Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2006, Side 23

Skessuhorn - 22.03.2006, Side 23
 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 23 Boðsskemmtun í Lyngbrekku Hraunhreppingar buðu íbúum Kolbeinsstaðahrepps og Alftanes- hrepps til boðsskemmtunar sl. laugardag. Boðið var upp á góðan mat, söng og heimatilbúin skemmtiatriði þar sem m.a. var rappað og komið við á læknis- og snyrtistofu Hraunhreppinga. Að sjálfsögðu mætti hin heimsfræga Sylvía Nótt á svæðið. Guðbrandur á Staðarhrauni færði Olöfu Guð- mundsdóttur á Hundastapa blóm í tilefni 50 ára leikafmæli hennar. En það er til siðs hjá Hraunhrepp- ingum að börnin taki þátt í skemmtiatriðum. Loks var dansað fram á nótt við undirleik Vignis Sigurþórssonar og Gunnars Ring- sted. ÞSK Guðbrandur fœrir Ólöfu hér blóm í tilefni leikafmœlisins. Gleðin við völd. Einnfyrsta kosningaáróður vorsins má greina á þessari mynd efhún prentast vel. Sjáið myndina af fuglinum., sem Kristján Magnússon, bóndi og frambjóð- andi heldur á, öllum líkindum beimatilbúin mynd af Sjálfstœðisfálkanum enda maður- inn kominn í baráttusæti á lista Sjálfstœðismanna. Vetrarleikar UMSB í Skák verða haldnir í Grunnskóla Borgarness sunnudaginn 26. mars klukkan 14:00. Mótsstjóri verður Helgi Ólafsson, stórmeistari. Keppt verður um farandbikar í opnum flokki en auk þess verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur í yngri og eldri flokkum. Allir eru velkomnir. MM KARFAN: Skalla- grímur í undan- úrslit Skallagrímur vann verðskuldaðan sigur á bikarmeisturum UMFG í úrslitakeppni lceland Express deildarinnar á föstudag. Leiknum lauk með 77 stigum Skallagríms gegn 73 stigum heimamanna. Lið Skallagríms er þar með komið í undanúrslit keppninnar undir styrkri stjórn Vals Ingimundarson- ar en þetta langt hefur liðið ekki náð síðan 1993. Stigahæstir Borgnesinga í leiknum voru þeir Hafþór Ingi Gunnarsson, Jovan Zdravevski og George Byrd, en hver þeirra skoraði 17 stig. KRog Snæfell spila oddaleik Á laugardaginn síðasta sótti lið KR Snæfellinga heim í Hólminn. Lauk þessum öðrum leik liðanna með 62-61 sigri gestanna. Liðin spiluðu því oddaleik að kvöldi þriðjudagsins 21. mars, en úrslit þeirrar viðureign- ar var ekki ráðin þegar þetta blað fór í prentun. Það er nokkuð Ijóst að þar var stórleikur á ferðinni enda um síðasta sætið í fjögurra liða úr- slitunum að ræða. ■ BG Vetrarleikar í skák NORA ’íörtís* AöMíwnwtMíde VERKEFNASTYRKIR 2006 NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum: Auðlindir sjávar. Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að nýtingu auðlinda sjávar, eldi sjávardýra og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina. Ferðamál. Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum. Upplýsingatækni Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu Fjárstyrkir verða helst veittir fyrirtækjum, einum eða í samstarfi við rannsóknar og þróunarstofnanir. Styrkir eru veittir til að koma á tengslanetum, til rannsóknatengdra forverkefna og aðalverkefna t.d. innan Norðurslóðaáætlunarinnar (NPP). Umsóknir sem fela í sér samstarf við fyrirtæki og stofnanir í norður Skotlandi og á austurströnd Kanada eru eftirsóknarverðar. Styrki er lengst unnt að veita til 3 ára og aðeins sem hluti af heildarfjármögnun verkefnis, gegn mótframlagi viðkomandi aðila. Umsóknir skula fela í sér samstarf á milli tveggja Nora landa eða fleiri. Sækja má umsóknareyðublöð á dönsku, norsku og sænsku á heimasíðu NORA, www.nora.fo og skila til: NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE Bryggjubakki 12 • Box 259 • FO-110 Tórshavn • Sími: +298 353110 • Fax: +298 353101 • nora@nora.fo Annað samstarf Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum. (P Byggðastof nun Frekari upplýsingar veitir Þórarinn Sólmundarson, Byggðastofnun, Ártorgi 1,550 Svf. Skagafjörður. Sími 455 5400 netfang thorarinn@bvaadastofnun.is. Jafnframt er að finna upplýsingar á heimasíðu Byggðastofnunar www.bvaar1astofnun.is UMSÓKNIR SKULU HAFA B0RIST í SÍÐASTA LAGI 3. APRÍL 2006. Góður sigur ÍA á erkifjendunum Skagamenn sigruðu lið KR á laugardaginn með tveimur mörk- um gegn einu þegar liðin mætt- ust í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu í Egilshöll. Eins og ávallt þegar þessi lið mætast var hart tekist á. Lið ÍA var þó sterkara frá upphafi leiks og þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af leiktímanum skoraði Þórður Guðjónsson fyrra mark Skagamanna með góðu skoti innan vftateigs eftir góðan undir- búning Guðjóns H. Sveinssonar. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var dæmd vítaspyrna á lið Skaga- manna eftir að brotið hafði verið á Gunnlaugi Jónssyni. Úr spyrn- unni skoraði Bjarnólfur Lárus- son. Þegar tæpur stundarfjórðung- ur var liðinn af seinni hálfleik skoraði Ellert Jón Björnsson síð- ara mark Skagamanna eftir glæsilega sendingu frá Igor Pes- ic. KR-ingar léku mestan hluta seinni hálfleiksins einum leik- manni færri eftir að Sigmundi Kristjánssyni var vikið af leikvelli eftir gróft brot. Árni Thor Guð- mundsson nýr leikmaður ÍA kom inná sem varamaður í leiknum. HJ •■■....— Stöðulsholt 1-3-5-7og9 einbýlishús 170m2 Stöðulsholt 2 - 4 og 4 - 6 parhúsaíbúðir 144ms NR 5 AFHENDING JÚLÍ NR 7 AFHENDING JÚLÍ NR 4 AFHENDING APRÍL NR 9 AFHENDING JÚLÍ NR 8 AFHENDiNG APRÍL Allar nánari upplýsingar: Lögfrædistofa Inga Tryggvasonar s: 437-1700 H * Reykholt atvinna í boði Reykholtsstaður ehf auglýsir í eftirtalin störf í Reykholti: Til sumarstarfa: 2-3 einstaklinga með ökuréttindi. Ungling 14-16 ára. Heilsársstarf: Starfsmann til að sinna ræstingum og ýmsum verkefnum í samstarfi við staðarráðsmann. Um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2006. Nánari upplýsingar gefur staðarráðsmaður í síma 895-7258.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.