Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 Bílslys á Akranesvegi AKRANES: Tveir ungir menn slösuðust, þar af einn alvarlega, efrir árekstur fólksbíls og jeppa á gatnamótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar um klukkan hálf sjö á sunnudagsköld. Að sögn lög- reglunnar á Akranesi er talið að ökumaður bílsins hafi misst stjóm á bíl sínum í hálku með þeim af- leiðingum að hann rann í veg fyr- ir jeppann. Ökumaður var einn í jeppanum en hann sakaði ekki. Báðir mennirnir vom fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en öku- maður fólksbílsins var fluttur á slysadeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss. Hann hlaut höfuðá- verka og innvortis meiðsl og var lagður inn á gjörgæsludeild. Meiðsli hans em ekki h'fshættuleg. Farþegi í bílnum hlaut bakáverka. -mm Nýir rekstraraðilar REYKHOLT: Frá síðustu mán- aðamótum era nýir rekstraraðilar verslunarinnar Vegbitans í Reyk- holti. Hjónin Embla Guðmunds- dóttir og Jón Pétursson í Björk tóku þá við rekstrinum en auk hans reka þau hjón einnig Blóma- skálann á Kleppjárnsreykjum sem er opinn á sumrin. Frá næstu ára- mótum verður afgreiðsla Islands- pósts í Reykholtí flutt í Vegbit- ann. Fleiri breytingar em einnig í farvatninu, en Embla vildi ekki að svo stöddu gefa upp í hverju þær fælust. I vetur verður opið í Veg- bitanum frá 10-18 virka daga, 12- 18 á laugardögum og 14-18 á sunnudögum. -mrn Leikskólastjóri ráðinn BORGARBYGGÐ: Bæjarráð Borgarbyggðar hefur ráðið Ing- unni Alexandersdóttur í starf leik- skólastjóra nýs leikskóla í Borgar- nesi. Auk Ingunnar sótti Þórunn Harðardóttir um starfið. -hj Ofiistoppi að ljúka hjá ÍJ GRUNDARTANGI: Einn af þremur ofitum Jámblendifélagsins var gangsettur 4. desember sl. eft- ir tæplega mánaðar viðgerðar- stopp. I stoppinu var m.a. sett ný fóðring í ofiúnn. Ofhspotturinn er úr stáli með fóðringu að innan úr eldföstum steinum, kolefhi og bindiefhum. Endingartími ofits- fóðringa er yfirleitt um 15 ár. Aður en ffamleiðsla getur hafist í ofhinum þarf að hita, þurrka og baka fóðringuna í um vikutíma. Meðan á þurrkun stendur kemur reykur/vatnsgufa ffá ofninum sem hleypt er út án hreinsunar. Vatns- gufan myndi þéttast í pokasíuvirk- inu, eyðaleggja pokana og gera það óstarfhæff. Reykhreinsivirkið verður því gangsett u.þ.b. 11.-12. desember eða þegar eiginleg ffamleiðsla hefst. Fram að þeim tíma em skorsteinar opnir og gera má ráð fyrir nokkram sýnilegum reyk/vatnsgufu. Ofhinn er keyrð- ur á mjög lágu álagi þennan tíma eða u.þ.b. 15-20% af hámarksál- agi, segir í tilkynningu ffá ÍJ. -mm Gallerí Ozone opnaði á föstudag Þráttfyrir aó nýja verslunin sé stór og rúmgóð varfullt út úr dyrum frá fyrstu mínút- um og stöðugt rennert alla helgina. Síðastliðinn laugardag opnaði ný verslun, sem byggir reyndar á gömlum merg, við Kirkjubraut 12 á Akranesi. Verslunin heitir Gallerí Ozone og er rekin af hjónunum Huga Harðarsyni og Elsu Björns- dóttur sem átt og rekið hafa Ozone sl. 17 ár. Nú er verslunin rekin í nánu samstarfi við NTC verslunar- keðjuna sem m.a. rekur Verslunina 17 og er verð t.d. það sama og í öðram búðum innan keðjunnar. Sama má segja um leikföng þar sem þau Hugi og Elsa hafa samning við Leikbæ og Dótabúðina um verð- samræmi við þær verslanir á höfuð- borgarsvæðinu. Nýja verslunin er bæði rúmgóð og björt og alls um 470 fermetrar að stærð. A efri hæð er fatnaður, íþróttaföt og skór og hefur áhersla verið aukin á tísku- famað. A kjallarahæð eru barnaföt og leikföng. Astæða er til að óska eigendum Gallerí Ozone til hamingju með nýja og glæsilega verslun sem óneitanlega á þátt í að bæta ásýnd gamla miðbæjar Akraness og á vafa- lítið effir að auðga mannlíf þar á nýjan leik. MM Hafa áhyggjur af hugsanlegri lokun Lýsuhólssskóla Atvinnu- og ferðamálanefnd Snæfellsbæjar ræddi á dögunum hugsanlega lokun Lýsuhólsskóla. Bókaði nefhdin að hún hefði tölu- verðar áhyggjur vegna þessa máls „enda myndi það skaða atvinnumál sunnan Fróðárheiðar gríðarlega," eins og segir í bókun nefndarinnar. Þá segir að nauðsynlegt sé að at- huga alla aðra valkosti til að halda skólanum gangandi, meðal annars „að bjóða í kennslu barna ffá nær- liggjandi hreppum. Ekki er ólíklegt að þannig mætti ná hagræðingu fyrir alla aðila,“ segir í bókuninni. I dag era 2 3 nemendur í skólan- um í níu árgöngum en enginn nem- andi er sem stendur í 4. bekk að því er kemur fram á heimasíðu skólans. Örvar Már Marteinsson, for- maður nefndarinnar segir engar tillögur liggi fyrir um lokun skól- ans og engin formleg umræða hafi farið ffam um hugsanlega lokun. Hins vegar sé ljóst að nemendum skólans hafi farið fækkandi og því sé hann óhagkvæmari rekstrarein- ing en áður var. „Með þessari sam- þykkt voram við hins vegar að vekja athygli á því að það era til fleiri leiðir út úr vandanum en að loka skólanum. Ymsar hugmyndir vora ræddar sem styrkt geta skól- ann og vonandi skila þær árangri,“ sagði Örvar Már. HJ Leggja til auknar gatnafiramkvæmdir Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í minnihluta bæjarstjórnar Akraness hafa lagt ffam breytingar- tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2006. Leggja þeir til að nýtt slitlag verði lagt á Grenigrand og einnig að slitlag verði lagt á veg- inn að Safnaskála. I greinargerð með tillögunni seg- ir meðal annars: „I aðdraganda kosninga lögðum við sjálfstæðis- menn á það áherslu að Bjarkar-, Furu- og Grenigrund yrðu endur- gerðar. Um er að ræða götur í hverfi sem byggðist upp fyrir um 30 árum síðan og hafa íbúar þurft að sætta sig við ónýtar götur í lang- an tíma. Nú þegar hefur verið ráð- ist í endurgerð Bjarkar- og Furu- grundar og því eðlilegt að Greni- grandin verði tekin á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum ffá tækni- deild Akraneskaupstaðar má áætla að verkið kosti um 25 milljónir króna." Um veginn að Safnasvæðinu seg- ir: „A undanförnum áram hefur verið mikil uppbygging á Safiia- svæðinu að Görðum. Þangað kem- ur á hverju ári fjöldi ferðamanna. Akraneskaupstaður hefur lagt aukna áherslu á að hvers kyns við- burðir sem hann stendur fyrir fari ffam á svæðinu. Það er því algjör- lega óviðunandi að aðkoman að Safnasvæðinu sé ekki fólki bjóð- andi. Því leggjum við til að lagt verði varanlegt slitlag á veginn að Safnasvæðinu. Samkvæmt upplýs- ingum ffá tæknideild Akraneskaup- staðar má áætla að verkið kosti um 3 milljónir króna.“ HJ Vandi neytenda á iandsbyggðinni eykst Talsmanni neytenda hefur borist ábending um að vandi neytenda á landsbyggðinni hafi aukist í kjölfar áherslu á landflutninga í stað skipafluminga og einkavæðingar póstþjónusm. Þetta kemur fram í umsögn ffá talsmanninum, Gísla Tryggvasyni, um frumvarp um breytingu á virðisaukaskattslögum. í ffumvarpinu er gert ráð fyrir nið- urfellingu virðisaukaskatts af veggjaldi um Hvalfjarðargöng. I umsögninni kemur fram að vand- inn sé einkum í dreifbýli þar sem neytendur eru háðari ferðalögum og flumingskosmaði vöra. Þá telur talsmaður neytenda að í sumum tilvikum sé ferð til vöru- og þjón- ustukaupa eða flutnings vöru um Hvalfjarðargöng eini raunhæfi val- kosmr neytenda á Vesmr- og Norðurlandi. Því sé óheppilegt að tekjuöflun ríkisins, með innheimm virðisaukaskatts, komi harðar nið- ur á þeim sem nota göngin en öðr- um. HJ Ömefnaskilti Eyrbyggja við Kolgrafarfjörð Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grandarfjarðar afhenm Grundar- fjarðarbæ fyrir skömmu nýtt ör- nefnaskilti. Það var sett upp á nýja áningarstaðnum við Kolgrafarfjörð á vígsludegi nýju brúarinnar og vegarins þann 21. október sl. Eyr- byggjarnir, með Hermann Jóhann- esson í fararbroddi, lém útbúa skilt- ið skv. hönntm Hermanns, en skilt- ið er að formi til eins og opin bók. I bókinni má lesa um Eyrbyggja hina fornu, ömefni í firðinum og gönguleiðir á svæðinu. Freyja Bergsveinsdóttir vann grafík á skilt- inu, Jón Hans Inga- son smíðaði skiltið úr ryðffíu stáli og Guðjón Elísson tók ljósmyndina sem prýðir það. Það var Grand- arfjarðarbær sem kostaði uppsetn- ingu skiltisins og veitti Björg Agústs- dóttir, bæjarstjóri því viðtöku. Af gnmdarjjordur. is Hermann Jóhannesson Eyrbyggi og Björg Agústsdóttir bæjar- stjóri viö skiltió Nýtt skólaeldhús SNÆFELLSBÆR: Síðastliðinn fimmmdag var nýtt og fullkomið eldhús formlega tekið í notkun fyrir 5. - 10. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Þar er matráður Sigfús Almarsson. Fyrsta nem- endamáltíðin var ffamreidd í há- deginu þann dag en áður hafði starfsfólk skólans fengið for- smekkinn og snætt steinbít hjá Sigfusi. A heimasíðu Snæfellsbæj- ar kemur ffam að matseðill mán- aðarins verði framvegis settur ffam á heimasíðuna skólans. I skoðun er að bjóða nemendum 1. - 4. bekkjar heita máltíð í hádeg- ishléi þeirra, am.k. langa skóla- daga. -mm Hafiia bótakröfu BORGARBYGGÐ: Bæjarráð Borgarbyggðar hefur hafnað kröfum íbúa í Borgamesi um bæt- ur vegna tafa sem orðið hafa á gatnagerð við lóð íbúans. Forsaga málsins er sú að íbúinn fékk út- hlutað lóð við Kvíaholt árið 2001. Gekk hann ff á kaupum á eininga- húsi í Kanada og áætlaði að flytja inn í hið nýja hús um áramót 2001-2002. Seldi hann eldri hús- eign sína með það í huga. Vegna tafa við gatnagerð tafðist hús- byggingin mjög og þurffi íbúinn að búa í leiguhúsnæði um tíma, sem er í eigu sveitarfélagsins. Þar sem ennþá hefur ekki verið loldð við gatnaffamkvæmdir óskar hús- eigandinn eftir bótum að fjárhæð tæpar 1,2 milljónir króna. Eins og áður segir hafinaði bæjarráð þess- ari kröfú. -hj Gistinóttum íjölgar LANDIÐ: Gistinætur á hótelum í október árið 2005 vom 86.100 en voru 84.000 árið 2004. er þetta 2,5% aukning. Að sögn Hagstof- unnar er fjölgun gistinátta ein- göngu vegna údendinga, en þær fóra úr 63.200 í 66.100 milli ára sem er 4,6% aukning. Gistinótt- um Islendinga fækkaði um 4% á sama tíma, úr 20.800 í 20.000. Eins og s.l. 5 mánuði varð hlut- fallslega mesta aukningin á Suð- urnesjum, Vesturlandi og Vest- fjörðum þar sem gistinætur fóra úr 4800 í 6700 (39,3%). -mm Móttaka að Borg BORGARBYGGÐ: Sveitarfé- lagið Borgarbyggð og séra Þor- bjöm Hlynur Amason hafá gert samning um greiðslur fyrir mót- töku ferðamanna að Borg á Mýr- um. Samkvæmt honum sér séra Þorbjöm Hlynur um móttöku ferðamanna, sýnir þeim staðinn og kynnir sögu hans. Tekur Borgarbyggð þátt í kostnaði við þessar móttökur með ffamlagi að upphæð 200 þúsund krónur á ári og skal greiðslan fara fram í ágúst ár hvert. Samningurinn sem undirritaður var þann 18. nóv- ember gildir ffá síðustu áramót- um. Hann er ótímasettur en upp- segjanlegur af beggja hálfu með þriggja mánaða fyrirvara um hver áramót. -hj WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miövikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þri&judögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhom ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Bla&amenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritarar: Císli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Ófeigur Cestsson 892 4383 sf@simnet.is Augl. og dreifing: Iris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Cuðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.