áherslu á sérstöðu og heilsugildi ölkeldu- vatnsins. Til að svo mætti verða þyrfti nánari rannnsóknir og bor- anir eftir heitu vatni og vekja þyrfti áhuga fjársterkra aðila á möguleikum fjölbreyttrar heilsu- lindar á Snæfellsnesi. Heilsulindir sem nýta sér ölkelduvatn eru þekktar víða í Mið-Evrópu og hafa notið mikilla vinsælda í hundruð ára. Reyndar voru uppi stórhuga áform um nýtingu ölkelduvatnsins á Snæfellsnesi fyrir um 100 árum, en ekkert varð úr þeim og útflun- ingur ölkelduvatns rann út í sand- inn. Kannski er nú rétti tíminn runninn upp? Ferðamönnum fjölgar mjög ört á Snæfellsnesi og nefna má sem dæmi að á Djúpalónssand einan koma um 60 þúsund manns á ári. Rekstrarmöguleikar heilsulinda að Lýsuhóli og víðar á Snæfellsnesi ættu því að vera góðir, sé horft til reynslunnar ffá Bláa lóninu, Mý- vatnssveit og víðar. Um kvöldið þann 25. nóv. sl. var svo haldin afmælisfagnaður að Lýsuhóli, Þórði til heiðurs og reyndar var gamli maðurinn sem lést fyrir rúmum 2 árum, aðal skemmtikrafturinn, en sýndar voru gamlar upptökur með sagnamann- inum, sem sýndi þar sínar bestu hliðar. Þá tróðu upp listamenn úr hópi heimamanna og fluttu ljóð Þórðar með nýstárlegum hætti við frábærar undirtektir. Þjóðsagna- persónan Þórður frá Dagverðará lifir enn góðu lífi á Snæfellsnesi. Hollvinasamtök Þórðarfrá Dagverðará CBóÁasafn JÍf raness Heiöarbraut 40 • s. 433 1200 Lesid verður úr nýjum íslenskum frá Eddu og Uppheimum laugardaginn 10. des. kl. 13.30 -14.30 Hreinn Vilhjálmsson - Bæjarins verstu Reynir Traustason - Skuggaböm Guðjón Friðriksson - Ég elska þig stormur Marta María Jónsdóttir - Djöflatertan Ari Trausti Guðmundsson - Leiðin að heiman Verið velkomin í bókasafnið Kaffi og smákökur Bókasafn Akraness - Penninn bókabúð Edda forlag - Uppheimar Akratorg - kynning d niðurstöðu úr samkeppni Akraneskaupstaður Nú liggur fyrir niðurstaða í skipulagssamkeppni sem efnt var til um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis. Sjö tillögur bárust og hefur verið opnuð sýning á keppnistillögunum í Safnaskálanum að Görðum. Sýningin verður opin fram að jólum og eru bæjarbúar eindregið hvattir til að kynna sér tillögurnar. Sviðsstjóri tœkni- og umhverfissviðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.