Skessuhorn - 24.05.2006, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006
He'r má sjá spjöldin sem bekkurinn vann.
Gróður og fuglalíf Eng-
lendingavíkur
Á umhverfisdögum í liðiimi viku
í Grunnskóla Borgarness í tengsl-
um við Grænfánaverkefnið vann 6.
bekkur skólans tvö veggspjöld sem
til stendur að koma upp í Endlend-
ingavíL Inga Margrét Skúladóttir
er umsjónarkennari hópsins. Segir
hún að annað veggspjaldið sé um
gróður en hitt um fúglalíf í Eng-
lendingavík. Bekkurinn fékk upp-
lýsingar fyrir verkefinið hjá Finni
Torfa Hjörleifssyni fyrrverandi
héraðsdómara sem þekkir mjög vel
til Englendingavíkur og umhverfis-
ins þar.
SO
Hópurinn í afgreiSslu Sparijóðsins að söng loknum meí Steinunni Astujýrir miiju.
Sungu sig til Danmerkur
Segja má að tíundi bekkur Varma-
landsskóla í Borgarfirði hafi komið,
séð og sigrað í Sparisjóði Mýrasýslu
fyrir skömmu. Hópurinn mætti í af-
greiðslu sjóðsins og söng sig inn í
hjörtu starfsfólks og viðskiptavina til
að vinna sér inn styrk fyrir útskrift-
arferð sinni til Danmerkur.
Forsaga málsins er sú að til
margra ára hefúr verið hefð fýrir því
í Varmalandsskóla að verðandi tí-
undubekkingar safni sér fyrir út-
skriftarferð. Undanfarin ár hefur
markmiðið verið sett hátt, þ.e. á er-
lenda grund. Sá tíundi bekkur sem
útskrifast í vor er engin undantekn-
ing frá því. Strax í áttunda bekk var
farið að safna. Kirkjugarðar héraðs-
ins voru slegnir af miklum móð,
grjót voru tínt úr flögum, seldur var
klósettpappir og kökur. Skólinn
hefur líka stutt rældlega við bakið á
þessum bekkjum. Ágóði af kaffisölu
á árshátfðxun og skólaslitum hefur
mnnið í söfnunarsjóðinn og skólinn
hefur oftar en ekki greitt fyrir rúm,
að og frá flugvelli. Hjá þessum bekk
var einnig haldin mikil menrúngar-
hátíð s.l. haust þar sem frumsamið
og aðfengið efni var flutt með til-
þrifum og gestdr skemmtu sér hið
besta.
Samstarf er komið á milli skóla í
Galten í Danmörku og Varmalands-
skóla. Danski skólinn kom hingað
tdl lands í haust og því var tdlvaldið
að endurgjalda heimsóknina núna í
vor. Söfhunin hafði gengið ágæt-
lega en herslumunin vantaði og var
því leitað á náðir Sparisjóðs Mýra-
sýslu sem, eins og allir vita, hefúr oft
styrkt góð málefni. Til þess að
vinna fyrir styrknum þtirftu krakk-
amir að koma og syngja „Danska
lagið“ í afgreiðslu Sparisjóðsins og
hvað var meira við hæfi en einmitt
það. Söngurinn tókst svo ljómandi
vel að Steimmn Ásta Guðmunds-
dóttir skrifstofustjóri Sparisjóðsins
afhenti Margrétd Bjamadóttur form.
Nemendafélags Varmalandsskóla,
sem einnig er í tíunda bekk, væna
upphæð sem gerði þeim kleift að
heimsækja frændur vora í Dan-
mörku.
BGK
Einkunnir verða
fólkvangnr í Borgamesi
Við sömu athöfn og umhverfis-
ráðherra afhenti Grunnskólanum í
Borgarnesi Grænfánann síðastlið-
inn föstudag, var undirrituð auglýs-
ing um friðlýsingu Einkunna í
Borgarnesi sem fólkvangs. Árið
2004 var skipaður virmuhópur um
framtíð svæðisins og hópurinn
lagði til að Eikunnir yrðu gerðar að
fólkvangi og var tillaga hópsins
samþykkt í bæjarstjórn Borgar-
byggðar síðastliðið haust. I mark-
miðsgrein ffiðlýsingarinnar segir:
„Alarkmið með friðlýsingu svæðis-
ins Einkunna sem fólkvangs er að
vernda jarðmyndanir og votlendi í
þágu útivistar almennings, náttúru-
skoðtmar og fræðslu".
Á meðfylgjandi mynd má sjá
Davíð Egilsson forstjóra Umhverf-
isstofnunar, Sigríði Onnu Þórðar-
dóttir umhverfisráðherra og Pál S.
Brynjarsson bæjarstjóra Borgar-
byggðar undimta auglýsinguna.
SO
Frambjóðendur ípanel,f.v. Torfi Jóhannesson og Bjarki Þorsteinsson frá Sjálfstœðisflokki, Valdimar Sigurjónsson og Sveinbjöm Eyjólfs-
sonfrá Framsóknarflokki og Þór Þorsteinsson og Finnbogi Rögnvaldsson frá Borgarlistanum.
Framboðsfundir í Borgarfirði
Frambjóðendur í sameinuðu
sveitarfélagi í Borgarfirði og Kol-
beinsstaðahreppi héldu í liðinni viku
sameiginlega ffamboðsfúndi víðs-
vegar um hið nýja og landstóra
sveitarfélag. Fundað var í Lindar-
tungu, Hvanneyri, Brúarási og end-
að á fjölmennasta fundinum á Hótel
Borgamesi sl. sunnudag. Það vom
ffamboð Borgarlistans, Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks sem
stóðu sameiginlega að þessum fúnd-
um.
Blaðamaður Skessuhorns fór á
einn þessara fúnda sem fram fór á
Bifröst. Fór hann að vonum vel
ffam, stóð í rétta 2 klukktutíma og
var hætt tímanlega fyrir Evróvisjon
útsendingu sem var þá um kvöldið.
Mestar umræður á fundinum
spunnust um málefni leikskólans
Hraunborgar þar sem hugmyndir
voru uppi meðal forsvarsmanna
Borgarbyggðar að ganga til sam-
starfs við Hjallastefnuna um rekstur
skólans. Nú tæpri viku síðar hefur að
vísu verið gengið ffá samkomulagi
þar að lútandi. Þá var á fúndinum
rætt um slökkviliðs- og sjúkraflum-
ingamál á Bifföst, grunnskólann á
Varmalandi, markaðsmál nýs sveit-
arfélags og ýmislegt fleira. Fundar-
stjóri var Stefán Kalmansson. MM
Mesta hækkun launagreiðslna
í Skilmannahreppi
Heildarlaunagreiðslur allra sveit-
arfélaga á Vesturlandi hafa hækkað
um 11,3% ffá árinu 2004 til 2005.
Þetta kemur ffam í nýjum upplýs-
ingum sem Hag- og upplýsingasvið
Sambands íslenskra sveitarfélaga
hefur tekið saman tun þróun launa-
greiðslna eftir sveitarfélögum á ár-
inu 2005 í saman-
burði við árið
2004.
Launagreiðslur
allra sveitarfélaga á
Vesturlandi, að
undanskildum
Hvítársíðuhreppi
og Saurbæjar-
hreppi, hafa hækk-
að að einhverju
leyti en mest hafa
launagreiðslur
Skilmannahrepps
hækkað eða um
47% milli ára. Er
það mesta hækkun
launagreiðslna í
sveitarfélagi á
landinu. Launa-
greiðslur Hvítársíðuhrepps og
Saurbæjarhrepps hafa hins vegar
lækkað lítillega ffá 2004.
Heildarlaunagreiðslur sveitarfé-
laga eru öll þau laun sem greidd eru
innan hvers sveitarfélags fyrir sig af
einkaaðilum sem og opinberum að-
ilum og eru upplýsingarnar gefnar
á verðlagi hvers árs. í samantekt-
inni er ekki gerð grein fyrir á hverju
þessi launaþróun byggir en þar get-
ur verið um að ræða hækkun launa-
taxta, aukið vinnuffamlag einstak-
Hnga eða fleira fólk á vinnumark-
aði.
KÓÓ
Sveitarfélag Laxmagr. 2004 Launagr. 2005 Aukning í %
Akraneskaupstaður 11.424.702.001 10.131.887.355 12,8%
Hvalfj arðarstrandarhreppur 244.744.712 243.530.885 0,5%
Skilmannahreppur 374.633.143 254.809.053 47,0%
Innri - Akraneshreppur 226.981.416 198.933.249 14,1%
Leirár- og Melahreppur 175.898.700 165.207.234 6,5%
Skorradalshreppur 113.269.430 94.579.338 19,8%
Borgarfjarðarsveit 1.011.234.164 876.019.032 15,4%
Hvítársíðuhreppur 80.259.382 81.998.963 -2,1%
Borgarbyggð 4.537.984.242 3.956.814.093 14,7%
Kolbeinsstaðahreppur 105.836.031 100.412.000 5,4%
Grundarfjarðarbær 1.682.773.687 1.502.398.180 12,0%
Helgafellssveit 58.596.995 58.397.790 0,3%
Stykkishólmsbær 2.108.277.013 1.963.106.435 7,4%
Eyja- og Miklaholtshreppur 230.759.110 186.935.310 23,4%
Snæfellsbær 3.083.303.613 3.035.465.153 1,6%
Saurbæjarhreppur 84.377.534 84.521.062 -0,2%
Dalabyggð 971.176.996 892.317.243 8,8%
Vesturland samtals 26.514.808.169 23.827.332.375 11,3%