Skessuhorn - 22.03.2006, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006
^tt£9SUhuÍJ
Vilja endurskoða rekstur Kaldármela
Helduryrði hlýlegra í reiðhöll. Myndin erfrá verðlaunaafhendingu á veti-armóti Snie-
fellings á Hellissandi árið 2001.
Á aðalfundi hestamannafélagsins
Snæfellings, sem haldinn var í
Fákaseli félagsheimili hestamanna í
Grundarfirði sl. fimmtudagskvöld,
bar hæst umræðu um væntanlega
fjárúthlutun Landbúnaðarráðu-
neytis til bygginga reiðskemma og
reiðhalla á landsbyggðinni. Nokk-
uð skiptar skoðanir voru meðal fé-
lagsmanna um staðsetningu og
stærð húsanna en þar sem enn ligg-
ur ekkert fyrir eftír hvaða reglum
verður úthlutað var stjórn Snæfell-
ings falið að fylgjast náið með mál-
um og kalla til fundar þegar línur
skýrast. Á fundinum kom fram vilji
til þess að hugað verði að framtíð
Kaldármela sem keppnissvæðis fé-
lagsins en fram kom í ársreikning-
um að svæðið er fjárhagslegur
baggi á Snæfellingi og notkun þess
óveruleg. Þar eru að jafnaði haldin
mót einu sinni á ári. Var stjórn
Snæfellings falið að taka málefni
Kaldármela til vandlegrar skoðunar
fyrir næsta aðalfund. Á fundinu
kynntu þeir Gísli Guðmundsson og
Bjarni Marinósson hvað hrossa-
ræktendum á svæði Snæfellings
stæði til boða í graðhestum á kom-
andi vori.
Stjórn Snæfellings var endur-
kjörin en hana skipa Sigrún Olafs-
dóttir Hallkelsstaðahlíð formaður,
Sigrún Bjarnadóttir Stakkhamri rit-
ari, Jökull Helgason Grundarfirði
gjaldkeri en meðstjórnendur Krist-
ján M Oddsson Grundarfirði og
Guðmundur Olafsson Olafsvík.
Varamenn eru Hallur Pálsson og
Hreinn Þorkelsson. GK
Þessir nemendur voru hœstir í öllmn árgöngunum.
Ljósm: AH
Urslit í stærðfræðikeppni grunn-
skólanemenda á Vesturlandi
Stærðfræðikeppni fyrir nemend-
ur í áttundu, níundu og tíundu
bekkjum grunnskóla var haldin í
Fjölbrautaskóla Vesturlands þann
22. febrúar sl. Samtals voru 175
nemendur sem tóku þátt í keppn-
inni í ár hér á Vesturlandi. 74 komu
úr 8. bekk; 44 úr 9. bekk og 57
nemendur úr 10. bekk. Mikil forföll
voru að þessu sirmi vegna veðurs og
komust því keppendur ekki frá
Grundarfirði og Stykkishólmi.
Flestir þátttakenda komu úr
Brekkubæjarskóla (34), Varma-
landsskóla (28), Grunnskólanum í
Borgamesi (24), Gmndaskóla (20),
Gnmnskólanum í Búðardal (20),
Grunnskólanum í Hólmavík (13)
og Laugargerðisskóla (11). Ur öðr-
um skólum voru færri en 10.
Síðastliðinn laugardag var 10
efstu nemendum í hverjum árgangi
boðið til athafiiar á sal FVA þar sem
veittar vora viðurkenningar fyrir
góðan árangur í keppninni. Að
þessu sinni vildi svo til að tveir eða
fleiri vora jafiiir að stigum í hverj-
um bekk svo 11 nemendur úr hverj-
um árgangi vora í 10 efstu sætum.
Eins og undanfarin ár var þremur
efstu í hverjum árgangi veitt pen-
ingaverðlaun: 15.000 kr. fyrir fyrsta
sæti; 10.000 kr. fyrir annað sæti og
5.000 kr. fyrir það þriðja. Peningar
til að greiða verðlaun og annan
kostnað við keppnina eru geftiir af
fyrirtækjum á Vesturlandi. Að þessu
sinni bauð Landsbanki Islands á
Akranesi keppendum pizzu og gos
að keppni lokinni. Aðrir styrktarað-
ilar voru: Norðurál hf. Grundar-
tangi, Loftorka Borgarnesi ehf., Is-
lenska járnblendifélagið hf. Grand-
artanga, Akraneskaupstaður, Kaup-
félag Borgfirðinga, GT Tækni ehf.
Grundartanga og Mjólkursamlagið
Búðardal. Hér á eftir eru taldir upp
þeir sem voru í 10 efstu sætum í
hverjum árgangi: MM
8. bekkur
1. Sigurður Trausti Karvelsson, Grundaskóla
2. Guðrún Ingadóttir, Grunnskólamim í Borgamesi
3. Jóhanna Stefánsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi
4. -11. Aðalbjörg Þorkelsdóttir, Brekkubæjarskóla
4.-11. Hanna Laufey Jónasdóttir, Laugargerðisskóla
4.-11. Hrefna Jónsdóttir, Reykhólaskóla
4.-11. Hrefna Karlsdóttir, Reykhólaskóla
4.-11. Jóhann Oli Eiðsson, Varmalandsskóla
4.-11. Lára Lárusdóttir, Kleppjámsreykjaskóla
4.-11. Silja Ingólfsdóttir, Grunnskólanum á Hólmavtk
4.-11. Þórdi's Sif Amarsdóttir, Grunnskólanum íBmgamesi
9. bekkur
1. Kristinn Hlíðar Grétarsson, Grundaskóla
2. Eydís Rán Bergsteinsdóttir, Laugargerðisskóla
3. Aron Ofjörð Jóhannesson, Brekkubœjarskóla
4. -11. Brynjar Sævarsson, Brekkubœjarskóla
4.-11. Jón Axel Svavarsson, Brekkubæjarskóla
4.-11. Jónas Bjartur Valdimarsson, Gnmdaskóla
4.-11. KlaraAmý Harðardóttir, Brekkubæjarskóla
4.-11. Sigurður Páll Guttormsson, Laugargerðisskóla
4.-11. Þorleifur Gaukur Davíðsson, Brekkubæjarskóla
4.-11. Þorleifur Halldórsson, Laugargerðisskóla
4.-11. Tinna Kristín Finnbogadóttir, Gnmnskólanum í Borgamesi
10. bekkur
1. Indriði Einar Reynisson, Grunnskólanum á Hólmavík
2. Asdís Braga Guðjónsdóttir, Lýsuhólsskóla
3. Ragnar Þór Gunnarsson, Grundaskóla
4. -11. Asbjóm Egilsson, Reykhólaskóla
4.-11. Helga Þórarinsdóttir, Brekkubæjarskóla
4.-11. Hörður Kári Harðarson, Brekkubæjarskóla
4.-11. Kristjana Erla Bjömsdóttir, Grunnskólanum í Borgamesi
4.-11. Ólafur Helgi Halldórsson, Grundaskóla
4.-11. Ragnar Harðarson, Brekkubæjarskóla
4.-11. Sara Lísa Ævarsdóttir, Brekkubæjarskóla
4.-11. Sunna Dís Jensdóttir, Gnmdaskóla
Ný sjúkrabifreið Heilsugæslustóðvarinnar í Borgamesi
Nýr sjúkrabíll í Borgames
Síðastliðinn fimmtudag var nýr
sjúkrabíll tekinn í notkun við
Heilsugæslustöðina í Borgarnesi.
Bíllinn er af gerðinni Volkswagen
Transporter, búinn öllum helsta
búnaði sem í björgunartækjum sem
þessum þarf að vera. Bíllinn er í
eigu og rekinn af Rauða krossi Is-
lands. Auk nýja bflsins verður eldri
sjúkrabíll stöðvarinnar af Ford
Econoline gerð áfram til taks sem
varabifreið.
Framkvæmdir standa yfir við
nýjan bflskúr við Heilsugæslustöð-
ina og ganga þær vel, sperrur voru
reistar nú í vikunni. Bílskúrinn
verður tilbúinn til notkunar í júní-
byrjun. MM/ Ljósm. BG
Bærinn semur við
Björgunarfélagið
I gær var skrifað undir samstaifssamning
tnilli Akraneskaupstaðar og Björgunafélags
Akraness eins og ítarlega varfjallað ximfyr-
ir skömmu hér í blaðinu. A myndmni cru
Asgeir Kristinsson fomtaður Björgunarfé-
lagsins og Guðmundur Páll Jónsson, bæjar-
stóri.
ii L~A i .. - . i ' sT.*,
fiÆfrst
: f IL ^ S® 1 \ M 4 ? - *
Skoða skóginn í Skorradal
Daganna 10. og 11. mars sl. var
íjórða námskeiðið hjá Vesturlands-
skógum í námskeiðaröðinni
Grænni skógar. Alls mættu 28
manns á námskeiðið, en 33 eru
skráðir á námskeiðaröðina héðan af
Vesturlandi. I þetta skipti var fjall-
að um skógarhönnun og landnýt-
ingu. Leiðbeinendur voru skóg-
fræðingarnir Sigvaldi Ásgeirsson
og Friðrik Aspelund auk Kolbrúnar
Þóru Oddsdóttur landlagsarkitekts.
Farið var í vettvangsferð í Skorra-
dal þar sem skoðað var hvernig til
hefur tekist með hönnun skóga.
GS
Frá einu af hinu nýuppgerða herbergi hótelsins.
Gagngerum endurbótum
á Hótel Glymi lokið
Hótel Glymur í Hvalfirði verður
formlega opnað á ný næstkomandi
laugardag eftír gagngerar breyting-
ar og endurnýjun á innviðum hót-
elsins. Framkvæmdirnar hófust í
janúar og má segja að öllu innan-
stokks hafi verið mokað út. Skipt
hefur verið um gólfefni á öllu hót-
elinu og snyrtingar endurnýjaðar á
jarðhæð, auk þess sem bætt hefur
verið við snyrtingu fyrir fatlaða.
Borð og stólar í veitinga- og ráð-
stefnusölum hafa verið sérhönnuð
og komin er upp fullkomin ráð-
stefnuaðstaða, með flatskjá í ráð-
stefnusal.
Ollum herbergjum á efri hæð
hótelsins hefur verið breytt í minis-
vítur á tveimur hæðum. Á neðri
hæð hverrar svítu er setustofa með
flatskjársjónvarpi, nettengingu,
minibar og kaffivél, sérhönnuðu
sófasetti og borðum auk þess sem
smíðaðir hafa verið nýir fataskápar.
Á baðherbergi er nýtt gólfefni,
haganlega hannaðar sturtur og ný
hreinlætistæki. Stiginn upp á svefn-
hæðina er sérhannaður úr málmi
og viði. Á efri hæð eru ný rúm sem
uppfylla ströngustu gæðakröfur og
hver svíta hefur sína liti, sinn svip.
Allur textíll kemur frá Italíu og er
sérhannaður fyrir hótelið.
MM