Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 ‘Dýijiwia Tmfadátdr TiJiiuir iPárðcur&mi guU&miðir ag skartgripafiámmðir &ímar: 862 6060 - 464 3460 Verið tímanlega Mlmuów: ^ með &erpantamr íVYvJpPTC Þórhanna Guðmundsdéttlr Skrifstofumaður hjá SlBS irnéreremsogsttW. LTms ltmebPoiarol.,e. NíÖurstöður kiiniskra rannsókna sem prófessör ArnoldBerstad við Haukeiand háskólasjukrahúsið í Noregí framkvaemdi sýna að olían hefur áhrif á: -Önæmiskerfið - Gígt - a'urrta og stifa Hðí -Sárogexem - Maga- og þarmastárfsemi - Hárvöxt og negiur - Kólestrol t g bióðþrysting Fæst í öllum apótekum og heilsubúðum ^tíandsmíðað ákart frá cAkrane&i í jálapakkann Selolía frá Noregi KENNAfb\8,\MfíAND fóLANDS Orlofshúsnæði sumarið 2006 Stjórn Orlofssjóös Kennarasambands íslands óskar eftir að taka á leigu húsnæði til endurleigu næsta sumar fyrir félagsmenn. Bæði íbúðarhúsnæði og sumarhús koma til greina. Tilboð berist til skrifstofu Kennarasambands íslands merkt "Orlofssjóður” fyrir 20. desember nk. Orlofssjóður Kennarasambands íslands, Laufásvegi 81 101 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Þórisdóttir í síma 595-1122, netfang: hanna@ki.is og fax: 595-1112. Bætt samfélagsvitund - þemaverkejhi gnmnskólabama Undanfarnar vikur hefur 7. bekkur í Grunnskólanum í Borg- arnesi verið að vinna að þema- tengdu verkefni sem ber yfirskrift- ina samfélagsvitund. Er hugmynd- in sú að nemendurnir fái að kynn- ast samfélaginu sem þeir búa í bet- ur og með öðrum hætti en þau gera e.t.v. í sínu daglega lífi. Þannig er verið að gefa þeim tæki- færi á að nálgast fyrirtæki og stofn- anir sjálf á eigin forsendum með spurningar sem brenna á þeirra huga og hjörtum. Fóru þau t.d. í viðamikla rannsóknarferð í Safna- hús Borgarbyggðar þar sem tekið var vel á móti þeim en þar unnu þau verkefhi tengt hinum ýmsu munum og hlutum á safninu sem kennari þeirra útbjó sérstaklega. Einnig hafa þau farið á lögreglu- stöðina og fengið að skoða, prófa og spyrja. - einmitt það sem vakið hefur áhuga þeirra. Margt for- vitnilegt kom í ljós, m.a. sú stað- reynd að fæst þeirra vissu að lög- reglan á Islandi ber ekki vopn. Þau fengu að prófa handjárn, fara inn í fangageymslur, setjast inn í lög- reglubifreið, klappa dópleitar- hundinum og sjá sírenurnar koma á bílinn með væli og öllu tilheyr- andi. Vakti það stormandi lukku. Einnig hefur þjálfaður leitarhund- ur komið í heimsókn og eigandi hans, María Hrönn Kristjánsdóttdr sýndi þeim hvernig hundurinn Fönix getur þefað uppi fólk án erf- iðleika. HSS Vilja lækka fasteignagjöld en hækka byggingarleyfisgjöld Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins, sem sitja í minnihluta bæjar- stjómar Akraness, hafa lagt fram breytingartillögur við fjárhagsáætl- un bæjarins og stofhana hans fyrir árið 2006. Eins og fram hefur kom- ið í fréttum Skessuhoms hefur fast- eignamat á Akranesi hækkað mjög á liðnum ámm. Fasteignagjaldastofn hefur hins vegar verið óbreytmr þannig að fasteignagjöld hafa hækkað mjög mikið. I íjárhagsáætl- uninni sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn á dögunum var hins vegar lagt til að fasteignaskattur lækki úr 0,431% í 0,394%. Bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ganga lengra því þeir hafa nú lagt til að fasteignagjöldin verði lækkuð í 0,36%. I greinargerð með tillögvmni seg- ir m.a.: „Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er ljóst að fasteigna- mat á íbúðarhúsnæði, hefur hækkað gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu eða um 45%. Ekki er óeðlilegt að áætla að fasteignamat hér á Akra- nesi hækki um 25% eða jafnvel meira þar sem töluvert af nýbygg- ingum koma til álagningar á næsta ári. Miðað við það er eðlilegt að lækka álagningarprósentu til sam- ræmis við það sem gerist í ná- grannasveitafélögum Reykjavíkur svo sem Mosfellsbæ og Reykjanes- bæ. Þrátt fyrir lækkun prósentunn- ar má búast við að fasteignagjöld muni skila bæjarsjóði 18 milljónum meira en núverandi frumvarp gerir ráð fyrir.“ Þá lögðu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins einnig til að bygg- ingarleyfisgjöld verði hækkuð um 6%. I greinargerð með tillögunni segir m.a.: „I núverandi ffumvarpi til fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir tekjum vegna byggingaleyfisgjalda 124 milljónir króna. Að okkar mati er svigrúm til ffekari hækkana þar sem byggingaleyfisgjöld á Akranesi eru mun lægri en gengur og gerist í þeim sveitarfélögum sem við ber- um okkur saman við. Einnig er ljóst að þau standa engan veginn undir útlögðum kostnaði. Sú hækkun sem við leggjum til ætti að skila bæjar- sjóði 7,5 milljómim króna.“ Um áhrif þessara tillagna segja bæjarfulltrúarnir meðal annars: „Þar er trú okkar, eins og rakið er í hér að ofan að hækkun fasteigna- mats og hækkun byggingaleyfis- gjalda muni skila okkur nægjanleg- um fjármunum til að standa undir þessum viðbótarframkvæmdum. Auk þess skal á það bent að á árinu 2004 voru tekjur Akraneskaupstað- ar vegna útsvars, fasteignagjalda og byggingaleyfisgjalda 59 milljónir umfram áætlun. Má því alveg áætla að árið 2006 verði með svipuðu móti.“ Kollubúð tekur við fatnaði fyrir Rauða krossinn íbúum í Borgarfjarðarsveit og víðar stendur nú til boða fyrir jól- in að fara með notuð föt og skó í Kollubúð á Hvanneyri og gefa í þágu góðs málefnis. Kolbrún Anna í Kertaljósinu á og rekur Kollubúð á Hvanneyri. Sagði hún í samtali við Skessuhorn að þetta hafi verið gert í tilraunaskyni fyrir tveimur árum og hafi árangurinn verið góður. Fullur vörubíll hafi þá ver- ið sendur af fötum og skóm til Rauða krossins úr Borgarfjarðar- sveit. I fyrra hafði hún talið að það væri of mikið að gera þetta árlega, en reyndin var sú að margir komu með föt og skó í Kollubúð þrátt fyrir að ekki hafi verið auglýst söfnun. Hún hafi þá ákveðið að standa fyrir þessu árlega og fékk til liðs við átakið í ár fyrirtækið Land- flutninga, sem mun sjá um að koma því sem safnast til Rauða krossins. „Við ætlum að senda dreifibréf í öll hús í sveitinni og minna á þetta og það verður tekið við fötum og skóm fram til laugar- dagsins 17. desember. Við hvetjum alla til þess að taka nú til föt og skó sem hætt er að gegna hlutverki sínu og koma með, gjarnan í góð- um pokum. Það eru því miður allt of margir sem búa við lakan kost og þetta er nú það minnsta sem við getum gert fyrir þá sem lítið eiga,“ sagði Kolbrún Anna að lokum. Kollubúð er opin alla daga nema sunnudaga frá 12-17. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.