Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2006, Qupperneq 13

Skessuhorn - 22.03.2006, Qupperneq 13
..r.lMint,. | MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 13 höfum ekki skuldað nógu mikið, við höfum verið með íbúafjölda rétt yfir einhverjum viðmiðunar- mörkum, o.s.ffv. en samt verið í bullandi baráttu við vaxtarverki og að láta tekjur duga fyrir nauðsyn- legri uppbyggingu." -Ertu þá að segja að aumingja- gæska sé orðin of mikil hjá hinu opinbera. Aðeins sé horft til staða þar sem þróunin hefur verið á verri veginn? „Eg geri ekki lítið úr vandamálum annarra, fólksfækkun og tekjusamdrætti. Slíku þarf að mæta með viðeigandi hætti. Við verðum að gera okkur ljóst að það er ekki hægt að gera allt á öllum stöðum. En við verðum að skoða mál í heild og í mörgum tilvikum finnst mér ósanngjamt að sveitar- félag eða fyrirtæki gjaldi þess að þau hafa staðið sig vel.“ Baráttan um framhaldsskólann -Þú minntist á baráttuna fyrir framhaldsskólanum. Hvenær hófst sú barátta? „Sú vinna fór í gang vorið 2000. Áður hafði verið stofnað fjarnámsver hér í Gmnd- arfirði og fljótlega eftir það hófst umræða meðal Snæfellinga um möguleika á ffamhaldsskóla. Við vildum byggja upp skóla sem með- al annars byggði á þeirri hugmynd að hægt væri að nýta kennslu í öðram skólum með hjálp upplýs- ingatækni, m.a. í gegnum fjar- nám.“ -Nú hefur barátta fyrir ffam- haldsskóla á sumum stöðum tekið áratugi. Ykkar barátta stóð stutt með ríkulegum árangri. Hvað réð þessum skjóta árangri ykkar? „Stærsti einstaki þátturinn í því máli var samstaðan um málið heima í héraði og undirbúningur heimamanna. Þegar viðræður hófust við menntamálaráðherra vomm við búin að móta okkar hugmyndir um skipulag skólans og höfðum þegar útkljáð hvar skólinn skyldi staðsettur. Þingmenn okkar stóðu líka einstaklega vel að baki verkefninu, en þess má geta að þrír menntamálaráðherrar sátu á þess- um meðgöngutíma skólans.“ -Nú var nokkuð ljóst að skólinn yrði frekar lítill í upphafi. Höfðuð þið ekki áhyggjur af því að með litlum skóla værað þið hugsanlega að takmarka möguleika barna ykk- ar hvað nám varðaði? ,Jú, við velt- um þeim möguleika að sjálfsögðu fyrir okkur. Þess vegna vorum við mjög ákveðin í að koma ffam með lausnir til þess að jafna að- stöðumun hans sem lítils skóla og stærri skólanna. Það gerðum við fyrst og ffemst með því að gera hann leiðandi í upplýsingatækni. Nýta kosti fjarnáms til að auka námsframboð og valmöguleika nemenda auk þess að leggja áherslu á einstaklingsbundið nám. Þetta hefur gengið mjög vel eftir. Þessi skóli byggir á annars konar hugmyndaffæði en aðrir skólar, en skólaumhverfið á samt ekki að vera of framandi nemendum og for- eldrum þeirra. Skólinn hefur stað- ist þær væntingar sem til hans voru gerðar og ríflega það. Aðsóknin að honum sýnir líka að hann nýtur trausts. Ef ég ætti börn á ffam- haldsskólaaldri myndi ég ekki hika við að senda þau þangað í nám. Með breyttu þjóðfélagi er það ekki jafn sjálfsagt að senda börn sín til náms í öðrum byggðarlögum. Skólinn hefur gjörbreytt stöðu mála á Snæfellsnesi. Það breytist svo margt í byggðarlögunum þeg- ar unglingarnir þurfa ekki lengur að fara burt til náms. Byggðirnar styrkjast. Fólk stendur ekki lengur frammi fyrir þeirri spurningu að þurfa að fylgja barni sínu til náms. í þessu máli báru sveitarstjómar- menn gæfu til að standa saman og þegar stór framfaramál eru til um- ræðu er það lykilatriði. Við höfum á síðari árum einnig borið gæfu til þess að standa betur saman í sam- göngumálum en áður tíðkaðist og það hefur horft til heilla, auðveldar örugglega samgönguráðherra og þingmönnum þeirra vinnu.“ Sveitarfélög þurfa að sameinast frekar -Sýnir þetta vinnulag ekki að sveitarfélög þurfa að vinna meira saman í framtíðinni. Sameining þeirra hefur verið mikið í umræð- unni. Er nóg að gert í þeim mál- um? „Eg er eindregið þeirrar skoðunar að sveitafélög eigi að sameinast frekar og tel að þau muni gera það. Hins vegar verður að fara varlega og það getur varla gefist vel að þvinga fólk í þeim efh- um. Eg held að umræða og ákveð- inn þrýstingur hafi skilað okkur lengra, en við verðum þó fyrir rest að leyfa heimamönnum að velja stað og stund, ef þannig má að orði komast. Sveitarfélög og íbúar þeirra eru mjög misjafnlega komin í umræðu um sameiningu. Hverju hefði það til dæmis breytt, í síðasta sameiningarátaki, þó sveitarfélög- um á Snæfellsnesi hefðu verið gef- in eitt til tvö ár til ffekari undir- búnings? Getur verið að það að ýta íbúum út í ótímabæra kosningu um sameiningu seinki frekar en flýti fyrir sameiningu?" -Nú er sífellt talað um hagræð- ingu með sameiningu sveitarfé- laga. Þegar að hagræðingarmálum kemur stoppar umræðan jafnan þegar kemur að breytingu á þjón- ustu. Vill noklcur byggð missa sína skrifstofu, sinn skóla eða sína höfn. Næst nokkurn tímann raunveru- lega hagræðing? „Eg tel misskiln- ing að æda að spara mikið með sameiningu. Hinsvegar er þjónusta jöfnuð og ákveðinni sérhæfingu komið á og verkefhum sinnt á ann- an hátt, sem ekki eru tækifæri til í minni sveitarfélögum. Þannig fæst vonandi aðeins meira fyrir sömu fjármuni. Ymislegt getur breyst, líka í ósameinuðum sveitarfélög- um. Við búum það vel hér hvað skólamál varðar að ég get ekki séð að það verði nokkurn tímann þörf á að loka skólum í þéttbýliskjörn- um á Snæfellsnesi. Við getum hins vegar náð fram hagræðingu með samnýtingu starfsmanna svo ég nefni eitthvað dæmi, dæmi eru um slíkt í tónlistarskólunum. Hvað aðra þætti varðar er augljóst að til dæmis í skipulags-, byggingar- og tæknimálum getum við náð fram umtalsverðri vinnuhagræðingu, með sérhæfingu starfsmanna. Svo er um fleiri þætti í rekstri. Eg ít- reka það hins vegar að sameining sveitarfélaga verður að fá þann tíma sem heimamenn telja að þurfi.“ Breyting á pólitísku landslagi -Nú hefur þú tekið þá ákvörðvm að hætta störfum sem bæjarstjóri í Grundarfirði í vor efrir ellefu ára starf. Við höfum rætt það að Grundfirðingum hefur gengið flest í haginn á þeim tíma sem þú hefur verið bæjarstjóri. Þú ert orðin reynslumikil og er ekld einu sinni ennþá komin á svokallaðan besta aldur. Af hverju tekurðu því þá á- kvörðun að hætta nú. Hefði ekki verið eðlilegra að þú gæfir áffam kost á þér til þeirra starfa sem geng- ið hafa jafh vel og raun ber vitni? „Það er fjam mér að ætla að gerast dómari á eigin störf. Eg hef verið þátttakandi í skemmtilegri upp- byggingu, en ég hef sagt að það að vera bæjarstjóri er ekld ævistarf. Rúmur áratugur er ágætur tími. Einhvers staðar stendur að hætta beri leik þá hæst hann stendur. Það er ekki verri skýring en hver önn- ur.“ - Þú fyrirgefur mér þegar ég segi að ég kaupi ekki þessa skýr- ingu. Eitthvað fleira hlýtur að koma til? „Undanfarnar vikur hefur pólitíska landslagið hér ver- ið að breytast. Meirihlutasamstarf síðustu þriggja kjörtímabila er á enda og breytingar þar með fyrir- séðar, á þann veg að líklega verða hér aðeins tvö framboð í kosning- um í vor. Annar hvor aðilanna mun fá hreinan meirihluta og þeg- ar svo er verður staða ópólitísks bæjarstjóra erfiðari.“ -Þú ert því að draga þig í hlé vegna þessara breytinga í pólitík- inni? „Nei ekki vegna þeirra en þær hafa auðvitað breytt umhverf- inu hér á þann veg að línur skerp- ast. Þvf fannst mér rétt á þessum tímapunkti að draga mig í hlé og því er í raun hægt að skerpa þessar pólitísku línur enn frekar.“ -Um leið og þú tekur þá ákvörð- un að standa upp úr bæjarstjóra- stólnum eftir ellefu ára setu, ertu þá ekki líka að taka ákvörðun að fara burt úr bænum? „Eg er ekki tilbúin að segja það enn, ég myndi sjá mjög eftir því, en vissulega get- ur það verið hluti af ákvörðuninni. Frá því að ég byrjaði í starfinu vissi ég hinsvegar að sá dagur kæmi að ég myndi hætta. Hvað verður í framtíðinni er erfitt að segja til um.“ -Þér hefur líkað vel í þessu starfi og það virðist eiga vel við þig. Gætir þú hugsað þér að taka að þér starf bæjarstjóra á öðrum stað? „Með því að taka þessa ákvörðun loka ég dyrum. Eg trúi því að þá opnist líka aðrar. Hverjar þær era veit ég ekki.“ Framboð til Alþingis? -Á næsta ári opnast dyr þegar kosið verður til Alþingis. Er áhugi á slíku hjá þér? „Mér hefur ekki dottið í hug að banka á þær dyr.“ -Er það ekki eðlilegt ffamhald á þínum ferli að þú gefir þig upp í stjórnmálum og berjist fyrir hags- munum þíns landshluta á Alþingi? „Það er í tísku nú að þegar maður sleppir starfi hafi maður náð sér í annað starf. I mínu tilfelli er ekki svo, ég hef ekki legið í því að finna mér nýtt starf. Eg er svolítil hug- sjónamanneskja í mér og hef haft mikinn áhuga á málefhum byggð- anna og bættu mannlífi almennt. Hvert sá áhugi leiðir mig verður tíminn að leiða í ljós. En það er bara spennandi að geta hugsað hlutina upp á nýtt, ég væri allt eins til í að starfa við eitthvað allt ann- að en hingað til, fá annars konar reynslu. Hagsmunir fjölskyldunnar munu líka skipta máli þegar ákvörðun verður tekin um ffam- haldið." -Hvað stendur að þínu mati uppúr á þínum ferli sem bæjar- stjóri í Grandarfirði á þessum ell- efu áram? „Það sem mér sjálfri hefur þótt skemmtilegast er stofn- un ffamhaldsskólans. Það var mik- il barátta en jafnframt gríðarlega skemmtileg vinna og lærdómsrík. Menntamálin almennt og svo hafa mér líka þótt hafnamálin mjög skemmtileg. Hafnamálin eru mjög ,,hressilegur“ málaflokkur ef ég má orða það svo. Starf bæjarstjóra er svo fjölbreytt að það er beinlínis ósanngjarnt að biðja bæjarstjóra að gera upp á milli einstakra mála.“ Hraðinn í samfélaginu hefur aukist. Nú er ellefu ára ferill í sama stjórnunarstarfinu orðinn sjald- gæfari en hann var fyrir rúmum áratug síðan. Tíminn er fljótur að líða. Ellefu ára ferill Bjargar í starfi bæjarstjóra í Grundarfirði er senn á enda runninn. Til gamans má geta þess að ffá 1970 er hún sjötti bæjar- og sveitarstjórinn í Grand- arfirði. Sá fyrsti sat í níu ár en aðr- ir skemur. Hvað Björg tekur sér fyrir hendur verður spennandi að sjá en það mun tíminn leiða í ljós. HJ Bœjarstjórinn í mióju sagnabrunnsins, vigtarskúmum. Hér er hún á tali viö Smára Björgvinsson, starfsmann Fiskmarkaðarins og hajharstjómarmann ogjónas Sigmarsson, skipstjóra á Grundfirðingi SH. OROBill WU.KO fylgir hverri OROBLU vöru Kynníng á nýju vorvörunum frá OROBLU í Litlu Búðínni fimmtudaginn 23. marskl. 14-18.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.