Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 gasSSiMölKM Spennandi tímar framundan hjá Borgames kjötvömm samhliða flutningi í nýtt húsnæði Vöruþróun og mikil sala gefur starinu gildi -segir Bergsveinn Símonarson, kjötiðnaðarmaður í nær hálfa öld ^Ætli við séum ekki að verka um 20 tonn af hangikjöti fyrir þessi jól. “ Bergsveinn við rekka með úrvals hangikjöti frá Borgamesi. Þessa dagana er hávertíð hjá kjöt- vinnslum víða um land við fram- leiðslu jólasteikanna sem hlaðið verður á veisluborð 80 þúsund heimila í landinu um hátíðirnar. Ein af stærri kjötvinnsltmum hérlendis er Borgames kjötvörur. Þar byggir vinnslan á langri hefð og ýmsar vör- ur og vöramerki eru landsþekkt. Þannig hefur forskeitið „Borgarnes" -kjöt, -kjötfars, -hangikjöt, og -grill- kjöt býsna sterka þýðingu í hugum margra Islendinga. Fáir gera sér e.t.v. grein fyrir um- fangi kjötvinnslu í Borgamesi. Hjá Borgarnes kjötvörum starfa í dag um 40 manns við framleiðslu á vel á annað hundrað vörumerkjum eða tegundum matvöru sem unnar eru m.a. úr dilka-, nauta- og svínakjöti; allt frá pylsum til gómsætra full- unnina steika. Þá eru einnig fram- leiddar margar gerðir af unnum kjötvörum t.d. paté undir merkjum Islenskt franskt og salöt undir merkjum Stjörnusalats. Fjölbreym- in í vörulínu fyrirtækisins er því mikil enda má segja að þar sé hægt að fá hráefni tíl ffamleiðslu mar- grétta veisluhlaðborðs af fínustu gerð. Framleiðslan byggir á áratuga hefð og vilji heimamanna til að styðja við fyrirtækið er sterkur og e.t.v. styrktist hann enn meira en ella fyrir um áratug síðan þegar ljóst var að vinnslu mjólkur yrði hætt í héraðinu. Þá var eins og menn, allir sem einn, þjöppuðu sér saman um að láta slíkt ekki einnig henda kjötvinnsluna þar sem þá myndi ómetanleg sérfræðiþekking tapast fyrir fullt og allt úr héraðinu. Blaðamaður Skessuhorns leit við í Borgarnes kjötvörum í liðinni viku, skyggndist inn í vinnslusali fyrir- tækisins þar sem starfsfólk var bók- staflega á fullu við kjötskurð, vinnslu og pökkun á ýmsum góm- sætum réttum. Kjötmeistarann; Bergsveinn Símonarson var leið- sögumaður. Vöruþróun gefur starfinu gildi Bergsveinn hefur lengstan starfs- faldur í fyrirtækinu, er borinn og barnfæddur Borgnesingur og hefur afar sterkar taugar til bæjarins ekki síður en fyrirtækisins. „Eg byrjaði að starfa við kjötvinnslu hér í Borg- arnesi fyrir réttum 45 árum síðan. A þeim tíma hefúr fyrirtækið verið starfrækt á þremur stöðum hér í bænum og í vor flytjum við svo í nýtt og sérhæft 2000 fermetra kjöt- vinnsluhús og verður það þá fjórði staðurinn sem ég starfa á og um leið sá nútímalegastí. Eg neita því ekki að ég gleðst yfir að fá að ljúka starfsaldrinum við svo góðar að- stæður sem þar verða. Hér í Brákar- ey eru húsakynni orðin býsna lúin og á margan hátt óhentug; margir gangar sem m.a. gerir alla verkferla snúningasamari en ella. Elsti hluti hússins er t.d. síðan árið 1933 og hefur oft verið byggt við á þeim tíma.“ Máli sínu til stuðnings bank- ar Bergsveinn í vegg á einum gang- inum og segir að þama væri einn af gömlu útveggjunum. „Þarna fyrir innan var gamla fry’stigeymslan og hafði ffost verið á henni í áratugi og þar fyrir skömmu þegar hætt var að nota hana sem slíka. Aður en frost- ið var tekið af spáðu sumir því að hún myndi hrynja, en svo var ekki, það hefur verið vel byggt á þessum árum löngu fyrir seinna stríð.“ Bergsveinn segir felast mikla hag- ræðingu í að flytja starfsemina í nýtt og sérhæft hús til kjötvinnslu. „Það auðveldar t.d. vöruþróun og skipu- lagningu en þrótrn í kjötvinnslu er í senn nauðsynleg og gefur starfinu gildi fyrir okkur sem vinnum við þetta. Því er ég fúllur tilhlökkunar vegna flutningsins næsta vor,“ segir Bergsveinn sem vissulega man tím- ana tvenna hvað aðstöðuna varðar. Fnimkvöðlar í grillmat Sem kjötmeistari hefur hann um- sjón með stórum hluta vinnslunnar; úrbeiningu, kryddun, reykingu, sölt- un og vinnslu hvers konar. Hann segir sérstöðu fyrirtækisins m.a. fel- ast í styrkleika þeirra í árstíðabund- inni vöru. „Við vorum t.d. á sínum tíma brautryðjendur í vinnslu grill- kjöts og fyrst þegar við settum það á markaðinn var bókstaflega unnið alla daga til að reyna að anna eftir- spurn. Þá var stórt skref stigið í vöruþróun sem fólst í því að krydda kjötsneiðar og pakka í hentugar neytendaumbúðir og selja vöru sem tilbúin var beint á grillið, en þá voru grill að ryðja sér til rúms. Síðan þá hefur margt breyst og neytendur kalla sífellt eftir vöru sem tekur stuttan eldtmartíma og því hentar grillmamrinn og ýmsar smásteikur vel. Flestar kjötvinnslur keppast við að bjóða nýjungar og spennandi vör- ur á grillin enda má segja að grill- tíminn sé alltaf að lengjast; bæði fyrr á vorin og ffarn undir jól. Þrátt fyrir aukna samkeppni erum við enn gríð- arlega sterkir í grillkjötinu og má þakka stöðugri þróun, gæðum og nýjungum að staða okkar er sterk.“ Jólasteik á 15 þúsund heimili Bergsveinn segir að þegar draga fari úr grillkjötstímanum á haustin þá taki undirbúningur jólvertíðar- innar við í beinu framhaldi en þá er annar stærsti sölutími ársins hjá Borgarnes kjötvörum. „Við erum nokkuð sterkir á kjötmarkaðinum fyrir jólin. Líklega erum við að verka um 20 tonn af hangikjöti í ár, um 10 tonn af hamborgarhryggjum og 6-8 tonn af Bayjonne skinku. Þetta er svona þessi algengasti jóla- matur og eftírspurn eftir honum frá okkur er mikil." Lauslega reiknað má þannig gera ráð fyrir að frá Borgarnesi komi jólasteik á borð um 15 þúsund heimila í landinu, eða hátt í 20% þeirra. Bergsveinn segir að þeir hafi ágæta reykaðstöðu og vandað sé til verka bæði við sölt- un og aðra vinnslu. Aðspurður um hvernig t.d. ferlið sé við verkun á hefðbundnu hangikjöti lýsir Berg- sveinn því þannig: „I dag kaupum við mestallt dilkakjöt af markaði þar sem sauðfjárslátrun er lítil í Borgar- nesi. Ætli við kaupum ekki þetta 350 til 400 tonn á ári til vinnslunn- ar og hluti þess fer til vinnslu jólamatarins. Ferlið á hefðbundnu hangikjöti er þannig að við úrbein- um frampart eða læri og setjum í rúllu og þvínæst er kjötið lagt í pækil. Eftir reykingu er kjötið látið hanga í stuttan tíma í kæli og þvínæst pakkað. Allt í allt er þetta ekki nema um vikuferli. Hangikjöt- ið hjá okkur selst afskaplega vel enda leitast margir eftir því að kaupa það sem þeir þekkja og Borg- arnes hangikjöt er vel þekkt að gæðum og hefur verið lengi á mark- aði.“ Slátra einnig Borgames kjötvörur reka stór- gripasláturhús í Brákarey og fer slátrun þar fram allt árið, líka á nautum, svínum og hrossum. Auk þess var í haust slátrað um 3000 ijár og fór allt það kjöt til vinnslu í fyr- irtækinu. Bergsveinn segir að þeir dilkar sem slátrað var í Borgarnesi í haust hafi farið beint í vinnslu hjá þeim og sýnir blaðamanni reykta lambahryggi sem unnir voru úr óffosnu kjöti úr héraðinu. I slátur- húsinu er slátrað um 80-90 grísum á viku og 20-30 nautum allt árið og hrossum er slátrað þar á ákeðnum árstímum. „Við erum þannig að hluta sjálfum okkur næg í hráefrii. Kjötsala almennt hefur verið ákaf- lega góð undanfarin ár og af sum- um vörutegundum eigum við því aldrei nóg. Þannig þarf t.d. alltaf að skammta svínalundir til kaupenda svo dæmi sé tekið.“ Bergsveinn kveðst að lokum bjartsýnn á ffamtíð kjötvinnslu í Borgamesi. „Eg er fúllur tilhlökk- unar vegna flutnings í nýtt kjöt- vinnsluhús í vor. Það veitir okkur svigrúm til að bæta vinnsluferla og þar með afkomuna. Salan á vörum frá okkur er alltaf að aukast og því er þróunin jákvæð. Eg er því bjart- sýnn, hef ekki ástæðu til annars,“ segir Bergsveinn Símonarson. MM Paté erframleitt undir merkjum Islenskt franskt. Svokölluð „gourmé“ vara sem merkir „g*ði“. Hluti af úrheiningargengi jýrirtækisins. Vegna mikillar þenslu á atvinnumarkaði hejur fyrirttekið þurft að leita eftir kjötiðnaðarmönnum útfyrir landsteinana. Þessir hrosmildu ungu mmn voru að úrheina dilkaframparta sem síðanfóni í vinnslu hangikjöts. Hangiframpartsrúllur liggja hér í pœkli áður en þœrfara íreykofninn. Verið að pakka kryddaðri og forsoðinni skinku. Mikil áhersla er lögð á vöruflokka sem þurfa stuttan eldunartíma; fyrir nútíma íslmska neytmdur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.