Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 §giSSÍ)IMMÖÍ2Ki Ágætu Borgnesingar og nærsveitungar! Eins og mörg ykkar efLaust hafa tekið eftir, erum við Kiwanismenn ekki með árlega jólapappírssölu í gangi fyrir þessi jól. Við viLjum þakka ykkur, ágætu nágrannar og veLunnarar, fyrir þoLinmæði ykkar, góðar viótökur og frábæran stuðning við starf okkar í gegnum árin. Megið þið öll eiga góðar stundir um komandi jól og alla framtíð. Stjórn Kiwanisklúbbsins Smyrils í Borgarnesi Laugardaginn 10. des. og sunnudaginn 11. des. verða flutt atríði frá Tónlistarskólanum á Akranesi milli kl. 14 og 15 báða dagana. Heitt kakó og piparkökur | f lljr . ^itíci Míídm I velkotrimr kirkjubraut 2 • akranesi i ' SÍMI431 1753 & 861 1599 Tilvalin jólagjöf til starfsmanna! Allt í einum pakka Gjafakort MRA eru til sölu í útibúum Landsbanka Islands og íslandsbanka á Akranesi. Fáanleg í þremur upphæðum kr. 2.500, 5.000, og 10.000. Handhafar gjafakortanna geta notað kortin hjá um 30 verslunar- og þjónustuaðilum á Akranesi ÍSLANDSBANKI Landsbankinn Banki allra landsmanna MARKA V J Andlitslyfting Landsbankans SfíSastliðinn fóstudag var gestum boðið aðþiggja veitingar í lítibúi Landsbankans við Suðurgötu á Akranesi. Um kaffileitið komu auk þess nemendur úr Grundaskóla ogflutttt s&ngatriði úr leikritinu Hunangsflugum og Villiköttum. Tilefnið hátíðarhaldanna var að búið er að breyta afgreiðslu bankans. Felst breytingin einkum í að rýmið er allt opnara en áður. Ljósm. MM Misjamar undirtektir við niðurfell- ingu virðisaukaskatts af veggjaldi Undirtektir við frumvarp Magn- úsar Þórs Hafsteinssonar um breytingar á virðisaukaskattslögum hafa verið misjafnar. Eins og ffam hefur komið í Skessuhorni verður virðisaukaskattur á veggjöldum um Hvalfjarðargöng lagður af nái til- laga Magnúsar Þórs ffarn að ganga. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis óskaði eftir umsögnum fjöl- margra aðila og eru þær mismun- andi, allt frá því að styðja málið til þess að leggjast alfarið gegn frum- varpinu eftir þeim upplýsingum sem Skessuhorn hefur aflað sér. I umsögn ffá Norðuráli kemur fram stuðningur við niðurfellingu skattsins. Segir Ragnar Guð- mundsson framkvæmdastjóri hjá Norðuráli að virðisaukaskattur á notkun samgöngumannvirkja hafi að öðru jöfnu letjandi áhrif á sam- göngur og dragi úr samkeppnis- færni fyrirtækja utan höfuðborgar- svæðisins vegna hærri kostnaðar og minni sveigjanleika í öflun vinnu- afls. Þá rýri slík skattheimta lífs- gæði íbúa utan höfuðborgarsvæðis- ins því hún dragi úr möguleikum þeirra til að nýta opinbera þjónustu sem og þjónustu einkafyrirtækja sem að mestu eru á höfuðborgar- svæðinu. Slík skattheimta ýti því undir flutning fólks úr dreifbýli í þéttbýli. Samtök verslunar og þjónustu líta öðrum augum á málið. Þau telja ekki rétt að fella niður virðis- aukaskattinn. Hins vegar telja þau rétt að verði neðra þrep virðisauka- skatta lækkað fylgi skattlagning á veggjald þeirri breytingu. Einnig leggst Viðskiptaráð Islands alfarið gegn málinu. Athyglisvert er sjónarmið Reykjavíkurborgar. An þess að leggjast gegn frumvarpinu telur stjórnsýslu- og starfsmannasvið borgarinnar mun brýnna að horfið verði frá álagningu virðisaukaskatts á almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu. Nokkurra efasemda gætir um frumvarpið hjá nokkrum umsagn- araðilum. Er þar bent á að verði virðisaukaskattur felldur niður missi Spölur ehf. þar af leiðandi hugsanlega af heimild til frádráttar innskatts af starfsemi fyrirtækisins. Þetta kemur meðal annars ffam í umsögn fyrirtækisins um tillöguna. Þar segir að slík niðurstaða gæti þýtt aukinn rekstrarkostnað á þriðja tug milljóna króna. Sú upp- hæð hækki mjög þegar að stórum viðhaldsverkefnum eins og endur- nýjun slitlags sem fyrirhuguð er innan fárra ára og einnig ef ráðist verður í hugsanlega stækktm gang- anna eins og hugmyndir eru uppi um. Bendir Spölur því frekar á þá leið að lækka virðisaukaskattinn ffekar en að leggja hann af. Jón Rögnvaldsson vegamála- stjóri segir í sinni umsögn að slíkar breytingar hafi í för með sér að fyr- irtækið verði í kjölfar niðurfelling- ar virðisaukaskattsins að hækka gjaldskrá sína. Faxaflóahafnir og Akraneskaupstaður leggja áherslu á það í sínum umsögnum að tryggt verði að rekstrarstaða Spalar ehf. versni ekki við niðurfellinguna. HJ Borgarbyggð tekur þátt í einkahlutafélagi um reiðhöll Bæjarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að taka þátt í stofnun einkahlutafélags um byggingu reiðhallar í Borgarnesi. Kemur samþykktin í kjölfar niðurstöðu vinnuhóps er fjallaði um málið. I hópnum sátu sex fulltrúar, þar af tveir ffá Borgarbyggð. Hlutverk hópsins var að skila fullmótuðum tillögum um byggingu reiðhallar í Borgarnesi. í tillögu hópsins er gert ráð fyr- ir að reiðhöllin rísi við félagssvæði Hestamannafélagsins Faxa og að hún verði 1.620 fermetrar að stærð. Aætlaður kostnaður við bygginguna er um 60 milljónir króna auk gatnagerðar- og bygg- ingarleyfisgjalda. Leggur hópur- inn til að stofnað verði hlutafélag um bygginguna og verði Skrif- stofuþjónustu Vesturlands falið að gera stofnsamning. Stofnaðilar verði Borgarbyggð, hestamannafé- lögin Skuggi og Faxi, Hrossarækt- arsamband Vesturlands og „aðrir þeir sem vilja leggja málefninu lið,“ eins og segir í áliti vinnu- hópsins. Þá leggur hópurinn einnig til að gengið verði til samn- inga við Límtré-Vírnet um hönn- un, framleiðslu og uppsetningu hússins. HJ 550 ára afmælishátíð Afmcelisbörnin f.v.: Svavar B. Garðarsson, Sigurlína Valgeirsdóttir, Berglind Guðna- dóttir, Jónsína Olafsdóttir, Helga Þómý Albertsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Mar- grét Gunnarsdóttir, Guðjón S. Brjánsson, Lára Dóra Gunnarsdóttir og Rósa Mýrdal. Ein úr hópnum, Rósa Sigurðardóttir brá sér af b<e í afmœlisferð til útlanda. Á fullveldisdaginn, þann 1. desmber var haldin 550 ára afmæl- ishátið fimmtugra starfsmanna á SHA en 11 starfsmenn fögnuðu þessum tímamótum á árinu. Þeir tóku höndum saman og efndu til samsætis á fullveldisdaginn og buðu samstarfsólki í tertuveislu af þessu tileíni. Framkvæmdastjóri flutti há- tíðarræðu í hófinu og drap á nokk- ur atriði veraldarsögunnar þessi 550 ár og greindi ffá helstu fféttum sem varðveist hafa af vettvangi ís- lenskra þjóðmála. Þessir spræku starfsmenn eiga bæði lengri og styttri starfsaldur á stofhuninni en þau affnælisbörn sem lengst hafa unnið á SHA hófu störf um tvítugt og hafa því alið manninn á sama vinnustaðnum í 30 ár. Þess má geta að í þessum ellefu manna hópi eru 9 fermingarsystkin. Hófið sám ríf- lega 100 starfsmenn. Geta má þess að á næsta ári er útlit fýrir að þetta verði toppað þar sem hvorki fleiri né færri en 16 starfsmenn SHA era af árgangi 1956. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.