Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.12.2005, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 áttiaaunui. 22 Kröftugt starf Kirlqukórs Akranes Idrkju á aðventu Starfsemi Kirkjukórs Akraness er með miklum blóma um þessar mundir. I honum eru starfandi 40 félagar á öllum aldri. Æfingar hófust af krafti í lok september og 21. október var haldið mjög fjölsótt skemmtikvöld sem tókst í alla staði mjög vel. Nú fer í hönd annasamur en skemmtilegur tími hjá kómum. 11. desember verða haldnir jólatón- leikar í Safnaðarheimilinu Vina- minni. Mikið hefur verið lagt í jólatónleika síðastliðin ár og verður engin breyting þar á að þessu sinni. Tónleikarnir í ár verða með léttu sniði, ef svo má að orði komast. Þar verða flutt þekkt og óþekkt ís- lensk og erlend jólalög í nýjum og ferskum búningi. Með kórnum mun leika fjögurra manna „popp- band“ undir stjórn Arnar Arnar- sonar tónlistarstjóra Fríkirkjunnar í Hafharfirði. Kórar Akraneskirkju og Fríkirkjunnar hafa verið í sam- starfi og fáum við lánaða hljómsveit þeirra Hafnfirðinga. Utseming- arnar eru fjölbreyttar, bæði hefð- bundnar og djasskenndar. Þar hafa lagt okkur lið þeir Gunnar Gunn- arsson, Hjörtur Steinbergsson og Skarphéðinn Hjartarson, en hann hefur útsett syrpu sérstaklega fyrir kórinn. Einnig verður flutt nýlegt lag Omars Ragnarssonar við ljóð Gísla frá Uppsölum. Einsöngvarar verða úr röðum kórfélaga og er ffábært að geta nýtt sér það því kórinn er vissulega auð- ugur af góðu söngfólki. A þessari upptalningu má því sjá, að kórfélagar sitja ekki auðum höndum og framundan er anna- samur tími eins og áður er getið. Jólin ffamundan og þar mun mikið mæða á kórnum. Kórfélagar vinna mjög fórnfúst og mikilvægt starf við Akraneskirkju en um leið gef- andi og skemmtilegt. Eins og áður segir verða jólatón- leikar kirkjukórsins haldnir í Vina- minni sunnudaginn 11. desember og hefjast þeir kl. 20. ('fréttatilkynning) Hljómdiskurinn Handan við Oldð kominn út Myndin var tekin að loknum tónleikum í Reykholtskirkju 29. maí 2004. Hópur tónlist- arfólksfrá Trengereit musiklag í Bergen í Noregi tók þátt í tónleikunum og er með á myndinni. Upp úr 1980 hófst samstarf kirkjukóra Reykholts- og Hvann- eyrarkirkna. Leiddi það til samein- ingar kóranna í söng við hátíðarat- hafnir t.d. við lagningu hornsteins og vígslu Reykholtskirkju og Snorrastofu, 100 ára afmæli Hvanneyrarskóla o.fl. Sameinaðir hafa kórarnir átt samstarf við aðra kóra innan héraðs og utan og tekið þátt í fjölda tónleika. Auk þess hafa þeir haff gagnkvæman stuðning við jarðarfarir og minni athafnir eftir atvikum. Eftir því hefúr verið tekið að samhljómur þessa kórs er góður; agaður og hljómfagur söngur. Nú hafa sameinaðir kirkjukórar þessara tveggja kirkna í uppsveitum Borgarfjarðar gefið út hljómdiskinn „Handan við Okið“ sem hefur að geyma 18 lög ffá söngstarfinu ára- bilið 1980 til 2005. Stjórnandi er Bjarni Guðráðsson í Nesi, undir- leikur ýmist á píanó og orgel var í höndum Viðars Guðmundssonar og einsöng syngja þau Asdís Har- aldsdóttir, Dagný Sigurðardóttir, Snorri Hjálmarsson og Þorvaldur Jónsson. Upptakan var gerð í Reyk- holtskirkju síðastliðinn vemr. Líkt og svo margt annað gott starf á menningarsviðinu styrkti Spari- sjóður Mýrasýslu útgáfúna. MM Vmningshafar á Degi íslenskrar tungu Dagur íslenskrar tungu var hald- inn hátíðlegur 16. nóvember sl. á fæðingardegi Jónasar Hallgrímsson- ar. A myndinni má sjá vinningshafa í smásagna- og ljóðasamkeppni Grunnskólans í Borgamesi. Skrif- uðu nemendur á unglingastigi smá- sögu eða ljóð undir yfirskriftinni „Tungumál“ með sinni eigin sýn og túlkun á því hugtaki. Utkoman varð mjög góð og var hátíðardagskrá í kirkjvmni af þessu tilefúi þar sem skemmtiatriði vom flutt ásamt því sem vinningshöfum vom veitt verð- laun og las m.a. Guðrún Ingadóttir, nemandi í 8. bekk hið klassíska ljóð einmitt vinningshafi í Stóm upp- Jónasar „Alsnjóa" en Guðrún var lestrarkeppninni í fýrra. HSS Bráðum koma blessuð jólin... KERTAÓRÓINN =r »4, s*i " \\ u* LITLU ÓRÓARNIR HURÐARKRANS AÐVcNTUKRANS MSKV - I I: í JÓLATRÉSTOPPAR MODEL AKRANESI Stillholt 16-18 sími: 4313333/tölvupóstur: modcl ak'a sirnnet. is 1 11 K JÓLAKÚLUR VI JJI V, \ •- ÓRÓINN 2005 JOLATRESFÓTUR KERTASTJAKAR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.