Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 23
 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 23 Aðstaða hestamannafélags- ins Faxa flutt að Miófossum Frá úrtökumóti Faxa á Miðfossum fyrir Fjórðungsmót sl. sumar. Aðalfundur hestamannafélags- ins Faxa í Borgarfirði fór fram í lið- inni viku. Á fundinum var stjórn félagsins veitt umboð til að selja eignir þess á Faxaborg en þar hefur keppnishald farið fram í meira en hálfa öld, þar er völlur, veitingaskúr, yfirbyggður dans- pallur, hreinlætisaðstaða og hest- hús sem að vísu er farið að láta á sjá. Þó svo aðstaðan til keppnis- og sýningarhalds hafi verið góð á árum áður er óhætt að segja að með hliðsjón af keppnisvöllum í dag sé aðstaðan þar í dag fremur léleg. Faxi gerði fyrst samning um landleigu á bökkum Hvítár fyrir 55 árum síðan, þá til 50 ára en fyrir 5 árum síðan var samningurinn endurnýjaður og rennur hann út um næstu áramót. Ástæða þess að félagið hyggst nú draga úr eða hætta starfsemi á Faxaborg er sú að nú er risin á Miðfossum í Andakíl hestamið- stöð með ágætri sýningar- og keppnisaðstöðu. Þessi aðstaða stendur Faxamönnum nú til boða. Gunnar Örn Guðmundsson, er formaður Faxa. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að félags- fundur í Faxa sl. þriðudag hafi veitt stjórninni heimild til að reyna að selja eignirnar á Faxaborg og ef ekki semdist um sölu mætti grípa til annnarra ráðstafana. „Við höfum einnig umboð félags- manna til að semja við Ingimund hf., eiganda Miðfossa þar sem byggð hefur upp stórglæsiieg að- staða fyrir hross og sýningarhald auk ágætrar félagsaöstöðu. Vilji Ármanns Ármannssonar er að fá Faxafólk til starfa á Miðfossum og skapa félaginu góða aðstöðu þar til framtíðar. Þarna er nýr 300 metra hringvöllur og sérstök skeiðbraut sem hægt er að nota tii kynbótasýninga, ágæt stæði fyrir bíla á áhorfendasvæði og 40 hesta hús ásamt reiðskemmu. Þannig má segja að aðstaðan á Miðfossum geti vart gerst betri og því er það mikill fengur fyrir hestamannafélagið að fá þarna aðstöðu fyrir okkar starfsemi sem að mestu fer fram á sumrin; nokk- ur mót, sýningar og námskeið," sagði Gunnar. Þess má geta að það eru fleiri sem líta hýru auga til aðstöðunn- ar á Miðfossum. Samkvæmt heimildum Skessuhorns standa nú yfir viðræður milli Landbúnað- arháskólans og Ingimundar hf. um afnot aðstöðunnar yfir vetrar- tímann, eða þegar nemendur eru við nám á Hvanneyri. Hestamannafélagið Faxi er auk þess í samstarfi við Skugga, Borgarbyggð og Hrossaræktar- samband Vesturlands um að- komu að byggingu reiðhallar í Borgarnesi. Undirbúningur að þeirri framkvæmd hefur staðið yfir um nokkurt skeið og gætu framkvæmdir farið af stað á næsta ári ef og þegar fjármögn- un lýkur. Samkvæmt þessu er Ijóst að mikilla breytinga er að vænta til hins betra hjá félagsmönnum hestamannafélagsins Faxa. Starfsemi félagsins er býsna kröftug, félagsmenn vel á þriðja hundrað og hefur góður árangur yngri félagsmanna í Faxa vakið athygli út fyrir raðir félagsmanna og nægir að nefna Fjórðungs- mótið á Kaldármelum sl. sumar þar sem unga fólkið í Faxa rað- aði sér í mörg verðlaunasæti. MM Naumur sigur Snæfells á nágrönnum úr Borgarnesi Á fimmtudag fór fram nágranna- leikur í meistarflokknum í körfu- bolta á milli Snæfells og Skalla- gríms. Fór leikurinn fram í þrótta- miðstöðinni í Stykkishólmi. Skalla- grímur byrjaði betur og náði góðri forystu, en í öðrum leikhluta tókst Snæfelli að saxa á forystu þeirra þegar þeir skoruðu 26 stig á móti 14 stigum Skallagríms. í hálfleik var staðan 41 -39, Snæfelli í vil. Eftir hlé var þetta alvöru barátta og liðin skiptust á um að taka for- ystu. Skallagrímur náði svo að taka gott forskot og virtist allt stefna í sigur þeirra, en Snæfells- menn gáfust ekki upp og þegar innan við 10 sekúntur voru eftir af leiknum, í stöðunni 74-72, tók Jón Ólafur Jónsson 3ja stiga skot, boltinn rataði ofaní og tryggði Snæfelli þar með nauman sigur; 75:74. Stigahæstir hjá Snæfelli voru Nate Brown með 21 stig, Igor Belj- anski 19 og Jón Ólafur Jónsson 17. Hjá Skallagrími var Jovan Zdraveski með flest stig eða 21, Þétur M. Sigurðsson 19 og Dimit- ar Karadzovski 13. DSH Fræddust um fólk og fomsögur I síðustu viku lögðu þrjár ungar stúlkur, þær Unnur, Asdís Elísabet og Iðunn, upp í söguferð um heim- slóðir sínar á sunnanverðu Snæ- fellsnesi. Með þeim í för var kenn- ari þeirra úr Lýsuhólsskóla hún Rósa Erlendsdóttir sem fræddi stúlkurnar um staðarheiti, merki- legt fólk frá íyrri tíð og leiddi þær í gegnum erfiða orðaþraut. Veðrið var með besta móti og sólarupprás- in skartaði sínu fegursta þegar tek- in var mynd af stúlkunum við skilti sveitafélagsins. Mynd: Rósa Nýjar §yk ’V J J vörur Veríð velkomin! /Mtíth'n KJRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599 Þökkum Akurnesingum sem og Vestlendingum ölium frábærar móttökur við opnun á nýrri verslun okkar Höfum bætt við mikið af nýjum vörum Verið velkomin! qalleri ozone | Akranesi borgorsport hyrnutorgi borgornesi - siml 437 1707

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.