Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2006, Síða 10

Skessuhorn - 24.05.2006, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 2006 S££SSIHiO>lSKI Magnús Þór skólastjóri SNÆFELLSBÆR: Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur að tillögu skólanefndar Snæfellsbæjar ráðið Magnús Þór Jónsson í stöðu skóla- stjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar. Ráðningin er tímabundin í náms- leyfi núverandi skólastjóra. Auk Magnúsar Þórs sótti Hilmar Haf- steinsson um stöðuna. -hj Ný stjóm í NFFA AKRANES: Þór Birgisson var ný- verið kosinn formaður Nemenda- félags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fyrir skólaárið 2006- 2007. Asamt honum voru kosin í stjórn félagsins þau Rúnar Olason, Ragnheiður Friðriksdóttir og Steinunn Eik Egilsdóttir. -hj Vilja malbikun Hólmaflatar AKRANES: Húsbyggjendur og íbúar við Hólmaflöt hafa sent bæjaráði Akraness bréf þar sem far- ið er þess á leit að nú þegar verði boðið út lagning varanlegs shdags og gangstétta við Hólmaflöt „með það að markmiði að ffamkvæmd- um ljúki á næstu vikum,“ eins og segir í bréfinu. Rætt var um málið á fundi bæjarráðs og var bókað að umrædd ffamkvæmd væri á fram- kvæmdaáædun ársins og var bréf- inu vísað til umfjöllunar tækni- og umhverfissviðs bæjarins. -hj Gjaldskrá dagfor- eldra hækkar AKRANES: Samtök dagforeldra á Akranesi hafa ákveðið að hækka gjaldskrá sína ffá og með 1. ágúst nk. Gjaldskrá vegna daggæslu hækkar um 27,8% og matargjald hækkar um 9,1%. Gjaldskráin er einungis æduð til nota fyrir dagfor- eldra sem hafa leyfi félagsmálaráðs Akraness til að taka böm í dag- gæslu. Oðrum er óheimilt að taka böm í gæslu gegn gjaldi. Dagfor- eldrum ber skylda til að sýna for- eldrum gjaldskrána og gera þeim grein fyrir einstökum liðum henn- ar þegar bam byrjar í daggæslu. -af: akranes.is Hraðakstur AKRANES: Af þeim tæplega 80 málum sem upp komu hjá lögregl- unni á Akranesi í síðustu viku vora ein 30 mál sem snem að umferð- inni. Meðal annars var ökumaður kærður efrir að ökuhraði biffeiðar er hann ók mældist á 124 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Annar ökumaður var kærður eftír að hafa mælst á 93 km/klst. hraða þar sem hámarks- hraði er 50 km/ klst. -so Akranesbær styrkir Spánarferð AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að veita Skóla- hljómsveit Akraness styrk að upp- hæð 200 þúsund krónur vegna Spánarferðar hljómveitarinnar í júní. Þar mun sveitin taka þátt í menningarhátíð. I sveitinni era rúmlega 50 ungmenni og auk þeirra verða fimm fararstjórar með í för enda í mörg hom að líta þeg- ar svo myndarlegur hópur er á ferð. Hljómsveitin hefur í 20 ár verið ómissandi hluti af hátíðar- höldum á Akranesi og víðar. -hj Lífeyrissjóður Vesturlands sameinast Lífeyrissjóði Suðurlands Á ársfundi Lífeyrissjóðs Vestur- lands, sem haldinn var 16. maí sl. var samþykktur samrunasamningur um sameiningu Lífeyrissjóðs Vestur- lands og Lífeyrissjóðs Suðurlands. Tillaga sama efiús liggur einnig fyr- ir ársfundi Lífeyrissjóðs Suðurlands sem haldinn verður 31. maí n.k. Gert er ráð fyrir að stofhfundur hins sameinaða sjóðs verði haldinn á Akranesi 19. júní n.k. Eins og ffam hefur komið í ffétt- um Skessuhoms hefur verið unnið að sameiningu sjóðanna tun nokkurt skeið. Aðalskrifstofa sameinaðs sjóðs mun verða í Reykjanesbæ, en skrif- stofan á Akranesi mun starfa áffam að þjónustu við sjóðfélaga og launa- greiðendur á Vesmrlandi. Heildar- eignir sjóðsins verða rúmlega 40 milljarðar króna og greiðandi sjóð- félagar tæplega níu þúsund. Megintilgangur sameiningar sjóð- anna er að ná ffekari hagræðingu í rekstri og auka áhættudreifingu og þar með getu til að standa við lífeyr- isskuldbindingar. Gylfi Jónasson, sem gegnt hefur stöðu fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Vestur- lands undanfarin sex ár, mtm verða framkvæmdastjóri sameinaðs sjóðs. HJ Sameiningamefiid vill endurráða alla starfsmenn sveitarfélaga Sameiningarnefnd Borgarbyggð- ar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíð- urhrepps og Kolbeinsstaðahrepps hefur lagt fram tillögur um stjórn- skipan í nýju sameinuðu sveitarfé- lagi sem kosið verður til um næstu helgi. Tillögurnar eru unnar í sam- starfi við Rannsóknamiðstöð Við- skiptaháskólans á Bifröst. Nefiidin leggur til að allir starfsmenn sveit- arfélaganna fjögurra verði starfs- menn hins nýja sveitarfélags og það eigi einnig við um starfsmenn byggðasamlaga er sveitarfélagið á aðild að. Þó segir í tillögum nefnd- arinnar að vegna skipulagsbreyt- inga sem óhjákvæmilega fylgi sam- einingu sveitarfélaganna geti orðið breyting á starfssviði og verkefnum einstakra starfsmanna. Þá gerir nefndin ráð fyrir að forstöðumenn stofnana beri aukna faglega og fjár- hagslega ábyrgð á sínum stofnun- um. Samkvæmt upplýsingum frá nefiidinni em alls 19,3 stöðugildi í stjórnsýslu sveitarfélaganna fjög- urra í dag. Era störf oddvita minni sveitarfélaganna þriggja ekki með- talin. Samkvæmt tillögum nefhdar- innar er gert ráð fyrir að stöðugildi í stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags Framkvæmdir hafiiar við verslunarhús Bónuss á Akranesi Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus tók í dag fyrstu skóflustung- una að nýju verslunarhúsi á Akra- nesi sem meðal annars mun hýsa verslun Bónuss. Það em SS-verk- takar sem reisa bygginguna og er ætlunin að húsið verði ttilbúið til notkunar um hvítasunnuna á næsta ári. Að sögn Guðmundar Mart- einssonar ffamkvæmdastjóra Bón- uss verður verslun fyrirtækisins um 1.100 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir að fleiri verslanir verði í húsinu. HJ Æ. Hér er „Ráðhústeymið“ í Stykkishólmi aðfagna góöum árangri. Hólmarar slógu ýmis met í hjólreiðaátaki Föstudaginn 19. maí sl. fór fram verðlaunaafhending í fyrirtækja- keppninni Hjólað í vinmma. Starfs- fólk Stykkishólmsbæjar sýndi ein- dæma kraff í þessu átaki ISI og hreinlega sópaði til sín verðlaun- um. Ráðhúsið í Stykkishólmi sigr- aði í fjölda daga í flokki fyrirtækja með 10-29 starfsmenn og Leik- skólinn í Stykkishólmi varð í 5. sæti í sama flokki. Áhaldahús Stykkis- hólmsbæjar var í 1. sæti ásamt þremur öðram stofnunum í flokki fyrirtækja með 3-9 starfsmenn og sveitarfélagið Stykkishólmsbær var í 8. sæti á landsvísu í fjölda hjólaðra daga en samtals vora hjólaðir 1522 kílómetrar á 671 dögum í Stykkis- hólmsbæ í keppninni sem stóð ffá 3.-16. maí. MM verði 22-23 talsins. Lagt er til að stjórsýslan skiptist í þrjú svið, fjár- mála- og stjórnsýslusvið, fjöl- skyldusvið og framkvæmdasvið. Samkvæmt tillögum nefndarinn- ar er markmiðið að stjórnkerfið verði gegnsætt og aðgengilegt fyrir íbúa. Sviðin þrjú verði að hafa með sér náið samstarf og samræmi þurfi að vera í stjórnsýslu og nefndakerfi. Gert er ráð fyrir að sex fagnefhdir verði starfandi í sveitarfélaginu auk byggðaráðs. Nefndirnar eru at- vinnu-og markaðsnefnd, félags- málanefnd, fræðslunefnd, landbún- aðar- og umhverfisnefnd, skipu- lags- og byggingarnefnd og tóm- stunda- og menningarnefhd. Lagt er til að hver nefnd verði skipuð fimm fulltrúum, nema fræðslu- nefnd sem skipuð verði sjö fulltrú- um. í bókun nefndarinnar kemur fram að bæjarstjórinn í Borgar- byggð og sveitarstjórinn í Borgar- fjarðarsveit séu með ráðningar- samninga ffam að sveitarstjórnar- kosningum og ljúki eðli málsins samkvæmt störfum þá. Ný sveitar- stjórn muni ráða sveitarstjóra hins nýja sveitarfélags. HJ Uthlutað úr pokasjóði verslunarinnar Síðastliðinn föstudag var úthlut- að styrkjum úr Pokasjóði verslun- arinnar. Að þessu sinni var 90 milljónum úthlutað en sjóðurinn fær tekjur af sölu plastburðarpoka í um 100 verslunum víðsvegar um landið. Hlutverk sjóðsins er að leggja lið málum sem horfa til al- mannaheilla á sviði umhverfismála, mannúðar- og heilbrigðismála, menningar og lista auk íþrótta og útivistar. Alls vom um 100 aðilar styrktír. Stærsta styrkinn, sem sérstaklega má rekja til Vesturlands, fékk Landgræðslufélagið við Skarðs- heiði sem undanfarin ár hefur hlot- ið myndarlega styrki úr Pokasjóði, að þessu sinni fékk félagið 3 millj- ónir króna til landbótaverkefiiisins undir Hafnarfjalli. Þá fékk Ferða- málafélag Dala og Reykhóla 500 þúsund króna styrk til merkinga göngustíga og uppsetningu skilta í Dalasýslu og Reykhólahreppi. Loks fengu Skógarmenn KFUM 500 þúsund króna styrk til að bæta aðgengi fatlaðra í Vatnaskógi. MM Kíkt eftir laxi í Laxá í Leirársveit um höna helgi. Laxiim snemma á ferðinni Veiðimaður sem var að veiða við fyrir neðan Mótel Venus fyrir fáum dögum, sagðist hafa séð laxa stökkva þar, en sjálfur var hann að reyna við silung. Mörgum þykir það frekar snemmt, en laxinn er greinilega á ferðinni með fyrra fall- inu núna. Þegar hafa laxar sést í Laxá í Leirársveit og í Haffjarðará og að öllum líkindum er hann kominn í Norðurá og í Þverá miðað við lax- ana sem sáust í Borgarfirðinum, eins og áður segir. Nú styttist vera- lega í að Norðurá opni fyrir veiði- mönnum, en það verður eins og fyrr að morgni 1. júní sem veiðin hefst þar. GB

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.