Skessuhorn - 24.05.2006, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006
SSESsijfliOIÍM
Eldri hjón í
umferðaróhappi
HVALFJARÐARGÖNG: Um-
ferðarslys varð í Hvalfjarðar-
göngunum snemma á laugar-
dagsmorgun þegar eldri hjón í
fólksbíl slösuðust nokkuð. Talið
er að ökumaðurinn, sem er á ní-
ræðisaldri hafi misst stjóm á bíln-
um þegar honum var ekið í norð-
urátt með þeim afleiðingum að
hann hafhaði á gangaveggnum
og hringsnerist áður en hann
stöðvaðist. Bíllinn valt þó ekki en
var mjög illa farinn eftdr óhappið.
Hvalfjarðargöngunum var lokað
um klukkan tíu um morguninn
vegna slyssins og voru lokuð
fram að hádegi. ~mm
Þjófinaður á
eldsneyti
BORGARFJÖRÐUR: Færst
hefur í vöxt að eldsneyti hafi ver-
ið stolið af bílum og tönkum við
sveitabæi í umdæmi lögreglunnar
í Borgamesi að undanfömu. Trú-
lega er þetta afleiðing síhækkandi
olíuverðs, en er það samt engin
afsökun fyrir þjófhaði. Að sögn
lögreglunnar í Borgarnesi er
mikilvægt að hafa trausta lása á
dælubúnaði á heimihstönkum og
læsanleg lok á eldsneytistönkum
bifreiða. -so
Kviknaði í
út firá grilli
BORGARFJÖRÐUR: Eldur
kviknaði í sumarbústað við
Hreðavam í Norðurárdal síðast-
liðið miðvikudagskvöld. Fólkið
sem var í bústaðnum hafði verið
að grilla með einnota kolagrilfi
og ekki gengið nógu vel ffá því er
það brá sér í bíltúr. Vegfarendur
sáu eldinn og tilkynnm brunann
til slökkviliðs og lögreglu. Lög-
reglumenn og fólk sem í næsm
bústöðum vom, hjálpuðust að
við slökkvistarfið með hand-
slökkvitækjum og vatnsfötum og
náðu að bjarga því sem bjargað
var og að bústaðurinn brynni all-
ur áður en slökkviliðið kom og
kláraði verkið.
-so
Spilar með U-16
landsliðinu
BORGARFJÖRÐUR: Einar
Ólafsson, 16 ára ffá Gilsbakka í
Hvítársíðu, hefur að undanfömu
æft og spilað með landsliði U-16
í körfuknattleik. Einar, sem æff
hefur með Umf. Reykdæla, er
jafiiffamt nemandi í Kleppjáms-
reykjaskóla en þaðan hafa á und-
anfömum árum verið að koma
nokkrir ungir og mjög efnilegir
körfuknattleiksmenn. Enginn
hefur þó náð jafn langt og Einar
nú, en hann er í dag á förum til
Svíþjóðar og keppir þar í 12
manna úrvali landshðsmanna á
sama aldri á Norðurlandamóti.
Þjálfarar körfuboltapiltanna í
Umf. Reykdæla em þeir Guðjón
Guðmundsson ásamt bræðrun-
um Ingimundi og Stefáni Jóns-
sonum ffá Deildartungu.
-mm
Tímabært að huga að nýjum
kirkjugarði á Akranesi
Sóknamefnd Akraness telur tíma-
bært að hafist verði handa við skipu-
lagningu nýs kirkjugarðs á Akranesi
þar sem nú styttist í að núverandi
kirkjugarður verði fullnýttur. Þetta
kemur ffam í bréfi sem nefndin
sendi bæjarráði á dögunum. Þar er
óskað viðræðna um ýmis mál er
varða málefni Kirkjugarðs Akraness
sem og skipulagningu og fram-
kvæmdir á næstu árum.
Þá kemur fram að gerð hefur ver-
ið kostnaðar- og framkvæmdaáætlun
vegna ffamkvæmda við núverandi
kirkjugarð. Er gert ráð fyrir að
kostnaður verði um 75 milljónir
króna „en þar inni era verk sem lög-
um samkvæmt til-
heyra kaupstaðn-
um að annast
framkvæmdir á,
ásamt kostnaði
við girðingar-
efni,“ segir orð-
rétt í bréfinu. Þá
er þess getið að
nauðsynlegt sé að
fylgja ffam-
kvæmdaáætlun-
inni effir þar sem
núverandi greftmnarpláss verður
fljótt uppurið. Telur sóknamefndin
afar aðkallandi að hefja undirbúning
við nýja aðkeyrslu að kirkjugarðin-
um og ganga frá bílastæðum.
Bæjarráð samþykkti að kalla full-
trúa sóknamefndar til fundar við
ráðið. HJ
Samið við HjaUastefnuna
um rekstur Hraunborgar
Páll S Brynjarsson, bnejarstjóri og Margrét Pála Ólafsdóttir frá
Hjallastefnunni ehf. undirrituóu samninginn.
Samningur Borgarbyggðar og
Hjallastefnunnar ehf um rekstur
leikskólans Hraunborgar á Bifröst
var undirritaður í Ráðhúsi Borgar-
byggðar í gær. Páll Brynjarsson
bæjarstjóri, fyrir hönd Borgar-
byggðar og Margrét Pála Ólafs-
dóttir, fyrir hönd Hjallastefriunnar
ehf imdirrituðu samninginn.
Hjallastefnan tekur við rekstri
leikskólans ffá og með 1. ágúst í
sumar og gildir samningurinn í 3
ár, en framlengist um 5 ár í senn
verði honum ekki sagt upp. Leik-
skólinn Hraunborg verður þar með
fjórði leikskólinn sem rekinn er af
Hjallastefnunni. Aðrir Hjalla-
stefnuleikskólar em í Hafnarfirði,
Garðabæ og á Akureyri.
I samningnum felst að Hjalla-
stefnan sér um og ber ábyrgð á
framkvæmd faglegs leikskólastarfs
samkvæmt námsskrám, lögum og
reglugerðum. Hún
sér sjálf t.d. um
starfsmannamál,
inntöku leikskóla-
barna, innheimtu
leikskólagjalda
samkvæmt gjald-
skrá Borgarbyggð-
ar hverju sinni, en
effirlit með starf-
inu er á ábyrgð
fræðslunefndar
auk þess sem
Borgarbyggð á og
rekur áfram hús-
næði leikskólans
og lóð. Auk þess
njóta bömin í leikskólanum áffam
sérfræðiþjónustu ffá Borgarbyggð.
„Markmiðið er að auðga og þróa
leikskólastarf í Borgarbyggð, auka
nýbreytni og sveigjanleika í skóla-
starfi og ekki síst að koma til móts
við þarfir og óskir notenda þjón-
ustunnar, sem era í um 95% tilvika
nemendur og starfsfólk Viðskipta-
háskólans á Bifröst," segir í til-
kynningu frá sveitarfélaginu.
MM/ljósm. BG
Stofitiun Stéttarfélags
Vesturlands samþykkt
Félagsmenn þriggja verkalýðsfé-
laga hafa samþykkt sameiningu fé-
laganna í nýtt verkalýðsfélag,
Stéttarfélag Vesturlands, sem tek-
ur til starfa á næstu vikum. Félög-
in sem sameinast eru Verkalýðsfé-
lagið Valur í Búðardal, Verkalýðs-
félag Borgarness og Verkalýðsfé-
lagið Hörður sem starfað hefur í
sveitarfélögunum srmnan Skarðs-
heiðar.
A undanförnum árum hafa
verkalýðsfélög víða um land sam-
einast með það að markmiði að
gera starf verkalýðshreyfingarinn-
ar sterkari og gera þeim kleift að
veita félagsmönnum sínum betri
þjónustu en nú er gert. Stjórn
Verkalýðsfélags Borgarness boðaði
öll sjö verkalýðsfélög á Vesturlandi
til kynningarfundar um samein-
ingarmál. Öll félögin þáðu boðið
utan Verkalýðsfélags Akraness sem
taldi slíka kynningu eða umræðu
ekki tímabæra. I framhaldi fór af
stað vinna að sameiningu áður-
nefndra þriggja félaga sem skilaði
þeim árangri að nú vom greidd at-
kvæði um sameiningarsamning. I
honum var nafn félagsins ákveðið
og önnur helstu skipulagsatriði svo
sem fyrsta stjórn hins nýja félags.
Félagsmenn Verkalýðsfélagsins
Vals samþykktu sameininguna með
12 samhljóða atkvæðum. Hjá
Verkalýðsfélagi Borgarness var
sameiningin samþykkt með 24
samhljóða atkvæðum en í Verka-
lýðsfélaginu Herði voru skiptar
skoðanir en 16 samþykktu samein-
ingu, 13 félagsmenn höfnuðu sam-
einingu og einn skilaði auðum
seðli. Samkvæmt sameiningar-
samningnum verður Sveinn G.
Hálfdánarson fyrsti formaður hins
nýja félags en hann hefur verið for-
maður Verkalýðsfélags Borgamess.
I samtali við Skessuhorn segir
Sveinn að stefnt sé að halda stofn-
fund félagsins þann 30. maí nk. I
kynningarriti sem félögin gáfu út
fyrir sameiningarkosningarinnar
'
Sveinn G Hálfdánarson, jýrsti formaöur
Stéttarfélags Vesturlands.
kom fram í ávarpi formanna félag-
anna að þeir séu þeirrar skoðunar
að æskilegast hefði verið að öll sjö
verkalýðsfélögin á Vesturlandi
hefðu staðið að stofnun hins nýja
félags. Sveinn segir að tíminn
verði að leiða það í ljós hvort fleiri
félög bætist í hópinn. Hann sé
þeirrar skoðunar að slíkt sé nauð-
synlegt en því ráði að sjálfsögðu
félagsmenn hvers félags fyrir sig.
HJ
Falið efirirlit með
hönnun bóka-
safins
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur falið tækni- og umhverf-
issviði bæjarins að hafa eftirlit
með hönnun og byggingu hús-
næðis þess er bærinn hefur fest
kaup á fyrir bókasafn. Þetta var
ákveðið í kjölfar óskar Halldóm
Jónsdóttur bæjarbókarvarðar
um að framkvæmdanefnd
mannvirkja Akraneskaupstaðar
„eða öðram sambærilegum fag-
aðilum“ verði falið að hafa eft-
irlit með hönnun og byggingu
húsnæðisins. „Tel ég mikla
hagsmuni vera í húfi fyrir kaup-
anda að rétt sé að málum stað-
ið,“ segir í bréfi bæjarbókavarð-
ar. Gunnar Sigurðsson bæjar-
ráðsmaður Sjálfstæðisflokksins
lét bóka að hann teldi ekki þörf
á að skipa sérstakan eftirlitsað-
ila með byggingunni. -hj
Tilkynnt um
ölvunarakstur
BORGARFJÖRÐUR: Lög-
reglunni í Borgarnesi var til-
kynnt um ölvaðan ökumann
sem væri á ferðinni á Borgar-
fjarðarbraut síðdegis síðastlið-
inn laugardag. Við athugun
lögreglu kom í ljós að ökumað-
urinn var ölvaður og einnig án
ökuréttinda. Má hann búast
við að hans tími án ökuréttinda
verði framlengdur og honum
gert að greiða háa sekt í kjölfar-
ið. -so
Mælt með
Brynhildi
Björgu
AKRANES: Skólanefnd Akra-
ness hefur mælt með því að
Brynhildur Björg Jónsdóttir
verði ráðin í stöðu leikskóla-
stjóra við leikskólann Vallarsel.
Fjórir aðrir umsækjendur vora
um stöðuna, Anney Agústsdótt-
ir, Elísabet Jóhannesdóttir,
Margrét Þóra Jónsdóttir og
Ragnheiður Anna Þorsteins-
dóttir. Skólanefndin taldi alla
umsækjendurna hæfa til
starfans en mælti að lokum með
Brynhildi Björgu.
-kj
Nýr skólastjóri
ráðinn
REYKHÓLAR: Hilmar Þór
Hafsteinsson hefur verið ráð-
inn skólastjóri Reykhólaskóla.
Kemur hann í stað Aslaugar
Guttormsdóttur sem gegnt hef-
ur starfinu undanfarin þrjú ár.
Hún hefur ákveðið að snúa sér
að almennri kennslu við skól-
ann. Hilmar Þór lauk námi við
Kennaraháskóla Islands á sín-
um tíma en stundaði síðar nám
við Tækniháskóla Islands í al-
þjóðamarkaðsfræði og vöru-
stjórnun. Að undanförnu hefur
hann verið kennari í Arbæjar-
skóla.
-hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi; Skessuhom ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is